Morgunblaðið - 07.09.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.09.1982, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1982 18 Þing kínverskra kommúnista: Varaformaðurinn hvetur til snar- legrar yngingar innan flokksins Pcking, 6. Heptember. AP. VARAFORMAÐUR kínvcrska kommúnistaflokksins, Chen Yun, varaði í dag við því að kynslóðabil myndaðist innan hans. Sagði hann, að ef ekki yrði snarlega yngt upp í röðum seðstu ráðamanna flokksins gæti svo farið að ráðamenn frá því í menningarbyltingunni hörmulegu gætu valdið vandræðum. Sagði hann ennfremur að svo gæti farið að málstaður kín- verskra kommúnista gæti beðið óbætanlegan hnekk ef ekkert yrði að gert. Þing flokksins samþykkti í dag nýja stjórnarskrá, sem gengur þvert á það alræði sem einkenndi valdaferil Mao Tse- Tung. Er í stjórnarskránni ennfremur krafist meiri aga inn- an flokksins. Nýja stjórnarskráin, sem tek- ur þegar gildi bannar alla per- sónudýrkun, bannar öllum með- limum flokksins að taka eigin ákvarðanir og krefst lýðraeðis- legra umræðna um þau málefni, sem meginmáli skipta. Þá er embætti formanns lagt af og verður aðalritari flokksins fram- vegis æðsti maður hans. Er ennfremur lögð meiri áhersla á valddreifingu en verið hefur til þessa. Þá var upplýst, að þeir sem taka sæti í miðstjórn flokksins skuli hafa að baki a.m.k. 40 ára veru í honum. Skuli miðstjórnarmenn ennfremur vera mikils metnir, jafnt innan flokksins, sem utan hans og hafa á sér gott orð. Komu þessar kröf- ur fram eftir að upplýst var á þinginu, að Mao formaður, sem var æðsti maður flokksins í fjóra áratugi, hafi verið orðinn hroka- fullur og ekki skeytt um að hlýða á góð ráð manna, sem vissu bet- ur en hann. Deng Xiaoping ávarpar tólfta þing kinverska kommúnistaflokksins á miðvikudag í síðustu viku. Sagði ennfremur á þinginu, að ein afleiðinga þessa veikleika hans hafi verið stofnun fjór- menningaklíkunnar, sem leitt hefði þjóðina í svikavef og borg- araleg átök um valdabaráttu. Er þess krafist í stjórnarskránni að allir meðlimir flokksins berjist hatrammlega gegn hvers kyns valdabaráttu einstaklinga í þjóð- félaginu. Ekki er kveðið á um lengd valdatímabils einstakra ráðamanna, en tekið fram að þeir eigi ekki að vera æviráðnir. I stjórnarskránni er þess ennfremur krafist að hinir 39 milljón meðlimir flokksins skuli „verða þeir fyrstu til að þola hörmungar og síðastir til að njóta þæginda og óttist hvergi harðræði og erfiðleika". Haustæfingar Atlantshafsbandaiagsins að hefjast: Umfangsmestu flutn- ingar fallhlífarhermanna BriisHel, 6. september. AP. 1. Hleypt af Skeyti af gerðinni Dragon, sem ætlað er til þess að granda skriðdrekum, hleypt af á æfingasvæði bandariska sjóhersins í Kaliforníu. Skeyti þetta er ekki þyngra en svo, að því er skotið af hermanni með þar til gerða byssu á öxlunum. Má sjá hann sitja flötum beinum á jörðinni og myndin er tekin á svo miklum hraða að sjá má skeytið lengst til hægri innan myndrammans. Gasleiðsiudeilan: Eru Bandaríkin í sáttahugleiðingum ? Toronto, Kanada, 6. septemb<*r. AP. FJÁRMÁLARÁDHERRA Banda dkjanna, Donald T. Regan, sagði í iag að Bandaríkin myndu fagna iverri þeirri tillögu Evrópuþjóðanna •r gæti leitt til samkomulags i deil- unni um gasleiðsluna. Þessi tilkynning er fyrsta yfir- lýsing þess eðlis að Bandaríkin hafi hug á einhverri málamiðlun í deilu þessari, en þeir hafa sett út- flutningsbann á fyrirtæki í Evrópu sem framleiða hluti í g^s- leiðsluna milli Síberíu og Vestur- Evrópu. MEIKA en 250.000 hermenn frá 12 aðildarlöndum NATO munu eftir viku hefja hinar árlegu haustæfingar sínar í Evrópu. Verður þar m.a. her- deild frá Bretum, sem tók þátt í Falklandseyjastríðinu fyrr á þessu ári. Lið 18.000 manna frá Bandaríkj- unum slæst ennfremur i hópinn. Taka hermenn þessir þátt í ímynd- uðum bardögum og reyna ýmsar nýj- ungar, sem fram hafa komið á hern- aðarsviðinu. „Eitt þeirra atriða, sem við lærðum á Falklandseyjum, er hinn mikli eyðileggingarmáttur varn- arflauga. „Við lærðum þar að snör handtök þarf til að vinna á þeim,“ segir einn bresku foringjanna, sem var á Falklandseyjum. Eitt meginverkefni haustæfing- anna í ár er hvernig bregðast skuli snarlega við hættuástandi. Fyrstu æfingarnar hefjast þann 13. sept- ernber með því að 1.800 fallhlíf- arhermenn verða fluttir frá Norður-Karólínu í Bandaríkjun- um og stökkva þeir út rétt hjá Wurzburg í V-Þýskalandi. Eru þetta mestu viðstöðulausu flutn- ingar fallhlífarhermanna, sem um getur í veraldarsögunni. Eru hér á ferð þrefalt fleiri hermenn en þeg- ar slíkir flutningar voru fyrst reyndir fyrir tveimur árum. Annar liður, sem nefna má í æf- ingunum, er að herdeild í Banda- ríkjunum hefur verið nefnd „dul- arfulla herdeildin". Síðar í þessum mánuði fær hún skipun um að gera sig ferðbúna til Evrópu með 48 stunda fyrirvara. Hefur ekkert frekar verið látið uppi hvert hlut- verk hennar verður. Fram að þessu hafa æfingarnar verið ímyndaðir bardagar og haf- ist þegar herdeildirnar hafa náð að koma sér fyrir. Að þessu sinni verður lögð meiri áhersla á að gera allt sem raunverulegast og verður „ráðist á“ herdeildirnar nær strax og þær koma til staða eins og Antwerpen og Rotterdam. Veður víða um heim Amsterdam 24 heióskirt Aþena 32 heióskírt Berlín 26 skýjaó Brússel 18 skýjaó Chicago 27 skýjaó Dyflinni 16 skýjaó Frankfurt 30 skýjaó Genf 26 heióskirt Helsinkí 14 skýjaó Hong Kong 31 skýjaó Jerúsalem 29 skýjaó Jóhannesarborg 15 heióskirt Kairó 37 heióskirt Kaupmannahöfn 15 heióskírt Lissabon 31 heióskírt London 17 rigning Los Angeles 35 heiðskirt Madrid 30 heióakírt Mexikóborg 24 heióskirt Miami 31 skýjaó Moskva 16 heióakfrt Nýja Delhí 36 heióskírt New York 26 skýjaó Osló 15 heióskírt París 29 skýjað Perth 15 skýjaó Rio de Janeiro 33 skýjað Rómaborg 38 heióskírt San Francisco 25 skýjaó Stokkhólmur 15 heióskírt Sydney 22 skýjaó Tel Aviv 29 heióskfrt Tókýó 23 rigning Vancouver 21 skýjað Vínarborg 20 heióskirt íran — írak: Asakanir á báða bóga Nirosia, Kýpur, 6. september. AP. YFIRHERSHÖFÐINGI írana segir að á sunnudag hafi herflokkar hans ráðist á stöðvar íraka og drepið a.m.k. 167 bardagamenn þegar bar- ist var á 500 kilómetra svæði. I hernaðarskýrslu er gefin var út í Teheran í gær og dreift til fréttastöðva segir að Iranir hafi ráðist á stöðvar íraka nálægt Ilam, sem er um 130 kílómetra austur af Baghdad, og drepið þar 140 hermenn og sært 40. Irakar hafa ekki svarað þessum tilkynningum írana, en í tilkynn- ingu frá þeim segir að írakar hafi skotið á „óvinastöðvar og drepið 11 óvini“ austur af borginni Bas- rah. Þar er einnig kvartað yfir því að íranir haldi áfram að skjóta á almenna borgara og heimili þeirra í Basrah og valdi þar „nokkrum skemmdum". 31 synjað um leyfi til A-Þýskalands Miinchen, V Þýskalandi, 6. september. AP. ÞRJÁTÍU og einum vestur-þýsk- um ríkisborgara sem höfðu í huga að sækja kaupstefnuna í Leipzig í A-Þýskalandi var snúið til baka af austur-þýskum landamæravörðum nú yfir helgina, segir í tilkynningu frá yfirvöldum í Vestur-Þýskalandi í dag. Landamæraverðir í vestur- þýska bænum Bavaria sögðu að landamæraverðirnir handan við landamærin hafi ekki gefið neina skýringu á synjununni, en flestir þeirra sem snúið var frá munu vera fyrrum austur-þýskir ríkis- borgarar. Ítalía: Hershöfðinginn myrtur vegna rannsóknar á fjármálum Mafíunnar Palermo, Sikiley, 6. «eptemb<*r. Al*. L()GREGLAN tilkynnti í gær að Alberto Carlo Dalla Chiesa hershöfð- ingji, einn helsti baráttumaður á Ítalíu gegn Mafiunni, hefði verið drep- inn vegna þess að hann var að rannsaka tengsl milli Mafiunnar og viðskipta í Palermo. „Það liggur ljóst fyrir að hann var kominn á snoðir um hluti er snerta hagsmuni Mafíunnar," sagði lögregluforingi sá er kann- að hefur morðið i Palermo, Pell- egrino að nafni. Og hann bætti við: „Það sama gerðist með La Torre (þingmann kommúnista er myrtur vár í Palermo í apríl síð- astliðnum). Hann lagði til að sett yrðu lög sem heimiluðu stjórnvöldum að taka eignar- námi allt fé sem ætti eitthvað vafasaman uppruna." I Róm hefur verið skipaður eftirmaður hans, Emaniele de Francesco, en jarðarför Dalla Chiesa og eiginkonu hans fór fram frá Mílanó á laugardag. Á fimmtudag, daginn áður en Dalla Chiesa og hin 32 ára gamla eiginkona hans voru myrt og lífvörður þeirra alvarlega særð- ur, tilkynnti stjórnin ráðagerðir sínar þess eðlis að hefja aðgerðir gegn skattsvikum Mafíunnar og viðskiptajöfra sem eru tengdir henni. Skattalögreglan birti í tengsl- um við það lista með nöfnum 3200 manna sem eru grunaðir um að vera viðriðnir Mafíuna, en Dalla Chiesa starfaði í nánum tengslum við skattalögregluna og var til að mynda með lista þennan í handtösku sinni er hann var skotinn til bana. Ríkissaksóknari, Giovanni Carlo Alberto Dalla Chiesa hers- höfðingi er skotinn var til bana á föstudag ásamt eiginkonu sinni. Falcone, telur að ágóði vegna heróínsölu þeirrar er hefur farið í gegnum hendur Mafíunnar á Sikiley til Bandaríkjanna á und- anförnum fimm árum nemi um 5 milljörðum dollara, en yfirvöld í Bandarikjunum telja að Sikiley sé aðalbirgðastöð fyrir heróín það er til Bandaríkjanna kemur. Lögreglan segist hafa yfir- heyrt þrjátiu manns er voru nærri er hershöfðinginn og frú hans voru skotin til bana á föstudag, en enginn virðist hafa hugmynd um hvernig morðingj- arnir litu út. „Undarlegt en satt, jafnvel fólk er stóð við glugga sína virðist hafa snúið við þessu baki,“ sagði lögregluforinginn Pellegrino. Morð þau er talið er að Mafían hafi framið eru nú orðin 103 á þessu ári í Palermo, og 468 frá því árið 1975.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.