Morgunblaðið - 10.08.1982, Blaðsíða 28
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1982
ESAB ESAB ESAB
Eitt mlkilvægasta atriðið varðandi rafsuðu er að velja rétta
gerð rafsuðuvírs. Til þess að hámarksgæði verði á suðu er
nauðsynlegt að vírinn sé valinn með tilliti til allra aðstæöna.
Með þessa staðreynd í huga eigum við til á lager mikið úrval
rafsuðuvírs. Tæknimenn okkar veita frekari upplýsingar og
eru þér innan handar um valið. Hafið samband við söludeild.
ESAB í fararbroddi í 75 ár.
= HÉÐINN =
VÉLAVERZLUN-SlMI: 24260
Því meiri kröfur,
sem þú gerirtil
utanhúsmálningar
því meiri
ástæða er til að þú notir
HRAUN
HRAUN, sendna akrýlplastmálningin hefur allt
það til að bera, sem krafist er af góðri utanhúss-
málningu:
Mikinn bindikraft, frábæra endingu — dæmi eru
til um meira en 17 ár. Þekur vel — hver umferð
jafnast á við þrjár umferðir af venjulegri plast-
málningu. Hefur fallega áferð — til bæði fín og
gróf, og fæst í fjölbreyttu litaúrvali.
HRAUN stenst allan verðsamanburð.
HRAUN litakortið fæst í öllum helstu málningar-
vöruverslunum landsins.
má/ning
Hreppsnefnd Hvalfjarðarstrandarhrepps:
Ríkisstjórnin mótmæli sam-
þykkt um hvalveiðibann
EI-TIR samþykkl Alþjóðahvalveiði-
ráðsins um það, að 1986 verði öllum
hvalveiðum hætt, hafa margir velt
því fyrir sér, hvaða áhrif það kunni
að hafa fyrir þá, sem hafa byggt af-
komu sína að töluverðu leyti á veið-
um og vinnslu hvalafurða. Vegna
þessa var haft samband við oddvita
Hvalfjarðarstrandarhrepps, Jón Ein-
arsson, prest í Saurbæ. Var hann
ásamt fyrrverandi oddvita, Guð-
mundi Brynjólfssyni, frá Hrafna-
björgum að líta á nýútkomna
skattskrá hreppsins á hreppsskrif-
stofunni í félagsheimilinu Hlöðum.
Þeir sögðu, að Hvalstöðin hefði
starfað í 35 ár og þar hefðu um 100
manns unnið yfir sumarið fyrir
utan þá, sem væru að veiðum og
þá sem ynnu í Hafnarfirði. Jafn-
framt hefði á síðustu árum verið
um viðhaldsvinnu að ræða á vetr-
um í Hvalstöðinni. T.d. hefðu verið
í vetur milli 20 og 30 menn við
vinnu í Hvalstöðinni.
Jón Einarsson oddviti sagði það
vera mikið hagsmunamál fyrir
sveitarfélagið, að stöðin yrði rekin
áfram. Það væri ekki aðeins
atvinnulega séð, sem mikið væri í
húfi heldur og líka þá fengi sveit-
arfélagið umtalsverðar tekjur af
rekstri Hvalstöðvarinnar. Hvalaf-
urðir eru um 1,3% af útflutnings-
tekjum þjóðarinnar, svo það eru
ekki bara íbúar í nærsveitum við
Hvalstöðina, sem ættu hagsmuna
að gæta, heldur væri hér um hags-
munamál fyrir þjóðina í heild að
ræða.
Þessar veiðar væru stundaðar
undir vísindalegu eftirliti. Vís-
indamenn eru kostaðir til þess að
fylgjast með veiðunum. Ekki væru
veiddir hvalir fyrir neðan ákveðna
stærð og hvalir væru merktir til
að fylgjast með stofninum.
Guðmundur Brynjólfsson benti
á það, að ekki væri verið að veiða
ungviðið eins og verið væri að gera
með þorskinn. Hér væri því ekki
verið að ganga á stofninn.
Það væri undarlegt, að smáríki
utan úr heimi hefðu atkvæðisrétt í
Hvalveiðiráðinu, en hefðu engra
hagsmuna að gæta. Þessi ríki
hefðu úrslitaáhrif um þetta. Þetta
ætti frekar að vera hluti af haf-
réttarsáttmála, sem gerður væri á
milli þeirra, sem ættu hagsmuna
að gæta.
Guðmundur sagði einnig, að
sumt fólk treysti á atvinnu tengda
hvalveiðunum. Hefði jafnvel
byggt sér hús í nágrenni stöðvar-
innar vegna þess, að þetta hefði
verið trygg atvinna, sem þarna
væri að fá. Veldur þetta verulegri
röskun fyrir þetta fólk, ef ekkert
annað kemur í staðinn, sögðu þeir.
„Mér finnst það koma úr hörð-
ustu átt, ef Bandaríkjamenn ætla
að beita okkur einhverjum þving-
unum viðskiptalega séð. Við erum
þjóð, sem er í NATO og höfum átt
vinsamleg samskipti við þá, vilj-
um við halda því áfram og vænt-
um eins af þeim einnig. Við færum
varla að skipta okkur af því, hvað
þeir veiða innan sinnar landhelgi.
Mikið hagsmunamál
fyrir sveitarfélagið
að hvalstöðin verði
rekin áfram, segja
talsmenn þess
En veiðar Islendinga á hvölum eru
innan 200 mílna lögsögunnar.
Ekki færum við heldur að skipta
okkur af því hvað þeir veiða í
vötnum hjá sér að maður tali nú
ekki um vopnaframleiðslu þeirra,"
sagði Jón Einarsson. Guðmundur
Brynjólfsson fyrrverandi oddviti
sagði, að Islenzkir Aðalverktakar
rækju olíubirgðastöð í Hvalfirðin-
um. Samt sem áður, þá fái þeir
enga fasteignaskatta til sveitarfé-
lagsins frá íslenskum Aðalverk-
tökum sem er einn af aðaltekju-
stofnum sveitarfélaganna. En við
hliðina, þá væri Esso með olíu-
birgðastöð og þyrftu þeir að greiða
full gjöld. „Við erum ekki að fara
fram á nein forréttindi eða
aronsku. Heldur viljum við að all-
ir sitji við sama borð en NATO
hafi ekki forréttindi þarna," sögðu
viðmælendur.
Það er ekki bara sveitarfélagið,
sem nýtur góðs af Hvalstöðinni,
heldur hefur Hvalur hf. styrkt
Hallgrímskirkju í Saurbæ veru-
lega á hverju ári. Sagði Jón, að
Loftur Bjarnason hefði verið ein-
stakur hollvinur kirkjunnar og
var í byggingarnefnd hennar.
T.a.m. hefði Hvalur gefið eirinn á
þakið og freskómyndina yfir altar-
inu, þá einu sinnar tegundar hér á
landi í kirkju. Lögmældar tekjur
kirkjunnar væru um 17—18 þús-
und kr. miðað við hámarks sókn-
argjöld. En útgjöld vegna hita og
rafmagns væru um 30 þús. kr. „Ef
ekki nyti þessa velvilja Hvals hf.
þá gæti þessi fámenni söfnuður
ekki staðiö undir rekstri kirkjunn-
ar. Það þyrfti að lýsa og hita upp
kirkjuna ásamt því að þrífa hana.
í kirkjuna koma þúsundir manna
hvert ár, og eitthvað myndi heyr-
ast, ef kirkjan væri ekki lýst, þrif-
in og hituð upp. Þessi kostnaður er
tilfinnanlegur fyrir fámennan
söfnuð, þar sem m.a. þarf að
greiða gildaskálataxta („sjoppu-
taxta") á rafmagni. En þótt þetta
sé eins konar þjóðarhelgidómur,
þá styrkir ríkið kirkjuna aðeins
um eitt þús. kr. á ári samkvæmt
fjárlögum.
„Hvalur lét bora í vetur eftir
heitu vatni við Hvalstöðina og
kom umtalsvert vatn upp, sem er
notað til þess að hita upp vinnu-
búðir starfsfólks. Er vonandi, að
sveitarfélagið geti notið þess í ná-
inni framtíð. Það er því víða, sem
hagur landsmanna leynist vegna
hvalveiðanna. Við lítum með ugg
til þess, ef Hvalveiðistöðin í
Hvalfirði verður lögð niður. Það
má ekki koma til þess, og þurfa
stjórnvöld að sjá svo um, að svo
verði ekki," sagði Jón Einarsson
oddviti að lokum.
Samþykkt hreppsnefndar
8. ágúst sl. gerði hreppsnefnd
Hvalfjarðarstrandarhrepps eftir-
farandi samþykkt vegna fyrirhug-
aðs hvalveiðibanns.
„Hreppsnefnd Hvalfjarðar-
strandarhrepps skorar á ríkis-
stjórnina að mótmæla samþykkt
Alþjóðahvalveiðiráðsins um bann
við hvalveiðum frá og með árinu
1986.
Hreppsnefndin telur, að þjóðir,
sem engra hagsmuna eigi að gæta,
eigi ekki að hafa ákvörðunarvald
um það hvernig íslendingar nýta
auðlindir sínar.
Hreppsnefndin bendir á, að hér
er um gífurlega hagsmuni að
ræða, ekki aðeins fyrir Hvalfjarð-
arstrandarhrepp heldur einnig
fyrir nærliggjandi sveitarfélög og
þjóðarbúið í heild, enda eru hval-
afurðir 1,3% af útflutningstekjum
þjóðarinnar.
Þá minnir hreppsnefndin á, að
Hvalstöðin í Hvalfirði hefur verið
rekin í 35 ár, og ekkert bendir til
að hvalastofninn sé að ganga til
þurrðar eða honum sé ógnað me
ofveiði."
Guðmundur Brynjólfsson fyrrverandi oddviti og Jón Einarsson núverandi
oddviti Hvalfjarðarstrandarhrepps. Guðmundur hafði verið oddviti í 39 ár
samfellt, þegar hann sagði af sér nú i vor.
Benco 01 — 600A C.B.
40 rásir AM/40 rásir FM.
Sérsmíðuð fyrir ísland. Fullur styrkur.
Verö Kr. 2.395.-
Benco, Bolholti 4,
sími 91-84077 ..