Morgunblaðið - 06.11.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.11.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1982 31 Hótel Hvera- gerði lokað Hveragerði, 4. nóvember. HÓTEI. Hveragerði er nú lokað og má segja að hér ríki mesta ófremdar ástand af þeim sökum. Engar veit- ingar er nú þar að fá, en þar hafa fastir kostgangarar verið í fæði og skólabörn úr Olfusinu hafa á undan- rörnum árum átt þar athvarf i hádeg- inu. I*á hafa sérleyfisbílar Selfoss haft þar afgreiðslu. Nú mega farþeg- arnir norpa úti í kuldanum í hvaða veðri sem er meðan beðið er eftir rútunni og bögglapóstur hefur engan samastað. Erum við heldur óhress yfir framvindu þessara mála. Hótelið hefur áratugum saman verið mikil þjónustu- og menning- armiðstöð, lengst af rekin af hug- sjónamanninum Eiríki Bjarnasyni frá Bóli og konu hans Sigríði Björnsdóttur. Eiríkur lézt á síð- asta ári og í sumar var hótelið selt. Kaupendur voru hjónin Lilja K. Mölier og Einar Logi Einars- son. Hugðust þau koma þarna á fót mörgum nýjungum og vera með margháttaðan rekstur, en eitthvað hafa þau áform farið úr- skeiðis að því er virðist. Allt er á huldu með framtíð hótelsins en eitt er víst að illa unum við Hver- gerðingar hag okkar við óbreyttar aðstæður. — Sigrún Flóamark- aöur í Hljóm- skálanum LAUGARDAGINN 6. nóvember kl. 14 hefst hin árlega hlutavelta og flóamarkaður í Hljómskálan- um, sem eiginkonur lúðrasveit- armanna standa fyrir. Ágóðanum er varið til starfsemi Lúðrasveitar Reykjavíkur. Stykkishólmur: Myndlist- arsýning Stykkishólmi, 1. nóvember. EINS og áður hefir verið sagt frá hélt Olafur Torfason málverkasýningu i Stykkishólmi á laugardag og sunnu- dag. Sýnir hann þar rúmar 50 myndir, bæði olíumálverk og vatnslitamyndir og kritarmyndir. Var afburðagóð að- sókn að sýningunni og seldust nær allar myndirnar. Þess skal getið að Ólafur hefir verið kennari hér í Stykkishólmi um 7 ára skeið en er nú nýfluttur til Akureyrar þar sem hann hefir meðal annars gerst blaðamaður við tímaritið Heima er best. Signý Pálsdóttir, kona Ólafs, er nú leik- hússtjóri við Leikfélag Akureyrar, en hún var einnig kennari hér áður. Gátu þau hjónin sér góðan orðstír og voru ötul í félagslífi bæjarins og er að þeim mikil eftirsjá. Fylgja þeim góðar óskir og bless- un á nýjum vettvangi. Eréttaritari TYROL Sunnudagskvöldiö 7. nóvember halda Flugleiðir, Úrval, Útsýn, Útilíf, Hekla og Broadway skíða kvöld á BEOAÐWAy FERDASKRJFSTOFAN ^___f jg URVAL^mjF FLUGLEIDIR úthJf heklahf HEKIA HF sýnir inni í Broadway hinn nýja glæsilega jeppa PAJERO frá Mitsu- bishi. Skípajeppann í ár. útiUf _ „an frá Ellesse og Sportalm frá Útilíf í Glæsibæ. Þaö er mál manna aö skíðatískan í ár, sé meiriháttar glæsileg. Einnig veröa sýnd Blizzard-skíði, Look-bindingar, Nordica skíðaskór og allt sem máli skiptir fyrir skíöa- iökendur. BHHl sponatti Oma look FLUCLEIDIR FERDASKRIFSTOFAN URVAL kynna skíðaferðir til Alpafjallanna og framml llggja upplýsingabækl- ingar sem fararstjórarnir Jóna Jónsdóttir, Guðmundur Kr. Guð- mundsson og Sverrir Hermannsson, útskýra í Vínkjallaranum kl. 22—23. Einnig veröa sýndar skíöamyndir á video-skermi í Vínkjallaranum allt kvöldið. • Gestir fá gjafir frá Austurríki. BINGO Spilað veröur bingó og vinningar eru skíðaferöir til Akureyrar eöa Húsa- víkur. Skiöaskór frá Nordica. Aðalvinningur er skíðaferð til Kitzbuel með Flugleiðum. 11 austurrískir dansarar, hljóð- færaleikarar, söngvarar og jóðl- arar skemmta og setja sannkall- aöa skíðastemmningu á svæðið. Kl. 19.00 húsiö opnað og gestum boðiö upp á austur- rískan ylvolgan Ijúffengan drykk Glúhwein. Borinn verður fram austurrískur kvöldverður: Forréttur Austurrisk gullash súpa Aöalréttur Vínarsnitzel meö grænmeti og frönskum kartöflum. Eftirréttur Sachertorte Verð aöeins kr. 290,- Austurríski matreiðslu- meistarinn E. Piffrader eldar og kökugerðarmað- urinn H. Hohneder bakar. Galdrakarlar sjá um aö allir taki sporiö á dansgólfinu. Auk þess verða gestir kvöldsins þau: Mr. G. Resch frá Kitzbuhl, Dr. W. Tapp- einar er frá Kitzbuhl, Mr. H. Schlechter frá Kitzbúhl, Mrs. Paar frá Badgastein og Mr. Hoeningsberger frá Zillerthal sem koma í tilefni helgarinnar. Miðasala og borðapantanir teknar á Broadway kl. 9—5 daglega, sími 77500.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.