Morgunblaðið - 07.09.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.09.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1982 Fernt í slysadeild Fernt var flutt í slysadeild eftir allharö- an árekstur í gatnamótum Kringlu- mýrarbrautar og Hamrahlíðar laust fyrir klukkan hálfþrjú í gær. Toyotu-bifreiö var ekiö inn á Kringlu- mýrarbraut í veg fyrir bifreið, sem ekið var i suðurátt. Ökumenn beggja bif- reiða og tveir farþegar voru fluttir í slysadeild, en meiðsl munu ekki alvar- leg. Báðar bifreiðirnar skemmdust mikið. Áhorfendur dönsuðu villtan dans á sviðinu Moskvu, 5. sept. 1982. Frá Arnaldi IndridMyni. NOKKKIK alhressir rússneskir áhorfendur slepptu fram af sér beislinu og stukku upp á svið til Björgvins Halldórssonar og hljómsveitar á þriðju og síðustu tónleikum hljómsveitarinnar i Moskvu í gærkveldi og dönsuðu villtan dans við jafn tryllt rokklag. Það var í síðasta lagi sem þetta gerðist og fögnuðu áhorfendur ákaft. Var sagt eftir þessa hljóm- leika, að svona nokkuð hefði aldrei gerst áður á tónleikum i Moskvu. Var salurinn þétt setinn Rússum á öllum aldri, enda löngu uppselt. „Þeir koma mér á óvart, áhorf- endurnir," sagði Magnús Kjart- ansson hljómborðsleikari, en hann hefur ekki hvað síst átt þátt í því að hressa upp á liðið með heljarstökkum á hljóðfæri sínu. Nokkrir eldhressir áhangendur Björgvins og hljómsveitar, eins og Rússar kalla „bandið", hafa fylgt tónlistarmönnunum næst- um við hvert fótmál og fengið myndir og plötur hjá strákunum. I staðinn komu þeir á hótel Pek- ing þar sem hljómsveitin hefur dvalist i morgun, áður en haldið var til Síberíu með kampavins- flösku og var þeim mjög vel tekið og skálað við þá við brottför frá Moskvu til Novokusniesk. í Síb- eríu verða haldnir 11 hljómleikar í fimm borgum. Þaðan verður haldið til borgarinnar Sochi við Svartahaf 17. september. Grunnskólar í vetur: Búist er við að rúmlega 37 þúsund stundi nám BÚIST er við að rúmlega 37 þúsund nemendur stundi nám í grunnskólum á land- inu í vetur, en það er svipuð tala og var í fyrra, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk í menntamálaráðuneytinu í gær, en nákvæmar tölur liggja enn ekki fyrir. Þá er talið að um 3.800 börn gangi í forskóla í vetur, en það er um 92% af fjölda barna í árgang- inum. Á síðasta vetri stunduðu um 4.200 börn nám í forskóla. í fyrra stunduðu um 10.500 nemendur nám í framhaldsskólum og búist er við svipuðum fjölda í vetur. |>að var Hollywood-stemmning á gatnamótum Austurstrætis og Pósthússtrætis er starfsmenn Saga film unnu þar að gerð auglýsingamyndar kvöld eitt í sl. viku. Sprautuðu þeir vatni í loft upp til að skapa rigningu, eins og myndin ber með sér. <Lj&.m.: c;unni»U|fiir r.) Guömundur Karlsson alþingismaður um stöðu útgerðarinnar: Ekki haldið gangandi með ein- hverjum félagslegum sjónarmiðum „ÞAD náttúrulega hlaut að koma að þessari stöðu fyrr en síðar. Eins og á málefnum útgerðarinnar hefur verið haldið af stjórnvöldum á undanförn- um árum þá gat þetta ekki gengið i þaó endalausa án þess að til ein- hverra aðgerða yrði gripið af hendi útgerðarmanna," sagði Guðmundur Karlsson alþingismaður og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegs- nefnd efri deildar Alþingis, er Mbl. spurði hann álits á stöðu útgerðar- innar. Þá sagði Guðmundur: „Þegar olíukostnaður togaranna er kom- inn upp í jafnvel 30—40% af inn- komunni þá er eðlilegt að menn geti ekki rekið útgerðina lengur. Með þeim kjörum sem við búum við í dag verður útgerðinni ekki lengur haldið gangandi í landinu. Guðmundur sagði einnig að sér virtist sem algjört ráðleysi og upplausnarástand ríkti innan rík- isstjórnarinnar hvað varðaði út- gerðina. Hann sagði síðan: „Mér finnst að í mörgum tilvikum þegar um einhverja kosti hefur verið að velja hvað varðar sjávarútveginn, þá hafi oftast nær versti kostur- inn verið valinn. Atvinnuvegun- um verður ekki haldið endalaust gangandi með einhverjum félags- legum sjónarmiðum. Aðsókn að Sjómaimaskólanum fer mínnkandi: Undanþágur til skipstjórnar valda m.a. minnkandi aðsókn Fimm ára drukknaði FIMM ára gamall drengur, Ólafur llelgi Adolfsson, til heimilis að Hafnargötu 3 í Yogum á Vatnsleysu- strönd, drukknaði í höfninni í Vog- drengur í Vogum um á föstudagskvöldið. Hann mun hafa dottið í höfnina. Ólafur Hélgi var fæddur 24. marz 1977. — segir Guðjón Ármann „AÐSÓKN að Sjómanna- skólanum er minni nú en undanfarið, nú eru alls 100 nemendur í skólanum, en voru 130 í fyrra. Þá hófu að- eins 40 nemendur nám á fyrsta stigi í haust. Stjórn- völd ýta á ýmsan hátt undir minnkandi aðsókn og grafa þannig á vissan hátt undan sjómannamenntuninni,“ Labradortík drapst vegna eitrunar fyrir máva: „Alvarlegt slys hefði getað hlotist af“ í LIÐINNI VIKU drapst Labradortík eftir að hafa orðið fyrir eitrun á Geldingarnesi. Eitrað hafði verið fyrir máva á öskuhaugunum í Gufu- nesi. Fórnarlömbin hröktust upp á Geldingarnes og drápust þar. Eigandi hundsins, Jón Hallur Jóhannsson, rannsóknarlögreglumaður, hafði farið með hann til þjálfunar í björgunaraðgerðum. „Ég fór með tíkina til þjálfun- ar sunnudaginn 29. ágúst á Geld- ingarnesi eins og oft áður, en tíkina hafði ég þjálfað í þrjú ár. Ég veitti athygli sílamávum sem lágu eins og hráviði og hélt í fyrstu að þeir hefðu verið skotn- ir. Þegar upp á hánesið kom blasti við mikill fjöldi sílamáva; ýmist dauðir eða að drepast," sagði Jón Hallur í samtali við Mbl. „Þá varð mér ljóst, að eitrað hafði verið fyrir þeim og hraðaði mér því af svæðinu með hund- inn. Hálfri klukkustundu síðar fór að bera á eitrunareinkenn- um. Ég hafði samband við dýra- lækni og lækni en þrátt fyrir að allt hefði verið gert sem hægt var til bjargar tíkinni, þá drapst hún að morgni þriðjudagsins. Ég setti mig í samband við meindýraeyði borgarinnar og var tjáð, að á öskuhaugunum í Gufunesi hefði verið eitrað með Thenemali af embætti veiði- stjóra og að mávarnir hefðu að líkindum hrakist þaðan út á Geldingarnes. Þeir lofuðu að fjarlægja hræin. Þá hafði ég samband við borgarlækni og einnig e;turefnanefnd því vissu- lega gæti mönnum og skepnum stafað hætta af þessu. Ég taldi mér skylt að gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir hugsan- leg slys. Það er Ijóst að þarna var ekki nógu vel að verki staðið. í lögum um eyðingu svartbaks eru ákvæði um strangar varúðarráð- stafanir og að hræin skuli grafin þegar í stað. Þá er í reglugerðum varað við að fórnarlömb séu snert. Það er ljóst, að alvarlegra slys hefði getað hlotist af. Síla- mávarnir hefðu allt eins getað dreift eitrinu í hina áttina; — það er í átt að byggð, þar sem börn væru að leik,“ sagði Jón Hallur. Eyjólfsson, skólastjóri sagði Guðjón Ármann Eyj- ólfsson, skólastjóri Stýri- mannaskólans í samtali við Morgunblaðið í gær. Guðjón sagði ennfremur, að að- sókn að skólanum færi nokkuð eft- ir árferði, því væru nemendur skólans færri nú, en einnig hefði sífelldur söngur gegn sjávarútvegi áhrif á þetta. Það væri talið óarðbært að byggja ný skip og því sæktu menn minna í þessa mennt- un. Þá væri það mjög alvarlegt mál hve stjórnvöld veittu mikið af undanþágum til skipsstjórnar. Þrátt fyrir ítrekaða beiðni hefði samgönguráðuneytið ekki gefið upplýsingar um fjölda þeirra, sem stjórnuðu skipum á undanþágum. Það væri augljóst að þegar menn sæktu frekar um undanþágur en að afla sér menntunar græfi það undan skólanum og því væri þátt- ur ráðuneytisins varðandi undan- þágurnar slæmur fyrir skólann. Þessar undanþágur hefðu viðgeng- ist í tugi ára og algjörlega óviðun- andi bæði fyrir skólann sjálfann og þá, sem leita sér menntunar í honum og fá síðan ekki stöður, sem haldið er af ómenntuðum mönnum á undanþágum. Það væri vissulega nauðsynlegt að skjóta fleiri stoðum undir at- vinnulíf landsmanna, en menn mættu ekki gleyma því að sjávar- útvegur væri undirstöðuatvinnu- vegur þjóðarinnar og því væri það alvarlegt mál þegar menn væru farnir að gera minna af því að mennta sig. Þá yrði að geta þess, að utanríkissiglingarnar væru nauðsynlegar og sköpuðu mikinn gjaldeyri og í Danmörku öfluðu utanríkissiglingar ríkinu næst- mests gjaldeyris af atvinnuvegum þar. Það væri því slæmt hve mikið væri um erlend leiguskip í íslenzk- um siglingum, sagði Guðjón. Göngum og réttum flýtt í Húnaþingi Auóunnarstöóum, 6. september. ÞEIR hreppar í Húnaþingi sem eru í fjárskiptahólli á milli Miðfjarðar og Blöndu, flýta göngum og réttum um eina viku. Göngur í Ás-, Sveinsstaða-, Torfalækjar- og Svínavatnshreppum hófust í gær, sunnudag. I Víðidal fór undanreiðin af stað í ember. Útlit er fyrir að færri dilkar dag og leitar Stórasand á morgun. Valdarásrétt verður á föstudaginn 10. september, en aðrar réttir á fyrrnefndu svæði laugardaginn 11. september. Það er Hamarsrétt, Þverárrétt, Víðidalstungurétt, Und- irvallarétt og Auðkúlurétt. Heyskap er víðast hvar lokið hér um slóðir og er heyfengur talinn í meðallagi að vöxtum, en ofan við meðallag að gæðum. Sauðfjárslátr- un hefst á Hvammstanga 15. sept- komi í sláturhús en á sl. hausti. Þar sem fé hefur verið tekið frá girðing- um í sumar og réttað, hefur það sýnst fremur rýrt. Að lokum skal þess getið aö rétt- ardansleikur verður að venju í Víði- hlíð að kvöldi fyrsta réttardags, laugardaginn 11. september. Þar verður Geirmundur og hljómsveit sem fyrr. Þar er að jafnaði fjöl- mennt og dansað fram eftir nóttu. — Jóhannes.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.