Morgunblaðið - 06.11.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.11.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1982 ísafoldarprentsmiðja gefur út sex bækur ísafoldarprentsmirtja hefur sent Morgunblaðinu fréttatilkynningu um útgáfubækur sínar á þessu Síðustu dagarnir SÝNINGU Svövu Sigríðar Gestsdóttur, sem nú er í Gall- eríi Lækjartorg, lýkur á sunnu- dagskvöidið. Fundur um orðaröðí íslenzku íslenska málfræðifélagið efnir til fundar næstkomandi mánudag, 8. nóvember. Á fundinum verður rætt um orðaröð í islensku, og verður frummælandi Eiríkur Rögnvaldsson, cand. mag. Eiríkur hefur nýlokið kandídatsprófi í íslenskri mál- fræði frá Heimspekideild Há- skóla Islands, og nefnist lokarit- gerð hans: Um orðaröð og færsl- ur í íslensku. í ritgerð sinni kemst Eiríkur að þeirri niður- stöðu að í íslensku gildi ákveðin grundvallarorðaröð, en frá henni sé þó vikið við vissar að- stæður. Meðal þess sem hann telur að geti haft áhrif á orða- röðina er upplýsingagildi ákveð- inna liða í setningu. I ljósi þess- ara niðurstaðna leggur Eiríkur mat á ýmis fræðihugtök sem þróast hafa í nútíma setninga- fræði. Fundurinn fer fram í stofu 308 í Árnagarði og hefst kl. 17.00. Öllum er heimill aðgang- ur. Kökubazar Svans Lúörasveitin Svanur efnir til klökubasars og flóamarkaðar sunnudaginn 7. nóvember. Dagskrá þessa fjáröflunardags hefst kl. 14:00 í Borgartúni 1, efri hæð. Lúðrasveitin leikur nokkur fjör- ug lög utandyra, ef veður leyfir, en inni verða á boðstólum kökur og margt muna. Sýning Helga Þ. Friðjónssonar Helgi Þorgils Friðjónsson sýnir um þessar mundir mál- verk, teikningar og bækur á Skipulagsstofu höfuðborgar- svæðisins, Hamraborg 7, Kópa- vogi. Helgi hefur verið með einkasýningar og tekið þátt í samsýningum hér og þar víðs vegar hérlendis og erlendis frá árinu 1974. hausti, en þær eru sex talsins og tvær þeirra eftir íslenzka höfunda. Morgunblaðið hefur sagt frá út- komu sjálfsævisögu Jakobs Hálf- dánarsonar, en hin Isafoldarbók- in, sem er eftir íslenzkan höfund, er Við í vesturbænum eftir Kristján P. Magnússon. í fréttatilkynningu útgáfunnar segir, að þetta sé „strákasaga um líf og leiki nokk- urra félaga í Melaskólanum". Teikningar í bókinni eru eftir Evu Vilhelmsdóttur. Allir menn eru dauðlegir heitir „heimspekilegur reyfari" eftir Simone de Beauvoir, sem Jón Óskar hefur þýtt. Þessa bók þýddu Margrét Danadrottning og Hinrik prins úr frönsku á dönsku og myndskreytti drottning bókarkáp- una. Isafoldarprentsmiðja hefur fengið kápumynd drottningar á ís- lenzku útgáfuna. Mómó, er „skáldsaga í ævin- týrastíl" eftir Michael Ende, sem Jórunn Sigurðardóttir hefur þýtt. Þegar heimurinn opnast er eftir Inoraq Olsen og segir frá ungum Grænlendingi, sem fer til náms- dvalar í Danmörku. Þýðandi er Benedikta Þorsteinsson. Sjötta bók ísafoldarprentsmiðju hf. er svo Vorkoma eftir Anitru í þýðingu Helenu Valtýsdóttur. Þetta er fjórtánda bók norsku skáldkonunnar Anitru, sem kemur út á íslensku. Fyrsta skipið í slipp á Húsavík llúsavík, 3. nóvember. UNDANFARIN TVÖ ár hefur ver- ið unnið að byggingu slipps á llúsavík á vegum hafnarsjóðs. Er hann staðsettur fram af Nausta- fjöru, þar sem bátar voru áður í naustum áður en hafnarfram- kva'mdir hófust hér. Skipasmíðastöðin Naustið var stofnsett hér fyrir nokkrum ár- um og mun hún fá slippinn til afnota og rekstrar. Hægt er að taka á land allt að 200 tonna skip. I morgun var fyrsti bátur- inn, Kristbjörg ÞH 44, 50 lesta skip, tekinn á land. Fram- kvæmdastjóri Nausta er Þórður Haraldsson, skipasmiður. Jón G. Bergmann formað- ur Reykvíkingafélagsins A aðalfundi í Reykvíkingafélag- ínu, sem haldinn var á fimmtu- dagskvöldið var á Borginni, var gengið frá cndurskipulagningu fé- lagsins að verulegu leyti, því þá voru samþykktar lagabreytingar, sem segja má að opni félagið hverjum þeim Reykvikingi, sem áhuga hefur á málefnum félags- ins, sem að sjálfsögðu snerta Reykjavík að fornu og nýju. Formaður stjórnar félagsins var kjörinn með samhljóða at- kvæðum fundarmanna Jón G. Bergmann, aðalféhirðir Iðnað- arbankans. Að loknum aðalfundarstörf- um var sýnd skemmtileg Reykjavíkurkvikmynd, sem Osvald Knudsen tók fyrir nær 30 árum. í henni er allvíða kom- ið við, brugðið upp myndum af bæjarhverfum, húsum og mann- fólki. Það eru helstu áhugamál stjórnarinnar að reyna að hlevpa nýju lífi í starf Reykvík- ingafélagsins, sé þess nokkur kostur. Sölustofnun lagmetis: Hefur samstarf við eitt stærsta matvælainnflutningsfyrirtæki USA Sölustofnun lagmetis hefur ný- lega hafið samstarf við eitt stærsta matvælainnflutningsfyrirtæki Bandaríkjanna, Atalanta Corpor- ation í New York og eftir þau skipti hefur þegar orðið töluverð söluaukning á þeim markaði. Eins og kunnugt er stóðu ís- lenskir útflytjendur fyrir mót- töku í New York í tengslum við heimsókn forseta íslands til Bandaríkjanna. Myndin er frá þeirri móttöku og sjást á mynd- inni ásamt forseta Islands, tveir helstu forustumenn Atalanta Corporation, sem m.a. annast íslandsviðskipti, þeir George Gellert stjórnarformaður t.h. og Edward Adler varaforseti fyrir- tækisins við hlið hans. Móttakan var á Pierre-hótel- inu í New York. Fréttatilkynning. Alyktun Félags bókagerðarmanna: Svartnætti og aftur- hald í Félagsdómi MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi ályktun fundar Trúnað- armannaráðs Félags bókagerðar- manna, sem haldinn var 28. október 1982. „Trúnaðarmannaráð FBM lýsir yfir undrun sinni og vonbrigðum með úrskurð Félagsdóms í máli Vinnuveitendasambands íslands gegn Félagi bókagerðarmanna. Það er mat FBM að með dómnum sé réttu máli hallað. Augljóst er af niðurstöðu dóms- ins að hann er í raun og veru ekki að taka til meðferðar ágreining aðila — heldur að semja viðbót við samninga Félags bókagerðar- manna og Félags íslenzka prent- iðnaðarins. I samningunum er heimild til uppsagnar kaupgjalds- ákvæða m.a. ef: a) Sett verða lög, sem breyta ákvæðum um greiðslu verðbóta á laun ... viðbót Félags- dóms við samning FBM/FÍP er. Þó þannig að samningar séu ekki lausir fyrr en lðgin koma til fram- kvæmda. Það sem áður var getgáta er nú orðin staðreynd: í Félagsdómi rík- ir algert svartnætti og afturhald og skiptir þá engu til hvaða dóm- ara hans er litið. Því verður að telja að fyllilega sé tímabært að verkalýðshreyfingin skipti þar um sinn fulltrúa." Handrit Ijós- mæðratals Morgunblaðið hefur verið beðið að geta þess að handrit að ljós- mæðratali liggi frammi og hefur frestur, sem ljósmæðrum er gef- inn til þess að lesa æviágrip sín, verið framlengdur út nóvember- mánuð, en að því búnu fer hand- ritið til prentunar. Handritið ligg- ur frammi á Hverfisgötu 68A frá mánudegi til föstudags frá klukk- an 13.30 til 18. Sýnir litljósmyndir Um þessar mundir sýnir ung lista- kona, Erla Ólafsdóttir frá Reykja- vík, litljósmyndir sínar á sýningar- gangi Blaða og fréttaþjónustunnar, Teiknistofunnar Kvarða og A.P. Berndsen i Bolholti 6 (neðri dyr). Erla hefur einkum beint auga myndavélar siiyiar að hinu smáa og fíngerða í náttúrunni. Þar má sjá baráttu fjallablóma við óblíða náttúruna, land í viðjum snævar og frosts, sumarfegurðina, segir í frétt til blaðsins. Sýningargangurinn er opinn daglega frá 9—18, næstu helgar frá kl. 14-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.