Morgunblaðið - 07.09.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.09.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1982 3 „Höfum beðið fólk að ganga til liðs við okkur við að vernda börnin“ R3849 Þeír, sem óku við eða yfir hraðamörkum, voru beðnir að ganga til liðs við lögregluna í að halda niðri ökuhraða við skólana. „Fólk hefur tekið þessu mjög vel og beitið okkur stuðningi," aagði Eiríkur Beck, lögreglumaður. Radarmælingar við skóla Reykjavíkur: „VIÐ höfum mælt hraða bifreiða við alla grunnskóla í Reykjavík undanfarna daga og stöðvað menn sem hafa ekið of hratt og áminnt þá en ekki sektað. Við höfum beð- ið fólk aö ganga til liðs við okkur við að vernda börnin, sem þessa dagana streyma i skólana. Fólk hefur tekið þessu mjög vel og heit- ið okkur stuðningi,“ sagöi Eiríkur Beck, lögreglumaður, í samtali við Mbl. „Þessa dagana eru um 1.100 börn að hefja nám í yngsta bekk grunnskóla og þúsundir barna streyma í skólana. Vonandi verða þessi og næstu mánuðir slysalausir, en því miður hefur reynsla undanfarinna ára kennt okkur, að árlega slasast nokkur börn á leið til skóla. Til mikils er að vinna. Aðstæður til aksturs breytast þegar haustar og menn eru oft vanbúnir til að mæta breyttum aðstæðum og aka of hratt," sagði Eiríkur. Radarbyssunni beitt og ökuhraðinn mældur. My»iir Mbt rax. Hann sagði, að flestar hefðu bifreiðarnar verið stöðvðar við Langholtsveg og einnig við Álftamýri. Þetta væru fjölfarn- ar umferðagötur beinar og breiðar og menn hefðu gleymt sér og ekið of hratt. Þó hefði enginn verið tekinn fyrir víta- verðan akstur, heldur hefðu menn rétt farið yfir mörkin. Ný bók frá Emi og Örlygi: Islenskar árbæk- ur 1400 til 1449 ÍSLENSKAR árbækur 1400 til 1449 nefnist bók sem væntanleg er frá Bókaútgáfu Arnar og Örlygs nú í haust. Bókin er fyrsta bindi mikils ritverks, sem greinir frá atburðum íslandssögunnar ár frá ári, stórum sem smáum. Höfundur bókarinnar er Anders Hansen blaða- maður, en Haukur Halldórsson skreytingar. í „íslenskum árbókum 1400 til 1449“ eru sem fyrr segir raktir hinir ýmsu atburðir hér á landi á þessu árabili, og er hvert ár tekið fyrir sérstaklega, og síðan greint niður í smærri kafla, svo sem um mannskaða og náttúruhamfarir, viðskipti landsmanna við útlend- inga, málefni biskupsstólanna, glæpi, bardaga og margt fleira. Við samningu verksins hefur höf- undur víða leitað fanga, svo sem í gömlum annálum, Isl. fornbréfa- safni, þjóðsögum og munnmælum, sagnfræðiritum og landlýsingum. Auk þess sem hinir ýmsu atburðir eru raktir frá ári til árs, ritar höf- undur fjöldamargar ritgerðir til skýringar og glöggvunar. örlygur Hálfdánarson bókaútgefandi sagði í samtali við Morgunblaðið, að til skamms tíma hefði verið tal- að um 15. öldina sem hina „myrku öld“ í sögu íslendinga, en sífellt væru að bætast við nýjar og nýjar upplýsingar. í bókinni „íslenskar árbækur 1400 til 1449“ væri fyrri hluti þessarar aldar tekinn fyrir, og undravert væri hve merkilegt mannlíf og mikil menning hefði þá blómstrað hér þrátt fyrir óáran á mvndlistarmaður sér um mynd- stundum, Svartadauða og yfir- gang útlendinga. Þessu væri öllu haganlega saman raðað af höfundi og teikningar Hauks Halldórsson- ar væru svo til enn frekari skýr- ingar. Örlygur sagði að myndir Hauks væru talsvert á annað hundrað talsins, allar unnar sérstaklega fyrir þetta verk. Myndirnar sýndu kunna menn og atburði eins og höfundur sæi þá, brugðið væri upp myndum af Hólum t Hjaltadal og Skálholti og fleiri stöðum eins og talið væri að þeir hefðu litið út á þessum tíma, og kappkostað væri að sýna tísku og klæðaburð eins og tíðkaðist á fyrri hluta 15. aldar, og yrði það gert í hverju bindi fyrir sig. Fjölmarga þjóðkunna fræði- menn sagði örlygur að höfundur og teiknari hefðu ráðfært sig við um ritun efnis og gerð mynda. örlygur sagði að lokum, að ekki væri endanlega ákveðið hve verkið „íslenskar árbækur" yrði mikið að vöxtum, né hve langt það næði í tíma, en næsta bindi kæmi út á næsta ári, og myndi útgáfan mjög vanda til verksins á allan hátt. Höfn í Hornafirði: Björn Kristjánsson ráðinn sveitarstjóri BJÖRN Kristjánsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri á Höfn í Horna- firði. Tók hann við störfum 1. sept- ember síðastliðinn og sat sinn fyrsta sveitarstjórnarfund í g*r. Björn er fyrrverandi stöðvar- stjóri Pósts og síma á Stöðvarfirði og einnig gegndi hann þar störfum sveitarstjóra. Björn Kristjánsson er 47 ára gamall. (ádur sýningarhöllin Bíldshöföa) Vöruúrval Fatnaöut á dömur — herra — unglinga — börn og ungbörn. Hljómplötur — kassettur. Efnl í stórkostlegu úrvali. Gardínuefni — stórísar — sængurfatnaöur — handklæöi — sportvörur alls konar — j íþróttaskór — o.fl. o.fl. Nýjar vörur teknar fram á morgun og næstu daga Þetta er markaöur sem enginn getur látiö fram hjá sér fara — hreint út sagt ótrúlega góö kjör. Karnbær — Belgjagerðin — Steinar — Hummel- umboðið — Nylon Plast — Z-brautir — Gluggatjöld hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.