Morgunblaðið - 07.09.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.09.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1982 37 Skipting veltu 1981 Rafeindatækni + stóriöja Útvörp, video. sjónvarpstæki Heimilistæki Skrifstofutækni Annaö iNom miMK 1276 Slæm starta á heimilistækjamark- aðnum er aöalástæðan fyrir örðug- leikunum. Öll þau mistök, sem gerð voru á þessum árum, hefðu tæplega verið látin viðgangast, ef eftir- litsráðið hefði tekið í taumana í tæka tíð (hjá stórfyrirtækjum og samsteypum er skipað eftirlits- ráð, sem á að fylgjast með gerð- um ráðamanna þeirra). Ástæðan var vafalaust að miklu leyti sú, að þrír hinna gæfulausu yfirfor- stjóra voru skipaðir í eftirlitsráð AEG, er þeir urðu að rýma for- stjórastólana. Það var því ekki við því að búast, að þeir gerðu sér mikið far um að segja eftir- mönnum sínum til syndanna eft- ir að hafa leikið sama leikinn á sinum tíma. AEG-Telefunken er eitt stærsta samsteypufyrirtæki Mið-Evrópu. Ég verð að viður- kenna, að mér var alls ekki kunnugt um, yfir hversu stórt svið framleiðslan nær, fyrr en nú. Yfirleitt verður manni hugs- að til hinna þekktu heimilis- tækja og útvarps-, sjónvarps- og myndsegulbanda, þegar á AEG- Telefunken er minnst, en sá hluti framleiðslunnar er aðeins þriðjungur heildarframleiðsl- unnar. 40% eru alls konar tæki fyrir stóriðju og rafeindatækni, 7% eru skrifstofuvélar (undir merkinu Olympia). Samt sem áður var það aðallega heimilis- tækjadeildin, sem olli baslinu. Samkeppnin á þessu sviði er gíf- urleg og einnig minnkaði eftir- spurnin mikið miðað við mestu uppgangsárin á sjötta og sjöunda áratugnum. Aftur á móti er AEG mjög framarlega í framleiðslu stóriðjutækja, og hefur ekki yfir verkefnaleysi að kvarta. Þróunin á sviði skrif- stofuvéla hefur dregist mjög aft- ur úr, og sama er að segja um útvarps-, sjónvarps- og mynd- segulbönd, en þar eiga evrópskir framleiðendur mjög í vök að verjast gagnvart Japönum. Þeir eru orðnir evrópskum iðnaði þungir í skauti á flestum sviðum tækninnar. En jafnvel þótt AEG-Tele- funken-samsteypan líði ekki undir lok, mun ekki hjá því kom- ist að grípa til róttækra ráðstaf- ana til þess að ná sér aftur á strik. Fyrst og fremst verður að minnka mjög útþenslu fyrir- tækja hennar, og það þýðir ekk- ert annað en uppsagnir fjölda starfsfólks. í viðtali við Heinz Dúrr fyrir nokkrum dögum tal- aði hann um að segja þyrfti upp a.m.k. 12.000 manns, sem er ekk- ert smáræði, jafnvel „á heims- mælikvarða". En uppsagnirnar einar mundu ekki nægja; aðrar og meiri aðgerðir eru í bígerð. Siðan verður tíminn að skera úr um, hvort samsteypan heldur velli, eða hvort endanlegt hrun hafi aðeins verið dregið á lang- inn. Skömmu eftir að erfiðleikar AEG-samsteypunnar voru gerð- ir heyrum kunnir, hófust vanga- veltur um stöðu slíkra stórfyr- irtækja á markaðnum almennt. Haft var eftir Manfred Lahn- stein, fjármálaráðherra sam- bandslýðveldisins, að þessir ris- ar ættu ekki framtíð fyrir sér, heldur væru það meðalstór fyrirtæki. Þar koma afleiðingar mistaka ráðamanna fyrr fram, og möguleikarnir á leiðréttingu eru betri. En það eru ekki aðeins ofan- greindir erfiðleikar AEG, sem valda mönnum hugarangri sem stendur. Fyrst og fremst má ncfna „gasleiðslumálið". Banda- ríkjamenn gerðu sitt besta til að koma í veg fyrir, að V-Þjóðverj- ar undirrituðu samning við Rússa um kaup á gasi frá Síb- eríu. Þegar þeir sáu, að allt kom fyrir ekki, og að samningurinn gekk í gildi þrátt fyrir mótmæli og hótanir, gerðu þeir sér lítið fyrir og lögðu blátt bann við að bandarísk fyrirtæki og dóttur- fyrirtæki þeirra í Evrópu seldu Rússum þau tæki, sem nauðsyn- leg eru til að leggja fyrirætlaðar gasleiðslur og höfðu verið pönt- uð. En í þessu máli virðast samningsaðilar ætla að hafa betur. Aðildarlönd Efnahags- bandalagsins sýna mikla sam- stöðu og skilning á málinu; stjórnir Englands og Frakklands hafa t.d. gefið út fyrirskipanir um, að dótturfyrirtæki banda- rískra fyrirtækja, sem staðsett eru í löndum þeirra, standi við staðfestingar sínar um afhend- ingu tækja til framkvæmdanna. Að öðrum kosti eiga fyrirtækin refsingu á einn eða annan hátt yfir höfði sér. En Bandaríkja- menn grípa líka til sinna ráða, svo að ekki er alveg útséð um, hvernig fer. Ennfremur er farið að bera á alvarlegum ágreiningi á milli Bandaríkjamanna og landa Efnahagsbandalagsins í sam- bandi við stáliðnaðinn. Um nokkurra ára skeið hefur eftir- spurn eftir stáli minnkað tilfinn- anlega, svo að um offramleiðslu hefur verið að ræða víðsvegar í heiminum. Nokkur lönd Efna- hagsbandalagsins (V-Þýskaland er ekki þeirra á meðal) hafa veitt niðurgreiðslur til þess að bjarga eigin stáliðnaði, sem er skiljanlega mjög illa séð, þar sem slíkar ráðstafanir skerða sölumöguleika annarra þjóða á heimsmarkaðnum. Bæði þessi mál geta haft al- varleg áhrif á stjórnmálalegt samband Evrópuþjóða — þ.e. landa Vestur-Evrópu — og Bandaríkjanna. Öllum er mikið í mun að viðhalda vináttu þjóð- anna, en aftur á móti er mikil- vægt fyrir hvert land að gæta að eigin hagsmunum efnahagslega séð. Þegar er farið að kalla þessi deilumál „viðskiptastríð", og þarf sjálfsagt mikla lagni til að koma samkomulagi á. Ósveigj- anleiki og skilningsleysi Reag- ans Bandaríkjaforseta á þörfum Vestur-Evrópuþjóðanna mun ekki auðvelda leiðina að því takmarki. Framlag þitt er okkar styrkur eftir Tryggva Pál Friðriksson formann LHS Um þessar mundir stendur yfir fjársöfnun til styrktar björgun- arsveitunum í landinu. Það er Hjálparstofnun kirkjunnar, sem stendur að söfnuninni í samvinnu við björgunaraðilana þrjá, þ.e. Slysavarnafélag íslands, Land- samband hjálparsveita skáta og Landsamband flugbjörgunar- sveita. Hjálparstofnun kirkjunnar er löngu þekkt fyrir störf sín bæði hérlendis og erlendis og nýtur mikils trausts landsmanna allra. það voru því góð tíðindi fyrir björgunarsveitirnar þegar Hjáip- arstofnunin ákvað að efna til þess- arar söfnunar. Ástæðan var sú, að fyrir dyrum stendur og er reyndar þegar hafin gagnger endurnýjun á fjarskipta- búnaði björgunarsveitanna. Þessir aðilar notuðu aðallega tvær gerðir talstöðva. Til lengri fjarskipta voru notaðar svokallaðar HF-stöðvar. Af ýmsum tækni- legum ástæðum var nauðsynlegt að taka þessi tæki úr notkun og var þar um alþjóðlega ákvörðun íran: Trúaðir minni- hlutahópar fá drykkjuleyfi NicoNÍa, Kýpur, 2. september. AP. TRÚAÐIR minnihlutahópar í fran mega héðan í frá kaupa áfengi og hafa í heimahúsum með því skilyrði að þeir hvetji ekki múhameðstrú- armenn til að gera slíkt hið sama, að því er trúarleiötogi nokkur tilkynnti í Teheran í gær. Leiðtoginn sagði að nú væri í uppsiglingu herferð gegn Múham- eðstrúarmönnum er bragða áfengi og myndu þeir fá nafnbótina „and- lega lamað fólk“ og bætti því við að ræða. Þetta var mikið fjár- hagslegt tjón fyrir björgunar- sveitirnar, sem flestar voru búnar slíkum stöðvum. Stöðvarnar sem koma í stað þeirra aflögðu, svo- kallaðar einhliðabandstöðvar (SSB) eru margfalt dýrari þeim eldri. Hin gerðin sem notuð var (og er enn að nokkru leyti) var svokallaðar labb-rabb stöðvar. Þær voru notaðar til skemmri fjarskipta. Um tíma leit svo út, að björgunarsveitirnar gætu haft nokkurt gagn af slíkum stöðvum. Aðeins var leyfð notkun á 6 rása stöðvum hérlendis og sendiorka þeirra takmörkuð. Síðar var eins og flóðgáttir opnuðust, fleiri og fleiri eignuðust 40 rása kristalstýrðar stöðvar sem höfðu meiri sendiorku en eldri stöðvarnar og nú er svo komið, að það er vinsælt tómstundagaman hjá almenningi að nota þessar stöðvar. Og auðvitað er ekkert við því að segja eða gera. Þessi geypi- lega aukning á labb-rabb talstöðvaeign landsmanna (stöðv- arnar skipta þúsundum) gerði það að verkum að björgunarsveitirnar gátu ekki lengur treyst því að geta notað sínar sértíðnir (rás 13 og 22) óáreittar. Við þetta bættist svo að á þessu tíðnisviði eru sífelldar truflanir, t.d. frá erlendum stöðv- um. Það var því komið í algjört óefni í talstöðvarmálum björgun- arsveitanna og hafði það m.a. komið nokkrum sinnum í ljós við björgunarstörf. Þess vegna var ákveðið að björgunaraðilar í land- inu réðust sameiginlega í að leysa þennan vanda. Tekin var ákvörðun um að hætta notkun á labb-rabb stöðvunum og nota í þeirra stað svokallaðar VHF-talstöðvar sem eru mjög heppilegar til allra skemmri fjarskipta. Keypt var endurvarpsstöð og komið fyrir í Bláfjöllum og nú þegar hafa nokkrar sveitir eignast VHF-tal- stöðvar og hefur reynslan af þessu nýja kerfi verið afar góð. Má segja að öruggt talstöðvasamband sé nú um allt Suðvesturland á VHF- kerfinu og víðar. Fleiri endurvarp- ar hafa verið keyptir, m.a. einn sem er færanlegur og því hægt að nota hvar sem er á landinu ef þörf krefur. M.a. er hægt að hafa hann um borð í flugvélum og gefur slíkt mikla möguleika. Má því segja að hafin sé mark- viss uppbygging fullkomins fjar- skiptakerfis fyrir björgunarsveit- irnar. En mikið er ógert. M.a. eru aðeins örfáar sveitir sem hafa haft bolmagn til að kaupa einhliða bandstöðvar (SSB), en ákveðið er að nota þær samhíiða VHF-stöðv- unum. Þessi uppbygging er ákaf- lega dýr og ljóst er, að það tekur mörg ár að byggja upp sæmilega öruggt kerfi á báðum sviðunum, ef utanaðkomandi aðstoð berst ekki. Björgunarsveitirnar eru ákaflega misvel settar hvað tekjumöguleika snertir. Sumar þeirra hafa svo til enga fjáröflunarmöguleika. Aðrar eru skár settar, hvað þetta varðar. Styrkir frá opinberum aðilum, ríki og sveitarfélögum, eru ekki háir og nánast litið á þá sem nokkurs konar viðurkenningu hins opin- bera á þessu starfi, en ekki styrki. Og þrátt fyrir, að öll störf félaga sveitanna séu unnin í sjálfboða- vinnu, þá kostar reksturinn stórfé árlega. Öll aðstoð er því vel þegin, hvaðan sem hún berst. Með þessari söfnun gefst al- menningi tækifæri til að styðja við bakið á björgunarsveitunum. Með sameiginlegu átaki, þar sem allir, sem vettlingi geta valdið, leggja eitthvað fram, hver maður eftir efni og ástæðum, er hægt að leysa þennan vanda. Það þarf ekki ýkja stóra upphæð frá hverju heimili landsins til að byggja upp þessa öryggiskeðju, sem allir eru sammála um, að sé nauðsynleg. í huga þeirra, sem að söfnun- inni standa, er það ekki endilega upphæðin sem gefin er, sem máli skiptir. Fjöldi þátttakenda er okkur miklu meira virði. Sá stuðn- ingur, sem fælist í því að sem flestir landsmenn létu eitthvað af höndum rakna, væri björgunar- sveitunum ómetanlegur. Höfum það í huga, að enginn veit, hvenær næst liggur líf við að fjarskipti björgunarsveitanna gangi snurðu- laust fyrir sig. Enginn veit heldur, hvern þá er verið að aðstoða. Tök- um nú höndum saman, leggjum öll eitthvað af mörkum í þessa söfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar. að settir hefðu verið á stofn í land- inu sérstakir dómstólar er hafa umsjón með málefnum sem þess- um og hliðstæðum málefnum svo sem vændi og drykkju. Hlutverk þessara dómstóla er að „stýra fólki inn á réttar brautir frekar en hegna og pynda". Ný tegund hljómplatna á markað # Tókíó, 1. Heptember. AP. ÁTTA japönsk fyrirtæki og eitt hollenskt tilkynntu í dag, að þau myndu innan tíðar setja á markað plötuspilara, sem væntanlega myndi leysa plötuspilara nútimans af hólmi. Á sama tíma hafa nokkur plötufyrirtæki tilkynnt að þau hyggist hefja framleiðslu platna fyrir þessa plötuspilara. Plötur þessar eru úr áli og að- eins 12 sentimetrar í þvermál (til glöggvunar má geta þess, að venjulegar plötur eru 30 sm í þvermál). Er hægt að koma allt að 60 mínútum af uppteknu efni fyrir á hvorri hlið slíkrar plötu. Hljóðmerkjum er breytt yfir í tölur, sem greyptar eru í plötuna. Laser-geisli nemur síðan táknin án þess að snerta nokkru sinni yfirborð plötunnar, sem er plast- húðað. Kerfi þetta, sem hannað er af stórfyrirtækjunum Sony og Phil- ips í sameiningu, verður fram- leitt af 31 fyrirtæki, sem fengið hefur tilskilin leyfi til þess. Er gert ráð fyrir að plötuspilararnir verði komnir á markað í Japan í byrjun nóvember. NOATUNI 17 SÍMAR 29830 og 29930 Fenner Reimar og reimskífur Fenner Ástengi Vald Poulsen Suöurlandsbraut 10, aími 86499.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.