Morgunblaðið - 07.09.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.09.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1982 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ÁGÚST ÁSGEIRSSON Joop den Uyl Andries van Agt Hægri stjórn í Hollandi? Hollendingar ganga að kjör- borði á morgun og kjósa til þings. Kosningabaráttan hefur verið fyrirferðalítil, eins og jafnan áður, en þessar kosningar geta átt eftir að hafa mikil áhrif á ýmis framtíð- armál Hollendinga. Einkum verð- ur kosið um tvö mál, efnahagsmál- in annars vegar og 48 bandariskar stýriflaugar hins vegar. Spáð er tvísýnum úrslitum, en samkvæmt síðustu skoðanakönnunum er þó líklegt að h»gri flokkar fái starf- hæfan meirihluta á þingi. Samkvæmt skoðanakönnunum njóta Kristilegir demókratar (CDA) og Verkamannaflokkur- inn álíka mikils fylgis kjósenda hvor, en auk þeirra bjóða 20 flokkar aðrir fram, flestir þeirra litlir flokkar þrýstihópa og trú- arhreyfinga. Fjórir stærstu flokkarnir eru, auk CDA og Verkamannaflokks- ins, Frjálslyndi flokkurinn (VVD) og D ’66, en þessir flokkar ráða sín á milli 135 sætum af 155 á þingi. Af þessum flokkum er Frjálslyndi flokkurinn lengst til hægri í pólitíska litrófinu og Verkamannaflokkurinn lengst til vinstri. I ríkisstjórn sitja CDA og D ’66, eftir að Verka- mannaflokkurinn gekk úr stjórn í maí sl. vegna ágreinings innan stjórnarinnar um niðurskurð rikisútgjalda og aðrar aðgerðir í efnahagsmálum. Kosningarnar koma einkum til með að snúast um stefnur í efnahagsmálum, og spyrja kjós- endur þá fyrst og fremst hvað flokkarnir ætli að gera til að vinna bug á atvinnuleysi og hver stefna þeirra í tryggingamálum sé. Nær fjórðungur vinnufærra manna, eða 12,6% þjóðarinnar, er atvinnulaus, en samtals eru Hollendingar 14 milljónir tals- ins. Efnahagsástandið í Hollandi er ískyggilegt, og efnahagsundr- ið á sjöunda áratugnum nú minningin ein. Spáð er jafnvirði 12,2 milljarða dollara halla á ríkissjóði á þessu ári, en það jafngildir 10,5% af þjóðartekj- unum. Sala jarðgass hefur dreg- ist saman og stærstu iðnfyrir- tækin, þ.ám. Philips-samsteyp- an, eiga við stöðugt meiri örðug- leika að stríða vegna aukinnar samkeppni frá Austurlöndum fjær. Framleiðni hefur minnkað stöðugt. Og af þessum sökum liggur fyrir, að ekki verður hjá því komist að skera niður félagslega þjónustu, ellilífeyri og örorku- bætur, og aðrar bætur ýmiss konar, án tillits til þess hver úr- slit kosninganna verða. Andries van Agt forsætisráðherra, og leiðtogi CDA, hefur heitið því að draga úr kostnaði ríkisins vegna þessara mála og jafnvel Verka- mannaflokkurinn talar um niðurskurð. Þannig sagði Joop den Uyl leiðtogi Verkamanna- flokksins nýlega að nauðsynlegt væri að hætta vísitölubindingu launa og félagslegra bóta, sem hækkað hafa sjálfkrafa í sam- ræmi við verðlagshækkanir. Den Uyl sagðist við sama tækifæri hlynntur því að reynt yrði að draga úr atvinnuleysi með því að styrkja einkafyrir- tæki úr ríkissjóði. Þetta „nýja raunsæi" er talið til marks um stefnubreytingu af hálfu Verkamannaflokksins, en ef þessi einkaskoðun Den Uyl hefði verið flokksstefna í fyrra hefði stjórnarsamstarfið líklega aldrei sprungið í vor. Eins og áður segir er fyrst og fremst kosið um efnahagsmál og stýriflaugar. Og þótt efna- hagsmálin séu merkilegra kosn- ingamál í augum þorra kjósenda, þá kemur afstaðan til stýriflaug- anna til með að ráða ferðinni þegar að stjórnarmyndun kem- ur. Verkamannaflokkurinn er al- gjörlega andvígur því að stýri- flaugunum 48 verði komið fyrir í Hollandi. Flokkurinn hefur verið að sækja í sig veðrið að undan- förnu, skv. skoðanakönnunum. Hljóti flokkurinn flest þingsæti kemur hann aðeins til með að geta myndað meirihluta með Kristilegum demókrötum, þar sem útilokuð er stjórnarsam- vinna við Frjálslynda flokkinn, sem innan Verkamannaflokksins þykir of langt til hægri. Van Agt forsætisráðherra er hlynntur því að stýriflaugunum verði komið fyrir í Hollandi. Og hann hefur lýst löngun sinni til að mynda stjórn með D '66, nú- verandi samstarfsflokki sínum, og Frjálslyndum. Hann hefur ekki trú á að samstarf við Verkamannaflokkinn leiði til árangurs. Hins vegar á Van Agt við vandamál í eigin flokki að glíma. Nokkrir þingmenn flokksins hafa hótað að leggjast gegn því að stýriflaugunum verði komið fyrir í Hollandi, og gæti það leitt til þess að stjórn, sem Van Agt veitti forstöðu, missti meirihluta á þingi, og önnur stjórnarkreppa héldi innreið sína. Af þessum sökum hefur Van Agt reynt að gera stýriflaugarn- ar að meira kosningamáli en ýmsir aðrir. Fyrir skömmu sagði hann opinberlega að þeir sem væru andsnúnir flaugunum skyldu ekki greiða flokki sínum atkvæði á kjördag. Sagt er einn- ig að það sé honum kappsmál að einangra Verkamannaflokkinn á þingi, og hafi hann m.a. af þeim orsökum lagt áherzlu á að fljót- lega þurfi að skera úr um með flaugarnar. Og hver sem niðurstaða Hol- lendinga verður, er ljóst að hún mun hafa verulega þýðingu inn- an Atlantshafsbandalagsins. Fylgst er grannt með því í Belgíu og V-Þýzkalandi hver niðurstaða Hollendinga verður. Belgar hafa dregið að taka ákvörðun hvort þeir leyfi að flaugum verði kom- ið fyrir þar í landi, og við því búist að þeir komist að sömu niðurstöðu og Hollendingar. Og ákveði Hollendingar að taka við flaugunum, mun það styrkja stöðu Helmut Schmidts kanzl- ara, sem fylgjandi er að flaugum verði komið fyrir í V-Þýzkalandi, en fyrir það nýtur hann óvin- sælda hjá vinstrisinnum í eigin flokki og hjá þýskum friðarsinn- um. Menn, sem málum eru kunn- ugir, telja, að vinni hægri flokk- arnir ekki hreinan meirihluta, gæti það haft í för með sér aðra stjórn, sem völt verði í sessi. Samkvæmt skoðanakönnunum er Kristilegum demókrötum og Frjálslyndum spáð meirihluta. Er þeim í sumum tilfellum spáð allt að 85 sætum, en þeir þurfa 76 til að ná meirihluta. Ein virt stofnun spáir flokkunum 78 sæt- um, að CDA tapi þremur sætum af 48 og VVD bæti 7 við þau 26 sem flokkurinn hefur, en að D ’66 tapi 6 eða 7 af 17 sætum sín- um. Það sem kann að setja strik í reikninginn, auk stýriflaug- anna, eftir kosningar, er klofn- ingur í flokki Van Agts. Öfl í hans flokki telja að seint verði hægt að gera gagngerar ráðstaf- anir í efnahagsmálum án aðildar Verkamannaflokksins að ríkis- stjórn. Bæði Verkamannaflokk- urinn og Kristilegir demókratar hafa hins vegar lýst yfir því, að aldrei geti orðið af bræðingi þessara flokka fyrr en þeir hafi jafnað ágreining sinn um stýri- flaugarnar. Og fróðustu menn telja, að í landi, þar sem frið- arhreyfingin evrópska á rætur að rekja, geti það aldrei orðið að veruleika. (Heimildir: AP og Newsweek). „Út í hött hve mikið fer af tekjum fólks í matvörur“ Mér finnst mjög dýrt að kaupa inn. — Segja má að þessi orð konu einnar hafi verið viðkvæði flestra sem blaðamaður Mbl. ræddi við í stórverslun í Reykjavík fyrir skemmstu. Þá voru lagðar nokkrar spurningar fyrir fólk, sem valið var af handahófi, um verðlagið. Einnig var spurt um viðbrögð fólks við gengisfellingu. — Hér á eftir fara svörin: „Að minni hyggju er allt dýrt. Og skiptir það ekki máli hvort um nauðsynjavörur eða annað er að ræða. Svo er einnig gersamlega ómögulegt að fylgjast með verðlag- inu því að fólk missir allt verðskyn þegar vörur hækka svona oft í verði, sagði Gunnlaug Jónsdóttir. „Eftir gengisfellingu er mjög algengt að fólk kaupi ónauðsynlega hluti. — En dýrtíðin kemur auðvitað fyrst og fremst niður á gamla fólkinu. Mér finnst sorglegt að þessi þjóðfélags- hópur sem hefur sparað mikið, skuli sjá peningana rýrna með degi hverj- um,“ sagði Gunnlaug. „Mér finnst mjög dýrt að versl” Nú er svo komið að lítið er hægt að fá fyrir 500 kr.,“ sagði Rebekka Ingvarsdóttir. „Einkum tel ég þó að allt sem viðvíkur ungbörnum kosti mikið.“ Sparar þú eftir gengisfell- ingu? „Ætli við Islendingar kunnum að spara,“ svaraði Rebekka að lok- um. „Það er ekki unnt að hugsa mikið um verð nauðsynjavara því að fólk getur ekki án þeirra verið. En mér finnst mikill munur á verðlagi nú og fyrir fimm árum. Það á sérstaklega við um vörur handa mörgum. Eg hamstra þó ekki fyrir gengisfell- ingar og ég kaup venjulega það sem ég þarf á hverjum tíma sökum þess að ég hef hvorki geymslu né frysti- kistu,“ sagði Gréta Sigurðardóttir. „Ég hygg að smjör og rjómi sé einna dýrast af matvörum," sagði Ingibjörg Kolka. Og ég held að fólk eigi sífellt erfiðara með að átta sig á 1 verðlaginu sem leiðir til þess að það missir verðskyn. Að mínum dómi getur fólk ekki sparað meira eftir gengisfellingar því að það er alltaf að spara hvort sem er. — Annars hefur maður það ágætt," sagði Ingi- björg. „Að minni hyggju er áberandi hve fiskur er dýr. Einnig finnst mér kjötvörur og sykur kosta mikið,„ sagði Einar Jónsson. „Ég tel að hækkanir séu meiri en vísitölubæt- ur segja til um. Þar er einhver maðkur í mysunni. Svo er verðskyn- urenglað. Stundum sér maður hlut sem virðist mjög dýr, en eftir á gerir maður sér grein fyrir því að hann var kannski hlægilega ódýr.“ Er mikill munur á verðlagi nú og fyrir 5 árum miðað við kaupmátt? „Já frekar. Þó finnst mér að ýmsar munaðarvörur hafi staðið í stað á þessu tímabili, en t.d. rafmagnsvör- ur lækkað í verði. Á hinn bóginn held ég að neysluvörur hafi hækkað langt umfram það verð sem þá var,“ sagði Einar að lokum. „Mér finnst mjög dýrt að kaupa inn. I raun er allt dýrt, en sérstak- lega þó mat- og hreinlætisvörur. Svo er einnig erfitt að fylgjast með verð- laginu því að vöruhækkanir eru tíð- ar,“ sagði Kristín Eyþórsdóttir. Margrét Ólafsdóttir kvað kjöt- og mjólkurvörur kosta mest af þeim nauðsynjavörum sem hún festi kaup á. „Fólk á vissulega í erfiðleikum með að átta sig á verðlagsþróuninni, Grafik í Norræna húsinu Myndlíst Valtýr Pétursson í EINA TÍÐ voru stanslausar sýn- ingar í anddyri og á göngum Nor- ræna hússins, svo varð obbolítil andakt, en nú er aftur að færast líf í þessa starfsemi. Ég saknaði þessara sýninga, þar sem maður komst í kynni við marga ágæta grafík-listamenn og gat notið verka þeirra. Þess vegna fagna ég því, að nú er þar komin á veggi afar vönduð sýning á grafískum verkum eftir finnska konu, sem heitir Sisko Riihiaho. Þessi listakona hefur hlotið mikla skólun í listgrein sinni, hún hefur haldið fjölda sýninga víðs vegar og mikið af söfnum hafa eignast verk eftir hana. í sýn- ingarskrá má lesa um glæsilegan feril hennar, og þar er upp talið, hvar hún hefur haldið einkasýn- ingar tíg þátttaka hennar í sam- sýningum. Á þessari sýningu I Norræna húsinu eru 20 grafísk verk, og eru þau öll í litum. Við fyrstu sýn verður maður þess fullviss, að hér er vandað handverk á ferð, og lit- um eru stillt í hóf, þannig að heild listaverkanna verður bæði sterk og einföld. Mjög eru þessi verk öll persónuleg. Hér er gengið hreint til verks og myndbygging látin tala sínu máli, sem allir skilja, sem sjá myndlist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.