Morgunblaðið - 06.11.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.11.1982, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1982 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, simi 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 130 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 10 kr. eintakiö. Skattaukar og skuldasöfnun Fjárlagaumræða, sem fram fór á Alþingi sl. fimmtudag, leiddi ýmsar at- hyglisverðar staðreyndir í jjós: • Matthías A. Mathiesen, al- þingismaður, staðhæfði, að ríkisstjórnin hefði ekki á vís- an róa um þingmeirihluta fyrir ýmsum skatttekjufrum- vörpum, sem tekjuhlið fjár- lagafrumvarps 1983 grund- vallast á. • Ríkisútgjöld hafa hækkað á liðnu ári verulega umfram almennar verðlagshækkanir. Fjárlagafrumvarpið bendir til þess, að hvorki meira né minna en þriðjungur þjóðar- tekna fari í ríkisútgjöld 1983. • Fjárlagafrumvarpið felur í sér alla skattauka og ný- skatta, sem bætzt hafa á klakk almennings frá 1978, en þeir samsvara 35.000 nýkrón- um á hverja 5 manna fjöl- skyldu 1983, skv. frumvarp- inu. • Þrátt fyrir stórauknar skatttekjur ríkissjóðs verða skuldir hans í árslok 1982 hærri, sem hlutfall af þjóðar- framleiðslu, en árið 1977. Er- lendar skuldir þjóðarbúsins, sem námu 31,6% af þjóðar- framleiðslu 1977, komast í 45% á þessu ári. Greiðslu- byrði þeirra, sem var rúm- lega 13% af útflutningstekj- um 1977, fer í 23% í ár. Lánsfjáráætlun, sem leggja á fram með fjárlagafrumvarpi við upphaf þings, hefur enn ekki séð dagsins ljós, en ljóst er þó, að þjóðarbúið stefnir í enn verri skuldastöðu á næsta ári. • Þrátt fyrir vöxt ríkisút- gjalda, hækkandi skatta og ógnvekjandi skuldasöfnun fara framkvæmdir, sem hlutfall af heildarútgjöldum ríkissjóðs, síminnkandi — verða um 10%. • Reikriitala fjárlaga gerir ráð fyrir 42% meðalhækkun verðlags milli áranna 1982 og 1983. Hinsvegar standa rökstuddar líkur til, að fram- færsluvísitala hækki um 19% 1. desember nk., sem þýðir liðlega 100% verðbólguvöxt á 12 mánaða tímabili, að öllu óbreyttu. Matthías A. Mathiesen sagði í lok ræðu sinnar að ríkisstjórn, sem heitið hefði að koma verðbólgu niður á sama stig 1982 og í nágranna- löndum, sæti uppi með fram- færsluvísitölu, sem hefði þre- faldazt í tíð hennar, — ríkis- útgjöld, sem hefðu hækkað langt umfram almennt verð- lag — og skattheimtu, sem þrúgar bæði fólk og fyrir- tæki. Þar að auki skorti stjórnina hvorttveggja: inn- byrðis samstöðu og þing- meirihluta. Af henni væri því einskis frumkvæðis að vænta í vaxandi vanda, sem fjár- málaráðherra líkti við kreppuástand. Viðskipta- halli og vegur ríkissjóðs Verðlagsþróun í landinu, gengisstýring og rýrnun sparifjár hafa leitt til óeðli- legrar eftirspurnar og eyðslu, sem að hluta til er orsök þess mikla viðskiptahalla við út- lönd, sem ráðherrar telja nú stærsta vanda þjóðarbúsins. Svo undarlega vill til að þessi mikli innflutningur hefur stóraukið tekjur ríkissjóðs 1982, í tollum, vörugjaldi og söluskatti, og gerir fjármála- ráðherra kleift að guma af tekjum umfram ríkisútgjöld, sem þó hafa hækkað verulega meira en almennt verðlag. Viðskiptahallinn hefur því reynzt búhnykkur fyrir ríkis- sjóð. í þjóðhagsáætlun ríkis- stjórnarinnar, undir kafla- fyrirsögninni „Stefna og ráðstafanir" segir ríkis- stjórnin það „brýnasta verk- efnið í peningamálum", að „koma aftur á jafnvægi í pen- ingakerfinu", eins og það er orðað, „með því að laða stærri hluta af sparnaði landsmanna til ávöxtunar í bönkum og sparisjóðum". „Þetta er forsenda þess að sá árangur náist að eyða við- skiptahallanum," segir ríkis- stjórnin áfram í þessari stefnumörkun sinni. En hvernig? Því svarar Þjóð- hagsáætlun svo, orðrétt: „Það þarf að tryggja viðunandi ávöxtunarkjör sparifjár í formi verðtryggingar og vaxta... Þetta felur í sér breytingu á vöxtum óverð- tryggðra inn- og útlána við núverandi aðstæður." Ráðherrar, sem þetta boða í Þjóðhagsáætlun, þykjast nú koma af fjöllum, varðandi vaxtaákvarðanir. Þeir eru enn í sama feluleiknum, sem þjóðin hefur fyrir löngu séð í gegn um. KAUPMÁTTUR Launastefna ríkisstjórnar: Verðgildi almenns ellilíf- eyris 10% lægri en 1978 Verðbætur á laun skerðast um 10% 1. desember nk., skv. bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar, og spár standa til 6% kaupmáttarlækkunar 1983. Kaupmáttur taxtakaups, bæði ASÍ-samninga og BSRB-samninga, hefur sigið verulega frá því sem hann var, samkvæmt meðfylgjandi töflu. Kaup- máttur, eins og hann var á 3ja ársfjórðungi 1978, er settur á 100, en viðmiðunartala á sama tíma í ár er 94,8 hjá ASÍ-fólki og 92,8 hjá BSRB-fólki, skv. áætlun. Samsvarandi tölur eru 89,5 (miðað við 100 1978) hjá elli- og örorkulífeyrisþegum og 99,9 eða svipuð, hjá lífeyrisþegum með fulla tekjutryggingu. Forystumenn launþega hafa talið að allt að 20% skorti á að kaupmáttur „sólstöðusamninga" frá 1977 náist, sbr. kröfugerð opinberra starfs- manna á sl. ári, en fyrirheit núverandi forystu- flokks í ríkisstjórn var það, að „setja samningana í gildi". Framkvæmd launastefnu ríkisstjórnar- innar kemur hins vegar fram á meðfylgjandi samanburðartöflu. Viðamiklar hljóðmælingar hafnar við Keflavíkurflugvöll Hávaði yfir hættumörkum í Njarðvík, segir Áki Gránz forseti bæjarstjórnar „Tveir bandariskir serfræðingar í hávaðamælingum, sem voru fengn- ir hingað, framkvæmdu hljóðmælingar í Njarðvík fyrir skömmu í eina viku, en hér var aðeins um undirstöðumælingar að ræða til þess að menn geti gert sér grein fyrir því hvernig áframhaldandi mælingar fari fram svo tryggt sé að þær séu marktækar, hvort vandamálið sé til staðar og hvernig eigi þá að leysa það,“ sagði Oddrún Kristjánsdóttir formaður nefndar þeirrar sem skipuð hefur verið til að gera úttekt á hljóðmælingum vegna flugs á Keílavíkurflugvelli, sérstaklega með til- liti til Njarðvíkur og einnig á þessi nefnd að koma með tillögur til úrbóta. „Það má því segja að þetta hafi verið undirbúningsmælingar og sérfræðingarnir munu á næstu vikum leggja fram tillögur um frekari mælingar næsta sumar þegar miklar annir eru í flugi um Keflavíkurflugvöll og verður þar um valkosti að ræða í mælingum. Mælingarnar nú eru varla mark- tækar, því veður var mjög slæmt þá viku sem þær stóðu yfir og flug var í lágmarki. Það þarf að gæta að mörgu í þessari athugun, en engar ákveðnar reglur eru til, hvorki fyrir brottflug né aðflug á Vellinum, engar ótvíræðar reglur, aðeins munnlegar og framkvæmd- in hefur þá verið mismunandi eft- ir mönnum. Heilbrigðiseftirlit ríkisins mun hafa hönd í bagga með þessum athugunum og haft verður samráð við bæjarstjórn Njarðvíkur og heilbrigðisfulltrúa þar. Við munum að mælingum loknum spá í hvert stefnir og hvernig beri að skipuleggja svæðið áfram í kring um flugvöllinn, þarna er annars vegar flugvöllur og hins vegar byggð og það þarf að haga málum þannig að báðir aðil- ar geti vel við unað.“ Oddrún kvað umrædd tæki hafa verið fengin að láni í gegn um Varnarliðið, en um mjög dýr tæki er að ræða. Morgunblaðið hafði einnig sam- band við Áka Gránz forseta bæj- arstjórnar í Njarðvík og innti hann álits á gangi mála, en það hefur verið áralöng barátta þeirra í Njarðvík að fá gerðar ráðstafan- ir til þess að draga úr hljóðmeng- un frá flugvellinum, sérstaklega þar sem flugvélar á annarri aðal- brautinni fljúga beint yfir Njarð- vík. „Það liggur ljóst fyrir," sagði Áki, „að hávaði sem er verulega yfir hættumörkum, hefur mælzt í Njarðvík, bæði nætur og daga og við leggjum því allt kapp á að gerðar séu ráðstafanir til þess að draga úr ónotum Njarðvíkinga af þessum sökum. Það er vel að þess- ar mælingar eru komnar í gang og við erum mjög ánægðir með það, en við leggjum áherzlu á að þessar mælingar verði hafðar í langan tíma samfellt og einnig á tímabil- um sem engir nema trúnaðarmenn í mælingunum vita um, því við vit- um af reynzlu að þegar soðið hefur upp úr í þolinmæði fólks hafa flugmenn, sérstaklega á orustu- vélunum, gætt þess um tíma að fara ekki á loft með fullri orku á hreyflum. Við vildum á sínum tíma fá flugskýlið fyrir hávaða- sömustu vélarnar við suður- norður braut, en það var ekki gert. Með því að nota sem mest þá braut minnka stórlega þau óþæg- indi sem Njarðvíkingar hafa af þessari hávaðamengun. Við teljum. nauðsynlegt að síriti sem er tengdur Flugturninum á Keflavík- urflugvelli verði settur upp þannig að hægt sé að fylgjast grannt með þessum málum og sjá til þess að tekið sé tillit til íbúanna. Víða er- lendis eru sektarákvæði í þessum efnum, en við vonum að með þeirri vinnu sem nú er hafin fáist lausn á þreytandi vandamáli hjá okkur."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.