Morgunblaðið - 07.09.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.09.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1982 19 Anker Jorgensen og Koui Mchliiter, formnður Hukbflokknins. Danmörk: Tekst Poul Schliiter að mynda nýja stjórn? Frá Ib Björnbak, frétla- riUra Mbl. í Kaupmannahöfn, 6. september. FORMAÐUR íhaldsflokk.sins í Danmörku, Paul Schliiter, reynir nú myndun meirihlutastjórnar þeirra flokka sem eru lengra til hægri í vidhorfum en Sósíaldemó- krataflokkurinn. Anker Jörgensen sagói af sér en leysti ekki upp þingið á þeirri for- sendu að allir hinir flokkarnir voru á móti frumvarpi hans í efna- hagsmálum, en þar var ráðgert að spara 10 milljarða króna til að koma Danmörku út úr þeim efna- hagserfiðleikum sem hún er í. Borgaralegu flokkarnir í Danmörku telja að frumvarp sósíaldemókrata í efnahagsmál- um sé ekki nægjanlegt til lausn- ar efnahagsvandanum og bæði borgaraflokkarnir og sósíal- demókratar eru sammála um að Danir verði að vera reiðubúnir lækkun rauntekna og að betri samkeppnisstaða sé eina leiðin út úr erfiðleikunum. Formaður Ihaldsflokksins, Poul Schlúter, er nú að ræða við róttæka, mið-demókrata, Kristi- lega þjóðarflokkinn, Vinstri- flokkinn og Framfaraflokkinn um hugsanlega stjórnarmyndun. Enginn reiknar með að hægt sé að mynda stjórn íhaldsflokks- ins og Vinstriflokksins með Poul Schlúter sem forsætisráðherra, og ekki virðist sem Henning Christophersen úr Vinstri- flokknum hafi möguleika á því að verða útnefndur í forsætis- ráðherraembættið. Ihaldsflokkurinn er næst- stærsti flokkurinn í Danmörku, en hér fara á eftir niðurstöður Gallup-skoðanakönnunar er birtist í Berlingske Tidende. Töl- ur í svigum sýna fylgið við kosn- ingarnar 1981: Sósíaldemókratafl. 32,6 (32,9) Radikalafl. 4,4 ( 5,1) íhaldsfl. 15,2 (14,5) Sósíalíski þjóðarfl. 11,5 (11,3) Mið-Demókratar 7,1 ( 8,3) Kristilegi þjóðarfl. 2,1 ( 2,3) Vinstrifl. 11,9 (11,3) Vinstrisósíalistar 2,5 ( 2,7) Framfarafl. 9.4 ( 8.9) Japan: Regnhlífar taldar meðal morðvopna Tókfó, 6. Heptember. AP. STJORNVÖLI) í Japan sem jafnan hafa verið framarlega í flokki þeirra er reyna að hafa hemil á glæpum og hafa m.a. bannað meðferð skamm- byssa þar i landi, hafa nú tekið upp aðgerðir gegn enn einu morðvopni, regnhlífinni. I Ijósi þess að nú nýverið réðust tveir reiðir vélhjólamenn gegn ökumanni nokkrum og stungu hann á háls með regnhlífaroddi, eru nú hafnar viðræður við regn- hlífaframleiðendur um að minnka oddinn á regnhlífum, en hann hef- ur reynst mörgum skeinuhættur. Samþykktar voru nýjar reglur um regnhlífar og eftir að þær hafa tekið gildi í desember næstkom- andi mun oddurinn verða minni og breiðari. Danskur blaðamaður grunaður um njósnir Karbnibe. V ÞýsfcaUndi. 6. wptember. AP. DANSKUR blaðamaður, sem grunaður er um að hafa stundað njósnir fyrir austur-þýsku leyniþjónustuna, var handtekinn er hann reyndi að komast yfír landamærin til Danmerkur. samkvæmt heimildum frá talsmanni vestur- þýska hæstaréttarins. Talsmaðurinn sagði að blaða- maðurinn lægi undir grun um að hafa stundað njósnastarfsemi þessa á árunum 1958 til 1981 og var af þeim sökum gefin út hand- tökuheimild á hendur honum 6. ágúst síðastliðinn, en hann var sem fyrr segir handtekinn á landamærunum sl. föstudag. I fréttum frá Danmörku segir að blaðamaður þessi, Flemming Sörensen, sé 52 ára að aldri og hafi starfað sjálfstætt fyrir nokk- ur dönsk blöð. Honum er lýst sem miklum baráttumanni gegn kjarn- orku, en haft er eftir eiginkonu hans að hún telji að handtaka hans nú sé ekkert i sambandi við það. Gullverð það hæsta í fimmtán mánuði Lundúnum, 6. neptember. AP. VERD á gulli fór í dag hærra en það hefur verið í 15 mánuði þegar mark- aðir lokuðu í Lundúnum. Var verð á únsunni komið í 474 Bandaríkjadali, en var 458,50 á (ostudag þegar lokað var fyrir gullviðskipti. I Zúrich hafði verðið á únsunni ekki hækkað eins mikið. Var i dag við lokun á 463 dali únsan á móti 452,50 við lokun fyrir helgi. Þá hækkaði verð á silfri nokkuð, en þó ekkert í líkingu við gullið. Hef- ur gullverð hækkað um 130 dali á undanförnum þremur vikum. Fjármáiaspekingar í Evrópu telja líkur á að verð á gulli fari upp í 500 dali á únsu innan skamms með sama áframhaldi. Gullverð varð hæst 875 dalir í New York í árs- byrjun 1980 eftir að Sovétmenn réðust inn í Afghanistan. Bandaríski dalurinn er enn mjög svipaður því sem hann var í siðustu viku. Voru í dag 1.722 dalir í sterlingspundinu á móti 1.728 á föstudag. Hefur dalurinn því held- ur styrkst ef nokkuð. Stærsta banka- rán í 33 ár í Kína upplýst Peking, 6. Heptember. AP. TVEIR menn hafa verið handteknir vegna stærsta bankaráns er framið hefur verið í Kína frá því kommún- istar komu þar til valda 1949, en ránsfengurinn nam 50.000 dollunim, samkvæmt frétt frá dagblaði í Shanghai. I dagblaðinu í dag segir að skó- far á einni álmu bankans hafi ver- ið lykillinn að handtöku mann- anna tveggja nú, en hálft ár er liðið frá því ránið var framið. Tekst okkar mönnum enn einu sinni ad ná góðum árangri gegn A-Þjóðverjum? ÍSLAND — A-ÞÝZKALAND á Laugardalsvelli á morgun, miövikudag, kl. 18.15. Trabant Wartburg Ingvar Helgason, Melavelli v/ Rauðagerði .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.