Morgunblaðið - 07.09.1982, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.09.1982, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1982 28 Bakvörðurinn sá um markvörsluna og varamaðurinn um sigurmarkið . l' _ — og Man. City skaust í efsta sæti 1. deildarinnar MANCHESTER City náði forystunni í 1. deild á laugardaginn er liðið sigraði Watford 1—0 á heimavelli sínum. City lék mjög vel, betur heldur en lokatöl- ur leiksins gefa til kynna. Yfirburðirnir umtalsverðir, en það var þó ekki fyrr en seint í leiknum að sigurmarkið skaut upp kollinum. Hetjur City voru bakvörðurinn Bobby MeDonaid sem varð að fara i markið þegar Joe Corrig- an meiddist straz á 3. mínútu, og gamla kempan Denis Tueart Hann kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmark City með skalla af stuttu fcri á 76. mínútu. Tueart meiddist illa á hásin á siðasta keppnistímabili, lék ekki meira það tímabil og lengst af var það mál manna að hann myndi aldrei leika knattspyrnu framar, svo slæm voru meiðslin. Ósigur Watford var sá fyrsti hjá liðinu sem 1. deildar lið, en félagið hafði unnið tvo fyrstu leiki sína með miklum glæsibrag, 2—0 gegn Everton og 4—1 gegn Southampton. Lítum á úrslit leikja í 1. deild áður en lengra er haldið: Arsenal — Liverpool 0—2 Birmingham — Stoke 1—4 Everton — Tottenham 3—1 Ipswich — Coventry 1—1 Luton — N. County 5—3 Man. City — Watford 1—0 N. Forest — Brighton 4—0 Southampton — Aston Villa 1—0 Sunderland — West Ham 1—0 Swansea — Norwich 4—0 WBA - Man. Utd. 3-1 David Hodgeson, nýi miðherj- inn hjá Liverpool, þykir hafa verið furðu fljótur að hasla sér völl hjá félaginu, framlag hans í sigrinum gegn Arsenal var stórt. Hann skoraði sjálfur fyrra markið skömmu fyrir leikhlé og lagði síð- an upp annað markið sem Phil Neal skoraði sjö mínútum fyrir leikslok. Þetta var einn af þessum dögum hjá Arsenal sem bókstaf- lega ekkert gengur upp, liðið sótti nær stanslaust allan leikinn og góð færi buðust nokkrum sinnum. En færin tókst ekki að nýta, auk þess sem vörn Liverpool tókst hvað eftir annað að komast með tærnar inn í bráðefnilegar sókn- arlotur þeirra Arsenal-manna og var Mark Lawrenson þar einkum sérlega atkvæðamikill. Manchester Utd. tapaði fremur óvænt gegn WBA eftir sérstaklega sterka frammistöðu í tveimur fyrstu umferðunum. United var miklu betra liðið í fyrri hálfleik og náði þá forystu með marki Bryan Robsons. í síðari hálfleik snerist dæmið gersamlega við, heimaliðið náði góðum tökum á leiknum og vann góðan sigur. Strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiks jafnaði miðvörðurinn Martyn Bennett með góðum skalla eftir horn- spyrnu og Peter Eastoe náði síðan forystunni fyrir WBA á 60. mín- útu með viðstöðulausu skoti af 15 metra færi. Ally Robertson bætti þriðja markinu við á 73. mínútu og þar við sat. Annars var víða mikið skorað, en hvergi þó meira en í Luton, þar sem heimaliðið sigraði Notts County 5—3 í sprellfjörugum leik. Paul Walsh braut ísinn á 15. mín- útu, skoraði þá eftir undirbúning Ricky Hill. County svaraði með tveimur mörkum á 24. og 33. mín- útu. Brian Kilcline og John Chie- dozie skoruðu mörkin. Fjórum mínútum fyrir leikhléið tókst Ricky Hill að jafna. David Moss skoraði þriðja mark Luton á 50. mínútu og síðan kom æðisgengin kafli þar sem þrjú mörk voru skoruð á 4 mínútna kafla, Walsh skoraði tvívegis fyrir Luton á 65. og 67. mínútu, en Mark Goodwin svaraði fyrir County á 68. mínútu. Staðan var þar með orðin 5—3 og fleiri urðu mörkin ekki. En það voru fleiri en Paul Walsh sem skoruðu þrennu á laug- ardaginn, gamla kempan Bob Latchford sýndi að hann hefur engu gleymt er hann sendi lið Norwich öfugt heim frá Swansea með 0-4 tap á bakinu. Yfirburðir Swansea voru einkum miklir í fyrri hálfleik og þá skoraði Latchford á 13. og 31. mínútunum. Robby James bætti þriðja mark- inu við á 42. mínútu. Norwich sótti sig mjög í síðari hálfleik og sótti nokkuð án árangurs framan af. Liðið gaf sig svo smám saman er ekkert gekk og Latchford náði að pota inn þriðja marki sínu og fjórða marki Swansea áður en yfir lauk. Stoke vann merkilegan stórsig- ur á útivelli gegn Birmingham, og var það einkum stórgóðum fyrri hálfleik að þakka. BBC og AP voru ekki sammála um hverjir skoruðu mörk Stoke að þessu sinni. Voru reyndar sammála um að Phil lan Wallace átti góðan leik meó Nottingham Forest, skoraði tvívegis gegn Brighton. Leikmenn Liverpool unnu góðan sigur gegn Araenal og verða eflaust drjúgir við stigaöfhin í vetur. Enska 1 knatt- spyrnan Hawker hafi skorað sjálfsmark og fært Stoke forystu og að Peter Griffiths hafi skorað fjórða mark- ið rétt fyrir leikhlé. Hins vegar sagði BBC að Mark Chamberlain hafi skorað tvívegis inn á milli, AP sagði einhvern Hodgeson hafa skorað umrædd mörk. Leikmenn Stoke létu heimaliðið um að puða í seinni hálfleik. Birmingham sótti þá talsvert, en með hálfum hug, enda forysta Stoke risavaxin. Þó tókst Alan Curbishley að minnka muninn skömmu fyrir leikslok. Everton afgreiddi Tottenham þegar í fyrri hálfleik með stórgóð- um sóknarleik. Kevin Sheedy skoraði strax á 7. mínútu og Billy Wright skallaði í netið hjá Tott- enham á 19. mínútu. Steve Mc- Mahon bætti þriðja markinu við á 34. mínútu og engu breytti um gang leiksins þó Steve Archibald minnkaði muninn aðeins mínútu síðar. í síðari hálfleik leystist leik- urinn upp í vitleysu, John Lacey var þá rekinn af leikvelli fyrir að brjóta viðbjóðslega á Graeme Sharpe og Ian Bailey hjá Everton fékk einnig að fara snemma í bað fyrir svipað brot á Tony Galvin. Ipswich sótti án afláts gegn Coventry og hafði öll ráð í hendi sér. Paul Mariner skoraði fyrir Ipswich á 72. mínútu eftir fyrir- gjöf George Burley, en leikmenn Ipswich áttu eftir að líða fyrir að sóa mörgum góðum marktækifær- um. Danny Thomas, bakvörðurinn snaggaralegi hjá Coventry, fór nefnilega fram í sóknina fimm mínútum fyrir leikslok og tókst að jafna með stórglæsilegu skoti af 25 metra færi. Nottingham Forest var ekki í vandræðum með slakt lið Brigh- ton og þykir ýmsum vera snemma kominn fallstimpill á sunnan- mennina. Ian Wallace skoraði fyrir Forest strax á 13. mínútu og John Robertson bætti marki við úr tvítekinni vítaspyrnu þremur mínútum fyrir leikhlé. Wallace skoraði annað mark sitt í síðari hálfleik og þá skoraði einnig hinn bráðefnilegi Colin Walsh fjórða mark Forest. Justin Fashanu byrjaði vel hjá Southampton, en Forest hefur lánað hann þangað um tíma. Strax á 3. mínútu leiksins skoraði sá svarti glæsilegt mark eftir fyrir- gjöf Steve Williams. Þar við sat í annars daufum leik. Peter Withe „skoraði" að því er virtist bara gott mark fyrir Villa í seinni hálf- leik, en dómarinn neitaði að dæma markið gilt. Sunderland hélt sínu striki, en þetta lið, sem slapp mjög naum- lega við fall á síðasta tímabili, hefur enn ekki tapað leik í haust. Tveir sigrar og eitt jafntefli. West Ham byrjaði betur á Roker Park og á fyrstu tíu mínútunum var lið- ið oftar en einu sinni nærri því að skora. Það var því gegn gangi leiksins er Sunderland skoraði á 14. mínútu. Stan Cummins lék þá á tvo varnarmenn West Ham og skaut á markið. Phil Parks, markvörður West Ham, varði, en hélt ekki knettinum sem hrökk til Garry Rowell og hann afgreiddi málið snyrtilega, renndi knettin- um í tómt markið. Eftir það var Sunderland sterkari aðilinn, en bæði liðin fengu þó tækifæri til að bæta fleiri mörkum við. Leikmenn Swansea höfðu ærna ástæðu til að fagna á laugardaginn, liðið sigraði Norwich 4-0 á heimavelli stnum. Jílorjjuntilnbií*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.