Morgunblaðið - 07.09.1982, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.09.1982, Blaðsíða 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1982 Þetta er hin nývígða kirkja að Saurbæ á Rauðasandi. Hún er raunar 125 ára og stóð á Reykhólum en var rifin þar fyrir nokkrum árum og var nú endurreist að Saurb* i stað kirkjunnar sem þar stóð og fauk hér um árið. Vígsluathöfnin var á sunnudaginn og þjónuðu þar 8 prestar, þar á meðal Sigurður Pálsson vígslubiskup í Skálholtsstifti hinu forna. Vígð Saurbæjar- kirkja á Rauðasandi — eftir flutning á milli tveggja höfuð- bóla Guðmundar hins ríka með viðkomu í landnámi Ingólfs Arnarsonar latrum, 6. september. í GÆR var vígð ný kirkja að hinu forna höfuðbóli að Saurbæ á Rauðasandi. Að vísu var kirkjan ekki alveg ný, þar var gamla kirkjan sem var á Reykhólum og 125 ár síðan hún var þar byggð á einu höfuðbóli Guðmundar hins ríka. Hún var rifin þar, vék fyrir nýrri nútíma steinkirkju. En lærðir menn fyrir lengd og breidd í fagurfræðilegum málum byggingarlistarinnar eins og Hörður Ág- ústsson og Þór Magnússon, þeir þjóðkunnu menn, urðu varir við niðurrif og vissu að hér var verið að rífa fagurfræðilegt listaverk séð frá sjónarhóli byggingarlistameistarans og fornfræðingsins og rif kirkjunnar fór því skipulega fram, allt var skipulega merkt og númerað saman. Svo kom óvinur eða vinur til sögunnar, Kári kallaður, og feykti, með ofsakrafti sínum, gömlu kirkjunni í Saurbæ á Rauðasandi, öðru höfuðbóli Guðmundar hins ríka, svo ekkert stóð eftir nema predikunarstóllinn á grunninum með þeirri afleiðingu að nú vantaði fámennan og fátækan söfnuð nýja kirkju. Að góðra manna ráði var snúist við því þann veg að flytja nú kirkju á milli hinna fornu höfuðbóla Guðmundar, gömlu kirkjuna frá Reykhólum sem hafði þá um nokkur ár, eða efnið úr henni, verið á hálfgerðum flækingi um landnám Ingólfs Arnarsonar en ekki náð að rísa upp. En þarna skapaði Kári tækifærið með því að taka í sínar klær Saurbæjarkirkju. Allt dót kirkjunnar var flutt að Saurbæ og byrjað að raða saman pússluspilinu. Komu þar margir að, heimamenn og aðrir, en á bak við stóðu þeir félagar Hörður Ágústsson og Þór Magnússon með Ijósið og línuna svo hvergi skeik- aði og þeim til aðstoðar var byggingarmeistarinn Gunnar Guð- mundsson á Fossi. Allir eru á einu máli um að endurbyggingin hafi tekist afburða vel og með henni hafi verið bjargað því sem bjarga átti, bæði hagkvæmnislega séð og einnig hvað snertir fagurfræði- legar byggingarlistaformúlur sem þetta guðshús ber með sér og átti að bjarga. Vígslan var framkvæmd af vígslubiskupi, Sigurði Pálssyni, ásamt prófasti okkar, séra Þórarni Þór, og öðrum prestum' prófastsdæmisins, séra Döllu Þórðardóttur, séra Valdimar á Reykhólum og svo aðkomandi prestum, séra Sigurði Sigurðssyni Selfossi, séra Gunnari Björnssyni Bolungarvík og okkar kæru fyrrverandi sóknarprestum, séra Grími Grímssyni og séra Gísla Kolbeinssyni. Kirkjukór Patreksfjarðar sá um sönginn, undirleik annaðist Hallgrímur læknir. ÖIl fór athöfnin fram með ágætum. Upp að 200 manns munu hafa verið við kirkju, margir úr Reykhóia- sveit sem vildu fagna hinni endurreistu kirkju sinni. Var svo öllum kirkjugestum boðið til kirkjukaffis að fornum sið og var það drukk- ið í félagsheimili sveitarinnar, Fagrahvammi. Var þar veitt af rausn að vanda og margir fóru í ræðustól, þar á meðal þeir fag- menn og félagar Hörður Ágústsson og Þór Magnússon. Var þeim mikið og vel þakkað. Þórður Stjóm Sambands ungra sjálfstæðismanna: Ríkisstjórnin ófær um að stjórna málefnum lands og þjóðar Ber að segja af sér og boða til þingkosninga A FUNDI stjórnar Sambands ungra sjálfstæðismanna sem haldinn var á Akureyri laugardaginn 4. september síðastliðinn, var samþykkt stjórn- málaályktun, þar sem ríkisstjórnin er gagnrýnd. Segir í ályktuninni að vegna fyrirhyggjuleysis ríkisstjórn- arinnar hafi þurft að grípa til stór- felldrar kjaraskerðingar, en hins vegar leysi efnahagsráðstafanirnar ekki aðsteðjandi vanda. Ályktun stjórnar SUS er svohljóðandi: „Núverandi ríkisstjórn hefur á valdatíma sínum, allt fram á þetta ár, notið góðs af óvenju hagstæð- um ytri skilyrðum þjóðarbúsins, afli hefur verið mikill og fram- leiðsla landsmanna með mesta móti. Stjórnin fékk því kjörið tækifæri til að búa í haginn fyrir landsmenn, treysta rótgróið at- vinnulíf í landinu, aðlaga það nýj- um tímum og nýrri tækni og skjóta jafnframt fleiri stoðum undir efnahag þjóðarinnar til að treysta framtíðaratvinnu ungs fólks í landinu. I stað þess að nýta það lag, sem ytri aðstæður sköpuðu, til að huga að framtíðarvelferð þjóðarinnar, hefur stjórnin sýnt fádæma fyrir- hyggjuleysi, sólundað fjármunum þjóðarinnar og grafið undan göml- um og nýjum atvinnugreinum í stað þess að byggja þær upp. Fjár- hagsstöðu þjóðarinnar út á við hefur verið stefnt í voða með óraunhæfri gengisstefnu, miklum viðskiptahalla og óhóflegri söfnun erlendra eyðsluskulda. Skatt- heimta hefur verið aukin úr hófi fram. Nákvæmlega enginn árang- ur hefur náðst í baráttunni við verðbólguna, þrátt fyrir drýgindi Bókaútgáfan Helgafell: Ný skáldsaga eftir Jón Óttar Ragnarsson STRENGJABRÚÐUR nefnist ný skáldsaga eftir Jón Óttar Ragn- arsson, sem væntanleg er frá Bókaútgáfunni Helgafelli nú fyrir jólin. Þetta er fyrsta bók höfund- ar, sem er dósent við Háskóla ís- lands og kunnur fyrir greinar sín- ar í Morgunblaðinu um hollustu og mataræði og fleira. I kynningu forlagsins á hinni væntanlegu bók segir svo: „Á yfirborðinu er þetta spenn- andi saga um ameríska óperu- söngkonu og hverju hún fórnar fyrir frama sinn og frægð. í reynd er þetta ekki síður saga um um- hverfið og hvernig það mótar okkur. Þetta er saga um metnað og samkeppni vísindamanna um Nóbelsverðlaun, framhjáhald og skilnað og þá félagslegu upplausn sem einkennir okkar tíma.“ Norski uppeldisfræðingurinn Borgny Rusten: Flytur erindi um sérkennslu ein- hverfra og félagslega þjónustu NORSKI uppeldisfræðingurinn Borgny Rusten dvelur nú hér á landi og verður hér til 17. sept- ember næstkomandi, á vegum Umsjónarfélags einhverfra, Landssamtakanna Þroskahjálp- ar, Styrktarfélags vangefinna, Félags ísl. sérkennara, Félags-' ráðgjafafélags Islands, Þroska- þjálfafélags Islands og Sálfræð- ingafélags Islands. Hún mun heimsækja skóla og stofnanir í Reykjavík, á Akureyri og víðar, halda fundi með kenn- urum sérskóla, starfsliði ýmissa stofnana og foreldrum einhverfra og annarra þroskaheftra. Þá mun hún halda erindi fyrir almenning í Norræna húsinu miðvikudaginn 8. september kl. 20.30 um „Sérkennslu einhverfra og félagslega þjónustu við for- eldra þeirra". Á Akureyri mun hún einnig halda erindi fyrir al- menning laugardaginn 11. sept- ember. Borgny Rusten hefur langa reynslu sem móðir einhverfs drengs, auk þess að vera sérkenn- ari og uppeldisfræðingur. Hún var í foreldrahópnum sem stofn- aði í Noregi landssamtök til stuðnings geðsjúkum börnum ár- ið 1965 og formaður þeirra sam- taka var hún frá 1975—1980. Árið 1973 hafði hún frumkvæði að sumarnámskeiðum fyrir foreldra einhverfra á vegum landssamtak- anna og var lengst af námskeiðs- stjóri. Síðustu árin hefur hið opinbera annast þetta nám- skeiðshald. Þá hefur hún ásamt fleiri foreldrum sett á stofn dval- arheimili fyrir einhverfa af eigin rammleik. Vorið 1981 lauk Borgny Rusten embættisprófi í uppeldisfræði af- brigðilegra. ráðherra í því efni, og er nú svo komið, að þrátt fyrir efnahags- ráðstafanir og bráðabirgðalög rík- isstjórnarinnar, spá bjartsýnustu menn því, að verðbólgan verði 50—60% á næsta ári. Yfirvofandi er stöðvun undirstöðuatvinnuveg- anna og atvinnuöryggi er stefnt í hættu. Vegna stefnu ríkisstjórnarinnar var ástandið því þannig, að þegar nokkurn bakvind sló í segl þjóðar- skútunnar á þessu ári, sá stjórnin engin önnur ráð en að grípa til stórfelldrar kjaraskerðingar og það með þeim hætti að vafi leikur á að fái stjórnskipulega staðist. Má í því sambandi benda á hversu óeðlilegt það er að setja bráða- birgðalög um atburði sem eiga að gerast nær tveimur mánuðum eft- ir að Alþingi kemur saman. Efnahagsráðstafanir og bráða- birgðalög ríkisstjórnarinnar leysa ekki aðsteðjandi vanda en stað- festa hins vegar í hvert óefni „óstjórn undanfarinna ára“ hefur leitt, svo vitnað sé til ummæla for- seta Alþýðusambands íslands. Eftir þessar efnahagsaðgerðir Staðinn að verki í innbroti LÖGREGLAN í Reykjavik kom að tvítugum pilti þar sem hann var að athafna sig í Blómavali aðfaranótt sunnudagsins. Piltur hafði farið í peningakassa og fyllt vasa sína af skiptimynt þegar hann var staðinn að verki. Þá var brotist inn í þrjá bíla um helgina og hljómburðartækjum stolið úr þeim. Brotist var inn í bifreið, sem stóð fyrir utan Há- skólabíó og Pioneer-segulbandi og tónjafnara stolið. Á Smáragötu var tveimur hátölurum af Sanyo- gerð stolið úr bifreið og auk þess segulbandskassettum. Þá var brotist inn í bifreið, sem skilin var eftir yfir nótt við Laugardalsvöll og útvarpi og segulsbandstæki stolið. Rúða var brotin í bifreið- stendur Alþýðubandalagið ber- strípað fyrir sjónum almennings sem ómerkilegur flokkur lýð- skrumara og fyrri yfirlýsingar þess um hliðstæðar aðgerðir falla dauðar niður. Alþýðubandalags- forkólfarnir í verkalýðshreyfing- unni hafa sömuleiðis afhjúpað fyrri blekkingar, m.a. í vísitölum- álum. Er það út af fyrir sig já- kvætt að þessir aðilar skuli með svo eftirminnilegum hætti gera upp sakir við fyrri málstað í þess- um efnum. Framsóknarmenn virðast ráð- þrota, enda hefur allt tal þeirra um niðurtalningu og árangursríka stjórn efnahagsmála reynzt hjóm eitt og blekking. Framsóknarráð- herrarnir hafa látið Alþýðubanda- lagið svínbeygja sig í flugstöðv- armálinu og eftir tveggja og hálfs árs setu formanns Framsóknar- flokksins í embætti sjávarútvegs- ráðherra, blasir við stöðvun fiski- skipaflotans. Stjórn SUS telur atburði síð- ustu vikna staðfesta, að núverandi ríkisstjórn sé ófær um að stjórna málefnum lands og þjóðar og að brýna nauðsyn beri til að binda endi á frekari þrásetu hennar á valdastólum. Með tilliti til þess að stjórnin styðzt ekki við meirihluta í báðum deildum Alþingis, telur stjórn SUS að henni beri að segja af sér og að þegar eigi að boða til nýrra þingkosninga." Örn og Örlygun Gefur út bók um jarðfræði Islands ÁGRIP af jarðfræði íslands eftir Ara Trausta Guðmundsson, er meðal væntanlegra bóka frá Erni og Örlygi nú í haust. Bókin er ætl- uð sem upplýsingarit handa al- þýðu um jarðfræði íslands og sem kennslubók í greininni. Bókin verður prýdd fjölda mynda, bæði ljósmynda og teikn- inga til skýringar og frekari glöggvunar á efninu. Frisenette til íslands DÁVALDURINN Frisenette er væntanlegur til fslands á miðviku- daginn, en nú eru um 15 ár síðan hann skemmti íslendingum síðast. Frisenette skemmti víða um land í íslandsferðum sínum og var meðfylgjandi mynd tekin í Austurbæjarbíói í síðustu ís- landsferð hans. Fyrstu skemmt- anir hans nú verða í Háskólabíói á fimmtudag og föstudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.