Morgunblaðið - 07.09.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.09.1982, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR 196. tbl. 69. árg. ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Trudeau á fundi Alþjóðabankans: Ófremdarástand í efnahagsmálum Aldrei verra frá stríðslokum Toronto, 6. september. AP. IFM 12 þúsund sérfræðingar í efnahagsmálum frá 146 löndum eru seztir á rökstóla á 37. ársfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að reyna að finna leiðir til að afstýra alþjóðlegri kreppu í lánaviðskiptum. í opnunarræðu sinni á fundinum sem haldinn er í Toronto sagði Pierre Trudeau forsætisráð- herra Kanada að frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari hafi ófremdarástand í efnahagsmálum heimsins aldrei verið meira en nú og urðu margir ræðumenn dagsins til að taka undir þau orð. Donald T. Regan fjármálaráð- herra Bandaríkjanna var sá sem helzt virtist eygja einhverja útleið úr ógöngunum, en á fundi með fréttamönnum áður en hann flutti boðskap sinn á ársfundinum kvaðst hann telja að enn ætti eftir að syrta í álinn en með ýtrustu aðgát og sam- Púlland: Gómúlka jarðsettur með viðhöfn Varsjá, 6. september. AP. 28 ARA námuverkamaður lézt af skotsárum sem hann hlaut i óeirð- um í Lubin í síðustu viku, og hafa þá alls fimm manns látið lífið i framhaldi af átökum sem til kom milli mótmælenda og lögreglu i tengslum við tveggja ára afmæli Samstöðu. Pólskir ríkisfjölmiðlar fjalla ítarlega um afleiðingar óeirð- anna og hafa verið birt nöfn yfir þúsund manna sem ýmist hafa verið fangelsaðir eða sektaðir vegna aðildar sinnar að mót- mælaaðgerðum. Um fjögur þús- und manns fylgdu í gær tveimur fórnarlambanna til grafar í Lub- in en í dag er talið að um tíu þúsundir hafi verið við útför Gómúlka fyrrum þjóðarleiðtoga sem gerð var í Varsjá í dag. Enda þótt Gómúlka hafi ekki átt upp á pallborðið hjá yfirvöld- um landsins síðan hann var sviptur völdum í kjölfar óeirð- anna við Eystrasalt fyrir tólf ár- um þar sem fjöldi manns lét lff- ið, var hann kvaddur sem um þjóðhetju hefði verið að ræða og voru allir æðstu menn herstjórn- arinnar viðstaddir er hermenn, sem gengu gæsagang, báru hann til grafar. ræmdum aðgerðum mætti þó koma í veg fyrir að hið alþjóðlega banka- kerfi hryndi. Hið alvarlega ástand í alþjóðleg- um lánamálum stafar m.a. af því að margir skuldunautar megna ekki að standa í skilum með greiðslur af lánum sem þeir hafa fengið hjá Al- þjóðabankanum. Alvarlegust eru vanskil Mexíkó og Póllands, en bankastjórar Alþjóðabankans óttast að þess sé skammt að bíða að Argentína og Brazilía bætist í hóp- inn. Á undirbúningsfundum í Tor- onto um helgina kom m.a. fram að fulltrúar fátæku landanna telja að helztu ástæður hins alvarlega ástands séu ráðstafanir hinna efn- uðu til að stemma stigu við verð- bólgu. Útistandandi skuldir Alþjóðabankans hjá þjóðum sem ekki geta staðið í skilum nema nú um 500 milljörðum bandaríkjadala. Pólska sendiráðið í Bern: Símamynd Mbl. ÓL K. M. Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands er nú í Bandaríkjunum, þar sem hún mun opna menningarkynninguna Scandinavia Today á miðvikudaginn. Á þessari mynd má sjá forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, ásarat Walther J. Stoessel, varautanríkisráðherra Bandaríkjanna, við komuna að Refleeting Pool, en í þeirri tjörn speglast Lincoln- og Washington-minnismerkin. Þangað ílaug Vigdís Finnbogadóttir með þyrlu forseta Banda- ríkjanna frá Andrews-flugherstöðinni, þar sem þota Flugleiða lenti. — Sjá nánar á miðsíðu. Árásarmenn beittir fortölum Bern, 6. september. AP. SVISSNESK stjórnvöld halda uppi stöðugum samningaviö- ræðum við menn sem segjast vera pólskir and-kommúnistar, en þeir réðust með alvæpni inn í pólska sendiráðið í Bern í morgun og tóku 13 manns í gíslingu. Mennirnir, sem talið er að séu þrír að tölu, hóta að sprengja sendiráðið í loft upp og fvrirkoma þar með sjálfum sér og gíslunum, nema pólska herstjórnin felli úr gildi her- lögin innan tveggja sólar- hringa. Forsprakki árásar- mannanna kveðst vera 42ja —fresturinn rennur út á morgun ára höfuðsmaður að nafni Wysocki. Hann segist ekki vera í tengslum við Samstöðu í Póllandi. Svissneska lögreglan, sem er í stöðugu símasambandi við árásarmennina, segir, að ekki sé vafi á að þeim sé fullkomin alvara og enn hafi þeir ekki ljáð máls á því að slaka á kröf- um sínum en auk þess að krefj- ast þess að herlögunum verði aflétt vilji þeir að pólska her- stjórnin sleppi úr haldi öllum pólitískum föngum í landinu. Pólskir ríkisfjölmiðlar segja að tólf hryðjuverkamenn hafi ráðizt inn í pólska sendiráðið í Bern og í kjölfar fregnanna um gíslatökuna hefur síðan verið stanzlaus áróðursflaum- ur gegn „öfgasinnum á vegum Samstöðu og NATO-ríkjanna“. Af hálfu herstjórnarinnar eru engin viðbrögð gegn kröfum árásarmannanna enn sem komið er. Leiðtogafundur Araba: Tillögur Reagans helzta umræðuefnið Fez, 6. september. AP. TILLÖGUR Reagans Bandaríkjaforseta um frið í Miðausturlöndum eru mjög til umræðu hjá Arabaleiðtogum sem nú bera saman bækur sín- ar í Fez í Marokkó. Til fundar eru komnir flestir helztu leið- togar Arabaríkjanna, þar á meðal Hussein Jórdaníukon- ungur og Assad Sýrlands- forseti, Saddam Hussein, for- seti íraks, og Fahd, konungur Saudi-Arabíu. Egyptar senda ekki fulltrúa til fundarins, þar sem þeir voru reknir úr Arababanda- laginu fyrir fjórum árum fyrir að undirrita friðarsamninga við ísraela. Þá lætur Kaddafy Líbíuleiðtogi sig vanta, en hann hefur lýst því yfir að all- ar viðræður um friðarsamn- inga í þessum heimshluta séu „svik við málstað Araba“. Þetta er fyrsti leiðtogafund- ur Araba síðan ísraelar gerðu innrásina í Líbanon. Friðar- tillögur Reagans, þar sem gert er ráð fyrir að endi verði bundinn á landnám ísraela á vesturbakka Jórdanárinnar og að efnt verði til kosninga um sjálfstjórn á afmörkuðum svæðum í tengslum við stjórn Jórdaníu, eru ekki á opinberri dagskrá leiðtogafundarins, en þó er ljóst, að um ekkert mál verður meira rætt manna á meðal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.