Morgunblaðið - 06.11.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.11.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1982 w tónlistarlifinu eftir MARGRÉTI HEINREKSDOTTUR Hljóðneminn tengdi hann umheiminum Píanóleikarinn Glenn Gould látinn Hlýjan Kumardag einn fyrir 27 árum kom 23 ára kanadískur píanóleik- ari til upptökustöóvar ('olumbia hljómplötufyrirtækisins bandaríska, kla-ddur þykkum vetrarfrakka með derhúfu á höfði, þykkan trefd um háls og hanzka á höndum. Hann hafði meðferðis nokkur handklæði, nokkrar flöskur af vatni, nokkur lyfjaglös og píanóstólinn sinn. I*egar hann hafði losað sig við vetrarbúninginn lét hann handlcggina liggja i heitu vatni i um 20 mínútur, gleypti nokkrar lyfjatöflur og hóf svo að spila fyrir upptöku. Kyrr en varði voru upptökumennirnir í stúdíóinu farnir að heyra rödd píanóleikarans, þar sem hann hummaði og söng með — og þó reynt væri að þagga þetta niður í honum tókst það ekki alveg. Viku síðar var lokið hinni kunnu upptöku Glenns Goulds á Goldberg-tilbrigðum Johanns Sebastians Bachs með hummi og öllu. Fyrir rétt rúmum mánuði lézt þessi athyglisverði og óvenjulegi listamaður, nýorðinn fimmtugur að aldri. Þá hafði hann nýlega lokið nýrri hljóðritun Goldberg- tilbrigðanna, sem Columbia — nú CBS Masterworks — gaf út í digital stereoútgáfu í tilefni af- mælis hans. Glenn Gould var alla tíð afar sérstæður og sérsinna listamað- ur. Hann lifði og starfaði sér á báti. Tónlistarnám hóf hann kornungur, og kom fyrst fram sem einleikari með hljómsveit í Toronto 13 ára að aldri. Hljóm- leikaferð um Kanada fór hann í 19 ára gamall og kom fyrst fram í New York árið 1955, þá 23 ára. Þá þegar fékk hann hljóðritun- artilboð frá Columbia, en áður hafði hann leikið talsvert fyrir kanadíska útvarpið. Næstu árin fcrðaðist hann víða um heim og hélt hljómleika — fram til árs- ins 1964, að hann hætti því með öllu og sneri sér að hljóðritun eingöngu. A hljómleikum hafði hann vakið athygli fyrir óvenjulega túlkun ýmissa verka og voru ekki allir jafn hrifnir, mörgum fannst hann taka sér bessaleyfi um of og þegar hann lék Brahms konsertinn í d-moll með Fíl- harmoníuhljómsveitinni í New York, árið 1962, undir stjórn Leonards Bernsteins, sá Bern- stein sig til þess knúinn að tii- kynna áheyrendum, að hann væri algerlega ósammála túlkun einleikarans. I lok hljómleika í Chicago, 28. marz 1964, lýsti Gould því yfir að hann væri hættur að leika opinberlega og teldi hljómleika- formið dautt. Eftir það lifði hann einangraður og út af fyrir sig í Torontó, kvæntist ekki, en lifði og hrærðist í tónlist, hljóð- ritaði viðstöðulaust og vann að gerð útvarpsþátta fyrir kanad- íska útvarpið, sem sumir hverjir þóttu afar óvenjulegir og athygl- isverðar tilraunir á því sviði. Fannst áheyrendur trufla einbeitinguna Þekktastur er Glenn Gould fyrir hljóðritanir sínar á Bach og Schönberg en hann hljóðrit- aði einnig alla píanókonserta og flestar sónötur Beethovens, allar sónötur Mozarts (sem hann var þó lítt hrifinn af) og fjölda ann- arra verka eftir Grieg, Prokofi- eff, Bizet, Scriabin, Haydn, Hindemith, Síbelíus og fleiri, alls um 80 hljómplötualbúm. Glenn Gould sagði einhverju sinni sjálfur í viðtali, að hann hefði aldrei haft verulegan áhuga á hljómleikahaldi og til- tölulega fljótt fengið þá tilfinn- ingu að það væri hálf niðurlægj- andi að leika á hljómleikum. Þeir hefðu því lengst af verið sér ill, en hentug, nauðsyn til fjár- öflunar, — eitthvað, sem hann taldi óhjákvæmilegt að gera til þess að öðlast fjárhagslegt sjálfstæði og þar með frelsi til að gera það, sem hann langaði til. Hann kvaðst á unglingsárum sínum stundum hafa fundið ein- hverskonar tilfinningu styrk- leika eða vaids, þegar hann gekk inn á svið, sérstaklega, þegar hann var að leika einleik með hljómsveitum og haft af því nokkra ánægju þá, en þessi til- finning hefði verið fljót að hverfa vegna þess, að hann hefði aldrei fundið til þess töfrasam- bands, sem oft væri talað um að myndaðist milli tónlist- arflytjanda og áheyrenda. „Eg segi það hreinskilnislega, sagði hann, að ég hef aldrei orðið þess var, að ég léki betur vegna þess að ég hefði áheyrendur við- stadda, þvert á móti. Þess vegna vil ég engan hafa hjá mér við hljóðritun nema þá, sem í stú- díóinu þurfa að vera starfs síns vegna. Nokkrum sinnum hef ég leyfT einhverjum að vera við, vegna tilmæla CBS, til dæmis blaðamönnum, en ég fann fljótt að jafnvel einn maður gat fram- kallað hjá mér tilhneigingu til sýndarmennsku, sem truflaði túlkunina. Ég fann, að umhugs- unin um viðbrögð áheyrandans truflaði einbeitinguna að því sem ég var að gera. Hvað þá á hljómleikum, þar sem viöstaddir skipta hundruðum eða þúsund- um og leika þarf með þeim hætti að nái jafnt til aftasta sætis og hins fremsta." Hljóðritunin gerir ábyrgð listamannsins varanlega Upptökusalurinn varð fyrir Glenn Gould sá staður, þar sem hann taldi sig ná bezt listrænum markmiðum sínum. Hann var öndverður þeirri skoðun, að hljóðritun ætti að vera sem lík- ust raunverulegum hljómleikum; — taldi hljómleika og hljóðritun jafn ólíka miðla og leiksviðið og kvikmyndina; hvort um sig lyti sínum sérstöku lögmálum. Hljómleikar væru miðill augna- bliksins og ábyrgð listamannsins væri lokið, þegar það væri á enda, hljóðritunin ætti sér engin tímamörk og hún gerði ábyrgð listamannsins á verki sínu var- anlega. Jafnframt var Gould þeirrar skoðunar, að á sígilda tónlist ættu menn að hlýða í einrúmi, hún ætti að vera mönnum per- sónuleg reynsla — og kvaðst ekki hlynntur því, að hún væri notuð til samneyzlu eða hópmeð- ferðar eins og nú tíðkast í vax- andi mæli. „Mér finnst tónlistin eiga að leiða hlustandann — og þá ekki síður flytjandann — til einbeittrar íhugunar, hugleiðslu og hef ekki trú á því, að tónleika- .salurinn sé heppilegur til þess.“ Trúr þessari skoðun hætti hann að sækja tónleika fyrir fimmtán árum. Svo stórsnjall píanóleikari sem Gould var, hafði hann ekk- ert sérstakt dálæti á píanóinu sem hljóðfæri. í hans augum voru hljóðfæri, hverju nafni sem þau nefndust, aukaatriði — aðal- atriðið var hvernig flutningur tónlistarinnar tækist. Hann hafði unun af góðum leik og góð- um upptökum út af fyrir sig, jafnvel þótt hann væri lítt hrif- inn af músíkinni, sem flutt var. Þess vegna gat hann líka ósköp vel lagt á sig að kafa ofan í allar sónötur Mozarts og leika þær inn á plötur, enda þótt honum fyndist heldur lítið til um Moz- art sem tónskáld. Hvort það hef- ur komið niður á leik hans á Mozart veit ég ekki, því að ég hef ekki heyrt þessar plötur hans. Astfanginn af hljóðnemanum Glenn Gould kaus að lifa utan- garðs og byggja tengsl sín við umheiminn á hljóðnemanum. Þegar hann unglingur lék fyrir kanadíska útvarpið í fyrsta sinn fannst honum hann vera kominn í nýjan og betri heim — alla vega heim, þar sem honum leið sjálfum betur en í hljómleikasal og þar sem hann sá fyrir sér ótæmandi möguleika til æ full- komnari listrænnar reynslu, bæði fyrir sjálfan sig og aðra. Hann komst einhvern tíma svo að orði, að hann hefði orðið ástfanginn af hljóðnemanum. Mörgum fyndist hljóðneminn fjandsamlegt tæki, sem sviptir þá allri hugljómun og gerði flutning tónlistar ópersónulega — þeir söknuðu svörunar, sem þeir teldu sig fá frá áheyrendum, sem þeir stæðu auglitis til aug- litis við. í augum Goulds varð hljóðneminn vinur, sem gerði honum fært að koma beint og truflunarlaust til skila þeirri tónlist, sem hann vildi miðla öðrum — hún var að hans mati aðalatriðið — hann sjálfur sem persóna aukaatriði. Sjálfum var honum hinsvegar nauðsyn að geta endurtekið aft- ur og aftur þar til hann var ánægður. Hann sagðist oft hafa verið gripinn nær óstjórnlegri löngun á tónleikum til þess að hætta í miðju verki og endur- taka það sem komið var, hugs- andi „þetta var ekki nógu gott, ekki það sem ég ætlaði að fá fram“. Þetta gat hann gert í hljóðritun og hann hætti ekki fyrr en hann var ánægður. Gould bar hljóðritun tónlistar saman við starf rithöfundarins Glenn Gould og tónskáldsins, þeirra, sem gera uppkast eftir uppkast, fella úr kafla og orð — eða nótur — og bæta inn, þangað til þeir telja sig hafa skapað það heildarverk sem hugur þeirra stóð til í upp- hafi. Eins og myndlistarmaður- inn, sem nostrar við mynd sína mánuðum saman og málar yfir og breytir þar til hann er ánægð- ur — eða kvikmyndagerðarmað- urinn, sem klippir saman búta úr því sem fest hefur verið á filmu, unz hann er sannfærður um, að ekki verði betur gert. Og verk þeirra standa varanlega eftir að þau eru komin úr hönd- um skapara síns, hverfa ekki á einu kvöldi, eins og tónlistar- flutningur á hljómleikum, sem að sjálfsögðu er líka lokaþáttur langvinnrar sköpunar, en lifir að hljómleikunum loknum aðeins í minningu þeirra sem á hlýddu (jafnvel bein hljóðritun frá hljómleikum gefur aldrei nema hluta þeirra). Margir líta á þau vinnubrögð, sem beitt er við hljóðritun sem hálfgert „svindl“ og benda, rétti- lega, á hve ósanngjarnt sé að bera flutning listamanna á tón- leikum saman við hljómplötur. Gould svaraði því til, að þetta skipti aðeins máli, varðandi matið á leiksnilld einstaklings- ins, flytjandans, en engu ef hinn músíkalski endanlegi árangur væri aðalatriðið. Hann taldi samsetningu tónverks úr segul- bandsbútum ekki krefjast minni tónlistarhæfileika en að halda hljómleika. Leitaði kjarnans í hverju verki Fyrir Glenn Gould vakti jafn- an að varpa nýju ljósi á þá tón- list, sem hann hljóðritaði hverju sinni. Hann vildi leitast við að endurskoða viðteknar túlkun- arvenjur, sjá verkin frá nýjum sjónarhóli, komast nær sann- leika þeirra — innsta kjarna hvers verks. Ekki voru allir á eitt sáttir um hvernig til tókst. Margir gagnrýndu hann harð- lega og sögðu hann síður en svo komast nær hinum sanna kjarna tónverkanna — margar kenjar hans bæru vitni takmarkalausri sjálfsmiðun. Með því að taka sér þau sjálfdæmi, sem hann gerði í túlkun, þjónaði hann ekki vilja tónskáldanna eða eðli tónlistar- innar, heldur aðeins sínum eigin dyntum. Hann setti sig þar með að þeirra mati, ofar tónskáldun- um — þeim sem verkin hefðu skapað og vissu einir til hvers væri ætlast. Ufn þetta má vafalaust lengi deila — svo og hvenær það er gert og hvenær ekki, og hvort slíkt sé réttlætanlegt eða ekki, en hvað svo sem menn segja um túlkunarmáta Goulds, þykir mér ósennilegt að nokkur hlusti ósnortinn á hljómplötur hans. Einangrunarhættan Gould starfaði sér á báti, ein- angraður frá umheiminum að verulegu leyti. Sjálfur gerði hann sér grein fyrir hættunni, sem fylgir of mikilli einangrun manneskjunnar. Hann velti þessum hættum fyrir sér í út- varpsþætti: „The Idea of North", sem hann gerði árið 1967 og seinna var kvikmyndaður. Þar var fjallað um fimm manneskj- ur, sem áttu það eitt sameigin- legt að hafa ferðast til heimskautabyggðanna í Kanada, hver í sínu lagi, Ur samtölum þessa fólks byggði han.n leik- ræna tilraun, einskonar pólífón- ískar samræður, sem þóttu at- hyglisverðar. Síðar gerði hann tvo aðra útvarpsþætti, sem einn- ig fjölluðu um einangrun, „The Latecomers" og „The Quiet in the Land“, sem hann vann að í fjögur ár. Þegar Glenn Gould lézt, hafði hann margskonar áform á prjónunum. Hann var farinn að stjórna lítilli kammerhljómsveit og hugðist fást við tónsmíðar. Hann hafði tilbúið kvikmynda- handrit í handraðanum og hugði gott til frekara starfs á því sviði. Honum hafði ekki verið ætlað að koma þessum áformum í framkvæmd — en þótt hann hafi ekki náð nema fimmtugsaldri, hefur hann skilið tónlistarunn- endum eftir ríkulegan arf. Þeim, sem njóta vilja, getur sá arfur orðið ómetanlegur leiðarvisir um völundarhús tónlistarinnar, hvort sem menn eru sáttir við skilning hans á einstökum verk- um eða ekki. Og hvort sem það er tilviljun ein eða örlög einhverskonar, að Goldberg til- brigðin skuli marka upphaf og endi ferils hans, hygg ég að nafn hans verði hér eftir órjúfanlega tengt þeirri undursamlegu tón- smíð í hugum þeirra sem heyrt hafa. Sinfóníutónleikar Tóniist Jón Ásgeirsson Kfnisskrá: Árni Björnsson: Tilbrigði op. 7 Mozart: Kiðlukonsert í l)-dúr Stravinsky: Sinfónía í þremur þáttum Árni Björnsson tónskáld og flautuleikari er einn af frum- kvöðlum íslenskrar tónmenntar og átti framundan langan starfsdag, er hann fyrir nærri 30 árum varð fyrir þeirri raun að missa heilsuna. Með ótrúlegri seiglu og hjálp fjölskyldu sinnar tókst honum, bókstaflega talað, að læra aftur nóturnar og ná því að geta samið tónlist. Verkið sem Sinfóníuhljómsveitin flutti að þessu sinni eftir Árna er tilbrigði yfir frumsamið rímnalag. Verkið er einfalt og skýrt í formi og var ágætlega flutt af hljómsveitinni. Annað viðfangsefni sveitarinnar var Fiðlukonsertinn í D-dúr eftir Mozart og lék fiðlusnillingurinn Konstanty Kulka einleikshiut- verkið. Kulka er „virtuós" og lék konsertinn með „glansandi glæsi- leik“. Síðasta verkið er eftir Stra- vinsky, Sinfónía í þremur þátt- um. Flutningur verksins var ágætur en varla nógu hvass. Verkið er ekki í neins konar sin- fónísku formi, hvorki er þar að finna úrvinnslu eða ítrekun, það er tónræn framvinda, byggð upp af sterkum og skýrum hugmynd- um. I miðkaflanum má heyra eins konar „konsertíno“-ieik á milli hörpunnar og flautunnar, en að öðru leyti er kaflinn nánast eins og „kammertónlist", hvað rithátt snertir. í síðasta kaflanum er að finna nokkurs konar tilbrigða- vinnubrögð, sérkennilega fúgu og endar verkið á því sem kalla mætti coda, er hefst með sér- kennilegri og óvenjulegri kynn- ingu á stefi hans, í samleik bás- únu og píanós. Hljómsveitarstjórinn, Jean- Pierre Jacquillat, leiddi hljóm- sveitina og átti góða spretti í Stravinsky. Það eina sem segja má slæmt um þessa tónleika var að þeir voru of stuttir og hefði mátt bæta við svo sem einu stuttu verki eftir Stravinsky, svona rétt til að kenna hlustend- um að rýna svolítið í tónlist þessa merkilega listamanns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.