Morgunblaðið - 06.11.1982, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.11.1982, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1982 vir^ 0<^ 110° snUI^naóur án 30% °SS£^ c^m Þ° £ggl Frædsluþættir frá Geðhjálp Aðstandendur geðsjúkra Hér á landi eru haldnar marg- ar ráðstefnur um allt milli him- ins og jarðar, og eru þær eflaust mismerkilegar, ég hef það stund- um á tilfinningunni að þær séu meira haldnar til að auka mannleg samskipti heldur en að þeir sem fyrir þeim standa búist við að eitthvað fræðilegt komi út úr þeim. Tökum dæmi: Ráð- stefna er haldin um málefni aldraðra, þar standa upp „ung- karlar" og lýsa því hvað sé best að gera fyrir þá öldruðu, og hverjar séu þarfir þeirra, svona eru yfirleitt þær ráðstefnur sem haldnar eru um hina ýmsu ör- yrkjahópa, væri ekki skynsam- legra og vænlegra til árangurs að láta þetta fólk tala fyrir sig sjálft. Það væri t.d. fróðlegt að hlusta á geðsjúkling lýsa því hvernig það er að vera vistaður á geðsjúkrahúsi, og sömuleiðis væri fróðlegt að hlusta á að- standendur geðsjúkra. Ég gæti trúað að starfsfólk á geðsjúkra- húsum yrði reynslunni ríkari eftir slíka ráðstefnu. Við hjá Geðhjálp heyrum oft aðstand- endur tala um niðurlægingu og sektarkennd, þeim finnst þeir niðurlægðir af starfsfólki stofn- ana, þeir hafa nagandi sektar- kennd yfir því að það sé þeim að kenna að aðstandandi er sjúkur. Hvernig má það vera? Ekki er starfsfólk svo slæmt? Sennilega misjafnt eins og gerist og geng- ur. Starfsfólk ætti að leggja sig allt fram við að draga úr sekt- arkennd aðstandenda. Margir aðstandendur eru illa farnir á taugum vegna mikils álags sem verður þegar þeir þurfa mánuð- um og jafnvel árum saman að umgangast mikið veika einstakl- inga sem eru stundum til alls vísir. Ég vil þess vegna benda starfsfólki á að í raun og veru sér það sjálft sig í hnotskurn í framferði viðkomandi aðstand- enda, þar sem vandamál að- standendanna verða þeirra að nokkru við langvarandi með- höndlun sjúklinganna, en besta reglan er þó sú, að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Ég held að aðstandendum geðsjúkra sé allt- of lítið sinnt, þar þarf að koma til fræðsla. Það þarf enginn að vera hissa þó aðstandendum líði illa, síst af öllu starfsfólki geð- sjúkrahúsa. Ég sagði fyrr að að- standendum fyndist þeir stund- um niðurlægðir. Ég vil benda þeim á að sá eða sú sem niður- lægir annan niðurlægir mest sjálfan sig. Þeim er vorkunn. Við hjá Geðhjálp viljum liðsinna að- standendum, við teljum að þeir ættu að hittast og deila áhyggj- um sínum með öðrum með svip- aða eða sömu reynslu, það hjálp- ar mikið. Það er mjög slæmt að einangrast og þora ekki að tala út um hlutina. Aðstandendur, berið höfuðið hátt, hættið að læðast með veggjum. Við skulum standa saman og kveða niður fordóma gagnvart fólki með geð- ræn vandamá! og geðsjúkling- um. rrá undirbúningi fyrir basarinn eitt kvöid fyrir skömmu. Basar Heimaeyjarkvenna KVENFÉLAGIÐ Heimaey i Reykja- vík heldur basar að Hallveigarstöð- um laugardaginn 16. nóvember kl. 14. Á boðstólum eru m.a. kökur, handunnir munir og fleira, en hagnaðurinn verður notaður til styrktar öldruðum og sjúku fólki frá Vestmannaeyjum. Mikil að- sókn var að basar Heimaeyjar- kvenna sl. ár og seldist allt þá upp á tveimur klukkustundum. Nóvemberhátíð í Austurbæjarbíói laugardaginn 6. nóv. kl. 14. Minnst verður 65 ára afmælis Október- byltingarinnar og 60 ára afmælis sovéska ríkjasambandsins. Listamenn frá Tadsjikistan í Mið-Asíu skemmta. í þeim hópi eru óperusöngkona, píanóleikari, hljómsveit rúbob- leikara og dansarar. Þarna gefst einstakt tækifæri til aö kynnast þjóðlegri söng- og danslist Mið-Asíubúa og hlýða á frábæra tónlistarmenn. Aðgangur að nóvemberhátíðinni er ókeypis og öllum heimill. Listafólkið frá Tadsjikistan kemur einnig fram viö opnun myndlistarsýningar í Eden, Hveragerði, kl. 18 laugardaginn 6. nóv. og daginn eftir, sunnudag 7. nóv., kl. 16 í Hlégarði, Mosfellssveit. mír 18354 gata tromluna 50% vatnssparnaðinn 40% sápuspamaðinn 25% tímaspamaðinn efnisgæðin byggingarlagið lósíuleysið lúgustaðsetninguna lúguþéttinguna ytra lokið demparana þýða ganginn stöðugleikann öryggisbúnaðinn hitastillinguna spamaðarstillingar taumeðferðina hægu vatnskælinguna lotuvindinguna þvottagæðin ....... /rOniX HÁTÚNI 6A • SÍMI 24420 Vilmundur um stjórnarskrármálið: Umræðan helfrosin, full af vonleysi, eins og ríkisstjórnin VILMIINDUR Gylfason (A) sagði m.a. i útvarpsumræóum frá Alþingi: „Og stjórnkerfið er í kreppu af öðrum ástæðum. Við ætlum að breyta kjördæmaskipan, til að auka jafnræði þegnanna, til að ná fram jafnvægi milli dreifbýlis og þéttbýlis. En vita menn hvernig vandinn raunverulega er? Ef menn ætla að fjölga alþingis- mönnum til þess að ná fram jafn- ræði allra kjördæma, án þess að fækka neins staðar, þá þarf að fara með þá í vel rúmlega eitt hundrað og tuttugu. Ég endurtek, rúmlega eitt hundrað og tuttugu. Ef menn ætla hins vegar að ná fullu jafnræði, en samt halda sér við töluna sextíu, þá fara fámenn- ustu kjördæmin niður í tvo. Ég endurtek: Tvo. Hvorugt dettur mönnum í hug í alvöru. Svo engin furða er þó menn hiki. Og sann- leikurinn er sá að fjölgun þing- manna um 7 eða 9, sem auk þess er vitlaus leið, leysir engan vanda. Menn verða að fara að ræða nýja stjórnarskrá, og samfélagið allt verður að taka þátt í þeirri umræðu. Ný ríkisstjórn á að beita sér fyrir slíkri umræðu. Við þurf- um að ræða mannréttindamál, skiptingu og dreifingu valdsins, eignarréttarákvæði. Og við meg- um ekki gleyma því að jafnvægis- leysi í kjördæmismálum hefur leitt til jafnvægisleysis í efna- hagsmálum. Éinnig þess vegna þurfum við að huga að nýjum leiðum. Við þurfum að fara varlega, fara með gát. En við þurfum að reifa nýjar Sovéskir dagar 1982 hugsanir, nýjar hugmyndir. Við getum ekki borið á því ábyrgð að framlengja þá kreppu hugar og þjóðar, sem hæstvirtur forsætis- ráðherra hefur lýst, og ber raunar sjálfur verulega ábyrgð á. En hvað gæti verið nýtt? Hvað gætu verið nýjar brautir? í stað þess að huga stöðugt að annað hvort fjölgun eða tilfærslu þing- manna, sem augljóslega leysir hvort eð er engan vanda, má hugsa sér aðrar leiðir. Það má hugsa sér að kjósa for- sætisráðherra, eða ígildi hans, beinni kosningu yfir landið allt, í tveimur umferðum. Sá skipi aftur með sér ríkisstjórn, innan þings eða utan. Aðgreining fram- kvæmdavalds og löggjafarvalds verði skýr. Með öðrum orðum, að fram- kvæmdavaldið sé þannig kosið, að atkvæði vegi jafnt, í Kópavogi og á Kópaskeri, í Reykjavík og í Reykjanesi við Djúp. Fram- kvæmdavaldið hallaðist þá fremur til þéttbýlis, en löggjafarvaldið yrði óbreytt, ég endurtek óbreytt, Vilmundur Gylfason enda myndaði það mótvægi. Þá væri fyrst eðlilegt að hagsmunir dreifbýlis vægju þyngra, enda kæmi það minna, eða ekki, að sök. Reglur um samskipti fram- kvæmdavalds og löggjafarvalds er auðvitað hægt að hafa með mörg- um hætti og þær eru ekki til hindrunar, ef menn á annað borð vilja huga til þessarar áttar. Þvi er þessi hugmynd nefnd — og ég ítreka að þetta er aðeins hugmynd, sem rædd hefur verið meðal jafnaðarmanna, að umræð- an, eins og hún er, er auðvitað stöðnuð, helfrosin, full af vonleysi. Eins og ríkisstjórnin." m m k s» á Gódan daginn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.