Morgunblaðið - 10.08.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1982
47
Frelsi og framtak
— eftir Milton Friedman komin út á vegum Almenna
bókafélagsins og Félags frjálshyggjumanna
Út er komin á vegum Almenna
bókafélagsins og Félags frjáls-
hvggjum.anna bókin Frelsi og fram-
tak eftir Miiton Friedman í þýöingu
Hannesar H. Gissurarsonar. Bókin
heitir á frummálinu Capitalism and
Freedom, kom fyrst út áriö 1962, og
hefur orðið mjög fræg á Vesturlönd-
um. Bókin skiptist í 13 kafla auk
inngangs og eru heiti þeirra þessi:
Atvinnufrelsi og lýðræði, Hlut-
verk ríkisins í frjálsræðisskipu-
lagi, Stjórn peningamála, Al-
þjóðaviðskipti, Fjármál ríkisins,
Hlutverk ríkisins í skólamálum,
Markaðsskipulag og mismunun,
Einokun og siðferðileg ábyrgð
fyrirtækja og verkalýðsfélaga, Út-
hlutun starfsleyfa, Tekjuskipting,
Samhjálp, Fátækrahjálp, Nokkrar
niðurstöður.
í kápukynningu bókarinnar seg-
ir á þessa leið:
„Milton-Friedman er sennilega
kunnasti hagfræðingur nútímans,
frjálshyggjuhugsuður, rithöfund-
ur og sjónvarpsstjarna. Hann
fæddist í New York 31. júlí 1912,
lauk doktorsprófi i hagfræði, var
prófessor í Chicago-háskóla til
1977, en hefur síðan verið rann-
sóknarfélagi í Hoover-stofnuninni
í Kaliforníu. Hann fékk nóbels-
verðlaunin í hagfræði 1976. í þess-
ari bók, sem hann skrifaði ásamt
konu sinni, Rose, leiðir hann rök
að því, að markaðskerfið sé skil-
yrði fyrir almennum mannrétt-
indum, og kemur orðum að kenn-
ingu frjálshyggjumanna um hlut-
verk ríkisins, en mikill fengur er
einnig að ýmsum hugvitsamlegum
tillögum hans um breytingar á
hagskipulaginu, en þær eiga ekki
síður við á Islandi en í Bandaríkj-
unum. Það spillir ekki heldur
fyrir, að bókin er skrifuð á ein-
földu og auðskiljanlegu máli.“
Frelsi og framtak er 219 bls. að
stærð, gefin út sem pappírskilja.
Bókin er unnin í Prentsmiðju
Hafnarfjarðar.
Fagna árangri
í orlofsmálum
Mbl. hefur borizt eftirfarandi
ályktun frá verkalýðs- og sjó-
mannafélagi Bolungarvíkur:
Fundur haldinn í stjórn og
trúnaðarmannaráði í verkalýðs-
og sjómannafélagi Bolungarvík-
ur 23. júlí 1982 fagnar þeim
mikla árangri, sem náðst hefur
með því samkomulagi sem und-
irritað hefur verið hér á Vest-
fjörðum um breytt fyrirkomulag
á innborgun og ávöxtun orlofs-
fjár launafólks.
Samkvæmt samkomulagi
þessu, sem lagður var grunnur
að í Vestfjarðasamningunum í
febrúar sl. verður orlof launa-
fólks á Vestfjörðum greitt inn í
peningastofnanir hér heima í
héraði og ávaxtað þar á mun
betri kjörum en verið hafa hjá
orlofsdeild Póstgíróstofunnar.
Hér er um mikinn og raunhæfan
árangur að ræða í réttindabar-
áttu, ekki bara launafólks á
Vestfjörðum, heldur Vestfirð-
inga allra, sem fundurinn fagn-
ar sérstaklega og hvetur til
áframhaldandi baráttu í sama
anda á fleiri sviðum.
Fundurinn vísar á bug öllum
þeim fullyrðingum, sem fram
hafa verið settar til að gera lítið
úr þeim árangri, sem vestfirska
verkalýðshreyfingin náði með
samkomulaginu frá 15. febrúar
sl. og bendir á, að samkomulagið
um innborgun og ávöxtun
orlofsfjárins hér heima er eitt
sér með stærri og raunhæfari
skrefum, sem stigin hafa verið
hin síðari ár í réttinda- og
kjarabaráttu á vettvangi verka-
lýðshreyfingarinnar til handa
launafólki dreifbýlisins og
íbúum þess öllum.
Með þessu samkomulagi hefur
vestfirsk verkalýðshreyfing enn
einu sinni sýnt, að hún er þess
megnug að vísa veginn og ná
raunhæfum árangri í barátt-
unni fyrir bættum kjörum um-
bjóðendum sínum til handa.
Nær væri þeim aðilum, sem
innan verkalýðssamtakanna
starfa og hafa annaðhvort upp-
hátt eða með þögninni viljað
gera lítið úr eða þegja í hel þann
árangur, sem Vestfirðingar hafa
náð með því að fara eigin leiðir
og líta raunsætt á málin, að
nýta sér frumkvæði Vestfirð-
inga og viðurkenna það, með því
að koma í kjölfarið.
MILTON FRIEDMAN
---Nóbelffverölaunahafi i hagfimði_
5.000 krónum stolið
frá öldruðum hjónum
FIMM þúsund krónum var stolið frá
öldruöum hjónum um miðjan dag á
sunnudag, samkvæmt upplýsingum
sem Mbl. fékk hjá rannsóknarlög-
reglunni í gær.
Atvik voru með þeim hætti að
hjónin, sem búa við Jökulgrunn,
lögðu sig um miðjan daginn og fór
þá maður inn í íbúð þeirra. Tók sá
fimm þúsund krónur. Þjófurinn er
ekki fundinn, en málið er í rann-
sókn.
Svipaður atburður átti sér stað
fyrir nokkru, þegar 3.500 krónum
var stolið frá öldruðum manni
sem býr í íbúðum aldraðra við
Dalbraut.
INNLENT
allra farþega í orlofi aldraðra
í tileíni aí ári aldraðra
býður Samvinnuíerðir-
Landsýn öllum þátttakend-
um í orloísíerðum sínum til
dagslerðar um ísland.
Fararstjórar í Portoroz,
Rimini og Grikklandi verða
með í íörinni og þeir sem
íara utan í vorferðirnar
hittast þama á nýjan leik
en hinir sem fara í haust-
íerðimar fá þama tœkiíceri
til þess að kynnast vœntan-
legum íerðaíélögum.
Miövikudagur
18. ágúst: Á söguslóðum suöurlands
Lagt af stað frá Austur-
velli kl. 8.45 að morgni og
ekið um Mosfellsheiði að
Þingvöllum þarsemvið
rií jum upp kynni okkar við
þennan forna Alþingisstað.
Ekið er um Lyngdalsheiði
að Laugarvatni þar sem við
borðum hádegisverð.
Þaðan er haldið að Skál-
holti, hinu foma biskups-
setri, og Skálholtskirkja
skoðuð. Við ökum um Skeið
niður að Gunnarsholti,
höfuðbóli Landgrœðslu
Rflásins. Þar skoðum við
hvemig landið hefur verið
rœktað upp á œvintýra-
legan hátt, heykögglaverk-
smiðju og holdanautaraekt.
Áíram er haldið að
Keldum og þar getur enn
að líta fornar minjar frá
Söguöld. Við höldum inn
eítir Fljótshlíð að Hlíðar-
enda þar sem Gunnar og
Hallgerður Langbrók áttu
ból. Til baka er ekið með
Suðurströndinni um
grösuga Rangárvelli til
Hveragerðis og síðan yfir
Hellisheiði til Reykjavflcur
2,017 08
28899
Næstu feröir:
PORTOROZ 2.-23. sept. biölisti
GRIKKLAN0 23. sept. 14. okt laus sæti
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899
LABOKAUTS
'AÚTSf.
LABO
AÚTS
BÓKAÚTSAL
Bém
UTSAL
BÓKA
L BOKAUTSALA BOKAUTSAL
Dagana 10.-14. ágúst veitum við 20% afslátt af öllum erlendum bókum og blöðum.
Eitthvað við allra hæfi.
BÓKAVERSLUN SNÆBJARNAR
Hafnarstræti 4 og 9