Morgunblaðið - 10.08.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.08.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1982 39 Minning: Arinbjörn Þorkels- son húsasmíðameistari frá fornu fari og leituðu nú eftir aðstoð hans; þá skorti vistir, sem voru lítt eða ekki fáanlegar á Englandi. Á stríðsárunum annað- ist hann öflun birgða handa danska verslunarflotanum, sem sigldi milli íslands og Bretlands, og þá var erilsamt hjá Kléin. Hjá honum var ávallt opið hús fyrir áhafnir danskra skipa, og veltan óx í versluninni. Árið 1947 ákvað Klein að létta sér upp og gerast eyðslusamur. Þau hjón höfðu naumast unnað sér hvíldar í tvo áratugi, en héldu nú til Danmerkur. Gjaldeyrinn urðu þau að kaupa á svörtum markaði, því að þeim hafði láðst að stinga nokkru undan, þótt þau hefðu átt mikil gjaldeyrisviðskipti á stríðsárunum. Þetta var í fyrsta og eina skiptið á ævinni, sem Klein stundaði svarta markaðinn. Þau voru þrjá mánuði ytra og létu sér líða sem best. Eftir þetta tóku að verða hraðstígar breytingar á verslun- arháttum Reykvíkinga. Neytenda- umbúðir og sjálfagfreiðsla ruddi sér til rúms, og sérverslanir með matvörur hurfu úr sögunni. Klein leit á kjötverslun sem persónlega þjónustu við kaupandann, sem vildi ekki án hennar vera. Þar þekkti hann ekki sinn vitjunar- tíma, og kaupmaðurinn á horninu dagaði uppi þegjandi og hljóða- laust. Tjald var dregið fyrir nokkra glugga og hurð lokað; það var allt og sumt sem sást. Klein stóð í búð sinni á löngu biluðum fótum til 1964, eða þang- að til hann var orðinn 77 ára. Þá gafst hann upp, en Jens sonur hans hélt áfram kjötiðjunni á Baldursgötu 14 og rekur hana enn í dag. Klein lifði hér á landi ævintýra- legar breytingar á öllum sviðum og hann barst sjálfur með okkur til vaxandi velmegunar, en að lok- um tók heldur að halla undir fæti. Hann var mikill starfsmaður, strangur við sjálfan sig og aðra, en réttlátur húsbóndi, heiðarlegur og tryggðatröll. Hann kvaðst aldrei hafa iðrast þess að flytjast til Islands. „Ef ég væri 25 ára, mundi ég óhikað leggja á sömu braut aftur", sagði hann eitt sinn á gamals aldri. „Dani verð ég alla ævi. Ég hef ekki lært að tala ís- lensku og verð aldrei íslenskur ríkisborgari, en ég á heima á ís- landi og hvergi annars staðar." Johannes Carl Klein vann hér langan og strangan vinnudag, og við eigum honum margir þakk- arskuld að gjalda. Börnum hans, Carli, Jens og Huldu og Kristjáni Kristjánssyni, stjúpsyni hans, og fjölskyldum þeirra votta ég dýpstu samúð. Björn Þorsteinsson. í dag er kvaddur hinstu kveðju Johannes Carl Klein og fer útför hans fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Ungur að árum fluttist hann til Islands og undi hag sín- um vel hér á landi, enda var hann duglegur og mikill mannkosta- maður, heiðarlegur og kær öllum er honum kynntust. Fjölmörg störf vann Klein fyrir föðurland sitt Danmörku þótt í fjarlægu landi byggi. Árið 1945 var hann sæmdur Frelsisorðunni dönsku og árið 1956 var hann ennfremur sæmdur riddarakrossi Dannebrogsorðunnar. Sárt er Klein saknað af okkur félögunum í Det Danske Selskab og Foreningen Dannebrog í Reykjavík, enda var hann góður félagi og ávallt reiðubúinn til starfa. Formaður var Klein í Det Danske Selskab á árunum 1961—69 og í þakklætisskyni fyrir hin fjölmörgu störf, var hann ger- ður að heiðursfélaga beggja dönsku félaganna í Reykjavík. Hér skal ekki rakin ævi látins félaga, aðeins færðar þakkir að leiðarlokum, en best er Klein lýst með hans eigin orðum: Dani verð ég alla ævi, en ég á heima á ís- landi og hvergi annarsstaðar. Þökk sé kærum félaga. Det Danske Selskab, Hilmar Fenger. Koreningen Dannebrog, Jes Jessen. Fæddur 11. janúar 1901 Dáinn 28. júlí 1982 I dag verður kvaddur í Foss- vogskirkju vinur minn og frændi, Arinbjörn Þorkelsson, húsasmíða- meistari í Reykjavík. Mér er ljúft að minnast hans sem dugmikils athafnamanns, auk þess sem hann var sérstakur velgjörðamaður minn, allt frá æskuárum mínum, og tryggur vinur fjölskyldu minn- ar, alla tíð frá því er ég man fyrst eftir mér. Arinbjörn var fæddur í Bú- landsseli í Skaftártungu 11. janú- ar 1901, og voru foreldrar hans þau hjónin Þorkell Árnason frá Snæbýli og Signý Bárðardóttir frá Ljótarstöðum. Voru þau hjón bæði Skaftfellingar í ættir fram og dugnaðarfólk á sinni tíð. Það hefur oft verið sagt um Skaftafellssýslu, að hún hafi agað börn sín hart, einkum á þetta við um fyrri tíðar kynslóðir, meðan búnaðarhættir voru allir frum- stæðir og fátækt mikil, enda voru samgöngur allar erfiðari í Skafta- fellssýslu en víðast hvar annars staðar í landinu. Arinbjörn fluttist ungur með foreldrum sínum að Skálmabæj- arhraunum í Álftaveri 1904 og þar bjuggu foreldrar hans til ársins 1913, er faðir hans lést og ári síðar hætti móðir hans búskap og dvaldi næstu ár með Arinbirni, bæði í Kerlingardal og á Herjólfsstöðum. Skálmabæjarhraun var lítil og harðbýl jörð, og fór í eyði eftir Kötlugosið 1918. Arinbjörn var snemma þrek- mikill unglingur og vann á búi for- eldra sinna og sýndi í öllum störf- um bæði dugnað og verklagni. Árið 1920 flyst Arinbjörn með móður sinni til Reykjavíkur, og fljótlega eftir að hann kom hingað suður, tók hann að læra húsasmíði og þurfti oft að leggja hart að sér á þessum árum, þar sem hann hafði í æsku aðeins notið tak- markaðrar skólagöngu. Að húsa- smíðanámi loknu starfaði hann að húsasmíðum í allmörg ár og öðlað- ist meistararéttindi í húsasmíði og tók að sér mörg verk, bæði í Reykjavík og víðar. Þá starfaði hann á teiknistofu Sigmundar Halldórssonar, húsa- meistara, og fékkst síðan mest við teikningar húsa, og þótti mörgum húsasmiðum gott að vinna eftir teikningum hans. Hann var mikill afkastamaður á því sviði sem öðr- um, og sérstaklega lipur í öllum samskiptum við það fólk, sem stóð í byggingaframkvæmdum. Húsa- teikningar voru aðalstarf Arin- bjarnar hin síðari ár. Arinbjörn kvæntist 7. júlí 1927 Ágústu Guðríði Ágústsdóttur, Jós- efssonar, lengi heilbrigðisfulltrúa í Reykjavík. Frú Agústa var myndarkona í sjón og reynd. Gestrisni og góðvild var ríkjandi á heimili þeirra hjóna og nutu þess margir, ekki hvað síst margir Skaftfellingar, sveitungar Arin- bjarnar. Tel ég þessi mætu hjón meðal bestu velgjörðarmanna minna, þar sem ég dvaldi um tveggja ára skeið á heimili þeirra og hafði náið samband við heimili þeirra allt frá 1940. Þau hjónin eignuðust tvö börn, Pálínu Ágústu, húsfreyju í Reykjavík, og Þóri Sigurð, yfir- lækni í Svíþjóð. Konu sína missti Arinbjörn 1967 og mun vart hafa borið sitt barr eftir það, en dvaldi síðustu árin á heimili Pálu, dóttur sinnar, og fjölskyldu hennar. Arinbjörn var alla tíð mikill verkmaður, að hverju sem hann gekk, hann var glaðlyndur og hjálpsamur og vildi hvers manns vanda leysa, hvort sem í hlut áttu skyldir eða vandalausir. Móður sinni var hann góður sonur og hún lést á heimili þeirra hjóna haustið 1944. Af systkinunum frá Skálma- bæjarhraunum er Sigrún, systir hans, ein á lífi. Örofa tryggð Arinbjarnar við frændfólk og vini í V-Skaftafells- sýslu mætti síst af öllu gleyma, enda munu margir þar eystra minnast hans með þakklátum huga. Hin síðari ár fór Arinbjörn næstum árlega austur í Álftaver og dvaldi þá um tíma hjá frænd- fólki og vinum. Þó að Skálmabæjarhraun væru nú komin í eyði ogþó að fólki hafi fækkað nokkuð í Álftaverinu hin síðari ár, þá hlýnaði honum alltaf um hjartaræturnar, þegar hann hafði vitjað æskustöðva sinna þar eystra. Á heimili foreldra minna í Vík var Arinbjörn alltaf mikill au- fúsugestur. Faðir minn, Guðlaug- ur Jónsson, og Arinbjörn voru systrasynir og aldavinir og vin- átta hans við mig og fjölskyldu mína verður mér ógleymanleg. Skömmu áður en hann lést var hann nýlega kominn úr ferð aust- ur í Álftaver, þar sem hann sá æskustöðvar sínar og hitti frænd- ur og vini í síðasta sinn. Ég kveð þennan frænda minn og velgjörðamann með innilegasta þakklæti. í mínum huga er bjart yfir minningu hans. Góðum vinum fylgir góður hugur. Með samúð- arkveðju til barna og ástvina. Jón Guðlaugsson frá Vík í dag er til moldar borinn vinur minn Arinbjörn Þorkelsson, húsa- smíðameistari, en hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu miðviku- daginn 28. júlí sl. Um ætt og uppruna Arinbjarn- ar er fjallað af öðrum sem kunn- ugri eru, en Skaftfellingur var hann í báðar ættir. Sá, sem þessi fátæklegu kveðjuorð ritar, kynnist ekki Arinbirni fyrr en löngu eftir að hann hefur dregið sig í hlé frá dagsins önn. Arinbjörn Þorkelsson tilheyrði hinni svokölluðu aldamótakyn- slóð, þeirri kynslóð sem gerði ekki kröfur til þjóðfélagsins heldur spurði, hvað get ég gert fyrir land- ið mitt? Sú kynslóð lifði og mótaði velmegunarþjóðfélag nútímans frá fátæku bændaþjóðfélagi. Lifði báðar heimsstyrjaldirnar og kreppuárin. Okkur, sem yngri er- um, væri hollt að minnast þeirra fórna sem færa þurfti til að ná settu marki. Arinbjörn braust til náms á þessum erfiðleikatímum. Þegar húsasmíðanámi var lokið var það honum ekki nóg, hann vildi skapa sjálfur, það sem byggja átti. Lærði hann húsa- teikningar, sem hann helgaði starfskrafta sína. Þjóðkunnur maður lýsir Skaft- fellingum svo, í endurminningum sínum frá ferðum um sveitir landsins, að háttvísi og látleysi sé þessu fólki í blóð borið, en þá miklu mannkosti hafði Arinbjörn í ríkum mæli ásamt næmri kímni- gáfu sem grunnt var á. Góðvild í garð manna og málleysingja var aðalsmerki hans, aldrei heyrði ég Arinbjörn hallmæla nokkrum manni. Slíkt var fjarri skapgerð hans. Við Arinbjörn áttum margar ánægjustundir saman í heimahús- um, á keyrslu um bæinn, þar sem hann benti mér á húsin sín eða í hesthúsinu, en þangað fannst hon- um gott að koma. Hæst ber ferðir okkar austur í Skaftafellssýslu, nú síðast nokkrum dögum áður en kallið kom. Ógleymanlegt var að hlusta á þá vinina og frændurna Arinbjörn og Guðlaug Jónsson í Vík rifja upp liðna atburði, bland- aðist þar saman bæði gaman og alvara. Öll hin síðari ár bjó Arinbjörn á fyrirmyndarheimili dóttur sinnar Pálu, heimili þar sem kynslóðabil þekkist ekki en samheldni og sam- hugur ræður ríkjum. Arinbjörn Þorkelsson reisti sér minnismerki sem standa munu um ókomna tíð í landinu, verða athvarf margra í gleði og sorg eins og gengur, en minningin um heil- an og góðan dreng ásamt þakklæti fyrir samveruna er efst í hugum þeirra sem hann þekktu, nú þegar leiðir skilur í bili. Handan móðunnar miklu hverf- ur hann í faðm ástkærrar eigin- konu, sem hann saknaði svo mjög, ásamt miklum fjölda ættingja og vina. Pálu og heimilisfólkinu í Búða- gerði, svo og öðrum ættingjum og vinum, sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Hallgrímur Jónasson ÞAK3ARN í hvcrita lengd semer „Standard” lengdir eða sérlengdir, allt eftir óskum kaupandans. Að auki þakpappi, pappasaumur, þaksaumur, kjöljárn, rennu- bönd og rennur. RR BYGGINGAVÖRUR HE SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.