Morgunblaðið - 06.11.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.11.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1982 27 „Allir eru að gera það gott nema ég“ Bækur Björn Bjarnason Ógjörlegt er að halda því fram, að þeir sem láta mikið að sér kveða í hinum ýmsu listgreinum hér á landi séu beinlínis haldnir vanmetakennd eða efist um að verk þeirra marki tímamót hvert með sínum hætti. Hika menn ekki við að halda eigin ágæti á loft opinberlega og fjölmiðlarnir eru ginnkeyptir. Vissulega má komast langt á miklu sjálfstrausti og Guðmundur Sæmundsson, sem sjálfur ber kostnað af útgáfu bók- ar sinnar, Ó, það er dýrlegt að drottna, segir á kápusíðu, að ár- eiðanlega verði „ekki komist hjá því að hún verði metsölubók." Óg um eigin ritstörf segir hann í formála, þegar hann lýsir efni bókarinnar: „Hún er sannleikur, gagnrýni og allt of rétt lýsing á ríkjandi ástandi í verkalýðshreyf- ingunni." Með þessi orð í veganesti hefur lesandinn ferð sína. Strax vaknar þessi spurning: Til hvers er bók af þessu tagi skrifuð? Hvað knýr ungan menntamann, sem er cand. mag. frá Háskóla Is- lands en vill hasla sér völl í verka- lýðshreyfingunni, til að draga saman á einn stað allt sem hann telur verkalýðsforingjum til hinna mestu ávirðinga? Ekki er höfund- urinn leynifulltrúi atvinnurek- enda? Guðmundur Sæmundsson segir, að gerð bókarinnar hafi ráð- ið „vonin um að hún geti hrist upp í valdakerfi verkalýðsforingj- anna.“ Að lestri loknum hlýtur sú skoðun að vera ríkjandi í huga les- andans, að þetta sé borin von, valdakerfið sé svo pottþétt að þar verði engu hnikað. Ramminn sem umlykur valda- brölt verkalýðsforystunnar er þessi að mati Guðmundar Sæ- mundssonar: Hugtakið lýðræði þýðir, að „fjöldinn skuli vera valdalaus, en hafa formlegan rétt til að kjósa sér foringja til að ráða málunum." Flokkarnir fara með þennan „formlega rétt“, lítill hóp- ur forystumanna ræður hverjum flokki og flokksræðið er „hið full- komna lýðræði, bæði í verka- lýðshreyfingunni og annars stað- ar ...“ Ög ekki nóg með það, „meg- inatriðin" í stefnu stjórnmála- flokkanna „eru í höndum þeirra valdaafla — innlendra og erlendra — sem standa að baki flokkunum og sem þeir vinna fyrir." Yfir okkur öllum hvílir sem sé al- heimsvald, sem við fáum ekkert við ráðið, þar er til dæmis Bild- erberg-klúbburinn „sem hefur tekið að sér að ráða málum heims- ins alls.“ Ymsir fleiri en Guð- mundur líta á heiminn þessum augum, hér á landi mun hafa kom- ið út bók sem heitir Falið vald og er hún eitt af helstu heimildarrit- um Guðmundar Sæmundssonar. Á öllum tímum hafa menn aðhyllst skoðanir er byggjast á trúnni um alheimssamsærið mikla. Að mati Guðmundar Sæmunds- sonar er það æðsta markmið manna i verkalýðsfélögum að verða formenn í slíkum félögum, þá öðlast menn „góð laun, virð- ingu, mannaforráð, og svo er það áfangi á framabraut þinni til raunverulegra valda.“ Og Guð- mundur segir: „Ríkisstjórnarseta er toppurinn." Hvers vegna? Guð; mundur tilgreinir fjögur atriði: I fyrsta lagi er það virðingin. I öðru lagi fá ráðherrarnir umgengnis- rétt við ýmsa stórmerka aðila í þjóðfélaginu. í þriðja lagi fá ráð- herrar ýmis fríðindi fyrir starf sitt, svo sem há laun, bílstjóra og bíla, ódýrt áfengi, ferðalög, tíð veisluhöld, háa risnu o.fl. í fjórða lagi fá flokkarnir tækifæri til að búa betur um sig í kerfinu, ef þeir eiga aðild að ríkisstjórn. Guðmundur Sæmundsson lýsir þeirri baráttu sem hann hefur sjálfur háð til að ná formennsku í Einingu á Akureyri. I frásögninni gætir nokkurra sárinda. Lesand- inn sér, að höfundur vill mikið til þess vinna að verða formaður eins og hinir og geta notið þeirra „gómsætu ávaxta" sem þar eru á næsta leiti. Rauði þráðurinn í bókinni er sú skoðun, að „allir eru að gera það gott nema ég“. Hugmynd höfund- ar um valdið í þjóðfélaginu og heiminum öllum er í ætt við ein- hvers konar firringu, sem leiðir til ranghugmynda, hróplegs mis- skilnings og óþarfa öfundar. Valdakerfið á íslandi á það von- andi skilið að verða skilgreint á öðrum forsendum. Höfundur hefur safnað saman miklum fróðleik um verkalýðsfor- ingja. Jafn augljós sannindi og þau, að menn sitja lengi sem for- menn verkalýðsfélaga eða bíða eftir því í mörg ár að verða for- menn þeirra koma engum á óvart. Hitt er ekki heldur nýtt, að til- tölulega fáir menn skipta með sér llveragerdi, 4. nóvember. HREPPSNEFNDIN í Hvera- gerði auglýsti eftir tillögum að byggðamerki fyrir Hveragerði fyrir nokkrum vikum. AIIs bár- ust um 80 tillögur frá 27 aðilum. Nú hefur hreppsnefndin ákveðið trúnaðarstörfum í verkalýðs- hreyfingunni og þeir fari með mikla fjármuni í nafni hennar. Höfundur telur ástæðuna þá, að þessir menn hugsi aðeins um völd og meiri völd. Hugsjónir koma ekki til álita hjá honum né fórn- fýsi í þeirra þágu eða umbjóðend- anna. Gæti velvildar í bókinni má að öllum jafnaði skilja hana sem háð. Með ósæmilegum hætti er vegið að minningu látinna manna. Menn eru dregnir í dilka. Það vekur mikla undrun að sjá Matthí- as Johannessen, ritstjóra, titlaðan sem þingmann, þegar höfundur tekur sér fyrir hendur að skipta liðsmönnum í „forystu stjórn- málaflokkanna" í „valdsmenn", „atvinnupólitíkusa" og það sem hann kallar „blandaðan hóp“. Við lestur smáleturs á eftir formála, þar sem ýmsar staðreyndavillur í bókinni eru leiðréttar, er að vísu tekið fram, að Matthías sé ekki ^jingmaður. En á hann lengur heima í hinum „blandaða hópi“? Á hverju byggist þessi dilkadráttur? Höfundur hefði að ósekju mátt leiðrétta ýmislegt fleira. Þess er til dæmis ekki getið, að Björn Þór- hallsson sé í miðstjórn Sjálf- að efna til sýningar á tillögunum í húsnæði Barnaskólans í dag og á morgun, 6. og 7. nóvember, og verður sýningin opin frá klukkan 13 til 18, báða dagana. Jafnframt verður skoðanakönnun á sama stað og tíma og eiga allir íbúar Hveragerðis, sem orðnir eru 12 stæðisflokksins. Þá er þess ógetið, að Guðmundur H. Garðarsson er formaður Fulltrúaráðs sjálfstæð- isfélaganna í Reykjavík, hins veg- ar er hann sagður formaður Sam- taka um vestræna samvinnu sem er rangt og eirtnig hitt að Björgvin Vilmundarson sé varaformaður þeirra samtaka. Alfreð Þorsteins- son er ekki formaður Varðbergs eins og höfundur slær föstu. Sé ég ekki betur en þar með sé brostin forsenda hjá höfundi fyrir að birta myndir af þeim Guðmundi, Björgvin og Alfreð í þeim góða hópi sem elskar Bandaríkin. Bernhard prins í Hollandi er ekki formaður Bilderberg-klúbbsins heldur Walter Scheel, fyrrum for- seti Vestur-Þýskalands. Hafa þé verið talin nokkur röng atriði, sen ég sá við fyrsta lestur og öll tengj ast samtökum sem ég hef haf bein kynni af. Eftir að hafa sé< svo augljósar villur fylltist ég van trú á að allt annað væri rétt. Bókin er ekki skemmtileg af lestrar, en hún er lífleg vegna mörg hundruð mynda og vand- virkni í umbroti. Myndirnar draga athygli lesandans frá textanum en leikarar hafa verið fengnir til að sitja fyrir í því skyni að koma hugmyndum höfundarins betur til skila. Höfundur notar myndir af einstaklingum og húseignum þeirra með sama hugarfari og þeir á Þjóðviljanum, þegar þeim er kappsmál að gera hlut andstæð- inga sinna sem minnstan. Dregið hefur úr slíkum myndbirtingum í blaðinu undanfarin ár og hlýtur Guðmundur Sæmundsson að sakna þess, í bók sinni reynir hann að endurvekja þessa lítil- mótlegu baráttuaðferð. Verulega athygli vakti þegar bókaútgáfan Örn og Örlygur ákvað að gefa þessa bók ekki út eins og um hafði verið samið við höfundinn. Bókaútgáfan gaf út fréttatilkynningu og sagði, að „ýmis atriði" í bókinni hefðu ekki verið sér „að skapi". Settu menn sig í spor höfundar bókarinnar og leituðust við með samsæriskenningar hans að leið- arljósi að skýra ástæðuna fyrir deilu hans við bókaútgáfuna, gætu líklega ýmsir komist að þeirri niðurstöðu, að allt hið mikla veður sem gert var út af bókinni áður en hún birtist hafi verið þaulhugsað sölu-samsæri. Nú er að sjá hvern- ig til tekst. Lofið um sjálfan sig dugar þó til að komast í fjölmiðl- ana. Snýst lífið um nokkuð annað en það og völdin? ára, rétt á að taka þátt í skoðana- könnuninni. Skorað er á íbúa Hveragerðis að mæta og velja sér merki. Hreppsnefndin hyggst hafa hliðsjón af vilja íbúanna við end- anlegt val byggðamerkisins. — Sigrún Hveragerðishreppur: Tiliögur að byggðamerki sýndar ERTU BÚIN(N) AÐ LÁTA LJÓSASKOÐA ÓSKOÐUÐ UÓS GETA VALDiÐ SLYSI OPIÐ LAUGARDAG BIFREIÐA |J| VERKSTÆÐIÐ SKEMMUVEGI 4 | hnascas KOPftVOGI SIMI7 7840 Hrað- lestrar- námskeið Á hraðlestrarnámskeiöi lærir þú ekki einungis að lesa hraöar, heldur öðl- ast þú meiri skilning á lesefninu og mannst það betur en áöur. Eftirfarandi eru nokkur þeirra atriöa sem þú lær- ir á hraölestrarnámskeiöi hjá Hraölestrarskólanum. • Hvernig þú getur a.m.k. tvöfaldað lestrarhraða þinn. • Hvernig þú getur les- ið fleirí en eitt orð í einu. • Hvernig nota á hend- ina til að stjórna lestrarhraðanum. • Hvernig best er að lesa blöð og tímarit. • Hvernig best er að lesa námsbækur fyrir próf. Og þú lærir ótal margt fleira. Næsta námskeiö hefst 9. nóvember nk. Skráning í síma 16258 kl. 20.00—22.00 í kvöld og næstu kvöld. Hraðlestrarskólinn. h|á okkur kl. 10—5 í dag KM -húsgögn, Lanjfhollsvejfi 111, Reykjavík, símar 37010 — 37144. KÍKTU VIÐ, ÞÚ FÆRÐ ÖRUGGLEGA EITTHVAÐ VIÐ ÞITT HÆFI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.