Morgunblaðið - 07.09.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.09.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1982 39 „Utanríkismál íslands" í Sjálf- stœðisstefnan Rvík 1979, bls. 51.) Það verður ekki betur séð, en að þessi orð séu enn í fullu gildi, þótt sérvitringar á Vesturlöndum á borð við E.P. Thompson, sagn- fræðinginn brezka, haldi því fram, að þetta sé ekki „raunsætt mat“ heldur „hugmyndafræðilegt ævintýri". („Frelsið og sprengjan" í Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 1982, bls. 97.) Og hann styður mál sitt með því meðal annars að vísa til þess, að evrópukommún- isminn, sem Kjartan Ólafsson, Þjóðviljaritstjóri fann upp hér um árið, hafni þessari skoðun. Upp- hefðin berst víða að utan. Þetta er svo mikið hugmyndafræðilegt ævintýri, að það hefur haldizt friður í Evrópu í tæp 40 ár.‘ Rússar lita ekki ósvipað á stríð og von Clausewitz forðum: Það sé framhald af stjórnmálum eftir öðrum leiðum. Þeir hafa byggt upp hefðbundinn vopnabúnað eftir seinni heimsstyrjöldina með mun stórtækari hætti en Vesturlönd og beitt honum, þar sem þeir hafa talið þess þurfa. Kjarnorkuvopnin eru mun samhæfðari hinum hefðbundna vopnabúnaði en tíðk- ast á Vesturlöndum og ef dæma má af útgefnum ritum, þá gera Sovétmenn ráð fyrir því, að þeir geti sigrað í kjarnorkustríði, þótt þeir gangi jafnframt að því vísu, að þeir verði ekki fyrstir til að grípa til kjarnorkuvopna. (Gullow Gjeseth: Hovedtrekk ved sovjetisk strategi, bls. 15.) Hernaðarstyrkur Sovétríkjanna er ekki miðaður við varnir einar saman. Til þess er hann allt of mikill. Allur búnaður hersins, þjálfun og kenningar, sem hermönnum eru innrættar, benda greinilega til þess, að árásartil- hneiging sé fyrir hendi. Ef til vill mætti skýra þennan herstyrk með þeim ásetningi Sovétmanna, að næsta stríð verði háð á landi óvin- arins en ekki þeirra eigin landi. En það kemur fleira til. Hér í blaðinu hinn 11. júlí síð- astliðinn var greint frá því, að væntanleg sé í haust í Bretlandi bók eftir Jan Sejna, sem nefnist Viö munum grafa ykkur gröf Þar segir höfundur frá því, en hann var hershöfðingi í Tékkóslóvakíu og aðalritari kommúnistaflokks- ins þar í varnarmálum, áður en hann flýði til Vesturlanda árið 1968, að Sovétmenn líti á „détente sem aðferð til að blekkja. Þeir breyta aldrei markmiðum sínum, laga einungis aðferðirnar að tím- anum.“ Síðar segir hann: „Sovétt- ar eiga sér ítarlega áætlun um, hvernig stefnt skuli að heimsyf- irráðum. Aðalatriði þessarar áætlunar voru rædd á fundi Varsjárbandalagsríkjanna í Moskvu í októbermánuði 1956.“ Það er ekki ástæða til að ætla, að þessi áætlun hafi breyzt neitt I grunvallaratriðum. Það telst þess- um manni til tekna, að KGB dreifði um hann lygum og óhróðri, eftir að hann flýði til Vesturlanda. Sé þetta rétt, og það er engin ástæða til að ætla annað, þá hafa Vesturlönd ekki efni á að taka þá áhættu að draga úr vörnum sín- um. Það getur stundum verið erf- itt og áhættusamt að vera frjáls. Friðarhreyfingin neitar að horfast í augu við það. Hún vill frið, sem veltur á góðvild Kremlverja. Slík góðvild dugar skammt, eins og dæmin sanna. Rússar fundu ekki upp friðinn fyrir ekki neitt. Guðmundur Heiðar Frímannsson Samband íslenskra sveitarfélaga: Landsþing hefst á midvikudag LANDSÞING Sambands isl./^eitar- félaga hið 12. í röðinni verður haldið að Hótel Sögu í Reykjavík dagana 8.—10. september nk. Landsþing eru haldin fjórða hvert ár eftir hverj- ar sveitarstjórnakosningar. Sveitar- félög landsins 224, sem öll eru aðilar að Sambandi íslenzkra sveitarfé- laga, eiga rétt til að senda fulltrúa á þingið, alls 274 fulltrúa. Ennfremur eiga landshlutasamtök sveitarfélaga áheyrnarfulltrúa á þinginu. Landsþingið hefur æðsta vald í málefnum Sambands íslenzkra sveitarfélaga. A landsþinginu verður kosin 9 manna stjórn sambandsins og 24 fulltrúar í fulltrúaráð til 4ra ára, en það fer með yfirstjórn sam- bandsins milli landsþinga. I upphafi landsþings munu fé- lagsmálaráðherra og forseti borg- arstjórnar Reykjavíkur flytja ávörp. Á þinginu verður lögð fram skýrsla um starfsemi sambands- ins undanfarin 4 ár. Á þinginu verður m.a. fjallað um fræðslu- og upplýsingastarfsemi sambands- ins, og mun Alexander Stefánsson, alþingismaður og varaformaður sambandsins, hafa ftamsögu um það mál, en fræðslustarfsemi er eitt af meginverkefnum sam- bandsins. Endurskoðun sveitarstjórna- laga verður til umræðu á þinginu, og mun Steingrímur Gautur Kristjánsson, héraðsdómari, hafa framsögu í því máli, en hann er formaður nefndar, sem nú vinnur að endurskoðun sveitarstjórna- laga. Arnljótur Björnsson, prófessor, mun flytja á þinginu fræðilegt er- indi um skaðabótaábyrgð sveitar- félaga og Sigurður Guðmundsson, áætlanafræðingur, mun flytja er- indi um sveitarfélögin og atvinnu- málin. Milli þingfunda munu starfa KAIIPSTEFNAN íslensk föt 82 verður nú haldin í 26. sinn og hefst hún nk. miðvikudag, 8. september og stendur til 10. september. Verður hún haldin í Kristalssal Hótels Loft- leiða. Kaupstefnan verður opnuð á miðvikudag og mun varaformaður Félags íslenskra iðnrekenda, nokkrar nefndir, sem fjalla munu um þingmál og gera tillögur um afgreiðslu þeirra. Landsþingið verður sett kl. 10 árdegis miðvikudaginn 8. sept- ember og því lýkur síðdegis föstu- daginn 10. september. Allmargir gestir, innlendir og erlendir, verða á þinginu m.a. 18 fulltrúar frá sveitarfélagasam- böndum á Norðurlöndum. Formaður Sambands íslenzkra sveitarfélaga er Jón G. Tómasson, borgarlögmaður í Reykjavík, en framkvæmdastjóri Magnús E. Guðjónsson. Björn Guðmundsson, opna hana í ráðstefnusal hótelsins. Að opnun- inni lokinni fer fram tískusýning, en auk þess verða tískusýningar báða dagana. Framkvæmdastjóri kaupstefn- unnar íslensk föt 82, er Þórarinn Gunnarsson, skrifstofustjóri Fé- lags íslenskra iðnrekenda. Kaupstefnan íslensk föt ’82 hefst á miðvikudag Suðurlandsbraut 4 - Sími 81518

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.