Morgunblaðið - 07.09.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.09.1982, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1982 44 BanancXr mjó)kurhvist.if\g oq tvö >r>r " c> íf-tA'O ... ad muna hvar, hve- nær og hvemig þið mœttust. TM Reg U S Pat Oft — aN rights reserved • 1982 Los Angetes Times Syndicate Kg held að holan sé nú nógu djúp hjá þér! Því skyldi éf> vera að lána konunni minni bílinn minn. Aldrei fæ ég lánaða þvottavélina eða þurrkar- ann? Hvað er það í sköpunarsög- unni sem er óvísindalegt? Sóley Jónsdóttir skrifar á Akur- eyri: „„Sköpunarsaga og fleiri sögur" heitir grein eftir Björn Steffensen í „Rabbi“ Lesbókar Mbl. hinn 21. ágúst. Eg hef ýmislegt við þessa grein að athuga, þó að ég geti ver- ið Birni Steffensen sammála í því, að hægt sé að tárast yfir Sköpun- arverkinu, þegar Drottinn breiðir ljóma sinn yfir himininn. (Sjá Sálm 8.2.) En það er líka hægt að tárast yfir þróunarkenningunni, bara á allt annan hátt. Ef við berum þetta saman, finnum við hve þetta eru miklar andstæður. Kenningin um þróun rænir Skaparann þeim heiðri og þeirri tilbeiðslu, sem Honum ber að fá frá okkur mann- anna börnum. Það vekur því mikla furðu, að þeir sem heillast af handverkum Drottins, skuli upp- hefja þróunarkenninguna og telja hana „óefað eitt af meiriháttar af- rekum mannsandans", eins og B. St. segir í grein sinni. En takið eftir, þessi afstaða er alltaf tekin á kostnað Guðs orðs. Sóley Jónsdóttir. Það á ekki að taka það bókstaflega eða vísindalega, það á aðeins að leggja trúarskilning í Sköpunar- sögu Biblíunnar. En þróunarkenn- inguna ber að taka bókstaflega, hún er svo vísindaleg þó svo að engin vísindaleg sönnun hafi enn fundist, en það virðist ekki skipta neinu máli. Ég vil nú benda B. St. á, að það er ekki hægt að leggja trúarskiln- ing í sýnilegar staðreyndir. Trú- arskilning er aöeins hægt að leggja í hið ósýnilega. Því „trúin er fullvissa um það sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá“. Hebr. 11.1. B. St. vill álykta að boðskapur Sköpunarsögunnar hafi aðeins verið ætlaður þeim kynslóðum, sem uppi voru, þegar hún var rit- uð. Þetta er mikill misskilningur hjá B. St. Hann gleymir því alveg, að „Orð Guðs er lifandi", Hebr. 4.12., og á því við alla tíma, er sígilt. Það sem lesa má í Sköpunarsög- unni er fullkomlega raunverulegt og vísindalegt. Gefum t.d. gaum að eftirfarandi texta í 1. Móse. 1.11.: „Og Guð sagði: Láti jörðin á sér spretta græn grös, sáðjurtir og aldintré, sem hvert beri ávöxt eft- ir sinni tegund með sæði í á jörð- inni. Og það varð svo.“ Sjá nú ekki Körfubolti: Fleiri úrvalsdeild arleiki á skjáinn Pétur Guðmundsson á leikvelli i New York. Þ.S., áhugamaður um körfu- bolta, skrifar 1. sept.: „Velvakandi! Ég tek í sama streng og „körfu- boltaunnandinn" sem lét til sín heyra í þætti þínum hinn 25. ágúst sl. Körfubolti hefur verið hunsaður allt of lengi af stjórnendum íþróttaþáttar sjónvarpsins. Það væri góð tilbreyting að sjá fleiri úrvalsdeildarleiki á skjánum frá komandi keppnistímabili en sýnd- ir hafa verið frá undanförnum tímabilum. Pétur Guðmundsson er fyrsti erlendi leikmaðurinn í bandarísku NBA-deildinni og flestum íslensk- um körfuboltaunnendum góð- kunnur. Ég beini spurningu minni til Bjarna Felixsonar: Væri ekki hægt að fá keypta nokkra leiki með „Portland Trailblazers", liði Péturs, og gefa íslenskum körfu- boitaunnendum kost á að fylgjast með frammistöðu Péturs? Með þökk fyrir birtinguna." HÖGNI HREKKVÍSI Fyrjrspurn til Óskars Vigfússonar Lindvcrkamaður á Snæfellsnesi skrifar: „Kæri Velvakandi. Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannsambandsins, lætur hafa það eftir sér í fjölmiðlum, að sjómenn hafi dregist mjög aftur úr í laun- um miðað við landverkafólk. Hvernig styður Óskar þessa full- yrðingu? Hafa sjómenn virkilega ekki meira en 40 krónur á tímann eins og ég hef? Vill þessi heiðurs- maður ekki svara eftirfarandi: Hvernig finnur hann þetta út? Ég veit ekki um einn einasta sjó- mann, sem ekki hefur það helmiig betra en landverkafólk. Fullyrðingar hafa enga stoð nema rökstuðningur fylgi og þess vegna þarf Óskar að koma með tölur og rök fyrir þessu, og ég vænti að hann svari þessari fyrir- spurn."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.