Morgunblaðið - 07.09.1982, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.09.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1982 47 Harald V. Johnaon, Vestur-íslendingur af borgfirskum Kttum, innritar sig á Hótel Borg til tveggja vikna dvalar, við komu sína til landsins. Harald hefur tvisvar áður komið til Íslands, fyrst árið 1930, en þá tók hann kvikmynd af alþingishátíðinni, en kvikmyndina gaf hann Kvikmyndasafni íslands árið 1980 í tilefni þess að 50 ár voru þá liðin frá alþingishátíðinni. Harald kom seinna til landsins, árið 1942, var hann þá í Bandaríkjaher og staðsettur á Akureyri. (Ljmm. Mbl.: KÖE) Vestur-íslendingurinn Harald V. Johnson á ferð hér á landi: Gaf Kvikmyndasafni íslands kvikmynd sem hann tók á alþingishátíðinni 1930 „ÉG HEF haft mikla ánægju af því að koma til Islands, eiginkona mín, Louise, er ekki Vestur- íslendingur, en hún hefur eigi að síður notið dvalar- innar hér vel. Ég hef hitt frændur og vini og dvölin hefur verið í alla staði mjög ánægjuleg fyrir okkur," sagði Harald Valdimar Johnson í sam- tali við Morgunblaðið. Hann er efnafræðingur að mennt og er búsettur í Big Harbor í Washington. Harald er Vestur-íslending- ur, nánar tiltekið ættaður úr Borgarfirðinum. Hann fæddist árið 1913 í Mountain Norður- Dakóta. Faðir hans, Jón Árna- son (John Arnason Johnson), sem er frá Kvígsstöðum í Andakíl, fluttist með foreldrum sínum til vesturheims árið 1883, en þau voru Árni Jónsson (Johnson), bóndi á Kvígsstöð- um, en ættaður frá Kirkjubóli í Hvítársíðu, og eiginkona hans, Steinunn Jónsdóttir, ættuð frá kórsins „Vestur-bræðra“ vid vor- söngskemmtun þeirra í júní. Kjarvalsstöðum í Reykholtsdal og Kalmanstungu. Harald og Louise voru í 2 vik- ur á Islandi í þetta sinn sem er það þriðja hjá Harald. Þau heimsóttu m.a. þá bæi í Borg- arfirðinum sem Harald er ætt- aður frá og var það skemmtileg ferð að sögn Haralds. Þau fóru til Akureyrar, en þar var Har- ald staðsettur 1942—’43, þegar hann kom hingað til lands í annað sinn og þá sem hermaður í Bandaríkjaher. Harald kom fyrst til Islands á alþingishátíðina 1930, þá sem ungur maður í fylgd með for- eldrum sínum. I þeirri ferð tók hann kvikmynd af hátíðinni og ferð Vestur-íslendinganna á hana, en 1980 gaf hann Kvik- myndasafni Islands kvikmynd- ina í tilefni þess að 50 ár voru þá liðin frá alþingishátíðinni. Harald sagðist að lokum von- ast til að koma til íslands að ári og þá með kórnum „Vestur- bræðrum" sem nær eingöngu væri skipaður Vestur-íslend- ingum. Þeir hefðu ætlað að koma hingað til lands í sumar, en forföll nokkurra kórfélaga hefðu valdið því að ákveðið var að fresta ferðinni. Kórinn, sem er skipaður 19 mönnum, er um 3ja ára gamall og syngja þeir opinberlega saman tvisvar á ári og skipa íslensk lög veglegan sess á söngskrám þeirra. Sýslumannsembættið í Skagafjarðarsýslu: Jóhann Salberg Guðmunds- son hættir fyrir aldurs sakir JÓHANN Salberg Guðmundsson hefur sagt starfi sínu lausu frá og störfum fyrir aldurs sakir. Jóhann ber síðastliðinn. Sýslumannsembættið hefur ver- ið auglýst laust til umsóknar og rennur umsóknarfrestur út um miðjan september. Jóhann Salberg Guðmundsson var skipaður sýslumaður í Skaga- sýslumaður í Skagafjarðarsýslu með 1. nóvember, en hann hættir Salberg varð sjötugur 4. septem- fjarðarsýslu og bæjarfógeti á Sauðárkróki 6. nóvember árið 1957 og tók hann við störfum 1. janúar árið 1958 og hefur því gegnt emb- ættinu í tæp 24 ár. Heimdallur gefur út límmiða: „Nato — stærsta friðarhreyfingin“ HEIMDALLUR, samtök ungra sjálfstæóismanna í Reykjavík, hefur gefið út límmiöa með áletruninni „NATO — Stærsta friðarhreyfing- in“. Aletrun límmiðans er hvít á rauðum grunni. Límmiðinn er fáan- legur í Valhöll, Háaleitisbraut 1. f fréttatilkynningu frá Heimdalli, kemur fram að tilgangurinn með út- gáfunni sé að minna á hið mikilvæga hlutverk Atlantshafsbandalagsins sem friðarbandalags. Jafnframt útgáfunni hefur Heimdallur ályktað eftirfarandi: „I hinum hugmyndafræðilegu kenningum ráðamanna í Sovét- ríkjunum, er stefnt að heimsyfir- ráðum kommúnismans og bent er á að slík heimsyfirráð séu aðeins „eðlilegt" framlag ráðamanna í Sovétríkjunum til hinnar „sögu- legu þróunar". Þessar staðreyndir, ásamt sýnilegri útþenslustefnu Sovétmanna, með vopnavaldi voru kveikjan að stofnun NATO og þær hafa ekki breyst. Hernaðarlegt afl Sovétríkjanna er nú miklu meira en nokkru sinni fyrr og því er full þörf á að lýðræðisþjóðir Vestur- landa standi vel á verði. Elstu og helstu lýðræðisríki heims eru í NATO, en þau ríki, sem búa við lýðræðisskipulag, hafa aldrei verið mörg og fer óðum fækkandi. Lýðræðisþjóðirn- ar stofnuðu NATO til þess að treysta frið og öryggi og hin styrka samstaða NATO-ríkjanna hefur orðið þeim hvatning til þess að eiga frumkvæði að margskonar samningatilraunum, sem eiga að bæta sambúð austurs og vesturs. Má í því sambandi benda á við- ræður um takmörkun gereyð- ingarvopna, viðræður um gagn- kvæman samdrátt herafla í Mið- Evrópu og viðræður um gagn- kvæman samdrátt í vígbúnaði NATO og Austantjaldsríkjanna. STÆRSTA FRIÐARHREYFIIMGIN Árangur hefur verið ágætur á sumum sviðum en lítill á öðrum. Hins vegar er ljóst, að án sam- stöðu lýðræðisríkjanna hefðu þessar samningaviðræður aldrei farið af stað. Einnig er ljóst að samstaða lýðræðisrikjanna í NATO hefur áorkað að tryggja frið og öryggi í Vestur-Evrópu og sjálfstæði ríkjanna þar í 33 ár. Þetta hefur jafnframt leitt til þess að Sovétríkin hafa stórlega dregið úr beinum ögrunum við þau og reynst fúsari til að setjast að samningaborðinu á sama tíma og sovéska vígvélin herðir takið á ríkjum utan NATO. Heimdallur bendir á, að á með- an ekki tekst að semja um gagn- kvæma tilslökun í vígbúnaði, sem báðir aðilar geti fylgst með og treyst, mun varðveisla friðar og öryggis lýðræðisþjóða Vestur- Evrópu, byggjast á þeim sameig- inlega varnarmætti, sem aðild að NATO skapar. Árás á eitt aðild- arríki NATO skal skoðuð sem árás á þau öll. Við íslendingar eigum því fulla samleið með nágrönnum okkar í varnarmálum." Prentvilla leið- rétt í grein um Kjalarnesþing í GREIN í sunnudagsblaði um upp- gröft í Þingnesi í Elliðavatni féll niður setning úr formála, sem breytti merkingu. Þar átti að standa: Við uppgröftinn í sumar hefur kom- ið í Ijós, að svonefnt landnámslag, þ.e. öskulagið sérkennilega frá því um 894 —895 hefur fundist neðst í torf- vegg í einu húsinu. Kemur það vel heim og saman við sögur um að þarna hafi verið búð á tímum Þorsteins Ing- ólfssonar, sonar fyrsta landnáms- mannsins og Hallgerðar langbrókar. En í Landnámu er sagt, að hann hafi látið setja þing á Kjalarnesi, áður en alþingi var sett. Ýmsir hafa dregið þetta í efa og talið að Kjalarnesþing hljóti að hafa verið á Kjalarnesi og þá verið þar sem heitir Leiðvöllur við Kollafjörð. Þær menjar eru nú komn- ar undir veg, enda miklu minna rými þar. Jafnvel hafa sumir talið að þing- ið hafi fyrst verið við Kollafjörð, en síðar flutt í Þingnes. Þessi uppgröftur ætti þá að hafa sannað, að búðir og þá þingið var fyrst strax í Þingnesi við Elliðavatn. I söludeild okkar aö Seljavegi 2 er góö aöstaöa til aö skoða og kynnast kostum Danfoss ofnhitastill- anna, blöndunartækjanna og annari Danfoss fram- leiöslu, sem stuölar aö beinum orkusparnaói. Tæknimenn Danfoss deildarinnar leiöa þig i allan sannleika. m Höganás fllsarnar eru þekktar fyrir gæöi. Nú er gott úrval af flisum. Einnig flisaefni og verkfæri. i sýningarkassanum sjáið þiö ótal hugmyndir — festar á litskyggnur, sem auövelda ykkur valiö á Höganás flisum. = HEÐINN = SELJAVEGI2, REYKJAVIK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.