Morgunblaðið - 10.08.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.08.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 10. ÁGÚST 1982 31 Að loknum tónleikum í Leikhúsi þjódanna sem stendur vid Torg hins himneska frioar. Stjórnandi kórsins Egill Friðleifsson er fyrir miðri mynd. Honum i hægri hönd er varamenntamálaráðherra Kina, L'Zhi Zian. Agli á vinstri hönd er forstöðumaður Listafélags Kína, Hou Dian. Þarna í Hong Kong héldum við fimm tónleika, auk þess sem við komum fram í sjónvarpi. Mesta at- hygli vöktu þau nútímaverk sem við vorum með á efnisskrá, enda eru þau fólki mjög framandi þarna í Austurlöndum fjær. Tónleikar hinna tíu barnakóra sem fram komu á kóramótinu í Hong Kong voru hljóðritaðar og koma vænt- anlega út á hljómplötu innan skamms. Sem fulltrúar íslands sungum við íslensk þjóðlög og samtíma- verk, þar af eitt glænýtt sem heitir „Dúfa á brún" og er eftir Þorkel Sigurbjörnsson sem jafnframt var undirleikari kórsins þar eystra. Þetta verk Þorkels vakti mjög mikla athygli. Þeir tíu kórar sem tóku þátt í mótinu komu frá Evrópu, Asíu, Ástralíu og Ameríku. Til gamans Egill Friðleifsson útskýrir rithátt nútímaverka fyrir kínverskum starfsbræð- rum. Nútima tónverk eru, að sögn Egils, mjög frábrugðin því sem þeir hafa áður kynnst. má geta þess að mótið var sett og því slitið með sameiginlegum söng allra kóranna: „Let there be peace on earth." Þarna í Hong Kong voru síðan stofnuð alþjóðleg samtök túlkandi barna- og unglingalistar, og hefur mér verið boðið til Utah í Bandaríkjunum til að skipuleggja starfsemi samtakanna. Til Canton komum við síðan 25. júlí. Sem söngstjóra var mér og frú minni fengin stór svört bifreið til afnota. Með bifreiðinni fylgdi túlk- ur, bílstjóri og fulltrúi frá borgar- yfirvöldum. Hinum þrjátíu var ekið með rútu, og fór bifreiðin svarta jafnan á undan með okkur hjónin. Það var mjög einkennileg lífs- reynsla fyrir barnakennara úr Hafnarfiröi að vera meðhöndlaður svona eins og þjóðhöfðingi. Það kom okkur nokkuð á óvart hve Kínverjar virðast vera kurteis- ari menn en við eigum að venjast hér á Vesturlöndum. Hvergi í öllu þessu mannhafi urðum við vör við drykkjuskap eða minnstu ókurteisi. Eg hygg að við gætum margt lært af þeim í þessum efnum. Alls staðar sem við komum var vel tekið á móti okkur, hvort heldur var á tónleikum eða gistihúsum. Maturinn sem við fengum var mjög frábrugðin matnum hér heima. Þarna var okkur boðið upp á froskalæri og ýmislegt fleira sem ekki er ástæða til að tíunda. Að sjálfsógðu borðuðum við allt með prjónum eins og lög gera ráð fyrir. Ferðinni lauk svo í Peking, þeirri ævafornu og fallegu menningar- borg. Þar fengum við einstakt tækifæri til að kynnast flestum þáttum kínverskrar listar. I skál- ræðum var Kínverjum tíðrætt um möguleikana á auknum samskipt- um við Islendinga á hinum ýmsu sviðum mannlífsíns, og ætla ég að aukin samskipti þar væru eftir- sóknarverð fyrir okkur. Þetta var hreint ævintýri' fyrir okkur öll," sagði Egill Friðleifsson og augljóst var að ferðin hafði verið honum og kór hans mikils virði. Reynb við Drangeyjar- sund í vikunni SEX Islendingar hafa synt Drang- eyjarsund. Nú hyggst sá sjöundi reyna við það í vikunni. Er það ungur Akurnesingur Kristinn Ein- arsson. Fer hann á morgun norður í Skagafjörð og ællar að bíða þar eftir hentugu veðri. Að sögn Kristins, þá er hann vanur að synda í sjó uppi á Skaga og þetta væri í þriðja sumarið í röð, sem hann gerði mikið af þessu. Hann færi í sjó- inn á hverjum degi, sama hvern- ig viðraði. „Eg syndi frá Drangey og yfir að Reykjadisk á Reykjaströnd, sem er 8 km langt sund. Hefur það tekið um 3—5 tíma hjá hin- um að synda það að meðaltali, og fer það eftir aðstæðum hverju sinni. Bezt er að synda í logni, eða þá að hafa ölduna í bakið," sagði hann. Kristinn sagðist ætla að bera á sig feiti til þess að verjast kuldanum betur. 2 bátar verða meö honum í för frá Drangey til lands og sagðist Kristni lítast vel á þetta allt saman, ef ekki yrði mikill öldugangur. Annars væri bara að bíða eftir skap- legra veðurlagi. A laugardaginn var synti Kristinn út í Viðey. Sagðist hann hafa verið frekar illa upp- lagður þar sem hann hefði farið með hraðbát ofan af Skaga, og orðið sjóveikur á leiðinni. Jafn- framt var óldugangur töluverð- ur á Viðeyjarsundinu, svo hann saup á leiðinni. En sagði, að sér hefði ekki orðið meint af þessu á neinn hátt. „Maður er orðinn vanur þessu," sagði hann að lok- um. VERÐIÐ HJA OKKUR ER SKORIÐ NIÐUR STOR- UTSÖLUMARKAÐURINN KJÖRGARDI Buxur á alla fjölskylduna. • Herrajakkar. Herraskór. • Unglingapils. Skíðavesti. • Sokkar. Peysur á alla, konur og karla. • Sængurver og barnafatnaður. Bolir- • Náttföt og margt, margt fleira. Sjón er sögu ríkari. STÓRÚTSÖLUMARKAÐURINN Kjörgarði, Laugavegi 59, kjallara, sími 28640.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.