Morgunblaðið - 30.10.1982, Síða 45

Morgunblaðið - 30.10.1982, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1982 45 Ungbarnaeftirlit í Fossvogi: Foreldrar hafa rétt til að velja það sem þeim hentar best I Unghamaeftirlit: Nú á að taka þjónustu barna- lækna af Fossvogsbörnum n skrifar: .K«*ri Velvakandi. Mig langar aA hidja þig að birta eftirfarandi undir nafninu .Guð- nln". mri er dulnefni: Ég akrifa til þesa að vekja at- hygii foravaramanna yngatu íbúa Fosavogahverfia á miarétti, aem þeir eru beittir, þvi að ðvtst er að allir geri aér grein fyrir hvernig er i pottinn búið um ungbarnaeftirlit i hverfinu. Ég er FoMvogabdi og eignaðiat barn fyrir akðmmu. Elskulegur hjúkrunarfraðingur kom til okkar frá heilauganlustððinni I Borg- arspitalanum og gekk allt Ijóm- andi vel þangað til kom að þvi að fara akyldi með barnið i laeknis- skoðun Hjúkrunarfrrðingurinn 1 kvaðst þá *tla að gefa okkur tima ] i heilaugssluatðdinni. Ég þakkaöi fyrir og datt ekki annað i hug en I þangað kaemu barnalsknar frá 1 Heilauvemdarstóð Reykjavíkur 1 eins og i aðrar heilsugaesluatððvar i borginni og á Seltjarnarnesi. Sembetur fer apurði ém til vonar 1 Gunnar Helgi Guðmundsson og Katrín Fjeldsted, læknar við Heilsugæslustöðina í Fossvogi, skrifa: „Kæri Velvakandi. Laugardaginn 23. október sl. birtist bréf í dálkum þínum undir dulnefninu „Guðrún“. í þessu bréfi fjallar bréfrit- ari um misrétti, sem íbúar Fossvogshverfis séu beittir, þar sem heimilislæknar á stöð- inni, en ekki barnalæknar, sjái um ungbarnaeftirlit. Þá nefnir „Guðrún" í lok bréfs síns, að fólk í hverfinu hafi orðið þess vart einn góðan veðurdag, að það hefði misst sinn gamla, góða heimilislækni og þess í stað verið komið á skrá í heilsugæzlustöðinni. í tilefni af þessum ummæl- um þykir okkur rétt að leið- rétta misskilning, sem þarna er á ferðinni. Enginn hefur komizt á skrá í heilsugæzlu- stöðinni, nema hann hafi sjálfur óskað eftir því, annað hvort sím- leiðis eða með því að koma á stöðina. Við komu á stöðina vottfestir fólk það skriflega að það velji annað okkar sem heim- ilislækni og er sú tilkynning síð- an send Kjúkrasamlagi Reykja- víkur. Foreldrar yngstu íbúa hverfis- ins eiga sama kost og aðrir Reykvíkingar að sækja ung- barnaeftirlit i Heilsuverndar- stöðina við Barónsstig. Hafi fólk hins vegar valið að sækja þjón- ustu á heilsugæzlustöðina, þá stendur því til boða að koma með börn sín til skoðunar á stöð- ina, og þá til síns hcimilislæknis, ef það óskar eftir því. Það er reynsla okkar að flestir vilji notfæra sér þá þjónustu og reyndar hafa margir foreldrar, bæði utan og innan hverfis- markanna, sem ekki hafa skráð sig formlega á stöðina vegna tengsla við aðra heimil- islækna, viljað fá að koma með börn sín í eftirlit til okkar, vegna hagræðis. Við sjáum hins vegar ekki um ungbarnaeftirlit allra barna í hverfinu. Þannig er ekki verið að taka þjónustu barnalækna Heilsuverndar- stöðvarinnar við Barónsstíg af Fossvogsbörnum, eins og „Guðrún" fullyrðir, heldur hafa foreldrar í Fossvogi, sem og aðrir Fossvogsbúar, rétt til að velja það sem þeim hentar bezt. Með þökk fyrir birtinguna." þarna um að ræða ótvíræða slysavörn en ekki slysagildru. Gaman að vaka og vinna Ellen Stefánsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég var ein þeirra fjölmörgu kvenna sem þátt tóku í vinnu- vökunni um sl. helgi. Þá kom mér í hug kvæði Páls J. Árdal, Vakna barn, en síðasta erindi þess fannst mér vera svo tákn- rænt fyrir vinnuvökuna. Það er svona: Caman er að vaka og vinna, verkin þörf af hendi inna, vel að lýð og landi hlynna, leiða prýði yfir sveit, margan kalinn rækta reit — Reyndu gæfugull að spinna úr gæðum lands og sjóar. Iðnir finna yndisstundir nógar. Þessir hringdu . . . Verður að stöðva við hindrunina Ökumaður hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að gera smá athuga- semd við pistil sem var hér í þættinum á laugardag. Þar var verið að tala um slysagildru á Suðurströnd á Seltjarnarnesi og átt við þrenginguna sem þar hef- ur verið gerð til að draga úr hraða ökutækja í nágrenni barnaheimilis og skóla. Mark- miðið með þrengingu götunnar og upphækkun á þessum stað er vitanlega að koma í veg fyrir slys, en sambærileg þrenging hefur verið gerð í Breiðagerði, rétt hjá skólanum þar, og gefist vel. Ökumaðurinn sem talar við Velvakanda segist hafa ekið hægt yfir þrenginguna, eða á 35—40 km hraða, og samt farið í loftköstum. Mig langar til að benda honum á að við svona að- stæður er ekki um annað að ræða en að stöðva ökutækið og lúsast yfir upphækkunina. Til þess er einmitt leikurinn gerður, að draga úr umferðarhraða á þessum vegarkafla. Hitt er ann- að, að þarna þarf að koma upp góðum merkingum um að hindr- un sé framundan og þá verður BMW 320 Tit sölu BMW 320 árgerö 1981, gullsanseraöur, ekinn 17.000 km. Bifreiðin er búin fjölda aukahluta s.s. litaö gler, vökvastýri, sóllúga, sjálfskipting, sport- felgur, útvarp/ segulband o.fl. Nývlröi bifreiöarlnnar meö ofantöldum auka- hlutum er u.þ.b. 320.000. Söluverö er 250.000. Góö greiöslukjör ef samiö er strax. Skipti koma til greina. Upplýsingar í sima 23817 á kvöldin og 39330 á skrifstofutíma. -* Konur Reykjavík Kynningarfundur veröur haldinn aö Hótel Borg laug- ardaginn 30. október nk. kl. 15. Komið og kynniö ykkur uppbyggjandi félagsskap sem á erindi til allra kvenna. Allar velkomnar! Málfreyjusamtökin á íslandi. INTERNATIONAL TOASTMISTRESS r^onnr. 1 • v *- . v - Viötalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins veröa til viötals í Valhöll, Háaleitisbraut 1 á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar tekiö á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boöiö aö notfæra sér viötalstíma þessa. Laugardaginn 30. október veröa til viötals Páll Gíslason og Gunnar S. Björnsson. Hamar og sög er ekki nóg Vegg- og loftklæðning í glæsilegu úrvali úr eik, aski, oregon-pine, antikeik og furu. Verðið er ótrúlega hagstætt frá kr. 40.- pr. m2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.