Morgunblaðið - 06.11.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.11.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1982 Bílar Sighvatur Blöndahi MAZDA hefur undanfarin ár verið í 1. sæti yfir mest seidu bílana hér á landi og verður engin breyting þar á á þessu ári. I»egar hafa selst liðlega 1.000 bílar af gerðunum 323, 62G og 929. Fyrr á þessu ári var kynntur nýr og endurhannaður 929-bíll og nýlega var kynntur nýr 626-bíll í Japan. Hins vegar kom 323-bíllinn endurhannaður fyrir liðlega tveimur árum á markaðinn, með 1983-árgerðinni verða nokkr- ar breytingar á honum, þó ekki byltingakenndar. Útlitinu hefur verið lítillega breytt, þannig að framendinn er straumlínulagaðri en áður og er sú breyting til bóta. Þá er hægt Mazda 323: Mazda 323, árgerð 1983, straumlínulagaðri en áður. Straumlínulagaðri með íburð- armeiri innréttingu en áður að velja úr mun fleiri litum á bílinn en áður. Um innréttinguna er það að segja, að hún er nú íburðarmeiri en áður. Má þar sérstaklega nefna ný sæti, sem taka þeim eldri mjög fram. Þau eru bæði betur bólstruð, þannig að bak- og hliðarstuðningur er meiri, og svo er áklæðið á þeim mun skemmtilegra og er auk þess að sögn framleiðenda mun slit- sterkara. Þá er boðið upp á meira úrval lita á áklæðum. Armpúðar innan á hurðum eru nú verklegri, sem gerir bílinn þægilegri, sérstaklega á lang- keyrslu. Billinn kemur nú með nýjum sætum, auk þess sem innrétting er Þá kemur bíllinn með endur- almennt íburðarmeiri en áður. Stýrishjólið er endurhannað. „Aukum orkuna, minnkum eyðsluna, bætum vatni í benzínið!“ hönnuðu stýrishjóli, sem er sportlegra en það eldra. í þvi sambandi má geta þess, at 323-bíllinn kemur með þremur mismunandi útfærslum af stýr- ishjóli, eftir því um hvaða út- færslu bílsins er að ræða. Einangrun bílsins hefur verið aukin til muna, þannig að há- vaða verður mun minna vart en áður og er það að sjálfsögðu til bóta. Af öðrum nýjungum má nefna, að 323-bíllinn er nú fáan- legur í fyrsta sinn með sóllúgu, miðstýrðri rafdrifinni læsingu á hurðum og sérstökum sportfelg- um, sem gera bílinn stöðugri en áður. Mazda 323 „Hatchback" er 3.955 mm langur, 1.630 mm breiður og 1.375 mm á hæð. Hins vegar er Saloon-billinn 4.155 mm langur, 1.630 mm breiður og 1.375 mm hár. Hjólhafið er það sama, eða 2.365 mm. Bílarnir eru á bilinu 815—870 kg, eftir út- færslu. Bíllinn er boðinn með þremur vélarstærðum, 4 strokka, 1.071 rúmsentimetra, 55 DIN hestafla, 4 strokka, 1.296 rúmsentimetra, 68 DIN hestafla og 4 strokka, 1.490 rúmsentimetra 88 DIN hestafla. Mazda 323 er með diskabremsur að framan, en skálabremsur að aftan. Þá má geta þess, að sam- kvæmt upplýsingum framleið- enda er benzíneyðsla bílsins í innanbæjarakstri á bilinu 8,4—9,3 lítrar á hverja 100 km. Hins vegar, ef ekið er með jöfn- um 90 km meðalhraða, er eyðsl- an á bilinu 5,6—6,8 lítrar á hverja 100 km. „AliKlJM orkuna, minnkum eyðsl- una, bætum vatni í benzínið!". Þann- ig hljóðaði auglýsing, sem birtist á dögunum frá fyrirtækinu Háberg hf. Auglýsingin vakti athygli okkar og voru Hábergs-menn inntir nánar eft- ir því hvað þarna væri á ferðinni. — Auðvitað gengur ekki að hella vatni í benzíntankinn, Hins vegar er það alþekkt fyrirbrigði, að benzínvélar vinna betur í röku lofti en þurru. Má í því sambandi benda á, að í heimsstyrjöldinni síðari voru Spitfire-flugvélarnar útbúnar þannig, að þær úðuðu vatni inn í soggreinina þegar pína þurfti mestu hugsanlega orku út úr vél- inni. Á bílum með forþjöppu, turbo, er stundum sjálfvirkur búnaður, sem úðar vatni inn í soggreinina við mikið álag. Það fer því ekki á milli mála að hægt er að hafa veruleg áhrif á sprengikraft vélarinnar með því að úða vatni inn á hana. Enn betri árangur næst hins vegar ef einnig er notað methanol og ac- eton. En það er með þau efni líkt og vatnið, að það gengur að sjálf- sögðu ekki að hella þeim á benzín- tankinn. Búnaðurinn sem við erum með nefnist „Mark-II“. Hann er afar einfaldur og samanstendur af íláti, sem rúmar um það bil 1,5 lítra af vökva, sérsniðinni þéttingu, sem rennt er undir blöndunginn og hert niður með festiboltum hans. Út úr þéttingunni kemur rör og tengist það ílátinu með gúmmíslöngu. Síð- an kemur blandan sjálf, „Econo Mix“, sem er sérstök efnablanda, sem hellt er í ílátið og blönduð til helminga með vatni. Vökvinn er blanda af acetoni, methanoli og bindiefnum, sem fyrirbyggja of hraða uppgufun. Þessi skammtur er blandaður að tveimur hlutum með vatni og fást þannig um það bil 1,3 lítrar af vökva. Hvernig vinnur Mark II? — Jafnframt því, að vélin sogar til sín benzínúða frá blöndungnum, þá sogar hún um leið mettaða gufu blöndunnar í ílátinu, sem blandast benzínúðanum í sogtrekt blönd- ungsins. Áhrifin eru þau, að bruni verður fullkomnari og sprenging verður aflmeiri, sem finnst greini- lega, t.d. í löngum brekkum. Acetonið í blöndunni klýfur benzínúðann í enn smærri einingar og gerir hann þannig brennanlegri. Methanolið hefur sömu áhrif og blý, þ.e.a.s. það hækkar oktantölu benzínsins. Fyrirbrigði, sem öku- menn notfæra sér t.d. í formúla- kappakstri. Sá skammtur methan- ols, sem er í blöndunni, samsvarar 6 oktana hækkun, en þannig bætt lætur nærri, að oktantala benzíns- ins samsvari þeirri tölu, sem nauð- synleg er öllum háþrýstum vélum. Áhrifin koma strax fram á bílum, sem hættir til að glamra á kveikj- unni því kveikjuglamrið hverfur alveg. Hvað vatnið varðar, þá mýk- ir það sprenginguna og hefur þannig bein áhrif á vélaraflið. Menn, vanir vélum, munu kannast við það fyrirbrigði að vél vinnur betur í röku lofti en þurru eins og áður sagði. Vatnið er auk þess vel til þess fallið að hreinsa sót í sprengirúmi vélarinnar. FIAT Ritmo med 125 hestafla vél FIAT Kitmo hefur undanfarin ár verið sá bíll frá FIAT, sem mestra vinsælda hefur notið, en hann var fyrst kynntur í apríl 1978. Síðan hafa verið framleiddir liðlega 1.400.000 bílar. Breytingar hafa verið fremur litlar í gegnum tíðina, en á þessu ári fór Ritmo í framleiðslu með 1.995 rúmsentimetra, 125 hestafla vél. Sá bíll hefur hlotið mikið lof bílasérfræðinga í Evrópu, sem segja hann hafa góða eiginleika sportbíls. í fyrstu var Ritmoinn aðeins framleiddur með 1.116 og 1.301 rúm- sentimetra vélum, sem óneitanlega eru fullkraftlitlar. Síðan bættust við vélar 1.498 og 1.585 rúmsentimetra, sem komu mjög vel út og nú sem sagt hefur 1.995 rúmsentimetra vélin bæzt í hópinn, sem er vel. Selja sápur til styrktar öldruðum UNDANFARNA mánuði hefur sérstök athygli verið vakin á þeim mikla skorti, sem er á sjúkrarúm um fyrir aldraða hér á landi. í þeim efnum vantar mikið á svo við verði unað, segir í fréttatil- kynningu frá Soroptimistasam- bandi Islands. Soroptimistasamband íslands hefur því ákveðið að næstu fjögur árin skuli það vera aðalverkefni sambandsins að veita málaefnum aldraðra stuðning og þá sérstak- lega þeirra sem sjúkir eru. Til þess að koma þessu mark- miði í framkvæmd, hefur verið gripið til þess ráðs á þessu hausti að selja handsápur og á hagnaður- inn af sölunni að renna til endur- hæfingardeildar, sem fyrirhugað er að byggja að Reykjalundi, en með tilkomu þeirrar deildar fjölg- ar hjúkrunarrúmum fyrir aldraða. Háskóla- fyrirlestur MARCEL la Follette ritstjóri flytur opinberan fyrirlestur í boði heim- spekideildar Háskóla íslands á morgun, sunnudag, 7. nóvember 1982, kl. 15.00 í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesturinn nefnist: „Moral Responsibility in the Practice of Science and Technology: Selected Issues". Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er öllum heimill aðgangur. Marcel la Follette er doktor í sögu vísinda frá Harvard-háskóla og aðalritstjóri tímaritsins „Sci- ence, Technology and Human Values", sem gefið er út af Massa- chusetts Institute of Technology og Harvard-háskóla í Bandaríkj- unum. Tímaritið fjallar um þau fjölmörgu vandamál sem eru sam- fara vísindum og tækni í nútíma- þjóðfélagi. (Frétt frá lláskóla fslands) Samtök um uppeldis- og menntamál LAUGARDAGINN 16. október sl. var haldinn fyrri stofnfundur Sam- taka áhugafólks um uppeldis- og menntamál, SÁUM. Fundurinn var vel sóttur og gerðust tæplega hund- rað manns stofnfélagar. Liflegar um- ræður urðu um markmið og verkefni samtakanna. Ákveðið var að boða til fram- haldsstofnfundar sem yrði um leið fyrsti aðalfundur samtakanna. Verður sá fundur haldinn laugar- daginn 6. nóvember kl. 14 að Hótel Heklu (kjallara). Málefni þau sem samtökin hyggjast taka fyrir eru m.a. fjöl- skyldan, staða barna og unglinga í samfélaginu, áhrif foreldra á skólastarf, áhrif fjölmiðla á börn, tengsl grunnskóla og dagvistar- stofnana og lýðræði í skólum. Ráð- gert er að stofna starfshópa á aðalfundinum um þessa og aðra málaflokka. Markmið Samtaka áhugafólks um uppeldis- og menntamál er að virkja sem flesta sem áhuga hafa á uppeldis- og menntamálum, for- eldra, kennara, fóstrur o.fl. Wterkurog k J hagkvæmur auglýsingamiöill!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.