Morgunblaðið - 07.09.1982, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.09.1982, Blaðsíða 42
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1982 Ásgeir var maðurinn á bak við stórsigur Stuttgart — skoraöi eitt mark og lagöi annað upp fær mjög lofsamlega dóma fyrir leik sinn ÁSGEIR Sigurvinsson var aöalmað- urinn í liði sínu VFB Stuttgart er það sigraði Werder Bremen, 4—I, á heimavelli sinum um helgina. Ásgeir skoraði eitt mark, lagði upp annað og sýndi snilldarleik. Ásgeir fékk mjög lofsamlega dóma í fréttaskeyt- um AP af leiknum. Six skoraði fyrsta mark Stuttgart eftir aðeins fjórar mínútur eftir góðan undirbún- ing Ásgeirs. Ásgeir skoraði svo sjálf- ur eftir sendingu frá Six á 31. mín- útu. Á 53. mínútu skoraði Six aftur en Reidérs minnkaði muninn niður \ 3—I úr vítaspyrnu á 74. minútu. Á lokamínútunni skoraði svo Ohlicher fyrir Stuttgart og stórsigur, 4—1, var í höfn. Lið Stuttgart er nú i efsta sæti í „Bundesligunni“ með sjö stig eftir fjóra leiki og glæsilega marka- tölu, 12 mörk skoruð, en liðið hefur aðeins fengið á sig 3 mörk. Ásgeir hefur skorað þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum liðsins og hreinlega farið á kostum í leik sínum. Herta Berlin vann yfirburðasig- ur, 5—1, á FC Níirnberg, Ein- tracht Frankfurt tapaði, 0—1, fyrir Brunswick. V-þýsku meistar- arnir Hamburger SV sigruðu Karlsruhe, 4—0. Mörk Hamburger skoruðu Milewski, Bastrup, Hier- onymus og Heesen. Bestu menn HSV í leiknum þóttu vera þeir Magaht og Kaltz. Bayern Munch- en sigraði Leverkusen, 5—0, á heimavelli sínum og þóttu leik- menn Bayern sýna mikil tilþrif. Mörk liðsins skoruðu: Rummen- igge það fyrsta, síðan bætti Hön- ess tveimur við og Horsemann og Gelsdorf skoruðu sitt hvort. Bestu leikmenn Bayern voru Rummen- igge og Del Haye. Borussia Mönchengladbach sigraði Fortuna Dusseldorf, 5—0. Borussia Dortmund vann góðan sigur á útivelli er liðið sigraði Kaiserslautern, 2—0. Rúmeninn Raducanu var besti maðurinn í liði B. Dortmund og skoraði eitt mark. Huber skoraði síðara mark- ið. BESTI leikmaður Kaiserslautern var Briegel. FC Köln sigraði Schalke 04 á heimavelli sínum 2—1. Mörk Köln skoruðu Engels og Hoenerbach. Vfl Bochum og Bielefeld gerðu svo jafntefli 1—1. Staðan í 1. deildinni er nú þessi: Stuttgart Dortmund Bielefeld Múnchen Bremen Hamburg Mönchengl.b. Karlsruhe Köln Brunswick Berlin Núrnberg Dússeldorf Frankfurt Schalke 04 Leverkusen Kaiserslautern Bochum 4 3 10 12-3 7 4 3 1 0 8-2 7 4 3 1 0 6-2 7 4 3 0 1 10-1 6 4 2 11 5-5 5 3 1 2 0 7-3 4 4 2 0 2 10-6 4 4 2 0 2 2-8 4 3 111 4-5 3 3 111 3-4 3 4 112 8-8 3 4 112 5-13 3 3 1 0 2 2-6 2 4 1 0 3 6-4 2 4 1 0 3 6-8 2 4 10 3 1-11 2 2011 2-41 4 0 13 1-5 1 • Rummenigge átti mjög góðan leik með liði sinu, Bayern Miinchen, og skoraði fyrsta mark liðsins í stórum sigrí. Fram lék eins og lið sem misst hefur alla von — ÍBÍ gekk á lagið og vann stórsigur ÍBÍ fór langt með að bjarga sér frá falli á laugardaginn, er liðið náði vel saman og burstaði þjáningarbræður sína í fallbaráttunni, Fram, með fjórum mörkum gegn engu. Þar með er staða Fram fremur vonlitil, þó ekki með öllu vonlaus, en vissulega má þetta fyrrum stórveldi muna sinn fífil fegri. Fyrir aðeins örfáum árum og allt til síðasta árs, var Fram stórveldi í islenskri knattspyrnu, en uppstokkunin á liðinu síðan, endurnýjunin, hefur verið of ör. Hinir ungu leikmenn liðsins eru efnilegir, en það vantar reynsluna, það sást best á þvi hvernig liðið hrundi gersamlega saman þegar á móti tók að blása gegn ÍBÍ. Lokatölurnar urðu sem fyrr segir 4—0, en öll komu mörkin í síðari hálfleik. Fyrri háifleikurinn var fremur daufur, en ÍBÍ hefði hæglega getað skorað enn fleiri mörk í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikur var daufur, stundum þokkaleg knattspyrna úti á vellinum og hafði Fram þar aðeins vinninginn, en Isfirð- ingarnir voru hins vegar grimm- ari, börðust betur. Þeir áttu ekki lakari færi í fyrri hálfleiknum, þannig „skoraði" örnólfur Oddsson á 8. mínútu, en dómarinn blés í fiautuna og taldi annan ís- firðing hafa stjakað við Guðmundi markverði. Þá áttu Vestfirð- ingarnir besta færi hálfleiksins, er Örnólfur renndi knettinum inn á Gunnar Pétursson á 39. mínútu og var aðalmarkaskorari þeirra ís- firðinga þar á auðum sjó. Hann hafði tíma aflögu til að vanda sig, en nýtti hann ekki frekar en færið, hugðist spyrna viðstöðulaust með þeim afleiðingum að hann hitti knöttinn varla og hann rúllaði meinleysislega fram hjá markinu. Þrátt fyrir að Framarar væru meira með knöttinn gekk ekkert betur að skapa færi. Halldór Arason átti góða tilraun á 12. mín- útu, kastaði sér aftur á bak og „klippti" knöttinn að markinu eft- ir hornspyrnu, en Hreiðar mark- vörður varði naumlega. Skömmu síðar sendi Valdemar Stefánsson fyrir mark ÍBÍ og Guðmundur Torfason skallaði naumlega fram hjá. Fleiri færi fengu Framarar ekki sem talandi er um, en þó átti liðið nokkur efnileg skot undir lok hálfleiksins. Fram varð fyrir áfalli eftir rúman hálftíma, Ha- lldór Arason varð þá fyrir nægi- lega slæmum meiðslum til þess að hann gat ekki leikið áfram. Byrjun Framara í síðari hálf- leik gaf sannarlega ekki til kynna hvað í vændum var, en á fyrstu mínútunum náði liðið laglegum sóknarlotum, einkum á vinstri kantinum, og skapaðist hætta við mark ÍBÍ. En ísfirðingarnir bældu uppreisnina niður með harðri hendi strax á 9. mínútu hálfleiks- ins, eða á 54. mínútu leiksins. Jón Oddsson tók þá eitt af sínum löngu innköstum og þeytti knett- inum langt inn í vítateig. Varn- armanni Fram tókst að hreinsa frá, spyrnti knettinum til Jóns á ný. Hann sendi þá fyrir markið og var slangur af Isfirðingum þar á auðum sjó, en hluti Fram-varnar- innar komin langt fram á völl, væntanlega í rangstöðugildruleik. Sá dýrabogi smellur þó ekki á háls fórnarlambsins nema að vörnin sé samhent og það var vörn Fram ekki í fjarveru Sverris Einarsson- ar, sem verið hefur besti maður hennar í sumar. Einar Jónsson, hægri bakvörður ÍBÍ, var einn þeirra ÍBÍ-manna sem hafði frest- að því að færa sig aftar á völlinn er Framarar spyrntu knettinum fram og hann uppskar fyrir það, Gunnar Pétursson skallaði fyrir- gjöf Jóns til hans og Einar skoraði með þrumuskoti. • Eitt af fáum marktækifærum Fram í leiknum gegn ÍBÍ. Halldór Arason í færi, en Hreiðar Sigtryggsson bjargaði. Ljósm.: Kristján Einnrason Þetta mark gerbreytti leiknum og ekki með þeim hætti er margan hefði grunað. í stað þess að Fram- arar vöknuðu við martröð, hrundi liðið gersamlega og hið mikla stemmingslið IBÍ gerði það sem það iysti og lék hinn fallna risa sundur og saman. Þremur mínút- um síðar björguðu varnarmenn Fram á línu skoti Einars bakvarð- ar. Á 63. mínútu bjargaði Guð- mundur Baldursson naumlega með úthlaupi eftir að Jón Oddsson var kominn einn í gegn um vörn Fram. Þetta var þó aðeins gálga- frestur, því aðeins 2 mínútum síð- ar skoraði Jón laglegt mark með þrællúmskum hætti. Hann lék upp hægri vænginn, plataði varnar- mann og spyrnti frekar laust að markinu frá vítateigshorninu. Knötturinn stefndi á markið og vafalaust hefði Guðmundur góm- að knöttinn ef Gunnar Pétursson hefði ekki hlaupið yfir boltann og platað hann. Guðmundur virtist reikna með að Gunnar léti að sér kveða, en er hann snerti ekki knöttinn var allt um seinan, hann smaug fram hjá markverðinum, small í stönginni og þaut í netið, 2—0. Laglegt mark, en afar neyð- arlegt frá sjónarhóli Fram. Og nú stóð ekki steinn yfir steini hjá Fram, ÍBÍ fékk auka- Fram: IBi spyrnu rétt utan vítateigs Fram fjórum mínútum síðar, á 69. mín- útu og spyrnti Jón Oddsson miklu þrumuskoti í gegn um varnarvegg Fram. Guðmundur varði skotið, hélt hins vegar ekki knettinum og Gústaf Baldvinsson kom aðvífandi og spyrnti í netið af öllum kröft- um. Enn liðu þrjár mínútur og enn var vörn Fram opnuð eins og niðursuðudós, en Guðmundur varði snilldarlega þrumuskot Rúnars Guðmundssonar. Þar kom síðan, að Framarar komust að vítateigi ÍBÍ á 74. mínútu og björguðu ísfirðingarnir þá af línu skoti Marteins Geirssonar og Valdemar Stefánsson átti gott skot naumlega fram hjá í sömu sóknarlotu. Marteinn var nú kom- inn fram í sóknina ef ske kynni að takast mætti að bjarga einhveriu. Nokkrum mínútum síðar dró hann sig þó aftur í vörn, því enn rigndi mörkum niður. ÍBI bætti fjórða markinu við á 77. mínútu. Gunnar Pétursson fékk þá langa sendingu fram völlinn og virtist rangstæð- ur. Grétar línuvörður var þó í bestu aðstöðunni til að segja til um það og sá ekkert athugavert. Gunnar óð því áfram, inn í víta- teig Fram og skoraði með þrumu- fleyg. 7. mark hans í 1. deild í sumar. Fleiri urðu mörkin ekki. Lið ÍBÍ small skemmtilega saman að þessu sinni. Liðið skorar mikið af mörkum og þó að knattspyrnan sem það sýnir sé á köflum stór- karlaleg, væri sjónarsviptir af þéssu skemmtilega baráttuliði úr 1. deild. Þessi sigur tryggði hugs- anlega sætið, hver veit? Liðið var geysilega jafnt, sigur liðsheildar- innar og kannski ekki sanngjarnt að tína einn út öðrum fremur. Ekki skal heldur tína neinn út öðrum fremur hjá Fram; en af allt öðrum sökum en hjá ÍBI, liðið var afar lélegt, spilaði eins og lið sem er búið að gefa frá sér vonina. - gg- I Knatlspyrna)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.