Morgunblaðið - 10.08.1982, Blaðsíða 42
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1982
Óvæntur sigur Völsunga
gegn efsta liðinu
ÓVÆNT úrslit urðu í 2. deildar-
kcppninni í knattspyrnu á Laugar-
dalsvdlinum á Isugardaginn, er
Völsungur frá Ilúsavik sigraði Þrótt
2—0. Þetta var fyrsti tapleikur
Þróttar á mótinu til þessa, 12 leiki
hafði liðið leikið i röð án taps. Þrátt
fyrir ósigurinn hefur liðið örugga
forystu í 2. deild og fátt virðist geta
komið í veg fyrir að það næli sér í 1.
deildar—sæti.
Völsungarnir mættu grimmir
til leiks, ætluðu sér greinilega
ekkert minna en sigur í leiknum
og kannski hafa Þróttararnir ver-
ið orðnir óþarflega öruggir með
sig. Hvað um það, staðan í hálfleik
var 1—0 og skoraði Kristján
Kristjánsson fyrrum Haukamaður
markið mjög laglega. Þróttur sótti
mjög, einkum eftir að Völsungarn-
ir höfðu skorað og færi fengu þeir
nokkur. En bráðsnjall markvörður
þeirra Völsunga, Gunnar
Straumland, var Reykjavíkurlið-
inu erfiður ljár í þúfu. Hann varði
nokkrum sinnum meistaralega.
Undir lokin fór síðan mesti kraft-
urinn að fjara úr liði Þróttar og
færðust norðanmennirnir þá allir
í aukana. Hörður Benónýsson
bætti þá öðru marki við og 2—0
urðu lokatölur leiksins.
Loks sigraöi
Skallagrímur á
heimavelli sínum
NEÐSTl! lið annarrar deildar í
knatkspyrnu, Skallagrímur og Þrótt-
ur, Neskaupstað, mættust í Borgar-
nesi um helgina. Þetta var leikur í
fallbaráttunni og fyrir leikinn var
það Ijóst að það liðið sem tapaði væri
svo gott sem fallið í þriðju deild.
Skallagrímur sigraði 1—0 og þó tap-
ið geri stöðu Þróttar vonlitla er
Skallagrímur einnig illa statt, í næst
neðsta sæti, með 3 stig á eftir næstu
liðum.
Leikurinn fór fram við afar erf-
iðar aðstæður, strekkingsvindur
og skúrir. Leikurinn var eftir að-
stæðum, slakur. Þróttur lék með
vindinn í bakið í fyrri hálfleik en
samt voru það heimamenn sem
skoruðu þá eina mark leiksins og
var það fallegt. Karl Birgisson fór
upp annan kantinn og gaf góða
sendingu fyrir mark Þróttar.
Bergþór Magnússon náði sending-
unni og skaut viðstöðulaust í
markið. Þetta mark var það mark-
verðasta sem átti sér stað í dauf-
um leik.
1—0 voru sanngjörn úrslit því
Skallagrímur átti flest þau mark-
tækifæri sem þó sköpuðust í leikn-
um þó ekki tækist þeim að nýta
sér fleiri en eitt. Þetta var fyrsti
sigurleikur Skallagríms á heima-
velli í sumar og reyndar í 14 mán-
uði og kom hann sannarlega á góð-
um tíma.
HBj.
Mikil barátta í
3. deildarkeppninni
UM helgina og í síðustu viku fór
fram heil umferð í 3. deildinni
fyrir norðan og var þar hart barist
enda farið að líða að lokum móts-
ins. Úrslit leikjanna urðu sem hér
segir:
Huginn — Árroðinn 3—1 (1—0)
Mörk Hugins: Sigurbjörn Jó-
hannsson 1 og Hilmar Harðarson
STAÐAN
Staðan í 2. deild er nú þessi:
Þróttur R. 13 8 4 1 18—7 20
Þór Ak. 13 4 7 2 24—12 15
Reynir 13 6 3 4 19—11 15
FH 13 5 5 3 16—15 15
Njarðvík 13 5 3 4 20—21 13
Völsungur 13 4 4 5 14—14 12
Kinherji 13 5 2 6 18—21 12
Skallagr. 13 3 3 7 11—22 t
Þróttur N. 13 2 3 8 5-20 7
2 en mark Árroðans gerði Unn-
steinn Sigurgeirsson.
Sindri — Magni 1—0 (0—0)
Mark Sindra gerði Grétar Vil-
bergsson.
HSÞ - Austri 3-2 (2-1)
Mörk HSÞ: Gunnar Blöndal 2 og
Zofanías Árnason 1.
Mörk Austra: Bjárki Unnarsson og
Guðmundur Gíslason.
KS — Tindastöll 0—0
— re.
Ólafur skoraöi
sigurmarkiö
Vopnafjarðarliðið Kinherji vann
dýrmætan sigur gegn Reyni Sand-
gerði í 2. deildarkeppninni i knatt-
spyrnu um helgina, leikurinn fór
fram austur á Vopnafirði og lauk
honum með sigri Kinherja, 1—0.
Sigurmark Einherja skoraði
Ólafur Jóhannesson, fyrrum
Haukamaður, sem nú þjálfar og
leikur með Einherja.
Ragnar Margeirsson í kröppum dansi i leik gegn Fram á dögunum. Hann skoraði sigurmark ÍBK gegn KA á
laugardaginn.
ÍBK slakaði á í lokin
Keflvíkingar sigruðu KA með 3
mörkum gegn 2 í fjörugum og
skemmtilegum leik i Keflavík sl.
laugardag.
Leikið var í strekkingsvindi og
rigningarskúrum og var mesta
furða hvað knattspyrnumönnun-
um tókst að fóta sig á glerhálum
vellinum. Mikið jafnræði var með
liðunum í fyrri hálfleik og sóttu
þau til skiptis, en þó virtust sókn-
arlotur Keflvíkinga mun hættu-
legri. Á 27. mínútu klúðraði Ingv-
ar Guðmundsson dauðafæri, eftir
mjög góða sendingu frá Óla Þór og
tveim mínútum síðar endurtók
hann svo atburðinn. Á 41. mínútu
komst Gunnar Gíslason einn og
frír inn fyrir vörn Keflvíkinga, en
Þorsteinn tafði fyrir honum með
mjög góðu úthlaupi, og á meðan
komust tveir varnarmenn Keflvík-
inga í markið og tókst að bægja
hættunni frá. A síðustu mínútu
fyrri hálfleiks skoraði svo Óli Þór
með góðu skoti frá vítateigslínu,
eftir góðan samleik Keflvíkinga
frá miðju vallarins, en samleikur
er einmitt það sem þetta lið Kefl-
víkinga vantar, en einstaklings-
framtak og eigingirni virðist hrjá
flesta leikmenn liðsins.
KA hóf síðari hálfleikinn með
mikilli sókn, en Keflvíkingar vörð-
ust vel og áttu hættulegar skyndi-
sóknir, og á 11. mínútu skoraði svo
Ingvar úr einni slíkri, eftir góða
sendingu frá Ragnari. Tveim mín-
útum síðar bætti svo Ragnar
þriðja markinu við. Eftir góða
sendingu frá Skúla lék Ragnar á 2
varnarmenn KA og skoraði af ör-
yggi. Örfáum mínútum síðar mun-
aði engu að Keflvíkingar bættu við
Þorsteinn Bjarnason átti góðan leik
í marki ÍBK.
sínu fjórða marki, er Ingvar skaut
fram hjá úr dauðafæri. En nú var
eins og Keflvíkingar álitu leiknum
lokið, slökuðu verulega á, einkum
þó vörnin, sem til þessa hafði ver-
ið mjög traust. KA-menn voru
hinsvegar á öðru máli og hófu
stórsókn, og á 23. mínútu skoraði
Gunnar Gíslason eftir góðan sam-
leik þeirra KA-manna. Á 32. mín-
útu bætti svo Steingrímur Birgis-
son öðru marki við með góðum
skalla, eftir mikil mistök í vörn
Keflvíkinga. Við síðara markið
rumskuðu Keflvíkingar og var
nokkurt jafnræði með liðunum
það sem eftir var leiksins, KA
sótti þó mun meir, en fleiri urðu
mörkin ekki. Vigdís
Jafnt hj'á
„þeim gömlu“
UM HELGINA sóttu Víkingar
ÍBA heim í íslandsmóti 30 ára og
eldri. Leikur þessi þótti nokkuð
skemmtilegur á að horfa og lykt-
aði með jafntefli 2—2 eftir að
staðan í hálfleik hafði verið 1—1.
Mörk ÍBA í leiknum gerðu þeir
Benedikt Guðmundsson og Árni
Gunnarsson en mörk Víkings
gerði Kári Kaaber og var það
fyrra úr víti.
— re.
Einkunnagjdlln
I.ið ÍBÍ
Hreiðar Sigtryggson 6
Gunnar Guðmundsson 7
Halldór Ólafsson 5
Örnólfur Oddsson 6
Ámundi Sigmundsson 6
Jóhann Torfason 6
Gústaf Baldvinsson 7
Jón Oddsson 6
Gunnar Pétursson 6
Rúnar Vifilsson 5
Kinar Jónsson 5
Guðmundur Jóhannsson 5
Jón Björnsson 5
Lið Vals
Brynjar Guðmundsson 6
Grímur Sæmundsen 6
Þorgrímur Þráinsson 7
Magni Pétursson 5
Ingi Björn Albertsson 5
Hilmar Sighvatsson 7
Valur Valsson 7
Þorsteinn Sigurðsson 6
Dýri Guðmundsson 6
Guðmundur Þorbjörnsson 6
Úlfar Hróarsson 6
Jón G. Bergs 5
Úlfar Másson 5
ÍBK
Þorsteinn Bjarnason 7
Kristinn Jóhannsson 6
Einar Olafsson 6
Ingiber Óskarsson 6
Gísli Kyjólfsson 7
Sigurður Björgvinsson 7
Rúnar Georgsson 6
Ingvar Guðmundsson 5
Ragnar Margeirsson 6
Óli Þór Magnússon 7
Skúli Rósantsson 5
Kári Gunnlaugsson 5
KA
Aðalsteinn Jóhannsson 6
Eyjólfur Ágústsson 5
Guðjón Guðjónsson 6
Haraldur Haraldsson 6
Krlingur Kristjánsson 6
Gunnar Gíslason 7
Steingrímur Birgisson 7
Ormarr Örlygsson 6
Hinrik Þórhallsson 5
Jóhann Jakobsson 6
Ásbjörn Björnsson 6
Lið Fram
Guðmundur Baldursson 4
Þorsteinn Þorsteinsson 5
Trausti Haraldsson 4
Sverrir Kinarsson 6
Marteinn Geirsson 5
Gísli Hjálmtýsson meiddist, lék of
stutt.
Viðar Þorkelsson 5
Lárus Grétarsson 4
Guðmundur Torfason 4
Hafþór Sveinjónsson 5
Valdimar Stefánsson(vm) 5
Olafur Hafsteinsson(vm) 4
Lið ÍA
Davíð Kristjánsson 5
Guðjón Þórðarson 5
Sveinbjörn Hákonarsson 6
Sigurður Lárusson 7
Jón Gunnlaugsson 6
Jón Áskelsson 5
Kristján Olgeirsson 7
Júlíus P. Ingólfsson 4
Sigþór Ómarsson 6
Sigurður Jónsson 6
Árni Sveinsson 6
Guðbjörn Tryggvason (vm) lék of
stutt.