Morgunblaðið - 26.10.1982, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1982
5
Lagabreyting-
ar og beitarmál
— verða helstu viðfangsefni á lands-
þingi hestamanna um helgina
UM N/ESTU helgi verður haldið 33. landsþing Landssambands hestamannafé-
laga. Að þessu sinni verður þingið haldið í Hlégarði í Mosfellssveit og er það
Hestamannafélagið Hörður sem sér um framkvæmd þingsins. Þingstörf hefjast
klukkan tíu í föstudag og mun formaður LH setja þingið. Milli 120—130
þingfulltrúar frá hestamannafélögum víða um land munu sitja þingið auk gesta
og annarra áheyrenda.
rrs
íslenska hljómsveitin:
Fyrstu tónleikarnir
Að venju eru mörg mál á dagskrá
þingsins og ber þar hæst tillaga
milliþinganefndar um endurskoðun
á lögum og reglum LH og tillaga
stjórnar LH um beitarmál. í laga-
breytingatillögunni er lagt til að
fjölgað verði í aðalstjórn LH, þann-
ig að varaformaður gengur inn í að-
alstjórn og bætt verður við einum
meðstjórnanda. Einnig er lagt til að
þingfulltrúum verði fækkað, en
þessi þing hafa þótt of stór og þung
í vöfum. Er þetta viðleitni í þá átt
að gera þingin léttari í framkvæmd
og jafnframt árangursríkari. Stjórn
LH leggur fram tillögu þar sem
mörkuð er nýstefna í beitarmálum
og er þá átt við beitarhólf í áning-
Lítið um fisk-
sölur erlendis
FISKSÖLUM íslenzkra skipa er-
lendis fer nú heldur fækkandi og
mun aflatregða ráða mestu um það.
Aðeins er fyrirhugað að sex skip selji
afla sinn erlendis i þessari viku.
í gær seldi Otur GK 147 lestir í
Cuxhaven. Heildarverð var
1.684.400 krónur, meðalverð 11,46.
Þá seldi Siglfirðingur SI 101,5
lestir í Grimsby. Heildarverð var
1.779.200 krónur, meðalverð 17,53.
Tvö skip til viðbótar munu selja í
Englandi í þessari viku og önnur
tvö í Þýzkalandi.
arstöðum. Ýmsar aðrar tillögur eru
komnar fram um smærri mál og má
þar nefna breytingar á ald-
ursmörkum knapa á kappreiðum, en
eins og kunnugt er urðu miklar deil-
ur í sumar vegna laga um ald-
ursmörkin. Tvær tillögur hafa kom-
ið fram um viljadóma í gæðingak-
eppni. Er í annarri tillögunni lagt
til að viljaprófun verði aflögð en hin
fjallar um starfsreglur viljadómara.
Til þingsins er sérstaklega boðið
Pálma Jónssyni, landbúnaðarráð-
herra, Jónasi Jónssyni, búnaðarmál-
astjóra og Sveini Runólfssyni, land-
græðslustjóra, en hann mun halda
fyrirlestur sem ber heitið „Landið,
beit og umgengni". Hestamanna-
félagið Hörður mun svo bjóða mök-
um þingfulltrúa og öðrum þeim er
þess óska, í skoðunarferð um ná-
grennið. Kynnt verður sérstaklega
ný gerð hliða til notkunar í beitar-
hólfum og vörslugirðingum.
A laugardag verður kosið í stjórn,
en úr stjórn eiga að ganga Gísli B.
Björnsson, gjaldkeri og Sigurður
Haraldsson, ritari og munu þeir að
sögn báðir gefa kost á sér til endur-
kjörs. Auk þess verður væntanlega
kosið um nýjan meðstjórnanda ef
Iagabreytingar um fjölgun í stjórn
nær fram að ganga. Áætlað er að
þingstörfum Ijúki seinni partinn á
laugardag og þingslit fari fram
klukkan 17.00. Um kvöldið gengst
svo hestamannafélagið Hörður fyrir
kvöldfagnaði með borðhaldi,
skemmtiatriðum og að síðustu verð-
ur svo stiginn dans, eins og venja er
til að afloknum landsþingum.
VK
Næstkomandi laugardagskvöld,
kl. 21.00 verða fyrstu tónleikar ís-
lensku hljómsveitarinnar. Verða
þessir tónleikar í Gamla Bíói. Ein-
lcikari verður Gísli Magnússon, en
hann (lytur ásamt hljómsveitinni
konsert eftir Mozart.
Önnur verk á efnisskránni eru
eftir Gluck, Beethoven og Pál P.
Pálsson og tengjast þau öll yfir-
í samviskufangaviku þessa árs
vekja mannréttindasamtökin, Amn-
esty International, athygli á samvisku-
longum í sveitum. Sveitafólk sem
hvorki hefur beitt ofbeldi né hvatt til
þess er handtekið, pyndað og tekið af
lífi í mörgum ríkjum með ólíkt þjóð-
skipulag.
Fórnarlömbin eru bændur, land-
búnaðarverkamenn og minnihluta-
hópar. Oft vita þau sáralítið um
réttindi sín og eiga sjaldan aðgang
að fjölmiðlum og samtökum sem
gætu veitt þeim hjálp ef vitneskja
bærist um mannréttindabrotin.
Sveitafangar eru að mörgu leyti
hinir „gleymdu” fangar nútímans.
Amnesty International telur brýnt
að auka eftirlit með mannréttinda-
skrift tonleikanna, „Austurríki —
höfuðból tónlistarinnar". Hafa
æfingar gengið að vonum og sýnir
myndin hljómsveitina á æfingu
ásamt stjórnandanum, Guðmundi
Emilssyni.
Aðeins er um 100 áskriftarskír-
teinum óráðstafað og er upplýs-
inga að leita á skrifstofu hljóm-
sveitarinnar.
brotum í sveitum með bættum upp-
lýsingum.
Stjórn íslandsdeildar Amnesty
International hefur í tilefni sam-
viskufangavikunnar sett upp sýn-
ingu í anddyri Háskólabiós til þess
að vekja athygli á sveitaföngum.
Islandsdeildin heldur fund á
Kjarvalsstöðum í kvöld, þriðjudag
26. október, klukkan 20.30. Hrafn
Bragason, borgardómari, formaður
íslandsdeildar, skýrir frá fyrirhug-
uðu vetrarstarfi, sagt verður frá
þingi alþjóðasamtakanna á Ítalíu í
sumar og Bergþóra Árnadóttir og
Hjördís Bergsdóttir skemmta með
vísnasöng. Öllum er heimill aðgang-
ur.
(FrétU(ilkynnine.>
“JÆJfl, ÓSl. BRÓ9UM GETUM ViÐ
HEIDUR BETUR BYRJflE) RD HÓT-
M/CLfl B^ÐflBlRóDHlÖéUNUM"
Fundur í kvöld — sýn-
ing 1 Háskólabíói
Feröaskrifstofan Útsýn, Portúgalska
flugfélagiö og
feröamálaráöuneyti Portúgals bjóöa á
PORTÚGALSKA HÁTÍÐ
meö
brasilísku
ívafi
Feguröarsamkeppni -
Ungfrú Útsýn
Herra Útsýn
— forkeppni, enda
fullt af
glæsilegu fólki á
Utsýnarkvöldum.
föstudaginn 29. október.
Skemmtiskrá:
Kl. 19.00 húsið opnað og gesti boðnir velkomnir með portú-
gölskum veigum.
Gjafahappdrætti frá Portúgal með veglegum vinningum.
Falleg kynningarkvikmynd frá hinni rómuðu baðströnd Al-
garve.
Kl. 20.00 hefsl portúgalskur hátíðarkvöldverður undir umsjón
portúgalska matreiöslumeistarans Antonio Cerqueira, sem
kemur sérstaklega frá Portúgal.
Verð aðeins 230,- (2 réttir).
Galdrakarlar leika Ijúfa dinnermúsík.
Heiöursgestir:
Mr. R. Eastaugh — Air Portugal
Mr. Enrique Moser — Portugal tourist board
Ms. Russel — Air Portugal.
Mr. Albano — Air Portugal
Model
samtökin
sýna föt frá
Blondie, Bikarnum
og Herragarðinum,
einnig pelsa frá
Eggerti Jóhanns-
syni, feldskera.
Snyrtifræöingur frá
Revlon kynnir
snyrtivörur.
Gestir fá aö bragöa
á úrvalssælgæti frá
Marebou.
GLÆSILEG DANSSYNING:
Broadway Ballet hefur göngu sýna undir stjórn Steve Fant.
Lauflétt getraun
um Portúgal fyrir alla gesti
— veglegur feröavinningur.
Bingó:
r Glæsilegir
feröavinningar,
m.a. 19. daga jóla-
og áramótaferö
til Ríó.
Ath.
Dansinn dunar til kl. 03 eftir miðnætti — Galdrakarlar og Gísli Sveinn í diskótekinu.
Þetta veröur skemmtun helgarinnar opin öllu skemmtilegu fólki,
sem kemur í sparifötunum og góöa skapinu
— en nú er vissara að
tryggja sér borð í tíma.
Kynningin verður endurfekin i
SJALLANUM AKUREYRI,
laugardag 30. október í tilefni af opnun nýrrar skrifstofu Útsýnar
að Hafnarstræti 98, Akureyri.
Feróaskrlfstofan
✓_____ ✓
UTSYN
Miðar afhentir í
Broadway frá kl. 1—6
e.h. í dag og næstu
daga meöan pláss
leyfir.