Morgunblaðið - 07.09.1982, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1982
Ríkisstjórn í sjálfheldu
Stefnubreytingar er þörf <
— eftir Friðrik Soph-
usson, varaformann
Sjálfstœðisflokksins.
Allir þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins utan ráðherrarnir þrír
hafa lýst því yfir, að þeir muni
greiða atkvæði gegn bráðabirgða-
lögum ríkisstjórnarinnar, enda
verði þing kallað saman strax til
að afgreiða brýn úrlausnarefni,
þ.á m. kjördæmamálið. Þing verði
síðan rofið i september og efnt til
kosninga.
Þessi skýru skilaboð, sem Al-
þýðuflokkurinn tók undir, voru
birt aðilum ríkisstjórnarinnar til
að undirstrika þá staðreynd, að
ríkisstjórnin hefur misst starf-
hæfan meirihluta á þingi og getur
ekki treyst því, að stjórnarand-
staðan hlaupi undir bagga, þegar
ríkisstjórnin á í vandræðum með
að fá frumvörp samþykkt í þing-
inu.
Þótt engar tilraunir hafi verið
gerðar af hálfu stjórnarinnar til
að hafa samráð við stjórnarand-
stöðuna um efnahagsúrræði, taldi
stjórnarandstaðan sér skylt að til-
kynna afstöðu sína strax og
bráðabirgðalögin lágu fyrir. Þess
vegna hafði ríkisstjórnin ráðrúm
til að kalla þingið saman, ganga
frá nauðsynlegustu málum og efna
síðan til kosninga nægilega fljótt
til að ný ríkisstjórn gæti athafnað
sig og náð tökum á vandamálun-
um áður en í algjört óefni væri
komið. Ábyrgð ríkisstjórnarinnar
er því mikil. Með því að draga á
langinn óumflýjanleg úrslit máls-
ins getur hún valdi ómældu tjóni.
Ríkisstjórnin hafnaði eðlilegri
málaleitan stjórnarandstöðunnar
og kaus fremur að festa sig í
„stjórnskipulagssjálfheldu“ sem
stafar af því að hún hefur misst
starfshæfan meirihluta á þingi.
Kíkisstjórnin sjálf ber
ábyrgð á sjálfhcldunni
Framsóknarflokkurinn, sem lof-
aði kjósendum því að telja verð-
bólguna niður í 10% á þessu ári,
telur þjóðinni fyrir beztu að hann
sitji áfram að völdum, þótt fyrir
liggi að þrjú af fjórum valdaárum
stjórnarinnar verði verstu verð-
bólguár í sögu þjóðarinnar. Al-
þýðubandalagið þorði ekki í kosn-
ingar. Glæsilegur sigur Sjálfstæð-
isflokksins í sveitarstjórnarkosn-
ingunum og hrakleg útreið Al-
þýðubandalagsins dró allan kjark
úr forystu flokksins. Líklega telja
þeir kjósendur sína bezt setta með
„Þótt engar tilraunir hafi verið
gerðar af hálfu stjórnarinnar til að
hafa samráð við stjórnarandstöðuna
um efnahagsúrræði, taldi stjórnar-
andstaðan sér skylt að tilkynna af-
stöðu sína strax og bráðabirgðalögin
lágu fyrir. Þess vegna hafði ríkis-
stjórnin ráörúm til að kalla þingið
saman, ganga frá nauðsynlegustu
málum, efna síðan til kosninga
nægilega fljótt til að ný ríkisstjórn
gæti athafnað sig og náð tökum á
vandamálunum áður en í algjört
óefni væri komið.“
þá launaskerðingarstefnu, sem
þeir hafa fylgt dyggilega á undan-
förum árum á grundvelli slagorð-
anna um „samningana i gildi".
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að
sitja þótt öllum sé lóst, að hún
getur engu stjórnað lengur.
Ný stefna í
atvinnumálum
Margoft hefur verið sýnt fram
á, hve stefna Sjálfstæðisflokksins
og stefna ríkisstjórnarinnar eru
gagnólíkar. Réði Sjálfstæðisflokk-
urinn ferðinni, hefðu árið 1981 og
1982, metaflaárin tvö, verið notuð
til að búa í haginn og fyrirbyggja
efnahagsöngþveiti af völdum af-
turkipps á borð þvi þann, sem nú
hefur orðið í útflutningsgreinun-
um.
Á undanförnum þingum hefur
flokkurinn lagt fram tillögur á Al-
þingi í atvinnu-, samgöngu- og
orkumálum. Á síðasta landsfundi
var jafnframt samþykkt sam-
hljóða ítarleg stefna í atvinnumál-
um. í henni kemur m.a. eftirfar-
andi fram:
• Sjálfstæðisflokkurinn leggur
áherzlu á að bæta starfsskilyrði
atvinnuveganna í stað þess að
mergsjúga þá og kippa undan
þeim rekstrargrundvellinum.
• Sjálfstæðisflokkurinn leggur
til, að frjáls samkeppni og
frjáls verðlagning komi í stað
verlagshafta og stjórnendur
fyrirtækja verði ábyrgir fyrir
rekstrinum, en þurfi ekki sífellt
að leita á náðir ríkisvaldsins.
• Sjálfstæðisflokkurinn vill beita
verðjöfnunarsjóðum gegn af-
komusveiflum í stað þess að.
eyða öllu jafnóðum þegar vel
árar og standa ráðþrota, þegar
afturkippur á sér stað.
• Sjálfstæðisflokkurinn telur að
miða eigi gengisskráningu við
það, að jafnvægi verið í við-
skiptum við önnur ríki í stað
þess að halda gjaldeyrisútsölu
mánuðum saman eins og nú
hefur verið gert.
• Sjálfstæðisflokkurinn telur, að
lánakjör atvinnugreina eigi að
vera sambærileg og með frjáls-
ari fjármagnsmarkaði megi ná
jafnvægi í lánamálum. Flokk-
urinn hafnar hins vegar núver-
andi stefnu í vaxtamálum, sem
dregið hefur úr sparnaði og
komið innlánsstofnunum á von-
arvöl.
• Sjálfstæðisflokkurinn vill
raunsæja orkunýtingarstefnu
og leita leiða til að koma orku-
lindum þjóðarinnar í sem bezt
verð, í stað þess að vinna
skemmdarverk í samskiptum
við hugsanlega kaupendur
orkunnar.
• Sjálfstæðisflokkurinn telur, að
samgöngumálin eigi að hafa
forgang sem byggðamál, í stað
þess að dreifa fjármagni oft án
markmiðs í nafni byggðastefn-
unnar.
• Sjálfstæðisflokkurin er eini
flokkurinn, sem virkja vill
Vestmannaeyjar:
Hamarsskóli
NÝR BARNASKÓLI VÍGÐUR
NÝR BARNASKOLI í Vestmannaeyjum, Hamarsskóli, var vígður á laugar-
dag. Vígsluathöfnin hófst með því að Ólafur Elísson bæjarstjóri lýsti bygg-
ingarsögu skólans og afhenti síðan Halldóru Magnúsdóttur, skólastjóra hins
nýja skóla, lyklavöldin að honum. Halldóra flutti þá ávarp, sóknarpresturinn,
séra Kjartan Örn Sigurbjörnsson, flutti blessunarorð og Gideonfélagar af-
hentu skólanum áritaða biblíu að gjöf. Bæjarstjórn Vestmannaeyja bauð
síðan til kaffidrykkju í Elliheimilinu en á sunnudag var skólinn opinn
almenningi til sýnis og komu um 1000 manns á þeim 4 klukkutimum sem
skólinn var opinn en það er um fjórðungur bæjarbúa.
Þessi fyrsti áfangi Hamarsskóla
sem nú var vígður er 1321 fermetri
að flatarmáli, í honum eru 4 al-
mennar kennslustofur og 2 opin
rými sem hægt er að skipta um
vild auk vinnuherbergja. Skólinn
er nú fullskipaður með nemendum
forskóla til og með 5. bekk sem eru
um 280 nemendur. Skólinn er með
svokölluðu hálfopnu fyrirkomu-
lagi, innréttingar eru lausar þann-
ig að hægt er að færa til skilrúm
og skápa eftir þörfum.
Teiknistofan Arkhönn sf., þ.e.
þeir Guðmundur Þór Pálsson og
Jón Ólafsson, teiknaði skólann.
Aðalverktaki var Áshamar hf. í
Vestmannaeyjum og Trésmiðja
Erlendar Péturssonar í Vest-
mannaeyjum sá um innanhús-
smíði. Innréttingar eru allar ís-
lenskar frá Stálhúsgagnagerð
Steinars og Gamla Kompaníinu.
Halldóra Magnúsdóttir, skóla-
stjóri Hamarsskóla, sagði í sam-
tali við Mbl. í gær að nauðsynlegt
væri að hefjast handa við áfram-
hald skólans því hann væri nú
þegar fullsetinn, ef ekki verður
komin viðbót við hann næsta
haust, þá yrði að senda elstu bðrn-
in aftur í Barnaskóla Vestmanna-
eyja, þaðan sem þau hefðu verið
tekin nú frá sínum vinum og félög-
um nú í haust. Halldóra sagði að
Bæjarsjóður hefði lagt mikla fjár-
muni í bygginguna en ríkið ekki
staðið við sinn hluta á móti, en ef
ríkið greiddi hluta þá væri bjart-
ara framundan með áframhald.
Halldóra sagði að fólk væri af-
skaplega ánægt með skólann enda
væri hann glæsilegur og vel að
honum staðið. Hamarsskóli verð-
ur settur í dag og fyrirhugað er að
kennsla hefjist á föstudag.
Halldóra Magnúsdóttir, skólastjóri
hins nýja skóla, flytur ávarp við
vígsluathöfnina.
Eiríkur Guðnason, skólastjóri Barnaskóla Vestmannaeyja, ásamt nokkrum
kennurum.
Ljómn. Goól. Si*.