Morgunblaðið - 07.09.1982, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.09.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1982 27 Sighvatur Dýri íslands- meistari í maraþonhlaupi KARL Þórðarson skoraði laglegt mark, er Laval sigraði Tours 3—0 í frönsku dcildarkeppninni i knatt- spyrnu á fostudagskvöldið, kom Karl inn á sem varamaöur og var það annað mark liðsins sem hann skoraði. Teitur Þórðarson lék hins vegar ekki með Lens sem gerði jafn- tefli við Lille. Teitur á við meiðsli að stríða og óvíst hvenær hann verður til í slaginn á nýjan leik. Úrslit leikja i 1. deildinni urðu sem hér segir: Lille — Lens 1—1 Strassbourg — Auxerre 0—2 Bordeaux — Mulhousc 2—0 Bastia — Nancy 3-2 l’aris St. Germain — Nantes 2—1 Brest — Monaco 1 — 1 Lyon — St. Etienne 2—1 Laval — Tours 3—0 Toulouse — Rouen 2-1 Lens er í efsta sæti deildarinnar að fimm umferðum loknum, hefur liðið 8 stig. Toulouse hefur einnig 8 stig, en lakari markatölu. Nantes og Laval hafa 7 stig hvort félag, en síð- an koma Nancy, Lyon, St. Germain, Brest og Bastia með 6 stig hvert. þessu sinni í umsjá frjálsíþrótta- deildar FH. Allir sem lögðu af stað fengu skjöl til minningar um þátttökuna að hlaupi loknu. Fyrstu þrír menn voru leystir út með verðlaunapeningum og bikar og stuttermabolum. Öll verðlaun gaf Austurbakki hf., Nike- umboðið, hér á landi. Úrslitin í hlaupinu urðu annars sem hér segir: Sighvatur D. Guðmundss. HVÍ 2:44,36 Jóhann H. Jóhannsson ÍR 2:45,08 Guðmundur Gíslason Á 2:50,19 Sigurjón Andrésson ÍR 3:01,41 Stefán Friðgeirsson ÍR 3:08,25 Leiknir Jónsson Á 3:18,40 Þórólfur Þórlindsson UÍA 3:23,49 Ingvar Garðarsson HSK 3:27,25 Ásgeir Theodórsson ÍR 3:42,05 „Æ, æ. Þetta var erfitt,“ sagði Sighvatur Dýri Guðmundsson HVÍ þegar hann kom í mark sem fs- landsmeistari í maraþonhlaupi í Hafnarfirði á sunnudag. Sighvatur lauk þessari erfiðu keppnisgrein á 2:44,36 stundum, en þetta var hans fyrsta maraþonhlaup. Jafnframt vann hann þarna sinn fyrsta ís- landsmeistaratitil í frjálsíþróttum. Hvorki fleiri né færri en 19 hlaupar- ar lögðu af stað í maraþonhlaupið, og hefur engin ein grein á íslands- meistaramótinu í frjálsiþróttum á þessu ári verið fjölmennari, ef víða- vangshlaupið er undanskilið. Að vísu heltist helmingurinn úr lestinni, þar sem menn komu misjafnlega vel undirbúnir til leiks, en alls luku níu hlauparar hlaupinu, sem er rúmir 42 kílómetrar. MARK ^ í öðru sæti í maraþonhlaupinu varð Jóhann Heiðar Jóhannsson ÍR á 2:45,08 stundum. Bætti Jó- hann árangur sinn um rúmar fimm mínútur. Hljóp hann mjög vel, og dró verulega á Sighvat síð- ustu átta kílómetrana. Guðmundur Gíslason fyrrum sundkappi varð þriðji í hlaupinu, einnig á sínum langbezta tíma, 2:50,19 stundum. Það á við um þá Jóhann og Guðmund, að báðir eru duglegir við að skokka sér til heilsubótar. Þrek þeirra hefur aukist með árunum, miðað við árangur þeirra í langhlaupunum, sem þeir taka þátt í sér til ánægju og tilbreytingar, en hið sama á við um fjölmarga aðra. Maraþonhlaupið fór fram í Hafnarfirði og á Álftanesinu að • Karl Þórðarson fyrir miðju skoraði um helgina fyrir Laval. Karl skoraði fyrir Laval Teitur enn meiddur og ekki með Lens Maraþonhlaupararnir leggja af stað í Hafnarfirði. Nitján hlanparar bófu keppni, en níu luku keppni. IJtein. Hafdteinn Ósknranon. Þátttakendurnir í götuhlaupinu (f.v.) Ingibjörg Arnardóttir, Fríða Bjarnadótt- ir, Björg Kristjánsdóttir, Sigurbjörg Helgadóttir, Hrönn Guðmundsdóttir, Ragnheiður Ólafsdóttir, Rannveig Helgadóttir og Guðbjörg Haraldsdóttir. Fyrstu þrír menn í maraþonhlaupinu ásamt Árna Árnasyni frá Nike-umboð- inu, sem gaf öll verðlaun til hlaupsins. Á myadinni eni (f.v.) Jóhann Heiðar Jóhannsson, Sighvatur Dýri Guðmundsson, Guðmundur Gíslason og Árni Árnason. Ragnheiður Olafsdóttir FH í forystu í 10 km götuhlaupi kvenna, en Hrönn Guömundsdóttir UBK fylgir fast eftir. Rannveig Helgadóttir ÍR 46:39 Björg Kristjánsdóttir ÍR 46:58 Sigurbjörg Helgadóttir ÍR 50:46 Ingibjörg Arnardóttir ÍR 58:11 Ragnheiður meistari í götuhlaupi RAGNHEIÐUR Ólafsdóttir FH varð íslandsmeistari i 10 kilómetra götu- hlaupi kvenna, en þessi keppnis- grein er ný af nálinni hér á landi. Betri þátttaka var í hlaupinu en bú- ist hafði verið við. Átta galvaskar konur mættu til leiks og luku allar hlaupinu með glæsibrag. Það er Ijóst að langhlaup kvenna eiga fyllilega rétt á sér hér á landi, og er vonandi að tekið verði með festu á málefnum kvennanna. Götuhlaupið fór fram í Hafnar- firði samhliða maraþonhlaupinu. Tókst það vel í alla staði, og að hlaupi loknu voru konurnar allar leystar út með eigulegu verðlauna- skjali, en fyrstu þrjár voru einnig verðlaunaðar í bak og fyrir, Ragnheiður með veglegum bikar, en Hrönn Guðmundsdóttir og Guðbjörg Haraldsdóttir með verð- launapeningum. Einnig fengu þessar þrjár stuttermaboli að gjöf, en verðlaun öll gaf Austurbakki hf., Nike-umboðið, hér á landi. Urslitin í hlaupinu urðu annars sem hér segir: Ragnheiður Ólafsdóttir FH 39:59 Hrönn Guðmundsd. UBK 42:49 Guðbjörg Haraldsdóttir ÍR 45:37 Fríða Bjarnadóttir ÍR 46:16 Armann sigraði í 4. deild LIÐ Ármanns varð sigurvegari í fjórðu deild íslandsmótsins í knattspyrnu. Ármenningar sigruðu lið Vals frá Reyðarfirði 2—1, eftir framlengdan leik er liðin léku til úr- slita í deildinni á Kaplakrikavellin- um á laugardag. Reyðfirðingar skoruðu fyrsta mark leiksins og höfðu yfir 1—0 í hálfleik. Ármenningar jöfnuðu metin úr vítaspyrnu sem Sveinn Guðnason tók. Það þurfti síðan framlengingu til að fá úrslit. í henni skoruðu Ármenningar og sigruðu. Það var Jóhannes Tómas- son sem færði Ármann sigurinn með góðu marki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.