Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1982næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Morgunblaðið - 07.09.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.09.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1982 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 130 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 10 kr. eintakiö. Skólar hefjast Borgarblærinn hér í Reykjavík hefur verið að breytast undanfarna daga. Göturnar iða af nýju lífi, í stað erlendra ferðamanna, ábúðarmikilla kaupsýslumanna, embættismanna með áhyggjusvip eða skrifstofufólks í leit að sólskini setur skólafólkið svip sinn á göturnar. Verslanir fyllast af þeim sem eru að búa sig undir vetur- inn, í strætisvögnum heyrast aftur hlátrasköll og pískur. Skólafélagar hittast að nýju og hafa frá mörgu að segja. Saman fer gleði yfir ánægjulegu sumri og spenna vegna nýrra viðfangsefna, sumir eru kvíðnir en aðrir líta aðeins á björtu hliðarnar. Skólanir eru að hefjast. Miklu mannviti og mörgum krónum er varið til þess að veita æskufólki sem besta fræðslu. Fetað er inn á nýjar brautir og markið sett jafnvel hærra en áður. Þó er óhætt að segja, að almennar umræður um skóla- og menntamál séu ekki miklar hér á landi. Um það er oft rætt, að skólunum vegni ekki vel í starfi sínu nema náið samstarf sé milli kennara, nemenda og foreldra. Þessari skoðun skal ekki andmælt, hitt er ekki síður mikilvægt, að um- ræður um málefni skólanna séu meiri á enn almennari vettvangi en þessum. Áhugi foreldra á skólastarfi miðast við hagsmuni barnsins þeirra. Það er jafnframt nauðsyn- legt að líta á skólastarfið í mun víðara samhengi. Þau fornu sannindi munu ætíð halda gildi sínu, að engin þjóð á meiri fjársjóð en vel menntaða, siðprúða og sókndjarfa æsku. Af þjóðfélagsstofnunum eru skólarnir og kirkjan þeir aðilar, sem fyrst er litið til utan dyra 'v-heimilanna, þegar rætt er um uppeldismál. En fleira kem- ur tih^Hvaða áhrif hefur það á viðhorf manna til verð- mæta, að alast upp í óðaverðbólgu, þar sem virðingin fyrir verðgildi hluta hefur orðið að víkja fyrir nauðsyn þess að eyða öllu jafnskjótt og aflað er? Þegar rætt er um for- dæmi hinna eldri gagnvart yngri kynslóðum er oftast bent á önnur víti til að varast en óstjórn í þjóðarbú- skapnum. Að vísu fór það saman fyrir nokkrum áratug- um, að hvatt var til sparnaðar og sparimerkjakaupa í skólum og varað við neyslu áfengis eða annarra fíkniefna. Nú, þegar allt fjárhagslegt verðmætamat hefur verið ruglað, má auðvitað ekki hætta að prédika þá dyggð, að menn eigi ekki að eyða meiru en þeir afla. Og hitt er jafnvel brýnna en nokkru sinni fyrr, að berjast gegn neyslu fíkniefna í skólunum. Um hættulega þróun þeirra mála hefur mátt lesa hér í blaðinu undanfarið. Umræður um innra starf í skólum hafa á undanförnum árum einkum sprottið af því, að nemendum eða foreldrum hefur verið misboðið vegna þess sem kallað hefur verið innræting, það er að segja kennarar hafa tekið sér fyrir hendur að innræta nemendum viðhorf til hluta og at- burða sem ekki byggist á því að hafa það sem sannara reynist heldur á pólitískri skoðun kennarans eða öðrum kreddum. Umræður um slík vinnubrögð kennara eru svo sannarlega nauðsynlegar og ástæðulaust að spara aðhald- ið á þessu sviði, því undantekningarlítið brjótast nemend- ur undan skoðanaoki kennara sinna til varnar þeim rétt- indum sem okkur Islendingum eru kærust: lýðréttindun- um, frjálsri og opinni stjórnskipan. Um þá meginstoð íslensks þjóðfélags og siðgæðis- og kærleiksboðskap krist- innar kirkju verða skólarnir að standa vörð. Hér hafa ekki verið tíunduð smávægileg verkefni. Góðir kennarar og traustar skólastofnanir eru meðal hornsteina heilbrigðra þjóðfélaga. Morgunblaðið árnar öllu skóla- fólki velfarnaðar í upphafi vetrarstarfsins. „Er forsetinn kon Gott hjá íslendin| Washington, 6. aeptember. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttarilara Mbl. ÞAÐ var óvenju fallegur dagur í Washington, þegar forseti íslands Vigdís Finnbogadóttir kom til höf- uðborgar Bandaríkjanna, laugar- daginn 4. september, til að vera við- stödd og opna menningarkynning- una Scandinavia Today, á miðviku- dag. Vél Flugleiða sem forsetinn kom með, lenti fyrst í Andrews-flug- herstöðinni skammt frá Washing- ton. Hans G. Andersen sendiherra íslands í Bandaríkjunum, Marshall Brement, sendiherra Bandaríkj- anna á íslandi, konur þeirra og Robert Blackwille, settur aðstoðar- utanríkisráðherra í Evrópudeild utanríkisráðuneytisins, tóku ásamt fleirum á móti forsetanum og fylgd- arliði hennar. Flogið var með þyrl- um til Washington, þar sem Walt- her J. Stoessel, varautanríkisráð- herra Bandaríkjanna, beið forset- ans við Reflecting Pool, en Lincoln- og Washington-minnismerkin endurspeglast i þeirri tjörn. Stoessel bauð forsetann velkominn og ók með henni á Madison-hótelið, þar sem forseti íslands mun dveljast á meðan á dvöl hennar hér í Wash- ington stendur. Stoessel, sem hefur langa reynslu í utanríkisþjónustu Bandaríkjanna, sagðist persónu- lega vera mjög ánægður með að fá tækifæri til að taka á mót forseta íslands: „Þetta er fyrsta heim- Sinfónmhljómsveitin : Norður-, Austur- og S Á morgun miðvikudag hefst hljómleikaferð Sinfóníuhljóm- sveitar íslands, um Norður-, Austur- og Suðurland. Þetta er í þriðja skipti, sem Sinfónfu- hljómsveitin fer í slíka ferð, í fyrri ferðirnar var farið 1977 og 1979, en einnig var farið um Vesturland og Vestfirði 1978. Með lögum um Sinfóníuhljóm- sveit íslands, sem samþykkt voru á Alþingi síðastiiðinn vet- ur, var ákveðið að 10% af skemmtanaskatti færu til hljómsveitarinnar, til að standa undir árlegum ferðum þessarar tegundar um landið. Nú verður sum sé farið um Norður-, Aust- ur- og Suðurland, en næsta vor er áætlað að fara um Vesturland og Vestfirði. Þá eru einnig í vet- ur áætlaðar styttri ferðir í ná- grenni Reykjavíkur. Nú er áætlað að 13 staðir verði heimsóttir. Dagskráin er sem hér segir: 8. sept.: Blönduós. 9. sept.: Sauðárkrókur. 10. sept.: Siglu- fjörður. 11. sept.: Ólafsfjörður. 11. sept.: Akureyri. 12. sept.: Húsavík. 12. sept.: Skjólbrekka. 14. sept.: Egilsstaðir. 15. sept.: Eskifjörður. 15. sept.: Neskaupstaður. 16. sept.: Seyðisfjörður. 17. sept.: Höfn í Hornafirði. 18. sept.: Kirkjubæj-

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 196. tölublað og Íþróttablað (07.09.1982)
https://timarit.is/issue/118805

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

196. tölublað og Íþróttablað (07.09.1982)

Aðgerðir: