Morgunblaðið - 30.10.1982, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1982
Um það bil 94% allra
landsmanna hafa einhvern
tíma fengið skemmd í tönn.
Þess vegna finnst öllum
sjálfsagt að fara við og við
í skoðun hjá tannlækni.
í rauninni ætti þér að
finnast jafn eðlilegt og
auðvelt að fara í reglulega
krabbameinsskoðun.
Þú veist að fjórði hver
íslendingur deyr af völdum
krabbameins.
Framlag þitt til baráttunn-
ar gegn krabbameini verður
því að vera tvíþætt.
Þú leggur henni vissulega
lið með því að fara í skoðun
þegar þú færð tilkynningu.
En þú leggur henni ekki
síður lið með rausnarlegu fjár-
framlagi til þess að gera leitar-
stöð Krabbameinsfélagsins
kleift að sinna megin hlutverki
sínu að hefta útbreiðslu krabba-
meins í mannslíkamanum.
í dag verður tekið við fram-
lögum landsmanna til þjóðar-
átaks gegn krabbameini.
Ætlunin er að knúið
verði dyra á hverju heimili
landsins.
Alls munu 4000 sjálfboða-
hðar starfa að söfnuninni.
í kvöld verður talningar-
sjónvarp.
Þar verður fylgst með
söfnunartölum úr öllum lands-
hlutum.
Þjóðarátak—þín vegna!
Hönnun þessarar auglýsingar var gefin af fyrirtækinu Ólafur Stephensen, Auglýsingar- Almenningstengsl, félaga í SÍA, Sambandi íslenskra auglýsingastofa.
Kristján Magnússon, ljósmyndari gaf myndatöku. Birting þessi er gefin af IBM á íslandi.