Morgunblaðið - 06.11.1982, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.11.1982, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1982 33 „Þá reiddust goðin“ Bókmenntir Ævar R. Kvaran þjóðlegrar menningar og siða. Mannlífið gengur hægt í Þórs- höfn. Færeyingar virðast að mestu lausir við ýmsa ókosti borg- armenningar sem eru orðnir plága á íslandi. Eitt má þó að þeim finna. Þeir aka of hratt um þröng- ar göturnar. En yfirleitt ríkir til- litssemi í umferð, til dæmis á þjóðvegunum. Þegar ekið er frá Þórshöfn til að kynnast plássun- um sem sum hver eru nákvæmlega eins og fyrir mörgum öldum er okkur bent á Natostöðina. Jafnvel hún er með torfþaki. Sá sem nú ber ábyrgðina á skipulagi Þórshafnar er Gunnar Hoydal, bæjararkitekt. Hann er formaður Rithöfundasambands Færeyja, sonur Karstens Hoydal skálds. Systir hans er Annika sem margir hafa heyrt syngja með Harkaliðinu. Nýkomin er út hljómplata með lögum eftir Ann- iku. Hún syngur þau sjálf við texta bróður síns. Mit eget land heitir platan. Þegar við komum til Þórshafnar var fyrsta bók Gunnars Hoydal nýkomin út. Hún nefnist Av long- um leiðum. Við heyrum vel látið af Cunnar Hoydal bókinni, enda hafa margir beðið eftir því að Gunnar sendi frá sér bók, búinn að vera þekktur höf- undur lengi. Mér virðist hann frásagnamaður í fremur hefð- bundnum stíl, í senn tregandi bernskudaga og stundum gagn- rýninn á samfélag. Það er satt að segja lítið um nýstefnu í færeysk- um prósa, kannski er hennar tími ekki runninn upp. Gagnrýnandi Dimmalætting segir um Av long- um leiðum: „Av longum leiðum er í mangar mátar hugtakandi bók. Hövundin hevur livað eitt ríkt lív og livandi fylgt við öllum tí hann hevur sæð og hoyrt og meistarliga endurgivið tilburðir og hendingar á einum livandi og rótföroyskum máli.“ Maður hefur á tilfinningunni að færeyskar bókmenntir hafi ekki enn orðið verulega snortnar af straumum sem stundum eru kenndir við avantgardisma. Það er helst í ljóðlistinni sem einhverjar breytingar hafa átt sér stað. Þeir færeysku rithöfundar sem dvalist hafa langdvölum erlendis eins og Gunnar Hoydal munu eflaust geta tekið undir orð hans í ljóðinu Hjemkomst: „At genkende sine steder,/ at vide sig hjemme igen“. í því er eflaust hamingjan fólgin eins og skáldið segir. Ég hef heyrt að færeyska land- stjórnin hafi samþykkt ályktun þar sem nýjungar í skáldskap eru fordæmdar. Sé það rétt ber að harma slík mistök jafn ágætrar bókmenntaþjóðar. Einn daginn er okkur boðið í ferð til Elduvíkur, gamallar byggðar þar sem tíminn stendur kyrr. Og næsta dag erum við í Kirkjubæ þar sem Böðvar Guð- mundsson leitar árangurslaust að beini Þorláks helga í múr kirkj- unnar. Síðan förum við þrjú með Pauli Nielsen á bernskuslóðir hans: Saxoyn. Pauli sem er fullur Pauli Niclsen af lífsþrótti og hefur gaman af að segja frá lætur okkur ganga tím- unum saman til að kynnast fær- eyskri náttúru, fjöru og hafi. Það er farið að skyggja þegar við snúum við uppfull af mystík landsins. Heima hjá Pauli bíður okkar grindaveisla og eftir að hafa étið grind og spik fáum við grinda- köku. Pauli Nielsen dregur fram Is- lenska myndlist eftir Björn Th. Björnsson og segir að Færeyingar þurfi líka að eignast sína mynd- listarsögu. Svo lítum við í nokkrar barnabækur sem hann hefur þýtt og gefið út í því skyni að kynna færeyskum börnum það sem efst er á baugi meðal barnabókahöf- unda annarra þjóða. Henri Myers: ÞÁ REIDDUST GOÐIN. Þýðandi: Ragnar Þorsteinsson. Útg.: Prenthúsið, Rvk. Það telst tæpast til tíðinda, þótt því sé haldið fram hér að mikil breyting hafi orðið í þjóðlífinu síð- an þeir sem nú teljast rúmlega miðaldra voru ungir. Tæknifram- farir hafa undanfarna áratugi verið svo gífurlega hraðar í heim- inum, að kunnur amerískur rit- höfundur skrifaði um það þykka bók sem mikla athygli vakti og hann kallaði FUTURE SHOCK. Taldi hann að hinn gífurlegi hraði breytinganna kynni að verða mönnum andlega ofviða. Eitt sinn var Island talið afskekkt land. Svo er ekki lengur, eins og allir vita. Er á því lítill vafi að sumar hverj- ar breytingar nútímans hefðu að ósekju mátt vera ögn hægari hjá okkur. Það er þó i senn furðulegt og gleðilegt, að gamaldags hlutir eins og bækur og lestur þeirra skuli halda jafnvel velli hérna og raun ber vitni um, því aldrei hefur samkeppnin við þær verið jafn ofsaleg. En það er með bækur eins og fleira gagnlegt, að meginmáli skiptir að eitthvað verulega gott sé lesið með öðru stundargamni. í öllu því sem ungu fólki er boðið uppá nú á dögum sér til ánægju og dægrastyttingar væri ekki óeðli- legt þótt eitthvað sé nú farið að víkja af því sem teljast má til menningararfs þjóðarinnar. Það væri til dæmis nokkuð fróðlegt að vita, hve margt ungt fólk gefur sér tíma til þess að lesa fornritin okkar og Islendingasögurnar. Að þessu er full ástæða til að gefa nokkurn gaum í því breytingaroki sem nú gengur yfir. Það ætti að vera óþarfi að minna á það, hve ríkan þátt þessar fornu og vinsælu bókmenntir hafa átt í því að við- halda tungu þjóðarinnar. En þrátt fyrir margvíslega viðleitni til þess að vernda íslenskuna er hún greinilega á alvarlegu undanhaldi meðal ungs fólks. Þess vegna vaknar sú spurning, hvort ekki sé kominn til þess tími að reyna að endurvekja áhuga ungs fólks á því tímabili í sögu þjóðarinnar, sem fornritin fjalla um; gera það eftirsóknar- og áhugavert með einhverjum hætti. Þessar vangaveltur komu þeim í hug sem þetta hripar, þegar hann las. ofangreinda bók, sem er skáidrit, sem fjallar um Leif Ei- ríksson (Leif. heppna) og líf hans sem einstaklings. Ekki er vist hvort margar bækur hafi verið skrifaðar og látnar eru gerast á þessu tímabili sögu okkar, sem lýsi betur því lífi sem ekki er ólík- legt að lifað hafi verið á þessum fornu tímum. Það má teljast furðulegt að svo góð bók sem látin er gerast á þessu tímabili skuli hafa verið skrifuð af bandarískum höfundi. Það hefði vissulega verið skiljanlegra, hefði hann að minnsta kosti verið Norðurlanda- maður. Skáldsagan er ágætlega skrifuð, en það er ekki fyrst og fremst það sem gefur henni gildi fyrir okkur heldur hitt af hve mik- illi vandvirkni höfundur hefur undirbúið þetta verk. Hvernig honum hefur tekist að lifa sig inn í víkingatímabilið með því að kynna sér rækilega heimildir. Þessi skáldsaga er skrifuð með þeim hætti, að mjög er líklegt að endurveki hjá ungu fólki áhuga á þessu sögufræga tímabili, svo það taki að lesa oftar okkar fornu sög- ur og læra af því tungutak, sem enn er til fyrirmyndar. Annars er til 20. aldar islenskur rithöfundur, sem hefur með ritum sínum sýnt sérstaklega vel hve nútíma- íslenska getur orðið fögur, þegar hið besta úr fornu máli er varð- veitt, einkanlega ritstíllinn, er það er dr. Helgi Péturs. Að lesa rit þess manns er eins og að hlusta á klassíska músík og þarf maður engan veginn að vera þessum ágæta rithöfundi sammála um allt, þótt maður dái ritsnilld hans. En svo maður snúi sér aftur að bók Henri Myers ÞÁ REIDDUST GOÐIN, þá er mjög skiljanlegt hvers vegna þessi ágæta bók vakti verulega athygli á honum í Banda- ríkjunum, þegar bók hans kom þar út. Meginheimildir hans eru eðli- lega Noregskonungasögur Snorra Sturlusonar, sem hins vegar eru aðýmsu leyti byggðar á ritum Ara fróða, en Snorri bætti svo við munnmælasögum, gömlum kvæð- um, goðsögnum og rannsóknum á fornum gröfum. En úr Ólafs sögu Tryggvasonar fær höfundur auð- vitað upplýsingar um æsku Ólafs og hina afdrifaríku Svoldarorustu. Hvað snertir daglegt líf á þessu forna tímabili styðst höfundur við rit eftir Paul du Chaillu: The Vik- ing Age, þar sem lýst er siðum, daglegu lífi, skemmtunum, áhöld- um, trú og helgigripum Norður- landabúa. Þetta rit er menning- arsöguleg undirstaða bókarinnar ÞÁ REIDDUST GOÐIN. En þessi bók ætti vissulega að vera hverjum íslendingi hinn ágætasti lestur. Ekki síst fyrir það, hve glögga mynd hún gefur af því hvernig líklegt er að forfeður okkar hafi lifað í dagsins önn. Hve lítið mannlegt eðli í rauninni breytist gegnum aldirnar. Þessi bók kemur þannig fyrir sjónir íslenskum lesanda að hún vekur furðu að einu leyti. Það er nefnilega eins og maður sé að lesa bók eftir íslenskan höfund en ekki erlendan mann. Þennan lofsverða svip bókar, sem fjallar um líf for- feðra okkar, ber að þakka frá- bærri þýðingu Ragnars Þorsteins- sonar. Þegar bók er þýdd með þeim hætti að hún virðist upphaf- lega skrifuð á því máli sem hún er þýdd á Verður ekki betur gert. Þetta er sérstaklega þakkarvert, þegar um er að ræða efni sem snertir sögu þjóðarinnar, þótt skáldverk sé. Þetta gerir bókina alveg óvenjulega ánægjulegan lestur fyrir okkur íslendinga. Hér er svo greinilega lögð alúð í þýð- inguna, að sjálfsagt er að vekja á því sérstaka athygli. Það hefur verið hið mesta vandaverk að vinna þýðinguna með þessum hætti, því til dæmis er mikið af bundnu máli í bókinni og er ekki af því neinn þýðingarkeimur, þrátt fyrir það. Það er eins og þetta hafi allt verið talað og ort upphaflega á íslensku. Hér stend- ur höfundur í mikilli þakkarskuld við þýðanda, Ragnar Þorsteinsson. Það er því ekki mikið um villur í þessari ágætu bók, þótt sá sem þetta hripar hafi að visu fundið eina á bls. 33. Þar er ein setningin svohljóðandi: „Þú ert Þeóbrandur, kristni vætturinn, er ekki svo?“ Hér gætir þess sem orðið er of algengt að gera orðið vættur karl- kyns, en það er kvenkyns, eins og orðið hrynjandi. Setningin á því að vera þannig: „Þú ert Þeóbrandur, kristna vætturin, er ekki svo?“ Rétt er þó að taka það fram að annars staðar í þessari bók kemur fyrir orðið vættur og er þá rétti- lega haft kvenkyns, svo hér virðist um smámistök að ræða, en ekki þekkingarleysi þýðanda. Sá sem þessar línur skrifar hvetur alla Islendinga til þess að kaupa þessa ágætu bók, því það er unun að lesa hana. Útgáfufyrir- tækið Prenthúsið á þakkir skildar fyrir að hafa gefið út þessa góðu bók, sem ætti að vera lestrarefni í hverjum unglingaskóla. Haraldur Sigurðsson og hér í Öskju, aldrei fyrr staðið nær því að þreifa á tengslum okkar við guðlega forsjón,* segir Ina von Grumbkow. Minnum á að ferðamenn sem lögðu leið sína yfir hálendið um síðustu aldamót urðu að treysta á sjálfa sig: kæmi eitthvað það fyrir sem hefti för þeirra gátu liðið mánuðir þar til þeirra yrði sakn- að. Þetta hvarflaði stundum að Inu von Grumbkow. Ótti greip hana þó sjaldan. Og hún treysti bæði þýskum samferðamanni sín- um og leiðsögumönnunum ís- lensku ... »ég hafði fyrir löngu vanist því, að á Islandi slarkar það alltaf af, sem á meginlandinu væri talið ófært frá byrjun.« Ferðamyndir Inu von Grumb- kow eru notaleg lesning. Ekki minnist hún á kistil þann sem hún sökkti í Öskjuvatn þannig að inni- hald hans er enn leyndarmál. En glöggar og greinargóðar eru lýs- ingar hennar á landinu og fólki því sem hún kynntist — í raun og veru undraglöggar þegar hliðsjón er höfð af hve Island hlaut þá að koma erlendum ferðamanni fram- andlega fyrir sjónir. Þýðandi fylgir bókinni úr hlaði með inngangi þar sem hann rekur alla málavexti í kringum ævilok Þjóðverjanna tveggja á Öskju- vatni. Einnig hefur hann grafið upp nöfn þess fólks sem höfundur minnist á en nafngreinir ekki, svo og ýmis önnur atriði sem Þjóð- verjar létu sig ekki varða en okkur fýsir að vita í sambandi við þetta ferðalag. Hefur sú leit áreiðanlega kostað ærna fyrirhöfn. Og bókin verður okkur mun nákomnari fyrir bragðið. Samur Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson Steve Winwood Talking back to the night lslands ILPS 9777 Steve Winwood fæddist 12. maí 1948 í borginni Birmingham á Englandi. Hann var ekki orð- inn 16 ára gamall þegar hann kom fyrst fram með hljómsveit- inni „Spencer Davis Group". í fjögur ár spilaði hann þar eða þangað til hann stofnaði hljómsveitina „Traffic" árið 1967. Hún náði geysimiklum 'vinsældum og þá einkum í Am- eríku. Á ferli sínum gaf hún a.m.k. út 10 plötur og teljast sumar þeirra til meistaraverka popptónlistarinnar. Síðasta plata hljómsveitarinnar kom út 1974 og skömmu seinna hætti hún. Síðan „Traffic" hætti hefur Winwood ekki verið fastur félagi í neinni hljómsveit. Hinsvegar hefur hann aðstoðað fjöldann allan af tónlistarmönnum, bæði við sig sem söngvari og hljóðfæraleik- ari. Til dæmis var Winwood fé- lagi í „súpergrúppunni" „Blind Faith“ en hún lifði aðeins í nokkra mánuði og gaf út eina plötu. Árið 1973 kom út plata með hópi tónlistarmanna sem kölluðu sig „Aiyeketa" og platan sem þeir sendu frá sér heitir „Third World". Winwood var einn af þeim sem stóð að henni og hans þáttur mun vera allstór. Sama ár kom út „Eric Clapton’s Rainbow Concert" og á henni syngur Winwood flest lögin. Að síðustu skal merkilegt nefna samvinnu Winwoods við Stomu Yamashta en Winwood spilar með honum á tveimur plötum, „Go“ 1976 og „Go live from Par- is“ 1978. Undangengin upptaln- ing er í sjálfu sér mjög götótt. Aðeins hafa verið nefnd helstu verkefni hans og sleppt hefur verið ótal mörgum hljómsveitum sem Winwood hefur aðstoðað og gefið hafa út plötur undir Island-merkinu. Það var hins vegar ekki fyrr en 1977 að hans fyrsta sólóplata kom út. Platan heitir einfaldlega „Steve Winwood" og fór frekar lítið fyrir henni. Þremur árum seinna, 1980, kom svo út önnur. Hún heitir „Arc of the Diver" og hlaut hún frábærar viðtökur og seldist betur en alla hafði órað fyrir. Að þrjú ár hafi liðið á milli þessara platna er af því að á seinni plötunni spilaði Winwood á öll hljóðfæri sjálfur og það uppátæki ku hafa tekið allan þennan tíma. Nýlega sendi Winwood frá sér sína þriðju sólóplötu sem hann kallar „Talking Back to the Night". Eins og á „Arc of the Diver“ spilar hann á öll hljóð- færi sjálfur og sá sjálfur um stjórn upptöku. Eina aðstoðin sem hann fær er konubakrödd í tveimur lögum. Tónlistin er ákaflega lík því sem hann hefur verið að gera á síðustu plötum sínum. Trommu- leikurinn er einfaldur og hafður frekar aftarlega þannig að lítið ber á honum. Gítar er lítill sem enginn og er það skaði. Hljóð- gervlar spila stærsta hlutverkið og fremst er röddin. Söngurinn er tilfinninganæmur og sjarmer- andi sem fyrr og ætti ekki að valda neinum vonbrigðum. Plat- an í heild er hin þokkalegasta. Fremur róleg og yfirveguð, en það sem dregur hana nokkuð niður er hve kraftlaus hún er. FM/AM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.