Morgunblaðið - 07.09.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.09.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1982 15 ÁRANGUR NIÐURTALNINGARINNAR Framsóknarflokkurinn vann kosningasigur haustið 1979 á kosningaloforðum um niöurtalningu veröbólg- unnar. Skv. stjórnarsáttmálanum átti verðbólgan 1982 aó verða 10%. Skv. forsendum fjárlaga 1982 átti verðbólgan 1982 að vera 25%. Skv. efnahagsskýrslunni sl. janúar átti verðbólgan 1982 að verða 35%. Verðbólgan verður hins vegar 60% og Þjóðhagsstofn- un spáir áframhaldandi 60% verðbólgu á næsta ári. Mikill er máttur niðurtalningarinnar. HMHiMHHMHiiHiMHIiMMHH '* - 't framtak, þekkingu og hugvit einstaklinga í stað opinberrar forsjárstefnu á öllum sviðum. Ábyrgð í stað upplausnar Margir hafa bent á , að það kunni að vera von í meiri fylgisaukningu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum, ef Alþýðubandalagið og Framsóknarflokkurinn þurfi að taka afleiðingum verka sinna með áframhaldandi stjórnarsetu þar tii kjörtímabilinu lýkur á næsta ári. Þetta kann að vera rétt, en þá verður að hafa í huga, að núver- andi ríkisstjórn er orðin þjóðinni alltof dýr, og þvi varðar það þjóð- arhag að stytta lífdaga hennar eins og unnt er. An efa verður leitað til Sjálf- stæðisflokksins til þess að leysa úr erfiðleikum þjóðarinnar þegar þessi stjórn hefur runnið sitt skeið á enda. Þannig hefur það ætíð ver- ið þegar vinstri stjórnir hafa siglt í strand. Þá þarf flokkurinn á öllu sínu að halda. Úrslitin í sveitar- stjórnarkosningunum sýndu hvers hann er megnugur, þegar hann gengur heill og óskiptur til barátt- unnar. Það verða því verkefni flokksins á næstunni að fylkja liði og sameina flokkinn til aukinna áhrifa og stærri verka. Stefnu- breyting er óhjákvæmileg í lands- málunum. Festa og ábyrgð verður að koma í stað upplausnar og öng- þveitis. Oft var þörf, en nú er þjóð- arnauðsyn. Ólafur Elísson, bæjaretjóri, og frú ásamt Magnúsi Magnússyni alþing- ismanni. Greinargerð Vegna skrifa Jóns Þórarinssonar um þjóösönginn Frá menntamálaráðuneytinu Vegna skrifa Jóns Þórarinsson- ar um útsetningu þjóðsöngsins í kvikmyndinni „Okkar á milli ...“ og ásökunar hans í garð mennta- málaráðuneytisins (menntamála- ráðherra) um áhugaleysi á lög- sókn í því sambandi, skal upplýst að ráðuneytið hefur fjallað ítar- lega um málið í heild og borið það undir álit margra aðilja. Þar á meðal var mál þetta sent forsætis- ráðuneytinu til umsagnar. Forsætisráðuneytið taldi ekki ástæðu til afskipta af sinni hálfu af tónlistinni í kvikmyndinni og vék málinu frá sér, að öðru leyti en því að taka undir ábendingu menntamálaráðuneytisins um að tímabært kynni að vera að setja lög eða reglur um notkun þjóð- söngsins, enda ekki við fastar reglur að styðjast í því efni. Þá leitaði menntamálaráðu- neytið álits dr. Gauks Jörundsson- ar lagaprófessors, formanns höfundaréttarnefndar, um hvort skilyrði væru til málsóknar á hendur höfundi kvikmyndarinnar fyrir brot á höfundarrétti (sæmd- arrétti) vegna útsetningar þjóð- söngsins. Prófessorinn benti á, sem augljóst er, að dómstólar eigi að skera úr um brot á lögum, en tekur fram eftirfarandi: „Við mat á því, hvort krefjast eigi málshöfðunar, ber meðal ann- ars að vega annars vegar hags- muni af þvi, að listamenn séu ekki heftir í listsköpun sinni, og hins vegar hagsmuni, sem því eru tengdir, að listaverk séu ekki brengluð og listgildi þeirra rýrt. Vægi þeirra hagsmuna, sem fyrr voru nefndir, er að öllu jöfnu mjög mikið, og ber samkvæmt því að fara mjög varlega í að krefjast málshöfðunar. I dönsku höfunda- lögunum er svipað ákvæði og mun ekki fara milli mála, að kröfu um málshöfðun hefur verið beitt æ varlegar, eftir því sem timar hafa liðið. Hefur jafnvel verið talið, að einkum eigi að beita þessum ákvæðum gegn brenglun verks, ef atvik eru þannig að hætta sé á, að almenningur geti annars vaðið í þeirri villu að um frumgerð verks sé að ræða. Að lokum eru það að sjálfsögðu dómstólar, sem eiga úrlausn þess, hvort brotið hafi verið gegn 2. mgr. 4. gr. höfundalaga. Við þá úr- lausn skiptir álit listfróðra manna oftast miklu máli.“ Ráðuneytið hefur rætt þessi mál við „listfróða menn“, fleiri en Jón Þórarinsson, og verður ekki af ummælum þeirra séð, að útsetn- ing þjóðsöngsins í umræddri kvikmynd sé slík misnotkun á verkinu, að varða ætti lögsókn. I því sambandi má nefna Atla Heimi Sveinsson, formann Tón- skáldafélags Islands, Þorkel Sig- urbjörnsson, formann Bandalags íslenskra listamanna og Snorra Sigfús Birgisson, tónskáld. Eins og hér hefur verið rakið, hefur menntamálaráðuneytið kannað þetta mál ítarlega og sér ekki ástæðu til málshöfðunar. Hins vegar hefur ráðuneytið, að gefnu þessu tilefni, lagt til við for- sætisráðuneytið, að settar verði reglur um þjóðsönginn líkt og nú gilda lög um þjóðfánann. í menntamálaráðuneytinu, 2. september 1982. Ingvar Gíslason menntamálaráðherra. Hann Siggi mœtir í alla vélritunartíma með vinkonu sína f rá Sknfstofu vélum! Hann átti í töluverðum vand- ræðum með valið, hann Siggi, þrátt fyrir allt. Hann átti nefni- lega kost á frábæru úrvali, eins og þeir segja í auglýsingunum. Þeir hjá Skrifstofuvélum h.f. buðu honum hvorki meira né minna en 5 gerðir af rennileg- um skólaritvélum - allt frá hin- um gífurlega vinsælu ABC rit- vélum upp í bráðfallega Mess- age rafmagnsritvél. Siggi valdi ABC. Ást við fyrstu sýn! Hann féll fyrir laglegu let- urborði, léttum áslætti, fallegri hönnun, skýru letri og góðu verði. Þær kosta aöeins kr. 2,340,00 þær ódýrustu. Þau Siggi hafa ekki skilið síð- an. Þó verður það að segjast eins og er, að það hefur hvarfl- að að honum Sigga að næla sér í aðra, eina rafknúna, til að hafa sem heimilishjálp. En þá aðeins til viðbótar við ABC. Hann er nefnilegadálítið ,,fjoll- aður“ hann Siggi! r»e, % SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. Hverfisgotu 33 Simi 20560

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.