Morgunblaðið - 06.11.1982, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1982
í plastheimi fjöl-
miðlaþjóðfélagsins
Bókmenntlr
Jóhanna Kristjónsdóttir
MAÐIJR DAGSINS
eftir Andrés IndriAason, skáldsaga.
Iltg. Almenna bókafélagið 1982.
Bárður Valdimarsson, óþekktur
dreifbýlismaður, vinnur það afrek
að setja Islandsmet í langstökki.
Alljr verða himinlifandi, Sigurpáll
þjálfari sér í honum nýjan og
freistandi mann til að þjálfa,
vinnufélagar hans í stórmarkaðn-
um sem hafa hætt hann og spott-
að, breyta um tón. Dóttir forstjór-
ans verður hrifin af honum (?) og
Lína á kassanum er það fyrir. Hún
er að vísu með bólu á nefinu svo að
Bárður tekur hina fögru forstjóra-
dóttur fram yfir þegar kvenhyllin
er alveg að keyra um þverbak. Sú
eina, sem lætur sér fátt um finn-
ast er móðir hans, sem virðist vera
bæði afgömul og slitin og Bárður
þó ekki nema rétt tvítugur. Sigur-
gangan heldur áfram, þjóðin er að
ærast af fögnuði yfir sigrum Bárð-
ar, sem setur hvert metið af öðru
og endar með því að setja slíkt
heimsmet að það er ekki líklegt að
neinn slái það í bráð. Svo verður
hann fyrir óhappi, og verður þess
þá áskynja að frægðin er heldur
betur fallvölt og vinirnir fláráðir.
En Lína ætlar sennilega ekki að
svíkja hann, svo kannsi er hann
betur kominn nú en áður en
frægðarferillinn hófst af þessu
líka offorsi.
Bárður Valdimarsson er ekki
lýst sem sérstakri vitsmunaveru.
Snemma í sögunni er gefið í skyn
með athöfnum hans, að hann sé
nánast vangefinn. Hegðun hans
virðist bera það með sér, m.a.
hamsleysi og barnaskapur í fram-
komu, það sem hann segir er svo
sem ekkert vitlausara en gengur
og gerist, og menn þurfa víst ekki
að vera vangefnir til að taka ást-
ina geyst og glannalega.
Bárður er góður drengur, sömu-
leiðis Lína og mamma. Sigurpáll
þjálfari er tækifærissinni, for-
stjórinn ætlar að græða offjár á
skyndiframa Bárðar, dóttir hans
áhrifagjörn og lætur vonda vinnu-
félaga hans spilla sér,.en er senni-
lega betri en hún virðist vera.
Þjóðfélagið sem Bárður lifir í er
tryllt og æst fjölmiðlaþjóðfélag,
það hefur hann fjálglega upp í
ofurhæðir frægðar og sigurvímu
eina stund. En á þeirri sömu stund
og ljóst er að hann getur ekki unn-
ið frekari afrek er honum varpað
fyrir róða. Andrés Indriðason hef-
ur ekki beinlínis trú á náunganum
í umgengni við þá sem eru minni-
máttar, og sú mynd sem hann
dregur upp af heimi íþrótta-
mannsins — og á sjálfsagt að
skírskota til fleiri sviða — er ekki
jákvæð. Hér hefði þó mátt nota
mildari liti til að sagan fengi þá
dýpt sem vottar fyrir.
Andrés skrifar léttan og fyrir-
hafnarlausan stíl, á auðvelt með
að tjá sig, en honum tekst ekki að
gera andstyggðina raunverulega;
plastheimurinn verður ekki ná-
lægur né trúverðugur. Kannski er
miskunnarleysi og grimmd fjöl-
miðlaþjóðfélagsins gagnvart ein-
staklingnum jafn hlífðarlaust og
höfundur boðar. En þá er afleitt
að maður skuli ekki fá samúð með
þeim sem verða eins hlífðarlaust
fyrir barðinu á því og Bárður
Valdimarsson. Hann er þoku-
kennd persóna og brúðurnar sem í
kringum hann eru, forstjórinn og
þjálfarinn umfram allt, voru of
vondir. Lífið hefur fleiri liti en
bara hvíta og svarta.
Hljóm-
plotur
Árni Johnsen
l>AÐ má segja að hljómplatan
Tight Fit sem Steinar hafa nýlega
geftð út hér á landi, sé ein af þeim
plötum sem ekki má vanta i partý-
Tight Fit með topp-
lög í nýjum kjólum
ið, sérstaklega vegna dúndurlag-
anna The Lions Sleep Tonight og
Fantasy Island, en þessi ágæti
sönghópur, Julie, Steve og Denise,
frá Bretlandi kom hinu gamla góða
lagi um Ijónið rakleiðis i efsta sæt-
ið á brezka vinsældarlistanum í
sumar leið þegar þau sendu þetta
gamalgróna lag frá sér í nýjum
búningi.
Tight Fit áliklega bezt heima
í flokki diskótónlistar og þótt
beztu lög plötunnar skari nokkuð
fram úr þá eru önnur lög einnig
mjög góð þótt þau nái ekki sama
jarðsambandi og The Lion og
Fantasy Island sem einnig
komst ofarlega á brezka vin-
sældarlistann í sumar leið. Plat-
an Tight Fit hefur notið mikilla
vinsælda að undanförnu víða
erlendis en söngtríóið þykir um
sumt minna á líflega og örugga
tónlistartúlkun Abba-flokksins
með tónlist sem höfðar til æði
margra.
Tight Fit er fjórða hljómplata
söngflokksins, sem hefur áunnið
sér vinsældir fyrir bæði vandaða
og frísklega popptónlist þar sem
laglínan ræður ferðinni fyrst og
fremst. Ljómandi góð og frískleg
plata með nokkrum topplögum.
Frá I'órshöfn.
Borg með torfþaki
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
í byrjun október er sumar í Þórs-
höfn í Færeyjum. Maður vaknar við
að einkcnnilegur fugl kvakar við
glugga, flýtir sér á fætur til að horfa
yfir eyjar og sund. Við flest hús
hangir afrakstur síðasta grinda-
dráps. Lífið er kyrrlátt, fólkið fer sér
að engu óðslega. En við erum ekki í
neinu þorpi heldur lítilli borg. Við
Böðvar Guðmundsson búum heima
hjá Martin Næs, Þóru Þóroddsdótt-
ur konu hans, syninum Flovin sem
ætlar að verða póstmeistari þegar
hann er orðinn stór og litlu dóttur-
inni sem er brosmild þótt hún sé
með flcn.su. Martin er bókasafns-
fræðingur og vinnur í Landsbóka-
safninu, Þóra sjúkraþjálfari á
sjúkrahúsinu. Martin er ritari
Kithöfundasambands Færeyja,
skáld, barnabókahöfundur og hefur
samið ágrip færeyskrar bókmennta-
sögu. Nú vinnur hann að bók sem
hann hefur skráð eftir frásögn gam-
als manns. Hún verður myndskreytt
af William Heinesen.
Þeim Martin og Þóru er margt
til lista lagt og heimilið hefur
menningarlegt svipmót þar sem
færeysk og íslensk menning renna
saman í heppilegan faryeg. Auk
þess eru þau hjón óvenju huguð
eins og ráða má af því að þau hýsa
okkur Böðvar án þess að hafa
kynnst okkur áður og svo kemur
Ása Sólveig oft í heimsókn. Hún
býr hjá Jens Pauli sem líka er rit-
höfundur. Stundum verða umræð-
ur Islendinganna háværar því að
það á að leysa lífsgátuna fljótlega.
Við Böðvar erum orðnir veðraðir,
en Ása Sólveig er brennandi í and-
anum, einkum þegar talið berst að
kvennabókmenntum. Það er orð
sem hún þolir ekki.
I rauninni erum við öll mesta
friðsemdarfólk. Við höfum til
dæmis gaman af því að fara í
gönguferðir um Þórshöfn. Ása er
hrifin af minnismerkjum og veik
fyrir bókabúðum, Böðvar er hald-
inn þeirri áráttu að reika um
kirkjugarða og skoða kirkjur.
Hann hlær nefni einhver Lúth-
er. Á kaffihúsi borðaði ég marsi-
panköku með rjóma og það bjarg-
aði deginum. í tóbaksbúð við höfn-
ina má fá góða vindla og rétt hjá
er verslun með prjónavörur sem
gefur Ásu tilefni til að fræða
okkur Böðvar um svokallað lúsa-
munstur. Færeyingar eru mikið í
lúsamunstri.
Eitt er þó sem veldur pirringi. Á
fínum veitingahúsum eins og Hot-
el Hafnia er ekki einu sinni hægt
að fá bjór með matnum, að ég tali
nú ekki um vín. Maður sötrar ljós-
an pilsner með kjúklingnum. Fær-
eyingar hafa fáránleg lög um
áfenga drykki sem bitna ekki síst
á ferðamönnum.
En sé maður boðinn heim í Fær-
eyjum er enginn skortur á sterk-
um færeyskum bjór sem kallast
Gull og ákavítið flýtur. Þorstan-
um er svalað í lokuðum klúbbum. í
boði landstjórnarinnar í Kirkjubæ
er tekið á móti gestum með því að
láta þá drekka staup af ákavíti og
þeir eru sömuleiðis kvaddir með
staupi af ákavíti. Yfir borðum eru
haldnar margar og fjölbreytilegar
ræður. Sumar fjalla um norræna
samvinnu, aðrar eru á grænlensku
og Samarnir jojka við mikla hrifn-
ingu. Þegar allir eru orðnir saddir
og flestir rúmlega hálfir er stiginn
færeyskur dans, hringdans sem er
þeirrar náttúru að allir komast í
gott skap.
Fáar eða engar þjóðir eru jafn
gestrisnar og Færeyingar. Menn
gleðjast gleðinnar vegna, en ekki
vegna þess að þeim leiðist eins og
oft vill brenna við hjá öðrum þjóð-
um.
Gamli bærinn í Þórshöfn er að-
laðandi: Tinganes, Gongin. Vernd-
un gamalla húsa er sjálfsagður
hlutur. Ný hús eru ekki í hrópandi
ósamræmi við það sem fyrir er.
Torfþök eru til dæmis algeng. Oft
skammast Islendingur sín vegna
þess hve þessir frændur okkar
standa sig betur en við í ræktun
Orlög á Oskjuvatni
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Ina von Grumbkow: ÍSAFOLD.
Haraldur Sigurðsson íslenskaði. 206
bls. Bókaklúbbur Arnar og Örlygs.
Rvík, 1982.
Sumarið 1907 drukknuðu tveir
Þjóðverjar við rannsóknir á
Öskjuvatni, Walther von Knebel,
jarðfræðingur, og Max Rudloff,
listmálari. Hinn fyrrnefndi lét
eftir sig unnustu heima í Þýska-
landi, Inu von Grumbkow. Sumar-
ið eftir kom hún hingað til lands
til að kanna slóðir þær þar sem
unnusti hennar hafði látið lífið; og
var nú í fylgd með öðrum vísinda-
manni. Eftir mikið ferðlag um há-
lendi landsins komu þau að öskju,
reru út á vatnið og þar varpaði
hún fyrir borð smákistli sem ætl-
að var að innihéldi bréf og aðra
minjagripi varðandi unnustann.
Þar með sökkti hún líka í djúpið
fortíð sinni því síðan hallaði hún
höfði að samferðamanni sínum, og
er ekki að orðlengja það að þau
urðu hjón!
Eftir að heim kom skrifaði hún
ferðasögu eða »ferðamyndir« eins
og Þjóðverjar kallaþað gjarnan —
•Ferðamyndir frá Islandi* stend-
ur líka á titilblaði þessarar bókar.
Nú er bók þessi seint og um síðir
komin út á íslensku í ágætri þýð-
ingu Haralds Sigurðssonar. En
Haraldur er ekki aðeins maður
málhagur, hann er líka eftir ára-
tuga ferðalög um landið þaul-
kunnugur flestum ef ekki öllum
þeim slóðum sem höfundur lagði
leið sína um hér fyrir hálfum átt-
unda tug ára.
Ina von Grumbkow hefur verið
athugul í besta lagi. »Á íslandi er
allt töluvert frábrugðið því, sem
maður gerir ráð fyrir eftir landa-
bréfi,* segir hún. Hún kom frá því
landinu þar sem tæknin var þá
komin lengst á veg — til lands
sem var enn í sumum greinum á
hreinu steinaldarstigi!
Gistihús voru til í kaupstöðum,
en í sveitunum var um ekkert slíkt
að ræða, ekkert nema bæina. Ann-
ars voru Þjóðverjar vanir ferða-
svalki og höfðu jafnan með sér
góðan viðleguútbúnað. Og Þjóð-
verjar höfðu látið sér mjög dátt
um ísland á seinni hluta nítjándu
aldar, ferðast hingað margir,
kannað landið og skrifað um ferð-
ir sínar hingað þannig að Ina von
Grumbkow þekkti staðhætti hér
vel af lestri bóka og frásögn ann-
arra. Yfirhöfuð mátu þessir menn
svo mikils bókmenningu íslend-
inga að þeir horfðu fram hjá þeim
vesaldómi sem hér blasti við
vegna margra alda örbirgðar. Ina
von Grumbkow gerði sér auðvitað
ljóst hversu allt var hér frumstætt
í samanburði við það sem gerðist
heima hjá henni, en sætti sig við
það og lét sér að minnsta kosti
ekki vaxa í augum erfiðleikana
þegar þeir voru afstaðnir og hún
var tekin til við að færa í letur
þessar ferðamyndir sínar. Ekki
var t.d. heiglum hent — þá fremur
en nú — að fara á hestbaki yfir
straumþung og vatnsmikil jökul-
vötn, enda urðu þau skiptin henni
minnisstæð. Og auðnin og þögnin
á öræfum Islands hlaut að hafa
stefk áhrif á hvern þann sem á
annað borð hélt sálarró sinni and-
spænis svo stórbrotnu umhverfi.
»Aldrei fyrr hef ég fundið ómæl-
issvið sköpunarinnar jafn glöggt