Morgunblaðið - 07.09.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.09.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1982 5 U-H TeikniborÖ Teiknivélar Teikniskápar Lampar á teiknivélar Hjólaborð ISKRIFSTOFU HUSGÓGNI Hallarmúla 2 - Sími 83211 Eigandi Steina hf. Steinar Berg ísleifsson, isamt verslunarstjóra hinnar nýju hljómplötuverslunar og myndbandaleigu i Rauðarirstígnum, Guó- mundi Rúnari Guðmundssyni. (LjÓBin. Mbl. Kriatján Einaramn.) Steinar hf. stofna plötu- klúbb og opna nýja verslun Hljómplötudeild Karnabæjar, sem er í eigu Steina hf., opnaði sl. laugardag nýja hljómplötuverslun og myndbandaleigu i Rauðarirstíg 16. í tengslum við verslunina hefur einnig verið settur i stofn plötuklúbbur og er tilgangur hans, að sögn aðstandenda, að auka þjónustu fyrirtækis- ins við tónlistarunnendur um land allt. í hófi, sem haldið var í tilefni opnunarinnar, sagði Steinar Berg ísleifsson, eigandi Steina hf. að fyrir- komulagið sem verður á rekstri plötuklúbbsins muni auðvelda fólki utan Reykjavíkur að fylgjast með því sem er efst á baugi i tónlistarheiminum hverju sinni, allir gætu orðið meðlimir í plötuklúbbnum og yrði m.a. haldið uppi öflugu kynningarstarfi á tónlist fyrir meðlimi hans. Félögum verður sent fréttablað mánaðarlega og verður þar að finna upplýsingar um nýjar og væntanlegar hljómplötur, íslenskar og erlendar en auk þess verður að finna í blaðinu ýmiss konar efni um tónlist og tónlistarmenn. Stutt spjall við Inga Tryggvason, formann Stéttarsambands bænda, um nýliðið þing ÞINGI Stéttarsambands bænda lauk nú um helgina, eða ninar til- tekið klukkan 6.30 að morgni sunnu- dagsins. Afgreiðsla mála úr nefnd- um hófst eftir hádegi á laugardegin- um. Fjöldi mála var afgreiddur, en kannski biðu menn spenntastir eftir iliti framleiðslunefndar, en hún hafði með ýmisleg hitamil að gera, svo sem birgðamál og fyrirhugaða fækkun sauðfjir. Framleiðslunefnd lagði til að fund- urinn lýsti samþykki sínu við þær hugmyndir sem fram hafa komið um fækkun sauðfjár um allt að 50 þúsund á þessu hausti. Þá var lagt til að bændum, sem gera samning um að framleiða árlega á næstu 5 árum eigi meira en 67% af áunnu eða nýttu búmarki í þeirri búgrein, verði tryggt fullt verð fyrir framleiðslu sína á samningstímanum. Samþykkti fundurinn þetta og einn- ig það að áfram verði beitt kvótakerfi og kjarnfóðursgjaldi til framleiðslu- stjórnunar. Hins vegar urðu nokkrar deilur um tillögur framleiðslunefndar varðandi birgðir á kindakjöti frá síðasta verð- lagsári, en eins og kunnugt er voru ennþá óseld 1. ágúst síðastliðinn 3.122 tonn af 14.224 tonna framleiðslu árs- ins. Þessar óseldu birgðir samsvara rúmlega þriggja mánaða metsölu inn- anlands. Það virðist þrennt koma til greina varðandi þessar birgðir: (1) að velta þeim yfir á næsta verðlagsár og freista þess að fá fullt verð fyrir þær; (2) reyna að selja birgðirnar ódýrt, t.d. á erlendum markaði, og láta kjarnfóð- ursjóð bæta bændum skaðann að ein- hverju eða öllu leyti; (3) reyna að koma birgðunum út sem fyrst, og jafna verðvöntun niður á framleiðend- ur eftir kvótakerfinu, m.ö.o. að bænd- ur taki þarna á sig nokkra skerðingu. Framleiðslunefnd tók ekki skýra af- stöðu til þessa máls, en margir fund- armenn, þar á meðal formaður Stétt- arsambandsins, Ingi Tryggvason, vildu leggja áherslu á þriðja mögu- leikann. Eftir nokkra ræðu um málið samþykkti fundurinn að kveða ákveðnar að orði og ályktaði að „ekki kæmi til greina að velta öllum þeim vanda sem felst í kindakjötsbirgðum nú yfir á næsta verðlagsár". Ingi Tryggvason sagði í samtali við Mbl. að hann túlkaði þá samþykkt sem gerð var þannig, að fundurinn hafi litið svo á að það bæri að gera upp framleiðslu síðasta árs sérstak- lega samkvæmt kvótakerfi, þannig að það komi fram verðvöntun að ein- hverju marki, en að hluta verði verð- vöntunin greidd úr kjarnfóðursjóði. Það væri ósanngjarnt ef verðvöntunin væri að fullu greidd úr kjarnfóður- sjóði, því þá væri verið að vega að þeim bændum sem lítið hefðu fram- leitt á árinu. Þetta er sem sagt ákveð- in millileið á milli (1) og (2). Varðandi fyrirhugaða fækkun sauðfjár hafði Ingi þetta að segja m.a.: „Ég vil leggja áherslu á að við erum að fara þess á leit við þá bændur sem ekki byggja afkomu sína fyrst og fremst á sauðfjárrækt að þeir fækki. Það er staðreynd, að í stórum héruð- um landsins, alveg sérstaklega þeim strjálbýlli, er sauðfjárrækt aðal- atvinnuvegur. Og það gæti haft al- varlegar afleiðingar á þessum svæð- um ef þyrfti að grípa til róttækra ráðstafana til almennrar fækkunar sauðfjár sem kæmi n.v. jafnt niður á alla bændur. Þess vegna erum við fyrst og fremst að höfða til þeirra sem ekki hafa sauðfjárrækt að aðalstarfi að þeir fækki eitthvað." Ingi var spurður um kvótakerfið, hvort menn væru almennt sáttir við það: „Kvótakerfið hefur alla tíð verið mikið rætt og gagnrýnt. Það er vand- meðfarið og við erum ennþá að berjast við ýmsa byrjunarörðugleika. Gagn- rýni er því eðlileg. Og menn mega ekki gleyma því að hvers konar fram- leiðslutakmarkanir eru auðvitað neyð- arúrræði, og það er alltaf erfitt að framkvæma aðgerðir sem þrengja að bæði hag einstaklings og e.t.v. stéttar- innar allrar þannig að allir séu glaðir og ánægðir." Ingi Tryggvason, formaður Stéttar- sambands bænda. Af öðrum málum sem afgreidd voru á fundinum má nefna: Tillögur um að könnuð verði áhrif verðbólgunnar á tekjur og afkomu bænda samanborið við aðra launþega; sérstaklega verði athuguð áhrif þess á rauntekjur bænda hve greiðslur á afurðaverði komi seint í hendur þeirra, og áhrif vaxta og verðtryggingar á afkomuna. Fundurinn lýsti yfir áhyggjum vegna erfiðrar fjárhagsstöðu margra bænda, einkum þeirra yngri. „Orsakir þessarar þróunar eru einkum vafasöm ákvæði skattalaga, háir vextir og verðtrygging lána, tekjurýrnun vegna söluerfiðleika og rýrnun á tekjum bænda af völdum verðbólgu og veður- fars.“ Var sérstaklega lögð áhersla á það í þessu sambandi að lengja þyrfti lánstímann og létta þannig greiðslu- byrðina. Margt fleira mætti nefna. Það var hvatt til þess að áfram yrði unnið að gerð tillagna um hámarksbústærð. Svo og hvatt til að mótuð yrði stefna í kjötframleiðslumáium sem taki mið af markaðsskilyrðum og breytingum á neysluvenjum. Þá var vakin athygli á miklum atvinnumöguleikum bænda í ferðamannaþjónustu. Fagnað var þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að afnema tolla og aðflutningsgjöld af efni til bygginga vegna loðdýrarækt- unar og tækja til fóðurstöðva. Jafn- framt var skorað á stjórnvöld að láta gera áætlun um uppbyggingu og þróun loðdýraræktar á Islandi. Eitt af því sem fjallað var um á fundinum voru starfsréttindi í land- búnaði. Ingi Tryggvason sagði um það: „Tillögur nefndar, sem hefur starf- að að því að gera uppkast að hug- myndum um hvaða skilyrði menn þyrftu að fullnægja til að fá starfs- réttindi í landbúnaði, voru lagðar fyrir fundinn. Svo og tillaga um það að hafinn yrði undirbúningur að löggjöf um þessi mál. Það stóð aldrei til að taka endanlega afstöðu til þessa máls á þessum fundi heldur að kynna slíkt frumvarp fyrir búnaðarfélögun- um, fyrir kjörmannafundum, og síðan að leggja það fyrir næsta Stéttarsam- bandsfund. Þetta er mál sem allir gera sér grein fyrir að þarf mikinn og vandlegan undirbúning og verður ekki hespað af í fljótheitum. Þegar við tölum um starfsréttindi í landbúnaði þá er hin almenna skoðun sú að þarna þurfi að haldast í hendur nokkur skólaganga og reynsla. Og við lcggjum áherslu á að þáttur starfs- reynslu verði mikill þegar þar að kem- ur að farið verður að krefjast starfs- réttinda í bændastétt." Þeir bændur fækki sauð- fé sem helst mega við því

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.