Morgunblaðið - 10.08.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.08.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1982 5 Úr Hvalfirði. Botnssúlur aftast fyrir miðju, snævi þaktar. Það var reyndar ekki svona mikill snjór á Botnssúlun- um þegar tveir piltar lentu í hrakningum þar i fjallgöngu um helgina. (Ljóam. M.ts Wibr Lund jr.) „Bakpokinn bjargaði miklu“ Bókaklúbbur AB: „Óhæft til birtingar“ — hin víðfræga bók de Borchgrave og Moss „The Spike“ komin út á íslenzku l'T ER KOMIN hjá Bókaklúbbi Almenna bókafélagsins skáldsagan Ohæft til birtingar eftir bandaríska ritstjórann Arnaud de Borehgra- ve og enska blaðamanninn Robert Moss. Þvóandi er Hersteinn segir annar piltanna sem lenti í hrakningum í Botnssúlum „Við fórum 7 á tveimur bílum í fjallgönguferð á Botnssúlur. Við gengum venjulegu leiðina upp á Syðstu-Súlu, upp hrygginn. Þegar upp var komið og við ætluðum að halda niður, ákváðum við að fara aðra leið til baka og fórum við Jóa- kim á undan til að athuga leiðina betur. Kfst í leiðinni var það, sem okkur fannst vera snjóbreiða. Við stukkum niður i hana og það er ekkert með það, þetta var þá bara ís eins og gler. Við runnum af stað, en reyndum að stoppa okkur. Mér tókst að hægja aðeins á mér, en ekki meira en svo, að ég rann alla leið niður á eftir Jóakim. Fyrst var að minnsta kosti 20 metrar á ís og annað eins á bergi. Þetta var lýsing Jónasar Geirssonar, 21 árs Reykvíkings, á því þegar hann og félagi hans og jafnaldri, Jóakim Reynisson, lentu í svaðilförum um helgina er þeir gengu ásamt 5 félögum sínum á Botnssúlur. Óhappið átti sér stað rétt fyrir klukkan 3 á sunnudaginn. Óhætt er að segja að þeir félagar, sérstaklega Jónas, hafi sloppið betur en á horfðist í fyrstu, en Jóakim fé- lagi hans er þó nokkuð illa meiddur. En Jónas sagði einnig: „Við vorum frekar aumir fyrst þegar við stoppuðum. Jóakim var öllu verr farinn og reyndi ég að hjálpa honum eftir því sem ég gat. Ég tel að bakpokinn sem ég var með á bakinu hafi bjargað miklu hjá mér. Við fengum báðir snert af heilahristing og Jóakim þó öllu meira, hann fékk hálf- gert lost, kólnaði upp og fölnaði. Við vorum báðir aumir um allan skrokkinn. Jóakim var rif- beinsbrotinn, með 4—5 skurði á höfði, allur bólginn og skrapaður og auk þess mjaðmagrindarbrot- inn. Hann verður á sjúkrahúsi í einhverjar vikur, en ég er heima og er ferðafær. Við biðum þarna í 15 mínútur þar til að Einar Pálsson, félagi okkar, kom að. Við könnuðum hvort Jóakim gæti gengið, hann mátti ekki kólna meira, en hryggurinn virtist í lagi, þannig að við tókum hann á milli okkar og töltum af stað niður. Þegar við vorum komnir hálfa leið kom svissneskur læknanemi að okkur og þaðan báru hann og Einar Jóakim á milli sín það sem eftir var niður á háhesti. Ég sendi upp neyðarblys þegar ég sá þyrl- una en hún sá þau ekki. Tvær stelpur, sem voru með í hópnum, höfðu hlaupið strax niður og lát- ið vita og kom varnarliðsþyrla að leita að okkur, þær bjuggust víst ekki við að sjá okkur lifandi aftur. En við komumst sem sagt svona niður og vorum keyrðir í bæinn.“ Palsson. Þessi bók heitir á frummálinu The Spike, kom fyrst út árið 1980 og hefur síðan verið mikil met- sölubók á Vesturlöndum. Hún er byggð upp sem spennandi skáld- saga, en viðfangsefnið er vanda- mál dagsins í dag í samskiptum austurs og vesturs. Er þannig á málum haldið að bókin vekur til ásækinnar íhugunar um það hvar við Vesturlandabúar séum í raun- inni staddir að því er þessi sam- skipti snertir. .. bók þessi er bráðnauðsynleg til þess að við megum betur skilja þá atburði, sem nú eiga sér stað,“ skrifaði franska stórblaðið Le Figaro um bókina. „Frábær hryllingssaga, sem þeysir milli ævintýra víðsveg- ar í heiminum,“ skrifaði banda- ríski höfundurinn Theodore H. White um hana. Aðalpersóna bókarinnar er ung- ur Bandaríkjamaður, sem starfar við vinstri sinnað bandarískt blað. Hann er harður andstæðingur Nixon-stjórnarinnar og CIA og aðhyllist ný viðhorf varðandi líf- erni fólks og alla hegðun. Hann skrfar mjög harkalega um stríðið í Víetnam, og er greinum hans afar vel tekið. En svo kemst hann t blaðamennsku sinni að heldur óþægilegum staðreyndum varð- andi starfsemi Rússa í Bandaríkj- unum. Blaðamaðurinn ákveður að taka sér ársfrí til þess að kanna þessi mál nánar og uppgötvar þá margt ófagurt. Hann skrifar greinar um rannsóknir sínar og vill fá þær birtar í blaðinu, en er neitað um það, hann er ásakaður fyrir svik við málstaðinn og rit- smíðin afgreidd sem óhæf til birt- ingar. En margt á enn eftir að gerast í bókinni, og allt er þetta svo gegn- umsmogið af alls kyns svikum og óheilindum að örðugt er að kom- ast til botns í ófögnuðinum. Hinn ófagri leikur fer fram víðsvegar í heiminum og inn í hann fléttast viðfelldin ástarsaga sem gerir persónurnar mannlegar og manneskjulegar. „Geta Sovétmenn sigraö Vestur- veldin án þess að hleypa af skoti?“ spurði Richard Helms, fyrrum yf- irmaður CIA, eftir að hafa lesið þessa bók. Ohæft til birtingar er 315 bls. í Skírnisbroti. Hún er unnin í Prentsmiðjunni Odda. Handtekinn með þýfi í Bankastræti MADPR var handtekinn í Banka- stra-ti aófaranótt laugardagsins sl., en hann var með þýfi á sér, einkum sígarettur og kveikjara, samkvæmt upplýsingum frá Kannsóknarlögregl- unni. Kom í Ijós að þýfið var úr versl- uninni Kjötborg við Ásvallagötu. Maðurinn hefur ekki játað inn- brotið. Hins vegar fannst við hús- leit hjá honum fatnaður, sem er úr leðurvöruverslun, og viðurkenndi maðurinn að hafa brotist þar inn og stolið fatnaðinum. ^SSíSS®*T- ^ morgun«^ fiJ(lw) Einnig gefst fóIk‘* oq Htíð gölluð Húspo9n- Ctsölustaöir: Bolungarvil^ — -- * Bláskógar ÁRMULI 8 SÍMI 8Þ080

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.