Morgunblaðið - 07.09.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.09.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1982 31 Suðarhólskirkja i Saurbæ i Dölam var tekin í notkun aö nýju eftir endurbætur með hitíðarguðsþjónustu á sunnudag. (Ljósm.: Bæring Ceciiss). Staðarhólskirkja 1 Saurbæ í Dölum: Endurvígð eftir viðgerð vegna foks hennar I fyrra STAÐARHÓLSKIRKJA í Saurbæ í Dölum var tekin í notkun að nýju með hátíðarguðsþjónustu sem fram fór í kirkjunni í gær, en unnið hefur verið að viðgerð og endurbótum kirkjunnar frá því að hún fauk af grunni sínum aðfaranótt 17. febrúar í fyrra og lenti á Félagsheimilinu Tjarnarborg, skekktist þá og skemmdist mikið. Við hátíðarguðsþjónustuna pre- dikaði biskupinn yfir íslandi, herra Pétur Sigurgeirsson, og lagði blessun sína yfir þessar framkvæmdir og húsið eins og það er nú orðið. Sóknarpresturinn séra Ingiberg J. Hannesson, prófastur á Hvoli, þjónaði fyrir altari og flutti ávarp við messulok þar sem hann lýsti framkvæmdum og hvernig að þeim hefði verið staðið. Við athöfnina þjónaði nýr prestur í Söðulsholti, séra Hreinn Hákon- arson, og fram fór skírn og hjóna- vígsla. Friðjón Þórðarson kirkjumála- ráðherra og frú voru viðstödd at- höfnina og að henni lokinni bauð sóknarnefnd til kaffisamsætis í Félagsheimilinu Tjarnarborg. Kirkjan er að stofni til gömul, hún er vígð 3. desember 1899 og þurfti miklar endurbætur að gera á henni og að sögn séra Ingibergs var það mikið átak fyrir svo fámennan söfnuð því það var raunar áhorfsmál á sínum tíma hvort gera ætti við hana eða byggja nýja kirkju. Að sögn séra Ingibergs var þetta ákaflega ánægjulegur dagur og athöfnin fjölsótt. Sóknarpresturinn, séra Ingiberg J. Hanneason prófastur á Hvoli, þjónaði fýrir altari og lýsti framkvæmdunum með ávarpi í messulok. LjÓBm. Mbl. RAX. Þannig var aðkoman að Staðarhólskirkju eftir hvassviðrið aðfaranótt 17. febrúar í fyrra en þá fauk kirkjan af grunni sínum og lenti á Félagsheimilinu Tjarnarborg, skemmdist hún mikið en nú hefur hún verið endurbyggð. 73í áamatkadulinn ■m ^■lattitfötu 12-18 Vinsœll bíll á gamla veröinu Honda Accord Ex 1981 Grænn, ekinn 22 þús. Aflstýri, út- varp. Verö 145 þús. Saab 900 G.L.E. 1982 Grænsans, ekinn 5 þús. km. Ath. sjálfskiptur m/öllu. Sóllúga o.fl. Verö 255 þús. Einnig: Saab 900 G.L.E. 1980. Rauöbrúnn, sjálfskiptur m/öllu. Verö 200 þús. Lúxus-bifreiö Chrysler LeBaron Station 1979 Ljósbeis, ekinn 10 þús. Sjálf- skiptur, aflstýri, útvarp, rafmagn í sætum, rúðum og huröum. Verö 220 þús. Skipti á ódýrari. Mazda 626 1600 1980 Brúnsans, ekinn 32 þús. Útvarp, segulband, grjótgrind og sílsa- listar, 2ja dyra. Verö 105 þús. Mazda 929 st 1979 Silfurgrár, ekinn 57 þús. Ath. sjálfskiptur, útvarp og segul- band. Verö 105 bús. Daihatsu Runnabout 1981 Maronrauöur, ekinn 13 þús. Sem nýr bíll. Verö tilboö. Lancer 1600 1980 Silfurgrár, ekinn 60 þús. Útvarp og segulband. Verð 105 þús. Bíll fyrir vandlóta Citroén CX 2400 Pallas Drapp, ekinn 30 þús. Aflstýri, út- varp, segulband, C-Matik skipt- ing. Verö 230 þús. Lada Sport 1980 Rauöur, ekinn 28 þús. Dráttar- krókur, vindskeiö og útvarp. Verö 105 þús. Einnig Lada Sport ’79 Gulur, ekinn 56 þús. Verö 78 þús. BeeTHFJ WB-S/a Stílhrein húsgögn fyrir teiknistofur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.