Morgunblaðið - 06.11.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.11.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1982 17 Svipað er að gerast i Noregi Fr. Gundersen, þingmaður fyrir Fremskrittspartiet i Noregi skrif- aði nýlega blaðagrein um ótta stjórnmálamanna við þjóðarat- kvæði. Hann segir m.a.: „I reynd er staða lýðræðishugmynda veik- ari í Noregi en við höldum. Það birtist á margan hátt. Sem dæmi má nefna, að þungi atkvæða er ekki jafn um allt land, og við höf- um kosningarfyrirkomulag, sem er hagstætt stórum flokkum. Til- hneigingar til að taka ráðin af neytendum eru sprottnar af rótum sama hugsanangangs forráðarétt- ar (paternalistiske tankegangen). Nei, sönn lýðræðisleg hegðun, sem byggist á tilliti til borgaranna sem neytenda og kjósenda, er miklu meira en Eidsvoll stjórnarskráin að viðbættum „parlamentisman- um“. Hvað er réttlæti plús óréttlæti deilt með tveimur? Þegar kafað er til botns í ein- hverju ágreiningsmáli, er lausnin ekki sú að taka meðaltal af lýginni og sannleikanum, því það sem út kemur, er líka lýgi. Þegar tekið er vegið meðaltal af réttlæti og óréttlæti í stjórnarskrárnefnd eða á samningafundum í sölum Al- þingis, verður útkoman líka óréttlæti, því grundvallarréttur er hreinn og tær, og ekki er unnt að semja hann niður fyrir einhverja þjóðfélagshópa. Það hefur enginn heimild til þess. Þórarinn Þórar- insson býður sig fram sem leiðbein- andi í þvi að finna vegið meðaltal af ósómanum og telur sig starfa í þágu réttlætisins. Þetta er svipað og gagnfræðaskólakennari ætli að af- sanna náttúrulögmálin með blaði og blýant í hönd. Sennilega er þó dæmisagan af apanum, sem tók að sér að skipta ostinum milli tveggja dýra, betri til samlík- ingar. Menn og mýs Staðan í málum er su, að nú reynir á það, hverjir eru menn og hverjir mannleysur. Hvað gerði ekki Þorgeir Ljósvetningagoði forðum við kristnitöku á Alþingi? Skrifaði hann heilar blaðagreinar um aukaatriði eins og Þórarinn Þórarinsson? Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft forystu um réttlæti í kosn- ingalögum. Hann hefur nú ályktað einarðlega um málin á síðasta landsfundi flokksins. Ég leyfi mér að skora á alla sjálfstæðismenn og aðra lýðræð- issinna að fylkja sé bakvið kröf- una: einn maður — eitt atkvæði. Albert frá ASKO, Finnlandi. Einn þessara sígildu stóla. Ekki bara þægilegur, heldur einnig hollur þreYttum hrygg og lúnum beinum. Há seta auðveldar þér að standa upp úr stólnum, eða sitia lengur ef því er að skipta... ASKO fe*?’ «# * -______tjr t KRISTJflfl ! SIGGEIRSSOn HF.Í LAUGAVEG113, SMIÐJUSTIG 6, SÍMI 25870 Ég óska eftir að fá sendan ASKO litmyndalistann. Nafn:__________________________________________________________ Heimili:-------------------------------------------—-----—— Staöur:_____________________________________________________— Sendisttil: Kristján Siggeirsson h.f. Laugavegi 13. 101 Reykjavík Kunnáttumaðurinn kýs KNORR í dag kynnir Skúli Hansen Steikt smálúöuflök með eplum, lauk og „Café de Paris" sósu. Uppskrift fyrir 4 T&hoVi Efni: 1 dl. mysa 800 g. smálúðuflök 1 pakki KNORR Café de Paris sósa 1 græntepli Krydd: 1 stór laukur KNORR Condi-Mix, salt, pipar og esdragon. Matreiðist: Smálúðuflökin skorin í tvennt, velt upp úr hveiti og steikt upp úr smjöri á vel heitri pönnu í 2 mín. á hvorri hlið. Kryddað með ofangreindu kryddi. Laukurinn og eplið afhýtt, saxað niður og látið krauma með á pönnunni. Mysunni hellt útá, suðan látin koma uppog látiðsjóða við vægan hita í 2 mín. KNORR Café de Paris sósan löguð samkvæmt uppskrift á bakhlið pakkans og blandað varlega saman við. Borið fram með tómatsalati með heitum hnetu- hleif. Tómatsalat: 8 meðalstórirtómatarskornir í báta, 1 stórlaukurfíntsaxaður, 1 grænt salathöfuð grófskorið, og eitt knippi af graslauk f ínt saxað. öllu blandað saman í skál. Salatdressing (sósa) 1 dl. olívuolía, edik eftir smekk, hvítlauksduft og KNORR Urtemix Calfornia hrært vel saman við og hellt yfir salatið. OCTAVO 04 0? |

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.