Morgunblaðið - 07.09.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.09.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1982 „Stórhættuleg efni eru nú að ryðja sér til rúms hér á landi. Sýran, öðru nafni ofskynjunarlyfið LSD, heyrist oft nefnd og „speed“ er vinsælt. I>að er ekki langt í að sniff-efni verði jafnvin- sæl og hass. Breyting er að eiga sér stað í neyslu fíkniefna hér á landi; unglingar eru farnir að nota hættuleg efni og gegn þessari þróun verð- ur að sporna við fótum,“ sagði liðlega tvítugur maður í samtali við Mbl. Hann hefur um nokk- urra ára skeið verið við- loðinn fíkniefnamisferli. eru allar líkur á, að hann komist inn í landið án þess að á honum sé leitað. Margar sögur hef ég heyrt um smygl á hassolíu til landsins. Þá gleypir viðkomandi olíuna, skilar henni þegar heim er komið. Vonlaust er að komast fyrir slíkt. Ég tel ekki nokkurn vafa á því, að fíkniefnaneysla berst ört út og sjálfur þekki ég á milli 20 og 30 menn, sem framfleyta sér á sölu. Þeir selja um 10 grömm á dag. Algengt er, að fólk neyti þriggja til fjögurra gramma af hassi á viku . Eins og ég sagði, þá hef ég aldrei farið út í sterkari efni en hass, sem ég tel tiltölulega mein- laust — ekki skaðlegra en brenni- vín. Hitt er svo, að hassreykingar vilja leiða til neyslu sterkari fíkniefna. Af þessu hef ég áhyggj- ur — það er staðreynd, að ungl- ingar gera sér alls ekki nægilega grein fyrir muni á hassi og til að mynda gýru og speedi. Þeir setja öll fíkniefni undir sama hatt. Og „Þeirra atvinna er að ljúga, svíkja og stela“ Hann hefur komist í kast við lögin. Var tekinn fyrir að selja hass og var um tíma all um- fangsmikill í smygli. Um tíma seldi hann á milli 250 og 300 grömm af hassi á viku. „Ég reyki ekki hass í dag. Ég ákvað að hætta eftir að ég var tekinn, — áhættan er of mikil því ég er á skrá. Þá er ég kominn með fjöl- skyldu. Ég reykti bara hass, þegar ég var í þessu — ekki önnur efni. Síðustu misseri hafa verið að eiga sér stað breytingar. Hættuleg efni, eins og LSD og „speed" eru í vaxandi mæli að ryðja sér til rúms og með þeim ný vinnubrögð. Það er orðin atvinna nokkuð stórs hóps manna að selja fíkni- efni og þá þessi hættulegu efni. Á ferðinni eru samviskulausir smá- þjófar; strákar sem er orðið sama um allt, eru orðnir sljóir af fíkni- efnaneyslu. Þeirra atvinna er að ljúga, svíkja og stela. Þeir þurfa lítið fyrir þessu að hafa og með sölu fíkniefna sleppa þessir menn við að vinna venjulega vinnu, jafnframt að þeir geta fjármagn- að eigin neyslu. Svik og brögð eru í vaxandi mæli og þá svokallaður „klíping- ur“. Það er viðkomandi greiðir fyrir 2 grömm, en þegar að er gáð og efnið vigtað þá reynist það ef til vill aðeins eitt gramm. Þá er áberandi, að léleg efni eru á markaði og oft er svikin vara seld.„ —Þú smyglaðir fíkniefnum inn í landið. Hvernig er fíkniefnum helst smyglað? „Það er tiltölulega auðvelt að smygla fíkniefnum inn í landið. Meðal fólks í fíkniefnaheiminum er talað um, að um þúsund kíló hafi verið seld á síðastliðnu ári hér á landi; með öðrum orðum eitt tonn. Lögreglan tók innan við 10 kíló svo af þessu sést, að árangur er ekki mikill. Hins veg- ar ber að geta, að innflutningur upplýsist iðulega eftir að efnanna hefur verið neytt. Ég smyglaði fíkniefnum inn í landið þegar ég var á flutn- ingaskipum. Ég var þá einn að verki og smyglaði um einu kílói í einu. Sé hugviti beitt, er tiltölu- lega einfalt mál að fela fíkniefni í stórum flutningaskipum. Litlar líkur eru á að þau finnist. Al- gengt er þó, að 4—5 skipverjar taki sig saman og smygli um einu kílói í einu. Þá hef ég heyrt, að fíkniefni hafi verið falin um borð í skipi í Rotterdam án vitundar skipverja. Þegar til landsins kom voru þau sótt á felustaðinn. Ég tel ekki vafa á, að mest er smyglað með skipum, en algengt er að fíkniefni berist til landsins með pósti. Þriðja leiðin er með flugi. Ef viðkomandi er ekki á skrá Fíkniefnalögreglunnar, þá hvernig á það öðru vísi að vera þegar enginn greinarmunur er gerður á þessu í opinberum um- ræðum. Fíkniefni eru hass, heró- ín, LSD, kókaín og hvað þetta allt heitir — unglingar þekkja ekki muninn. Því falla þeir auðveld- lega fyrir sterkari og skaðlegri efnum. Þá tel ég, að Fíkniefnalögregl- an þurfi í vaxandi mæli, að beita sér gegn smygli á þessum hættu- legu efnum. Hún á að hætta við að elta uppi smákónga með hass. Svo er víða erlendis — hassneysla er látin afskiptalaus, en lögregl- an einbeitir sér að því að uppræta hin skaðlegri efni.“ H.Halls. Hvernig eru fíkniefnin flutt til landsins? Viðmælandi minn er 31 árs gamall Reykvíkingur. Hann byrjaði að neyta cannabisefna tæplega 16 ára gamall. Þá var hann staddur í London. Hann tók nokkuð magn með sér heim því þá höfðu enn ekki verið sett lög á íslandi sem bönnuðu notkun slíkra efna. Þau voru ekki sett fyrr en árið 1970. Hann hætti að neyta þessara efna 1976 en hóf neyslu þeirra aftur árið 1979. Við byrjuðum á að spyrja hann af hverju hann hafi hætt neyslu þessara efna á sínum tíma? „Núna reyki ég aðeins til að létta mér lífið og tilveruna. Cannabisefni virka á persónuleik- ann og það er ekki hollt að neyta þeirra of lengi í einu. Það magnar einhvern veginn persónuleikann og maður verður þunglyndur. Ég komst yfir þessi einkenni og var farið að líða vel þegar ég byrjaði aftur." Hvers konar efna hefur þú eink- um neytt? „Mest hef ég neytt af hassi, hins vegar má eiginlega segja að ég hafi prófað allt. Þó hef ég ekki neytt sterkari eiturlyfja svo neinu nemi. Á markaðnum hérna er mikið af allskonar pillum. Það virðist vera mjög auðvelt að verða sér úti um hin ýmsu lyf hjá lækn- um. Aftur á móti er það löglegur hlutur og hefur viðgengist það lengi að hann er orðinn hluti af okkar þjóðfélagi. T.d. er mikið af amfetamínsúlfati á markaðnum." Ut á hvað gengur markaðurinn? „Hann gengur fyrst og fremst út á það að þekkja rétt fólk. Það er enginn opinn markaður hér. Markaðurinn er ekki beint skipu- lagður, en vissir menn hafa staðið lengi í sölu og innflutningi á hassi. Þetta land er það lítið að það er erfitt að halda þetta lengi út, án þess að vera einhvern tímann tek- inn og þegar menn eru farnir að lenda trekk í trekk í fésektum hætta þeir.“ Hvernig ganga innkaup og sala á hassi fyrir sig? „Það er einhver fjársterkur aðili sem fer út og kaupir efnið, eða þá að nokkrir vinir leggja saman í púkk og senda einhvern einn til að kaupa. Flestir fara til Kaup- mannahafnar, Amsterdam eða Bandaríkjanna. Það er komið með mismunandi mikið magn heim allt eftir efnum og ástæðum hverju sinni. Ég veit til þess að í einni sendingu hafi komið 3 kg en það er óvanalega mikið magn. Hins vegar kemur oft um 1 kg í einu. Innflytj- andinn selur svo kannski 10 manns 100 gr. hverjum. Þessi 10 skipta sínum 100 gr. á milli fleiri sem fá þá nokkur gr. hver. Þessir menn selja hluta af sínum birgð- um en neyta afgangsins. Þetta geta því orðið allt að þrír liðir sem selja úr upphaflegu sendingunni. Það kemur einnig mjög mikið af hassi í gegnum póstinn, það er mjög algengt að menn sendi 10 gr. í bréfi eða pakka. Einng er mjög algengt að menn sendi vinum og kunningjum úti á landi í gegnum póst.“ Hvernig kemur hassið inn í landið? „Það kemur með skipum og flugvélum, stóru sendingarnar með skipum og þær minni með flugvélum. Það er algengt að fólk setji þetta í vasa sína eða hand- töskur. Mikið kemur líka pakkað inn í sælgætisumbúðir og í heimil- istækjum. Það er mjög algengt að fólk sem statt er erlendis sé beðið um að taka með sér böggul, þá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.