Morgunblaðið - 07.09.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.09.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1982 45 SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS ujjnntvi’Uíri'i' ir Trúi því ekki fyrr en ég tek á allir hve nákvæmlega þetta er eins og við þekkjum? Lítum einnig á annan texta í 1. Móse. 1.14.—17.: „Og Guð sagði: Verði ljós á fest- ingu himinsins, að þau greini dag frá nóttu og séu til tikns og til að marka tíðir, daga og ár. Og þau séu ljós á festingu himinsins til að lýsa jörðina. Og það varð svo. Þá gjörði Guð tvö stóru ljósin, hið stærra ljósið til að ráða degi og hið minna ljósið til að ráða nóttu, svo og stjörnurnar." Já, það er bókstaflega allt um- hverfis okkur, sem á einn eða ann- an hátt má rekja til þess sem Sköpunarsagan skýrir frá. Lof sé Drottni fyrir það allt. í grein B. St. má lesa þessi orð: „Flestum, sem gefa því gaum, mun þykja einsýnt, að mjög víðtæk þróun hafi orðið með lífverum á óraleið þeirra gegnum jarðsöguna, enda væri neitun á slíku afneitun staðreynda, sem við blasa." Þarna hefði ég kosið að B. St. hefði tilgreint „staðreyndirnar sem við blasa", en því var ekki að heilsa. Einnig hefði ég óskað eftir þó ekki væri nema einni lítilli sönnun fyrir þeirri „víðtæku" þróun, sem B. St. getur um í grein- inni. Ég vona að hann útskýri þetta betur við fyrsta tækifæri fyrir okkur lesendum Morgun- blaðsins." Þessir hringdu . . . Erum þakklát þessu fólki Rakel Sigurðardóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Það var einhver að nefna það í dálkum þínum, að Reykjavík væri góð borg, en sóðaleg. Mig langar til að segja þér frá reynslu minni úr hverfinu þar sem ég hef búið und- anfarin tvö ár, nánar til tekið fyrir vestan og sunnan Grensás- deildina. Við hjónin höfum haft mikið yndi af því þennan tíma að labba um götuna okkar, Selju- gerðið, og göturnar hérna í ná- grenninu og horfa á fólkið vinna að fegrun garða sinna, meðan aðr- ir horfa á sjónvarp eða myndbönd. Auðvitað þarf peninga til þess að leggja í svona framkvæmdir, en fyrst og fremst þó vinnu, og hana hefur fólkið lagt fram ómælda hér allt í kring, því að það er erfitt að rækta garð á íslandi. Við erum bú- in að fylgjast með þessu starfi og njóta ávaxtanna af því á kvöld- göngum okkar. Nú erum við að kveðja hverfið og flytjast annað, og við förum héðan full þakklætis til fólksins, sem lagt hefur á sig alla þessa vinnu til þess að fegra umhverfi sitt, okkur og öllum sem þarna eiga leið um til ánægju og gleði. Árni Helgason skrifar: „Velvakandi. Mig langar til að vekja athygli á og þakka fyrir grein Jónasar Pét- urssonar, fyrrum alþingismanns, sem birtist í Morgunblaðinu í síð- ustu viku og fjallaði um kjördæmamálið. Þar bendir Jónas réttilega á, að fjölgun þingmanna sé mjög varhugaverð. Við erum að tala um sparnað, og sérstaklega að þeir sem stjórna verði að hafa þar forystu. Verði þingmönnum fjölgað hér á landi setjum við áreiðanlega heimsmet, auk þess sem við verð- um að horfast í augu við það, að því fleiri sem kallaðir eru til að ráða fram úr vanda þjóðarinnar, því meiri verða erfiðleikarnir við að fá fram lausn; fleiri skoðanir koma fram og erfiðara verður að 2296—8181 skrifar á Akureyri: „Velvakandi! Ég var að iesa í „Degi“ grein, þar sem fólki eru gefin ýmis ráð til þess að spara og herða nú suit- arólina, og undanfarið hef ég lesið nokkrar greinar um sama efni. Engin þeirra segir þó orð um það, sem fólk talar mest um sín á milli þessa dagana: 1) Hvað ætla forráðamenn þjóðarinnar að gefa mikið eftir af sínum háu launum og öllum þeim fríðindum, sem embættum þeirra fylgja? Með forráðamönnum á ég við forseta Islands, forsætisráð- herra og aðra ráðherra, alþingis- menn o.s.frv. 2) Hvað á að draga mikið úr gjaldeyriseyðslu í sambandi við ferðalög og risnu þessa fólks og sendinefnda á vegum ríkisins? 3) Hvað á að draga mikið úr þeim fádæmalúxus sem viðgengst í sendiráðum íslands víða um heim? ná samkomulagi. Það eru nógu margir á þingi til þess að standa þar hver uppi í hár- inu á öðrum og tefja fyrir fram- gangi mála, þó að ekki sé bætt við. Davíð Oddsson lét það verða eitt af sínum fyrstu verkum að fækka aftur í borgarstjórn. Honum sé þökk fyrir það. Honum sem fleir- um hefur þótt nóg um að hafa þar fimmtán fulltrúa. Ég er viss um það, að öll þjóðin er sammála um það, kannski með nokkrum undantekningum, að fremur beri að fækka þingmönn- um en að fjölga þeim. Vægi at- kvæða kemur til með að lúta allt öðrum lögmálum. Og ég trúi því ekki fyrr en ég tek á, að sparnaður ráðamanna þjóðarinnar eigi að hefjast á því að fjölga þingmönn- unum.“ 4) Hvað er gjaldeyriseyðsla vegna framantalinna kostnaðar- liða mörg prósent af gjaldeyris- tekjum þjóðarinnar? A fólkið í landinu, sem stendur undir kostnaðinum, ekki rétt á að fá svör við þessum spurningum? Háu herrar. Byrjið á réttum enda — sjálfum ykkur. Við kom- um á eftir.“ Skrifið eða hringið til Veivakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisróng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafn- leyndar. GÆTUM TUNGUNNAR Rétt er að segja: Ég þori það, þú þorir það, hann þorir það, hún þorir það, við þorum það, þið þorið það, þeir þora það, þær þora það, þau þora það. Heyrst hefur: Gestir komu hvaðanæva að af landinu. Háu herrar: Byrjið á rétt- um enda — sjálfum ykkur Dagatal fylgiblaöanna ALLTAF A ÞRIÐJUDÖGUM IÞRCPV ALLTAFÁ FIMMTUDÖGUM Alltaf á fóstudögum IM&SÉÉl® ALLTAF A LAUGARDÖGUM ALLTAF Á SUNMUDÖGUM OG EFNISMEIRA BLAÐ! Fimm sinnum í viku fylgir auka fróðleikur og skemmtun Mogganum þínum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.