Morgunblaðið - 10.08.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.08.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1982 „Ég tel vinnuna fyrir öllu" Eggert Guðmundsson listmálari hefur málað tvær myndir, þar sem myndefnið er landnám Grænlands, til að minnast þess að þúsund ár eru nú liðin frá því að norrænir menn námu þar land, eins og minnst hefur verið á Grænlandi að undan- förnu. í tilefni af því, hafði Morgunblaðið samband við Eggert og spurði hann fyrst um tildrögin að því, að hann málaði þessar myndir. „Ég hef fimm sinnum verið í Grænlandsferðum, fyrst fyrir 15 árum, en þá bauð Flugfé- lagið mér til Austur-Græn- lands, í fyrstu túristaferð sem þangað var farin. Síðan fór ég tvisvar til Bröttuhlíðar og var dálítið hrifinn af aðstæðum landnámsmannanna þar og fór strax að hugsa um, að það hefur enginn gert neitt í sam- bandi við landnám íslendinga á Grænlandi og gerði skissur, sem ég hef síðan safnað sam- an. Þá fór ég til Angmagssalik og var þar í nokkra daga og fékk að sigla þar töluvert með hóteleigandanum, því að hann hafði skip gangandi til að flytja ferðamenn, og ég kynnt- ist dálítið ísnum við það og fór að hugsa að það hefði verið erfitt fyrir þessi litlu skip að fara í gegnum þetta allt og önnur myndin á sína kveikju í því. Ég fór til Bröttuhlíðar nÚHa síðast til að sjá betur að- stæður, hvar þeir mundu hafa lent og annað slíkt og þetta er í stórum dráttum aðdragand- inn að gerð myndanna. Hin myndin er af Eiríki rauða, segir Eggert Guðmundsson listmálari þetta hefur verið mikilúðlegur karl, sterkur og harður. Svo er ég einnig með stærri mynd í smíðum um þetta sama efni og meiningin er að sýna þessar myndir allar í haust, á sýn- ingu sem ég ætla að hafa í október. Svo er ég að vinna að teikningu af konu Eiríks, sem reisti fyrst manna kirkju í Grænlandi. Ég er með hana í frumteikningu og meiningin er að ljúka henni fyrir haust- ið." HvaA með andlitið á Eiríki, hafðirðu einhverja fyrirmynd? „Nei þetta var svona ákveð- in stemning, áhrif frá staðn- um, sem komu svona út. Ég vann þessa mynd hratt og það verður oft best þegar svo er. Eggert Guðmundsson stendur við málverkin, sem hann befur málao í tílefni 1000 ára landnáms íslendinga á Grænlandi. Ég hafði engan ákveðinn mann í huga, ekki úr okkar lífi, þetta hefur bara komið svona fram, þegar ég hef verið að vinna. Kannski hefur karl- inn verið ánægður með að maður skyldi minnast hans og haft einhver áhrif, það gæti alveg eins verið." Getur |ni sagt mér eitthvað frá þessari sýningu, sem þú fyrir- hugar að halda í haust? „Nei, ekki beint, annað en það, að ég ætla að halda nokk- uð stóra sýningu, þar sem ég verð aðallega með myndir úr íslensku þjóðlífi. Hún verður í heimkynnum Oddfellow-regl- unnar, þeir hafa boðið mér að halda hana hjá sér og ætla að aðstoða mig við hana. Ég ætl- aði ekki að halda neina sýn- ingu, ég er orðinn allt of gam- all, 76 ára, en ég ákvað að halda þessa sýningu til að sýna hvað aldraður maður get- ur gert á ári hins aldraða manns. Þeir kipptu af mér listamannsstyrknum í tilefni ársins, sennilega vegna þess að ég er orðinn of gamall. Ég fékk fyrst listamannastyrk 1940 og það er dálítið erfitt að skilja þetta. Það er ekki eins og maður sé sestur í helgan stein, ég vinn þetta 12—14 tíma á dag, alla vega á meðan á undirbúningnum að þessari sýningu stendur. Mér líður líka best þegar ég er að vinna. Fyrir þrem árum átti ég við dálítið heilsuleysi að stríða, í fyrsta skipti á æfinni, og þurfti að liggja á spítala. En ég er ánægður þegar ég vinn, þá finn ég að ég er glaður og kátur og þá batnar heilsan. Ég tel vinnuna fyrir öllu," sagði Eggert Guðmundsson listmál- ari að lokum. Staraflóin og starinn Eftfr Sigurð H. Richter dýrafræðing Staraflóin (Ceratophyllus gall- inae) ætti samkvæmt latneska heiti sínu fremur að nefnast hænsnafló. Það er a.m.k. víst að hún getur lifað á mörgum tegund- um fugla, en algengust er hún á spörfuglum er gera hreiður sín hátt yfir jörðu. Hún er útbreidd í Evrópu og N-Ameríku og hefur án efa verið lengi til hér á landi. Lífsferill og lifnaðarhættir starafióarinnar eru þessir: Full- orðnu flærnar lifa í eða við hreiðr- in og sjúga blóð úr fuglum þeim er þar búa. Þær eru dökkbrúnar eða nær svartar, 2—3 mm á lengd, þunnvaxnar til hliðanna og búa yfir miklum stökkkrafti. Flærnar verpa eggjum sínum í hreiður fuglanna og úr flóaeggjunum koma ormlaga lirfur er lifa á ýms- um lífrænum efnum í hreiðrinu, m.a. skít fullorðnu flóanna. Þegar líður að hausti hætta lirfurnar að hreyfa sig, mynda um sig harða skurn og kallast þá púpur. Á púpustiginu verður gagnger breyt- ing á dýrunum frá lirfum í full- orðnar flær. Næsta vor þegar fugl- inn kemur aftur í hreiðrið, klekst fullvaxna flóin út úr púpuhamn- um og tekur að sjúga blóð. Staraflóin finnst á ýmsum teg- undum fugla hér á landi og hefur án efa stundum lagst á fólk. Það var þó fyrst eftir að staranum fór að fjölga hérlendis og hann tók að breiðast út suðvestanlands, þ.e. undanfarin 15 ár, að staraflóin fór að verða mönnum algengt vanda- mál. Starinn er að því leyti ólíkur flestum öðrum fuglum, að hann sækist mjög eftir að gera sér hreiður við og í húsum manna og er þá stundum mjög aðgangsharð- ur. Lifir hann því oft í mjög nánu sambýli við menn. Flestar flær eru bundnar við að sjúga blóð úr fáum náskyldum tegundum dýra, en séu þær soltn- ar, geta þær bitið önnur dýr. Þess vegna getur staraflóin bitið menn, en hún getur ekki lifað af blóði þeirra til lengdar. Flóarbit finnst venjulega sem Fulloröin starafló, egg, lirfa og púpa. Talsvert hefur verið um það á undanförnum árum að svonefndar staraflær bíti fólk hér á Jandi og hafa þær sums staðar prðið hin versta plága. I þessari grein er sagt í stuttu máli frá þessari fló, lifnaðarhátt- um hennar og útrým- ingu, svo og hvernig lifa megi í sátt við starann. lítið, hart, rautt þykkildi og fylgir því mikill kláði. Oft sést gatið eft- ir stungu flóarinnar í miðjunni. Nær ómögulegt er að þekkja fló- arbit frá biti eða stungum margra annarra smádýra. Einnig eru viðbrögð einstaklinga við þessum bitum mjög misjöfn. Sumir bólgna mjög en aðrir verða lítið við þau varir. Algengast er að flóabit séu á fótleggjum manna. Nokkur hætta er á biti meðan starinn og ungar hans eru í hreiðrum eða fyrst eftir að þeir eru farnir. Mest virðist þó vera um bit seinni part vetrar og á vorin áður en starinn kemur í hreiðrið á ný. Fullvaxnar flær eru þá í óða önn að koma úr púpum sínum og er þetta kynslóðin sem orpið var sumarið áður. Oft skipta þessar nýju flær tugum eða hundruðum Stari. — Oft í mjög nánu sambýli vift menn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.