Morgunblaðið - 10.08.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.08.1982, Blaðsíða 44
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1982 „Veit ekki um neinn leikmann sem ég vildi borga fyrir að fylgjast með í hverri viku“ — segir írski knattspyrnukappinn George Best sem sótti ísland heim í síöustu viku l'að hefur önigglega ekki farið fram hjá neinum, að enska stórliðið Manchester United kom hingað til lands í síðustu viku og lék hér tvo leiki, gegn Val og KA. Með i forinni var enginn annar en norður-írska knattspyrnustjarnan George Best, sem áður fyrr gerði garðinn fraegan hjá United, og var þetta í fyrsta skipti sem hann lék gegn sínu gamla félagi eftir að hann yfirgaf Old Trafford árið 1973. Best er nú orðinn 36 ára gamall og hefur misst talsvert af sínum forna glans — en Best er alltaf Best — og óhætt er að fullyrða að hann sé einn besti leikmaður sögunnar. Best lék í United-liðinu sem fyrst enskra liða, tryggði sér sigur i Evrópukeppni meistaraliða árið 1968, og sama ár var hann kjörinn Knattspyrnumaður Evrópu. í liði Man. Utd. á þessum tíma voru margir þekktir kappar, og lék liðið mjög skemmtilega knattspyrnu. Undirritaður átti þess kost að spjalla við Best norður á Akureyri á fimmtudaginn fyrir leik KA og Manchester United. Að sið Breta fór viðtalið fram yfir tedrykkju, enda annað vart við hæfi. í upphafi snýst talið um byrjun ferils hans sem knattspyrnu- manns, en 15 ára gamall hélt hann frá Belfast til Manchester og æfði með United í tvö ár áður en hann skrifaði undir atvinnusamning. — Ég lék aldrei með írsku liði, heldur fór til United beint úr skóla, segir Best er hann hugsar til baka. Manstu eftir fyrstu leikjunum með United? — Já, sá fyrsti var haustið 1963 gegn Newcastle á Old Trafford. Við unnum 1—0 og það voru 54.000 áhorfendur að leiknum. Síðan lék ég ekki aftur fyrr en um jólin, þá gegn Burnley og við unnum 5—1. Ég var hjá foreldrum mínum í Belfast og United sendi eftir mér til að spila í leiknum. I þeim leik skoraði ég mitt fyrsta mark fyrir þá. Lentirðu fljótt í útistöðum við for- ráðamenn liðsins? — Nei, ekki strax. Það var ekki fyrr en um 1970, stuttu áður en ég hætti með liðinu. Það var mikið um breytingar hjá þeim þá, og mér fannst þær ekki allar til góðs. Busby hætti sem framkvæmda- stjóri og bestu leikmenn liðsins hættu allir um svipað leyti. Þeir leikmenn sem tóku stöður þeirra í liðinu voru ekki í sama gæða- flokki, og liðið var á niðurleið. Ég sagði þeim að þeir lentu í vand- ræðum og árið eftir að ég fór, féll liðið niður í 2. deild. Þeir höfðu sagt að það væri ómögulegt að Manchester United félli, en það gerðist nú samt. Þú hættir 1973 var það ekki? — Jú, endanlega. Segja má að ég hafi verið að hætta milli 1970 og 1973. Á því tímabili hætti ég nokkrum sinnum, en kom alltaf aftur. En liðið var á niðurleið og það var aldrei eins og áður að leika fyrir það. Liðið var á toppn- um frá 1963 til 1970. Hafði áhuga á að breyta til. Hvað gerðirðu eftir að þú hættir hjá United? — Ég bjó um hríð í Manchester, og opnaði þar næturklúbb sem ég átti í um þrjú ár. Ég lék sýningar- leiki og síðan flutti ég til Banda- ríkjanna árið 1975. Hvers vegna? Ég hafði bara áhuga á að breyta til, skipta um umhverfi. Segja má að ég hafi verið á ferðinni til og frá Bandaríkjunum síðastliðin sjö ár. Tvö keppnistímabil lék ég með Fulham í London, hluta úr vetri með Hibernian í Skotlandi, og þá hef ég leikið með þremur liðum í Bandaríkjunum. Hvað með fótboltann í Bandaríkj- unum, er hann tekinn alvarlega? — Ja, mér finnst að leikmenn ættu að taka hann alvarlegar en þeir gera. Margir góðir leikmenn leika í Bandaríkjunum, en margir þeirra hugsa sér það bara sem frí. Þeir leika ekki á fullu og sumir fara aðeins peninganna vegna. Mér var nokk sama um gæði knattspyrnunnar, ég fór fyrst og fremst til Bandaríkjanna til að búa þar, ekki til að leika knatt- spyrnu. Hefur knattspyrnan ekki breyst heilmikið síðan þú varst á toppnum? — Jú, hún er ekki nærri því eins skemmtileg. I dag eru ekki nálægt því eins margir góðir ein- staklingar, sárafáir raunar. Er ég lék með Man. Utd. var aragrúi ein- staklinga sem fólk kom á völlinn til að sjá. Ég veit ekki um neinn leikmann sem ég vildi borga fyrir að horfa á í hverri viku. Kannski Maradona, en ekki fleiri. Maradona? Þrátt fyrir að hann hafi valdið miklum vonbrigðum í heimsmeistara- keppninni, finnst mér hann enn besti leikmaður í heiminum í dag. Það er ekki sanngjarnt að dæma hann á þessari keppni, því hann líður fyrir hversu góður hann er. Allir vilja sparka hann niður. „Vil hafa eitthvað útaf fyrir mig“ l>ú ert áreiðanlega eitt vinsælasta fréttaefni víða um heim. Hvernig líð- ur þér þegar blöðin eru full af sögum um þig? — Það venst. Þetta er hluti af lífi mínu, og hefur verið síðan ég var 17 ára. Reyndar var það öðru- vísi þá, þá skrifuðu þeir aðeins um knattspyrnuna, en nú skrifa þeir um allt, segir Best og hlær. — Einkalífið sérstaklega, og það er mín einkaeign. Maður verður að hafa eitthvað út af fyrir sig. Greinilegt var á öllu að Best vildi alis ekki tala neitt um einka- líf sitt en sem kunnugt er, hefur hann löngum þótt lifa ansi frjáls- lega. Fyrir þremur mánuðum yfir- • Þeir Bobby Charlton, George Best og Alec Stepney drepa hér tímann með spilamennsku á keppnisferðalagi. • George Best skorar hér glæsilegt skallamark gegn Liverpool, en það var annars aldrei sterkasta hlið hans að skora með höfðinu. • Stóra myndin efst á síðunni er af George Best í búningi KA á Ak- ureyri á dögunum, en Best lék sem gestur með liðinu gegn sínu gamla félagi, Manchester Utd., eins og margoft hefur komið fram. Þótt karlinn sé kominn af fisléttasta skeiðinu og sé fremur ávalur og mjúkur um miðjuna leyndi sér ekki að hann hefur litlu eða engu gleymt af töfrabrögðum sínum. Bæði með Val og KA sýndi hann sannkallaða snilldartakta meðan úthaldið entist. Á miðmyndinni má sjá kappann skora sitt fyrsta mark fyrir aðallið United, en það átti sér stað í des- ember 1963, er liðið gersigraði Burnley 5—1. Neðsta myndin er merkileg fyrir þær sakir að þar má sjá lið KA ganga inn á völlinn til að mæta United á Akureyri og í hópi leik- manna KA er enginn annar en George Best. Ef einhver hefði sagt fyrir fáum árum að Best ætti eftir að leika með KA, hefði verið hleg- ið mikið! gaf hann eiginkonu sína og barn þeirra hjóna í Bandaríkjunum, og fór til Englands þar sem hann býr nú með sænskri fegurðardrottn- ingu. En áfram með smjörið. Best hefur gengið í gegnum ýmislegt á ferli sínum, bæði hlátur og grát, en ekki segist hann muna eftir neinum sérstökum vonbrigðum frá ferlinum. — Ég átti svo gífur- legri velgengni að fagna, að í minningunni verða skemmtilegu hlutirnir alltaf minnisstæðari en þeir, sem verri voru. En toppurinn á mínum ferli sem atvinnuknatt- spyrnumaður var tvímælalaust sigur okkar á Benfica í úrslitaleik Evrópukeppninnar á Wembley 1968. Ég var þá 21 árs og skoraði eitt mark í leiknum. Við unnum 4—1 og það var stórkostlegt. Un- ited hefur aldrei átt eins gott lið og þá. Nú byrja margir atvinnumenn í einhverjum „bisness" meðan þeir eru enn að leika. Hefur þú eitthvað fengist við slíkt? — Já, ég eignaðist aftur bar í Manchester, og þá á ég bæði bar og veitingahús í Los Angeles. a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.