Morgunblaðið - 07.09.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.09.1982, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1982 36 Elín J. Jónsdóttir Richter skrifar frá V-I>ýzkalandi: Eftiahagslífíd á niðurleið Hrun AEG-Telefunken samsteypunnar Það er ekki uppbyggilegt að fylgjast með gangi efnahagslífs V-Þýskalands um þessar mund- ir. Hvert stórfyrirtækið á fætur öðru rambar á barmi gjaldþrots og tekur fjöldamörg smærri fyrirtækja, sem þeim eru háð, með sér í fallinu. Þessa dagana opnar maður ekki svo fyrir út- varp eða sjónvarp, að ekki sé greint frá framvindu mála varð- andi risann AEG-Telefunken, enda ráða málalyktir úrslitum um tilveru ótal annarra fyrir- tækja og afkomu þúsunda ein- staklinga. Viku af ágúst tilkynnti AEG- Telefunken, að fyrirtækið gæti ekki greitt skuldir sínar og hefði sótt um, að gert yrði samkomu- lag milli fyrirtækisins og lánar- drottna fyrir dómstólum. Gert yrði ráð fyrir að lánardrottnar fengju um 60% af kröfum sínum greidd, en 40% yrðu látin niður falla. Að öðrum kosti væri gjald- þrot óumflýjanlegt. Slíkt sam- komulag hefur þann kost, að hægt er að halda framleiðslu Andrei Sokolov frá Sovétríkjun- um sigraði af miklu öryggi á heimsmeistaramóti unglinga sem fram fór í Kaupmannahöfn í ágúst. Ilann náði öruggri forystu um miðbik mótsins og hélt henni allt til loka. Þegar upp var staðið, hafði Sokolov hlotið 10 vinninga af 13 mögulegum, en Tékkinn Stohl varð í öðru sæti með 9 v. Nokkrir af þeim sem fyrirfram voru álitnir sigurstranglegastir komu síðan í þriðja til sjöunda sæti með SVt vinning, alþjóðlegu meistararnir Benjamin, Bandaríkjunum, Short, Knglandi, ('urt Hansen, Dan- mörku og Morovic, Chile, auk Brazilíumannsins Milos. fslenski þátttakandinn, Jóhann Hjartarson, hlaut 8 vinninga og varð í 8.—11. sæti af 52 þátttakendum. Þetta er mjög sómasamleg frammistaða hjá Jóhanni, en í fyrra vegnaði honum samt enn betur á heimsmeistaramótinu sem þá var haldið í Mexíkó. Þá náði Jóhann 4.-6. sæti, en mótið nú var öllu betur skipað. Að þessu sinni byrjaði hann afar illa er hann tapaði í fyrstu um- ferð fyrir Ný-Sjálendingnum Lloyd. Um miðbik mótsins tókst honum að vinna nokkrar skákir i röð og var þar með kominn í toppinn, en slæmt tap fyrir Stohl í 11. umferð gerði út um möguleika Jóhanns að sinni. Með sigri yfir Svíanum Wiedenkeller í síðustu umferð, tókst honum þó að lagfæra stöðu sína verulega. Undrabörnin Joel Benjamin og Nigel Short hafa vafalaust valdið löndum sínum vonbrigð- um, en það er áreiðanlega óhollt fyrir svo unga skákmenn að þurfa að tefla undir jafnmikilli pressu og þeir tveir hafa gert undanfarin ár og þá sérstaklega Short. áfram — fyrirtækið byrjar að vissu leyti upp á nýtt — og mest- ur hluti starfsfólksins heldur vinnunni. Fréttin kom eins og reiðar- slag, og síðan hefur varla sá dag- ur liðið, að ekki hafi eitt eða fleiri dótturfyrirtæki AEG- samsteypunnar tilkynnt gjald- þrot eða sótt um svipað sam- komulag: Kúppersbusch í Gels- enkirchen stöðvar framleiðsluna og tilkynnti gjaldþrot; fyrirtæk- in Neff og Zanker í Baden- Wúrttemberg-fylki sóttu um samkomulag fyrir rétti. Allt eru þetta þekktir framleiðendur raf- magnstækja. Áhrifin eru þegar farin að segja til sín; í öllu land- inu óttast smáfyrirtæki, sem byggja mestalla framleiðslu sína á sölu til AEG-Telefunken, um afkomu sína í framtíðinni. Þegar á það er litið, að AEG- Telefunken er beinn vinnuveit- andi u.þ.b. 120.000 manns innan lands og utan, er ekki furða, þótt fólk, sem fylgist með gangi efna- hagsmála, verði skelfingu lostið. Af heimsmeistaranum nýbak- aða er það að segja, að þar sé á ferðinni mjög öflugur skákmað- ur, dæmigert afsprengi sovézka skákskólans, sem hefur þegar getið sér gott orð fyrir frammi- stöðu sína á meistaramóti heimaborgar sinnar, Moskvu, en þar lenti hann í 3.-6. sæti ásamt stórmeistaranum Balas- hov, Guljko og Makarichev á eft- ir Bronstein og Rashkovsky. Þó ekki sé hægt að bera Sokolov saman við Garry Kasparov, má tvímælalaust setja hann í flokk með þeim Jusupov og Dolmatov sem urðu heimsmeistarar ungl- inga árin 1977 og 1978. Hvítt: Sokolov (Sovétr.) Svart: Wiedenkellar (Svíþj.) Spænski leikurinn 1. e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bb5 - a6, 4. Ba4 — Rf6, 5. 0-0 — Kxe4, Opna afbrigðið, sem hefur komið mikið við sögu í einvígum þeirra Karpovs og Korchnois. 6. d4 — b5, 7. Bb3 — d5, 8. dxe5 - Be6, 9. Be3l? Algengari leikir eru 9. c3, 9. De2 eða 9. Rbd2, en þessi stendur þeim þó síður en svo að baki. - Be7, 10. c3 — Rc5, 11. Bc2 — Bg4, 12. Rbd2 — Re6, 13. Dbl — Rh5, 14. Hdl — Dd7, Framhaldið í skákinni Pilnik- Szabo, Amsterdam 1956 var 14. - Rg5!?, 15. Bf4 - Re6, 16. Bg3 - Dd7. 15. Bf5 — g6? Svarta staðan þolir ekki veik- ingu á kóngsvæng, en Svíanum hefur yfirsézt 17. leikur hvíts. Til greina kom 15. — Bg6. 16. Bh3 — g5, Heinz Diirr, núverandi yfirforstjóri AEG-Telefunken-samsteypunnar. Astandið er geigvænlegt, því að það verður engan veginn hjá því komist, að um 12.000 manns verði atvinnulaus, jafnvel þótt fyrirtækið haldi áfram störfum. Þetta fólk hefur litla von um að fá aðra vinnu í bráð; atvinnu- Andrei Sokolov, nýbakaður heims- meistari unglinga. 17. Rxg5H — Bg6, Það er ljóst að svartur lendir í kröggum ef hann þiggur skipta- munsfórnina, t.d. 17. — Bxdl, 18. Dxdl - Rxe5, 19. Dh5 - Rg6, 20. Rdf3 með margvíslegum hót- leysi er nóg fyrir, og ekki breyt- inga að vænta í náinni framtíð. Yfirleitt eru stjórnvöld ekki hlynnt því að hlaupa undir bagga með fyrirtækjum, sem þannig er ástatt um, en hér hafa þau gert undantekningu frá reglunni. Ástæðan er einungis sú, að reyna á að bjarga eins mörgum vinnustöðum og mögu- legt er. Það varð því að ráði að ríkið gengur í ábyrgð á banka- lánum, sem nemur 1,1 milljarði marka til að gera fyrirtækinu fært að greiða hluta skulda sinna. í fyrstu höfðu bankar AEG-Telefunken aðeins sam- þykkt að tryggja launagreiðslur, en eftir næturlangan fund allra bar.kanna, sem hlut eiga að máli, 18.—19. ágúst var að lokum sam- þykkt að veita 1,1 milljarðs marka lán, sem ríkið ábyrgist, eins og áður greinir. Að vísu er lánið fleiri skilyrðum bundið. 700 milljónir marka verða veitt- ar þegar í stað, en 400 milljónir marka aðeins með því skilyrði, að ríkið gangist í ábyrgð fyrir öðrum 1,1 milljarði. Því er nú undir ákvörðun ríkisstjórnar- innar komið, hver framvinda mála verður. Nýjustu fréttir herma, að stjórnir einstakra fylkja sam- bandslýðveldisins hafi í hyggju að grípa til ráðstafana til að hjálpa framleiðendum, sem seldu vörur sínar aðallega eða eingöngu til AEG. Með þessu móti á að forðast enn fleiri gjaldþrot svo að þessi fyrirtæki komist yfir erfiðasta hjallann, þar til aðrar leiðir finnast. Það er ekki einfalt mál að greina nákvæmlega frá orsökum erfiðleika AEG-samsteypunnar Jóhann Hjartarson unum, en nú fær hvítur samt sem áður þunga sókn gegn los- aralegri stöðu svarts. 18. Dcl — Rxe5, 19. Rxe6 — fxe6, 20. Rb3 — Bd6, 21. Bd4 — 04), 22. De3 Nú er svartur orðinn varnar- laus. — Rf7, 23. Bxe6 — Dd8, 24. Dh6 og svartur gafst upp, því hann er óverjandi mát. Jóhann Hjartarson hafði ekki mikinn meðbyr á heimsmeist- aramótinu, en tókst þó að tefla nokkrar tæknilega vel útfærðar skákir. Hér kemur ein þeirra, andstæðingur hans er Stuart Conquest, nýjasta undrabarn Englendinga og núverandi heimsmeistari í sveinaflokki, þ.e. 16 ára og yngri. — þær eru af ýmsum toga spunnar. Að sjálfsögðu hefur ástandið í efnahagsmálum al- mennt sitt að segja, en aðal- ástæðan mun þó vera óreiða á stjórn fyrirtækisins. Fyrir u.þ.b. tveim árum var farið að ræða opinberlega um afleiðingar óstjórnar þess, og komst sá orð- rómur á kreik, að fyrirtækið myndi ekki standa mikið lengur undir skuldabagganum. Maður nokkur, Heinz Dúrr að nafni, var þá ráðinn sem yfirforstjóri þess. Dúrr þessi var — og er enn — álitinn mikilhæfur maður, og bundu menn miklar vonir við hann. Samt sem áður hefur hon- um ekki tekist að grynnka á skuldunum að neinu ráði. Þegar ákveðið var, að sækja um sam- komuleg við lánardrottna fyrir dómstólum, námu skuldir sam- steypunnar 5,4 milljörðum marka. En fyrirrennarar Heinz Dúrr voru alls óhæfir að reka fyrirtæki samsteypunnar á traustum grundvelli. Þegar í byrjun 7. áratugarins fór að síga á ógæfuhliðina. Um tíma var allt gert til þess að auka veltuna, án þess að taka tillit til þess hver ávinningur fyrirtækisins yrði. AEG-samsteypan keypti síðan fjölmörg samkeppnisfyrirtæki, þ.á m. ofangreinda rafmagns- tækjaframleiðendur, Neff, Zank- er og Kúppersbusch. Við þessa útþenslu jukust skuldirnar úr 800 milljónum marka í 3,3 millj- arða marka. Það var ekkert smá- afrek á ekki meira en 4 árum (1966—1970). Síðustu þrír fyrir- rennarar Dúrr hafa ekki getað komið fyrirtækinu á réttan kjöl aftur — nema síður sé — og því fór sem fór. Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Stuart ( onquest (Engl.) Griinfeldsvörn 1. d4 — Rf6, 2. c4 — g6, 3. Rc3 — d5, 4. cxd5 — Rxd5, 5. e4 — Rxc3, 6. bxc3 — Bg7, 7. Bc4 Þessi eldri leikaðferð hefur nú næstum gjörsamlega vikið fyrir tízkuafbrigðinu 7. Rf3 — c5, 8. Be3 eða 8. Hbl, enda reynist Conquest ekki sérlega vel með á nótunum í framhaldinu. — c5, 8. Re2 — 0-0, 9. 0-0 — Rc6, 10. Be3 — Dc7, 11. Hcl — Hd8, 12. Dd2 — I)a5, 13. Hfdl — cxd4?! Fyrst svartur ætlar í endatafl, hefði hann betur skotið inn leikjunum 13. — b5, 14. Bd5 og síðan leikið 14. — cxd4, o.s.frv. 14. cxd4 — Dxd2, 15. Hxd2 — Bd7, 16. d5! Stöðuyfirburðir hvíts eru nú augljósir. — Ra5, 17. Bd3 — b6, 18. Ba6! Svartur er í mikilli klemmu. Ef nú 18. — Bc8, þá 19. Bxc8 — Hdxc8, 20. Hdc2 og hvítur heldur c-línunni og yfirburðastöðu. E.t.v. var 18. — e6!? bezta til- raun svarts. — b5?!, 19. Bc5 — Rc4, 20. Hdc2 — e6, 21. dxe6 — fxe6, 22. Rc3 — Bxc3, 23. Hxc3 — Rb2, 24. Be7 — He8, 25. Bf6 - Rc4, 26. a4 — Rd6, 27. Hc7 — Rxe4, 28. Be5 — Had8, 29. f3! og svartur gafst upp, því þegar riddarinn hefur flutt sig, vinnur hvítur með 30. Bf6. Heimsmeistaramót unglinga: Rússinn hafði yfírburði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.