Morgunblaðið - 07.09.1982, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 07.09.1982, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1982 23 Leikur ÍBK og KR algjör ládeyða Sl. laugardag léku í Keflavík Keflvíkingar og KR í blíðskapar- veðri. Úrslit leiksins 0—0 gefa svo sannarlega rétta mynd af gangi leiksins, sem var alger ládeyða og svo leiðinlegur að áhorfendur voru farnir að geispa. Nokkurt jafnræöi var með liðunum, sem skiptust á að sækja, en flest upphlaupin enduðu með að knötturinn var sendur á mót- herja. Eina umtalsverða marktæki- færið í fyrri hálfleik kom á annarri mínútu er Elías Guðmundsson komst í dauðafæri en skaut framhjá. Á 21. mínútu fékk Ragnar Mar- geirsson að sjá gula spjaldið fyrir grófan leik. Nokkuð strangur dómur að því er best var séð frá áhorfenda- stæðum. Síðari hálfleikur var sama ör- deyðan, miðjuþóf þar sem KR-ingar réðu þó öllu meiru, og virtust Keflvíkingar, sem iéku án Sigurðar Björgvinssonar, lítt hirða um miðjuna, og lentu t.d. flest útspörk Þorsteins hjá KR-ingum sem hins vegar voru svo kurteisir að skila knettinum yfirleitt fljótlega á næsta Keflvík- ing. Á 58. mínútu fékk Halldór Ör- lygsson KR að sjá gula spjaldið og á 60. mínútu var Sigurþór Sigurðs- syni vikið af vellinum fyrir köll að dómaranum. Hólmbert, þjálfara KR, þótti Sigurþór eitthvað seinn að koma sér út af og hjálpaði hon- um því yfir grindverk vallarins. Vakti atburður þessi mikla kátínu áhorfenda, enda líflegasti atburð- i Knatlspyrna) ur leiksins. Leikmenn virtust líka aðeins rumska og á 66. mín. björg- uðu KR-ingar á línu og á 77. mín. bjargaði Þorsteinn snilldarlega er Elías komst einn inn fyrir vörn Keflvíkinga. Örfáum mínútum síðar áttu KR-ingar mjög gott skot að marki Keflvíkinga, en KR-ingur, sem var að þvælast á markteignum varð fyrir skotinu, og hefur líklega bjargað þar marki Kefivíkinga. Fleira markvert gerðist ekki í þessum leik, sem flestir bjuggust við að yrði fullur af baráttu, þar sem annað liðið var að berjast fyrir tilveru sinni í deildinni, en hitt eygði ennþá möguleika á sigri. Ekki var þó unnt að sjá á leiknum hvort liðið var að berjast um botn- inn, en KR-ingar voru þó aðeins skárri aðilinn af tveimur lélegum. Bestu mennirnir voru markverð- irnir, sem báðir sýndu mjög góðan leik og gripu vel inn í þegar á þá reyndi. Ó.T. Botnbaráttan í algleymingi er Skallagrímur sigraði Einherja 4—2 • Hilfdin Örlygsson KR í barittu um boltann og af gvipnum að dæma leggur hann sig allan fram. Hilfdin itti góðan leik með liði sínu. Þróttur vann sinn 12. sigur í 2. deild SKALLAGRÍMUR Borgarnesi sigr- aði Einherja fri Vopnafirði með 4 mörkum gegn 2 í fjörugum barittu- leik i botninum í 2. deild íslands- mótsins í knattspyrnu sem fram fór í Borgarnesi um helgina. Staðan í hálfleik var 2—1 fyrir Skallagrím. Gunnar Jónsson náði forystu á 8. min. fyrir Skallagrím eftir sendingu frá nafna sínum Orrasyni. Á 15. mín. jöfnuðu Vopnfirðingar þegar Ingólf- ur Sveinsson skoraði glæsilegt mark, beint úr aukaspyrnu af 20 metra færi. Á 37. mín. náði Skalla- grímur aftur forystu, 2—1, þegar Garðar Jónsson náöi boltanum úr þvögu við Einherjamarkið, lék út úr teignum, sneri sér við og skaut og í netinu hafnaði boltinn. Á 3. mín. höfðu Einherjar fengið gott færi á að skora en Halldór Skallagrimsmark- vörður varði meistaralega. Á 20. mín. seinni hálfleiks jafn- aði Einherji í annað sinn, 2—2, þegar Gísli Davíðsson skoraði eft- ir slæm varnarmistök hjá Skalla- grími. Tveim mín. seinna náði Skallagrímur forystunni í þriðja sinn í leiknum, 3—2, er Gunnar Jónsson braust af miklu harðfylgi inn í vítateig Einherja, upp að endamörkum og skoraði sitt ann- að mark og á 38. mín. gerði Skalla- grímur út um leikinn með sínu fjórða marki sem Gunnar Orrason náði að skora eftir mikinn einleik Björns Axelssonar upp allan völl, en skot hans var hálfvarið og Gunnar náði að fylgja eftir og tryggja sigurinn. Urslit leiksins urðu því 4—2 sig- ur fyrir Skallagrím og voru það sanngjörn úrslit eftir gangi leiks- ins, munurinn hefði frekar átt að verða meiri en minni miðað við marktækifæri. Helgi Ásgeirsson var besti maður Einherja, en Gunnar Jónsson og Björn Axels- son voru bestu menn Skallagríms. Nú þegar aðeins ein umferð var eftir í 2 deildinni er botnbaráttan í algleymingi. 5 lið sem er helm- ingur deildarinnar er í botnbar- áttunni en Þróttur N. og Fylkir standa þó verst að vígi, eru með 13 stig en Skallagrímur, Einherji og Njarðvík eru ekki langt undan, að- eins með einu stigi meira eða 14 stig og getur allt gerst enn, úrslit- in á botninum ráðast ekki fyrr en í síðasta leik. HBj. [ Knattspyrna1 Sanngjarn sigur Sandgerðinga Njarðvíkingar, sem léku i móti nokkrum strekking, sóttu mun meira fyrstu minúturnar en fljótlega jafnaðist leikurinn. Á 14. mínútu skoraði svo Freyr Sverrisson, fyrir Reyni, beint úr hornspyrnu. Virtist markvörður Njarðvíkinga misreikna knöttinn, og hreinlega hitti ekki þeg- ar hann hugðist sli hann fri. Eftir markið færðust Sandgerðingar allir í aukana og sóttu mjög stíft. Á 30. mínútu bætti svo Ari Arason öðru marki við fyrir Sandgerðinga, með góðu skoti eftir nokkurt þóf innan vitateigs Njarðvíkinga. Tæpri mínútu síðar bjargaði Sæv- ar, markvörður Njarðvíkinga, með úthlaupi, en var kominn langt út fyrir vítateig og greip þar knöttinn, og fékk réttilega að sjá gula spjaldið að launum. Sandgerðingar slökuðu nú nokk- uð á, og Njarðvíkingar hófu að sækja á og á 36. mínútu komst Jón Halldórsson inn fyrir vörn Sand- gerðinga og vippaði yfir mark- vörðinn og virtist knötturinn vera kominn inn fyrir marklínu þegar Sandgerðingar náðu að hreinsa, en illa staðsettur línuvörður var ekki í aðstöðu til að sjá, hvort knötturinn var kominn inn fyrir eða ekki, og því síður dómarinn, og ekkert var dæmt. Mjög umdeilt atvik og ekki treystir undirritaður sér til að dæma um, hvort þarna var mark Njarðvík- Reynir eða ekki. Á 44. mínútu er mark- vörður Sandgerðinga hugðist spyrna frá marki, tókst ekki þetur til en svo, að hann lagði knöttinn fyrir fæturnar á Þórði Karlssyni, sem staddur var rétt fyrir utan vítateig nálægt endamörkum. Markvörðurinn var þó fljótur að átta sig, og hljóp á eftir knettinum og hrinti Þórði frá knettinum með hendinni. Bjuggust nú flestir við rauða spjaldinu, a.m.k. því gula, en ekkert spjald sá dagsins ljós, aðeins dæmd aukaspyrna. Furðu- legur dómur og í algeru ósamræmi við fyrri dóma. Njarðvíkingar hófu síðari hálf- leikinn af miklum krafti og sóttu nær viðstöðulaust, en er upp að markinu kom, rann allt út í sand- inn, ýmist máttlaus skot á markið, eða knötturinn gefinn beint á and- stæðing. Sandgerðingar áttu þó nokkrar skyndisóknir og upp úr einni slíkri skoraði Pétur Brynj- arsson með föstu skoti, er fór und- ir Sævar markvörð er hann hugð- ist fleygja sér á knöttinn. Þá voru Njarðvíkingar afar mistækir við hornspyrnur, sem þeir fengu, fóru flestar aftur fyrir markið, þeir virtust hreinlega gleyma að reikna með vindinum. Á 33. mínútu var Jóni Halldórssyni hrint inn í markteig Sandgerðinga, en í stað þess að dæma vítaspyrnu dæmdi dómarinni hendi á Jón, sem mun hafa borið fyrir sig hendina í fall- inu og snert knöttinn. Furðulegur dómur. Á 39. mínútu skoraði svo Guðmundur Sighvatsson fyrir Njarðvík með góðu skoti neðst í markhornið, eftir góða sendingu inn í vítateig frá Hilmari Hjá- lmarssyni. Njarðvíkingar sóttu nú mjög stíft eftir markið, en það voru samt Sandgerðingar sem áttu síðasta orðið. Upp úr skyndi- sókn á síðustu mínútu leiksins skoraði Bjarni Kristjánsson fjórða mark Sandgerðinga. Mjög sanngjarn sigur Sandgerð- inga, sem voru mun ákveðnari og fljótari, en þó einum of stór eftir gangi leiksins. Dómari var Guðmundur Þor- björnsson, og gætti mikils ósam- ræmis í dómum hans, sem því miður bitnaði meira á öðru liðinu. Bestu menn Reynis voru Freyr Sverrisson, mjög leikinn og fljótur leikmaður, og Júlíus Jónsson, sem var eins og klettur í vörninni. Af Njarðvíkingum voru þeir Jón Halldórsson og Guðmundur Sig- hvatsson skástir, en hafa báðir oft sýnt betri leik. ÓT. LIÐ Þróttar vann sinn 12. sigur í 2. deild í sumar er liðið sigraði Þór frá Akureyri 2—1 í Laugardalnum. Árangur Þróttara í 2. deild undir stjórn Ásgeirs Elíassonar er mjög góður í sumar. Liðið hefur nú leikið 17 leiki í deildinni, sigrað í 12, gert fjögur jafntefli og aðeins tapað ein- um leik. Markatala liðsins er 27—8. Þrátt fyrir að lið Þróttar hafi sigrað Þór á sunnudaginn átti Þór ekki minna í leiknum og voru með ólíkindum óheppnir að ná ekki í annað stigið í leiknum og tryggja sér þar með sæti í 1. deildinni. En liðið vantar aðeins eitt stig upp á að komast upp. Hvað eftir annað í síðari hálfleiknum skall hurð nærri hælum við mark Þróttar. Leikmaður Þórs átti skot í stöng úr góðu færi. Tvívegis var skotið í þverslá og einu sinni beint í andlit markvarðar Þróttar úr dauðafæri á miðjum markteig. Heilladísirn- ar voru sem sagt ekki með norðan- mönnum að þessu sinni. Það voru þeir Bjarni Harðarson og Sverrir Pétursson sem skoruðu mörk Þróttar í leiknum, en Árni Stefánsson skoraði mark Þórs úr vítaspyrnu, sem þurfti að þritaka áður en mark var dæmt. Bæði lið- in sýndu ágætis knattspyrnu í leiknum sem einkenndist af góðri baráttu leikmanna. — ÞR. Þróttur N sigraði lið FH 3—1 ÞRÓTTUR N náði að hefna ófar- anna á Kaplakrikavelli fyrr í sumar þegar þeir töpuðu 3—0. Því nú sigr- aði lið Þróttar 3— 1 á heimavelli sín- um. Fyrri hálfleikur liðanna var jafn og áttu bæði liðin góð mark- tækifæri. En ekki tókst þeim þó að skora og staðan í hálfleik því 0—0. í siðari hálfleiknum voru heima- menn mun betri og skoruðu strax á 50. mínútu. Var þar að verki Sig- urður Friðjónsson sem átti mjög gott skot að markinu frá vítateig. Heimir Guðmundsson bætti svo öðru marki við á 65. mínútu. Sig- urður var svo aftur á ferðinni á 75. mínútu er hann skoraði aftur með fallegu langskoti. Fimm mínútum fyrir leikslok tókst FH að laga stöðuna er vítaspyrna var dæmd á Þrótt. Pálmi Jónsson tók vítið en Ágúst Þorbergsson markvörður varði vel. En tókst ekki að halda boltanum og Helga Ragnarssyni tókst að ná í boltann og skora. Við þennan sigur gegn FH batnaði staða Þróttar í deildinni, en þeir verða samt að vinna síðasta leik sinn i deildinni ef þeir ætla að halda sér uppi. Síðasti leikur Þróttar er gegn Sandgerði á laug- ardaginn. Jóhann. isiandsmólH 2. delia .....' . ............V Júdófélag Reykjavíkur Byrjendanámskeið hefjast í kvöld í Brautarholti 18, innritun hafin. Upplýsingar í símum 39414, 44209 og 32140.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.