Morgunblaðið - 07.09.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1982
13
„Bráðum förum við að
hugsa borgaralega"
Viðmælendur mínir eru krakkar á aldrinum 15—18 ára.
Þau byrjuðu að reykja hass fyrir 3—4 árum. Til að gera
svörin aðgengilegri eru notaðir bókstafir af handahófi
fyrir framan hvert svar.
Hvers vegna fóruð þið
að reykja hass?
S: „Fyrst og fremst af
forvitni, ég hafði mikið
heyrt talað um þetta og
ákvað að prófa við fyrsta
tækifæri. Tækifærið kom
eitt sinn þegar ég var
staddur hjá bróður mín-
um í nóvember '79, þá
byrjaði ég og hef ekki
hætt síðan."
R: „Ég fór að fikta við
róandi pillur. Mamma
notaði þær mikið, þær
voru geymdar á glám-
bekk heima. Áhrifin af
þeim voru góð svo ég fór
að nota þær reglulega, að
vísu var ég alltaf
skíthræddur að kæmist
upp um mig en þetta
tókst einhvern veginn.
Svo kynntist ég þessum
strákum og fór að reykja
hass og lagði um leið pill-
urnar á hilluna."
Haldið þið að það sé
algengt að krakkar byrji
að neyta lyfja í heima-
húsum?
R: „Á því leikur enginn
vafi. Hvað er fólk að gera
við allar þessar pillur í
skápunum heima hjá sér.
Ósjálfrátt hljóta þær að
vekja athygli og forvitni
þeirra krakka sem
eitthvað eru að pæla í
þessu, því er ekki óliklegt
að álykta eins og ég, því
ekki að prófa."
Er notkun á hassi al-
geng meðal krakka á
ykkar aldri?
B: „Já gífurlega, það
hefur næstum hver ein-
asti krakki prófað þetta.
Á hinn bóginn er mis-
jafnt hvort fólk reykir
einu sinni eða heldur
áfram. En allir vilja
prófa. Ætli það séu ekki
bara mestu harðjaxlarn-
ir eins og við sem halda
áfram.“
E: „Það er hún, mikið
algengari en fólk gerir
sér grein fyríf; það er
eins og miðaldra fólk
vilji ekki viðurkenna
þennan vanda eða
kannski hugsar það bara
ekki út í þennan vanda
að þetta sé til staðar."
Hvernig verðið þið
ykkur úti um hass?
L: „Það er enginn
vandi þegar þú þekkir
orðið rétt fólk. Það erfið-
asta er að koma sér upp
góðum samböndum, það
tók langan tíma, ég held
að það hafi tekið tæp tvö
ár hjá mér. En þegar þú
ert orðinn þekktur og
fólk veit að það má
treysta þér þá gengur
þetta eins og í sögu. Ann-
ars í hóp eins og þessum
er það yfirleitt einn sem
hefur sambönd og kaupir
þá fyrir hina.“
P: „Annars kemur það
oft og iðulega fyrir að
krakkar sem eru að byrja
í þessu eru svikin, þau
þurfa að kaupa dýrasta
efnið af því að þau hafa
engin sambönd. Ég man
eftir einum strák sem
sveik okkur, en hann er
sem betur fer í steininum
núna.“
Hvernig fjármagnið
þið kaupin?
P: „Við erum öll í
vinnu, sum okkar vinna
tímabundið, safna saman
peningum sem kannski
duga í mánuð eða svo en
hin eru í fastri vinnu.
Þegar nóg er komið af
peningum tökum við
rispur og skemmtum
okkur vel um tíma. Þetta
verður einhverskonar
hringrás."
Hvaðan kemur það
hass sem þið notið?
P: “Að segja frá er ekki
það sem tíðkast í þessum
bransa. Hins vegar er
það ekkert leyndarmál
að þetta er einkum flutt
inn með skipum. Svo
kemur mjög mikið af
hassi hingað til lands
með sólarlandaförum.
Við reykjum fyrir okkur
sjálf, okkur til ánægju.
Við styðjum hvert við
bakið á öðru og höldum
saman.“
Byggist samkennd
ykkar á því að reykja
hass saman eða hafið þið
svipaðan þjóðfélagslegan
bakgrunn?
Ó: „Það er erfitt að
segja til um þetta. Hass-
reykingarnar tengja
okkur saman á vissan
hátt. Við komum öll úr
svipuðu umhverfi og úr
sama skóla, svo við
þekkjumst tiltölulega
vel. En ef við reyktum
ekki saman værum við
kannski ekki svona góðir
vinir.“
Nú er bara ein stelpa í
hópnum, reykja þær
minna en strákarnir?
S: „Sjáðu til, það er allt
öðruvísi með stelpur,
þær eru ekki eins harðar
og strákar. Þær fara
vanalega að reykja með
strákum sem þær eru
hrifnar af. Ef á hinn bóg-
inn þær eru kaupendur,
þá kaupa þær vanalega
minna en strákarnir, það
skapast liklega af því að
þær hafa ekki eins mikil
fjárráð og við, því þær fá
aldrei eins vel borgaða
vinnu. Annars held ég að
þetta sé að breytast og
með tímanum verða þær
ábyggilega eins harðar
og við.“
Hvað með neyslu á
öðrum efnum?
S: „Hún er sáralítil, við
höfum aðeins verið að
fikta með englaryk, það
er mjög auðvelt að fram-
leiða það í heimahúsum.
Annars er lítið á mark-
aðnum af sterkum efn-
um, nema þá helst alls-
konar pillum."
Ræktið þið sjálf hamp-
jurtir?
S: „Það er erfitt að
gera það heima hjá sér,
foreldrar eru vanalega
ekki hrifnir af slíku.
Ræktun á þessum jurt-
um er annars mjög al-
geng hérna í bænum.“
Haldið þið að þetta sé
bara tímabundið hjá
ykkur að reykja hass eða
haldið þið að þið ílendist
í þessu?
„Þetta er ábyggilega
bara tímabundið, maður
drepur sig ekki af þessu,
bráðum förum við að
hugsa borgaralega, för-
um og klárum skólann
eða eitthvað álíka gáfu-
legt, svo koma þessi
venjulegu stressvanda-
mál eins og konur og
krakkar, maður sér þetta
lið, það er allt að drepa
sig úr stressi og þannig
fer ábyggilega fyrir
okkur á endanum."
JME.
fyrst og fremst fólk sem tollurinn
eða lögreglan kannast ekki við. Að
launum fær viðkomandi kannski
utanlandsferð, hluta af því hassi
sem hann kemur með inn í landið
eða þeir sem auðveldast er að
plata fá ókeypis fyllerí."
Hvaða siðferðisafstaða finnst
þér liggja að baki því að selja
unglingum hass?
„Það er alltaf ábyrgðarhluti að
láta krakka fá eiturlyf og áfengi.
Krakkar eru áhrifagjarnir og vilja
prófa allt. Þegar ég lít til baka
finnst mér að það hafi heldur ekki
gert mér neitt illt að nota hass.
Versti hluturinn í þessu er sá að
krakkarnir eru án sambanda, þau
lenda því oft í því að kaupa lélegt
hass fyrir kannski 300 kr. gr. þeg-
ar á sama tíma er hægt að fá gott
efni fyrir 180 kr. gr. í gegnum
sambönd. Þetta leiðir til þess að
krakkarnir fara út í það sem er
nærtækast og ódýrast, en það er
límið. Því finnst mér spurningin
einföld, ef þau koma til mín og
vilja kaupa, því þá ekki að selja
þeim á sanngjörnu verði það efni
sem ég veit að er gott. Ef ég hugsa
tilbaka þá var ég alveg jafn-
ábyrgðarlaus og þau á þeirra
aldri, en ég vil að hver og einn fái
tækifæri til að velja og hafna. Mér
finnast hassreykingar ekkert snið-
ugar fyrir unga krakka, þau byrja
sífellt yngri og yngri. Yngsta
dæmið sem ég veit um er 12 ára.
Til að sporna við braski með hass-
ið ætti að leyfa sölu og innflutning
á því. Það ætti að taka toll af því í
staðinn fyrir að láta fjármagnið
renna út úr landinu. Það ætti
einnig að vera háð gæðaeftirliti
frá ríkinu og selt í áfengisútsöl-
um.“
Er ekkert fastákveðið verð á
hassi?
„Nei, sambönd ráða miklu um á
hvaða verði þú getur keypt hvert
gramm. Það sem fyrst og fremst
veldur háu verði er það að inn-
flytjandinn eða seljandinn reyna
að tr.vggja sig. Þeir verða að eiga
fyrir sektinni ef kemst upp um þá.
Það er líka stórt atriði að eftir því
sem leiðin frá innflytjandanum
lengist því dýrara verður grammið
því að allir vilja græða á sínum
viðskiptum."
Reykja strákar frekar en stelp-
ur?
„Ég veit ekki hvað ég á að segja
um það, ef þeir hafa einhvern tím-
ann verið fjölmennari þá held ég
að það sé að hverfa núna. Strák-
arnir halda hinsvegar frekar
áfram, það er algengt að stelpur
hætti í kringum barnsburð eða við
stofnun heimilis."
Er einhver stétt sem frekar fer
út í neyslu á hassi en önnur?
„Það vil ég ekki meina. Ég heid
að þetta sé algerlega óstéttbundið
fyrirbæri. Aftur á móti hafa við-
horf almennings í garð þessara
mála breyst. Ef þú reyktir fyrir 10
árum þýddi það að þú varst á móti
þjóðfélaginu. Núna er þetta orðinn
partur af ríkjandi kerfi án þess þó
að vera viðurkennt."
Hvernig er neyslu sterkari efna
varið hér á landi?
„Hér á landi eru heróín og kóka-
ín ekki til staðar, LSD og meskalín
sjást ekki lengur, hins vegar er
nokkuð um spítt. Landið er svo lít-
ið að ekki er hægt að leyna slíkum
hlutum. Þeir sem vilja fara út í
sterkari efni gera það erlendis."
Er mikið ræktað af hampjurt-
um hér á landi?
„Já, svo sannarlega. Þegar ég
var upp á mitt besta náði ég góð-
um árangri í ræktun slíkra jurta.
Þær voru með því besta sem gerð-
ist. Ég held að allir sem eru
eitthvað að pæla í grasi rækti
plöntur. Það er tiltölulega auðvelt
að rækta þær og þær grassera
hérna í öðru hverju húsi. En þær
eru ekki notaðar til sölu heldur
fyrst og fremst til einkaneyslu."
Hvað með afskipti lögreglunnar
af þessum málum?
„í dag er hún að mestu hætt að
skipta sér af okkur gömlu dópist-
unum. Hún er að öllum líkindum
orðin þreytt á okkur. Hins vegar
beinast afskipti hennar að mestu
leyti að þeim smáu í þessum
bransa. Ef það er saknæmt að
reykja hass þá er saknæmt að
flytja það inn, en lögreglan gerir
sér ekki grein fyrir því, hún virð-
ist í flestum tilfellum bara reyna
að hanka hinn almenna neyt-
anda.“
JME
Á morgun:
Hvaö er
fíkniefnamark
aðurinn stór
Ungbarnahúsgögn
hver hlutur á sínum staö.
Barnahúsgögn
Þarfir skólabarnsins uppfylltar.
húsgögnin sem vaxa
meö börnunum
og þú ert þinn
eigin arkitekt.
Einstaklingsrúm
Skrifborð
Skrifborö m/hillum
og korktöfluljósa-
kappa.
Stærö 50x120 sm.
Hæö 188 sm.
Efni, lökkuö eöa brúnbæsuö.
Breidd 90 sm, 105 sm, 120 sm.
Vörumarkaöurinn hf.
Sími 86112.
EF ÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU