Morgunblaðið - 07.09.1982, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.09.1982, Blaðsíða 40
Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 STEINAKRÝL - málningin sem andar ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1982 Kröflusvæðið: Hratt „landris“ í biluðum hallamæli Á ÁTTL'NDA tímanum í gsrkveldi fór síritandi hsóarraslir i stöðvarhúsi Kröfluvirkjunar að sýna mjög hratt landris. Menn voru i viðbragðsstöðu á meðan mslirinn var kannaður nánar, enda var þetta hraðara landris en dsmi eru til um á Kröflusvsðinu. Hins vegar kom í ljós að vatn hafði komist í mælinn og þar orðið útleiðsla, þannig að mælirinn sýndi þessi viðbrögð. Höfðu menn á orði i Kröfluvirkjun, að eins gott væri að um biiun hefði verið að ræða, því að öðrum kosti hefði stórhætta verið á kröftugu gosi rétt norðan við stöðvarhúsið. 74.000 manns sóttu Heimilis- sýninguna 74.000 MANNS sóttu sýninguna Heimilið og fjölskyldan sem lauk á sunnudagskvöld, samkvsmt upplýs- ingum sem Mbl. fékk hjá Halldóri Guðmundssyni í gsr. Halldór sagði að á síðustu sýn- ingu, 1980, hefðu komið rúm 79.000, þannig að um 5.000 færri hefðu séð sýninguna nú. Sýning- una sem haldin var 1977, heim- sóttu um 80.000 manns. Ríkisstjórnar- fundur í dag: Flugstöövar- málinu frest- að enn á ný? TILLAGA utanríkisráðherra um byggingu flugstöðvar á Kcflavík- urflugvelli verður samkvsmt heimildum Mbl. á dagskrá ríkis- stjórnarfundar árdegis. Tiilaga þessi hefur verið á dagskrá margra ríkisstjórnarfunda að undanförnu, en hvorki komið til umrsðu né afgreiðslu. Hvort af- greiðslu málsins verður enn á ný frestað var ekki Ijóst í gsrkvöldi. Mbl. tókst ekki að ná sam- bandi við Ólaf Jóhannesson, utanríkisráðherra, vegna þessa, en eins og komið hefur fram í fréttum, hefur hann lagt ríka áherslu á að fá mál þetta afgreitt í ríkisstjórinni. Grunnskólar hófust víðast hvar í gær og var þessi mynd tekin við Árbæjarskóla. Þar mátti sjá foreldra með börnum, sem nú eru að hefja skólagöngu, og einnig hina eldri og reyndari nemendur, sem iðkuðu knattspyrnu af kappi. MbL,- rax Teknir með smygl- ið á leið frá borði TOLLVERÐIR á eftirlitsferð komu á sunnudag að nokkrum skipverjum á Goðafossi þar sem þeir voru að bera kassa niður landganginn og stöfluðu í bifreið. Þegar betur var að gáð, kom í Ijós að í kössunum var vodka og þegar upp var staðið höfðu 395 þriggja pela flöskur komið í leitinar. Goðafoss kom til hafnar á sunnudagsmorgun og ekkert áfengi fannst við leit. Þeir töldu sig hólpna skipverjarnir sex sem góssið áttu, en það höfðu þeir falið í lofti stjórnborðsmegin þar sem lestar þrjú og fjögur mæt- ast. Þeir hófu því að flytja smyglið í land síðar um daginn, en voru þá staðnir að verki. Á föstudag fundu tollverðir 50 þriggja pela flöskur af vodka við leit um borð í Fjallfossi. 325 metra hafnar- garður 1 Helguvík? Frumhugmynd hönnuða, sem nú er til athugunar. Framkvæmdum miðar vel FRAMKVÆMDUM við Helguvík hefur miðað vel að sögn Helga Ág- ústssonar, deildarstjóra varnarmála- deildar utanríkisráðuneytisins. 31. ágúst sl. var haldinn fundur í varn- armáladeildinni með fulltrúum varn- arliðsins, auk bandarískra og ís- lenzkra hönnuða og fulltrúum ís- lenzkra stjórnvalda, þ.e.a.s. utanrík- isráðuneytisins, Vita- og hafna- málastjóraembættisins og Siglinga- málastjórnar. Þar voru kynntar frumhugmyndir hönnuða sem gera m.a. ráð fyrir 325 metra löngum hafnargarði í Helguvík. Helgi sagði að hugmynd þessi yrði til athugunar á næstunni. Áfram yrði unnið að athugunum á svæðinu. Hann sagði að á næstu dögum yrðu tekin botnsýnishorn á Skjálftahrina og óróleiki í Bjarnarflagi í gærmorgun SKJÁLFTAHRINA varð í Bjarnarflagi, þar sem Kísiliðjan er, í gærmorgun og sagði Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur í samtali við Mbl., að hann teldi að hér væri ekki um kvikutilfærslu að ræða eins og menn þekktu hana, og kvaðst hann ekki geta sagt um hvað þarna væri á ferðinni. Sagði hann að breyting hefði orðið á skjálftavirkni að undanförnu, tvær skjálftahrinur hefðu orðið síðustu daga, önnur í gærmorgun og hin sl. fimmtudag, og væri hér um óvenjulega hegðun að ræða. Páll sagði að talsverð óregla í landrisi hefði verið á svæðinu, en erfitt væri um að segja hvað það þýddi og einnig nefndi hann að um bilanir í hallamælitækjum hefði verið að ræða. Nokkuð hratt land- ris hefði verið undanfarna daga, en það væri ekki mjög alvarlegt. Skjálftavirknin hefur verið mest að undanförnu í Hrossadal og enn sunnar, í Bjarnarflagi. Páll sagði að ekki væri um tilfærslu á skjálftavirkni að ræða, eins og fylgir kvikuhlaupum, heldur væri hér einangruð hrina á ferðinni. Tíu mánuðir er eitt hið lengsta sem liðið hefur á milli eldsum- brota á Kröflusvæðinu, en siðasta gos þar hófst 18. nóvember 1981, þannig að eftir tæpan hálfan mán- uð verða tíu mánuðir liðnir frá síðustu eldsumbrotum. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Hirti Tryggvasyni, umsjónarmanni mælitækja á Kröflusvæðinu, hófst landris á ný þann 25. ágúst, en þá voru 5 mán- uðir liðnir frá síðustu hræringum. Síðan hefur landris verið stöðugt og hefur skjálftavirkni aukist. Fyrst í stað voru flestir skjálft- arnir undir stöðvarhúsinu við Kröflu og þar í grennd, en síðan síðan hefðu þeir mælst sunnar og síðast í Bjarnarflagi. I eldsumbrotunum í fyrra gaus á 8 kílómetra langri sprungu og upp kom hraun sem þakti 17 fer- kílómetra svæði. Menn nyrðra eru nú viðbúnir eldsumbrotum, en í Kröfluvirkjun vinna nú 50-70 manns. vegum Vita- og hafnamálastjórn- arinnar og þá væri ráðgert að búa til líkan af svæðinu sem notað yrði til vísindalegra rannsókna við mismunandi aðstæður hvað varð- ar öldugang og sjólag. Helgi sagði í lokin að haldinn yrði annar fundur með fyrrgreind- um aðilum í lok septembermánað- ar. Náin samvinna yrði höfð við íslenzk stjórnvöld á hverju stigi framkvæmdanna. Iönaöarmenn í Rangæingi í verkfall á miönætti: Félagsmenn í verkfall 15. Verkalýðsfélagið Rangæingur hef- ur boðað verkfall frá og með 15. september, en verkfallsboðunin var boðsend Vinnuveitendasambandi ís- lands í gær, 6. september. Sagði Þorsteinn Pálsson, framkvæmda- stjóri VSÍ, að verkfallið myndi lama alla starfsemi á Tungnársvæðinu. í gærkveldi kom til framkvæmda boð- að verkfall iðnaðarmanna í Rang- æingi sem á Tungnársvæðinu vinna, en samningafundur hefur verið boðaður á flmmtudag. Guðlaugur Þorvaldsson ríkis- sáttasemjari sagði í samtali við Mbl., að viðræður iðnaðarmanna og verkamanna úr Rangárvalla- sýslu, auk Verkamannasambands- ins og iðnaðarmannasambandsins við vinnuveitendur, hefðu gengið treglega það sem af væri og ekki hefði verið grundvöllur fyrir sáttafundi fyrr en á fimmtudag. Guðlaugur sagði að í rauninni hefði ekkert gerst þrátt fyrir nokkur fundahöld. í gær var fundur Félags ís- lenskra hljóðfæraleikara með við- semjendum þeirra og hefur næsti fundur verið boðaður á fimmtu- dag. Þá var í síðustu viku haldinn Rangæings september fundur undirmanna á farskipum með viðsemjendum þeirra, en ekki gekk þar saman og hefur annar fundur ekki verið boðaður og mál- ið því í biðstöðu. Landssöfnunin: Um 1,5 millj. kr. söfnuðust ALLT bendir til að um 1,5 milljón króna hafi safnast í landssöfnun lljálparstofnunar kirkjunnar sem fram fór fyrir og um síðustu helgi, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Gunnlaugi Stefánssyni í gær. Sagði Gunnlaugur í samtali við Mbl. að allar söfnunarfötur hefðu farið inn í banka og spari- sjóði í gær og væri talning mis- langt komin, en stefndi þó í fyrr- nefnda upphæð, að því að hann taldi. Sagði hann að þetta væri meira en búist hefði verið við og kvaðst hann mjög ánægður með undirtektir almennings.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.