Morgunblaðið - 06.11.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.11.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1982 15 Eyðsla og skattar hækka — stórfelldur niðurskurður fjár veitinga til framkvæmda "Ni&urtalning” fjárveitinga ríkissjóðs til hafna, grunnskólabygginga og íþrótta- 78 79 ‘80 '81 '82 '83 frv.til fjárlaga eftir Lárus Jónsson, alþingismann Eyðsluliðir fjárlagafrumvarpsins fyrir árið 1983 sem ríkisstjórnin hef- ur lagt fyrir Alþingi hækka um 65% tæp, en fjárveitingar til fram- kvæmda hækka um 31%. Þótt hér sé gengið nokkrum fetum framar en áður, má segja að þetta sé einkenni fjárlagastefnu síðustu ára. Skattar hækka ár eftir ár. Nú má gera ráð fyrir að 30—31% af öllum þjóðar- tekjum fari i skatta til ríkisins en árið 1977 var þetta hlutfall 25%. Þetta svarar til þess að á þessu ári greiði hver fimm manna fjölskylda a.m.k. 30—35 þúsund krónum meiri skatta á föstu verðlagi en árið 1977. Öll |>essi hækkun skattanna fer í rekstur og eyðslu hjá ríkinu, en fjár- veitingar til framkvæmda og stuðn- ings atvinnulífinu lækka. A þessa stefnu er lögð sérstök áhersla í ár, þegar launþegum er sagt að þeir verði sérstaklega að herða sultaról- ina vegna minni afla en i mestu metaflaárum í sögu þjóðarinnar. Hver er raunveruleg stada ríkissjóðs? Um þessar mundir er það hald- reipi ríkisstjórnarinnar að ræða um það í tíma og ótíma, að fjár- málum ríkisins hafi ekki í annan tíma verið betur borgið. Sann- leikurinn er sá, að ríkissjóður hefur „hagnast" á þeirri efna- hagsstefnu ríkisstjórnarinnar, sem leitt hefur til mestu eyðslu- skuldasöfnunar erlendis sem um getur í sögunni. Tekjur ríkissjóðs af innflutningi og veltu í þjóðfé- iaginu nema hundruðum millj- óna, en jafnframt er hag þjóðar- búsins stefnt á ystu nöf, svo að jafnvel sjálfur fjármálaráðherr- ann segir, að við séum „að sökkva í ískyggilegar skuldir erlendis". Er nú ástæða til að hælast um vegna slikrar stefnu? Kjör almennings versna. Eng- inn hefur haft stærri orð um það en ráðherrar í ríkisstjórninni. Því til viðbótar á að leggja á þjóðina stórauknar byrðar eina ferðina enn í hækkuðum sköttum. Það vekur athygli, að á sama tíma eru nauðsynlegustu fjárveitingar til uppbyggingar framleiðslubyggð- arlaganna á öllu landinu skornar niður miskunnarlaust. Fram- sóknarmenn, sem oft á tíðum hafa skipað sig sjálfir allsherj- arpostula byggðastefnu í landinu, tala mikið um niðurtalningu verðbólgunnar. Allir vita, hvern- ig það kosningaloforð hefur verið efnt. Aftur á móti hefur orðið „niðurtalning” komið fram í ýms- um öðrum efnum undanfarin ár. Sé til dæmis litið á fjárveitingar til hafnargerða, grunnskólabygg- inga og íþróttamannvirkja hafa þær greinilega verið „taldar niður“ frá árinu 1978. Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd. Þar kemur í ljós, að skv. fjárlagafrumvarpinu er ætlunin að verja úr ríkissjóði a.m.k. þriðj- ungi minna fé að raungildi í þess- ar framkvæmdir en á árinu 1978. Allir vita, sem í þessum byggð- arlögum búa, hversu mjög er knýjandi að geta bætt aðstöðu í höfnum, grunnskólum og fyrir æskufólk til íþróttaiðkana. Þessi stefna ríkisvaldsins hlýtur að skiljast sem hnefahögg í andlit þess fólks, sem þessi byggðarlög byggir. Um það má deila, hvað ríkisvaldið á að styrkja slíkar framkvæmdir. Auðvitað væri æskilegt, að viðkomandi sveitarfélög hefðu rúma tekju- stofna til þess að annast meira af þessum framkvæmdum sjálf. Það er önnur saga. Á meðan verk- efnaskipting ríkis og sveitarfé- laga er óbreytt er sýnt, að fyrr- greind stefna er andhverfa þess sem haldið hefur verið að fólki í þessum framleiðslubyggðarlög- um, a.m.k. af sjálfskipuðum post- ulum réttrar byggðastefnu í land- inu. Byggðasafnið í Göröum: Selur afsteypur af „Sjómanninum“ BYGGÐASAFNIÐ í Görðum á Akranesi hefur látið gera afsteypur af höggmyndinni „Sjómaðurinn** eftir Martein Guðmundsson (1905—1952), myndskera og myndhöggvara, sem hann mótaði á síðustu æviárum sínum. Mynd þessa keypti nefnd sú sem kjörin hafði verið til að reisa minnismerki sjómanna á Akra- nesi, og lét stækka upp og steypa í eir í Noregi og komið fyrir á Akratorgi 1967. Myndirnar eru um 50 cm á hæð, mótaðar í gifs og eru ná- kvæmar afsteypur af frummynd listamannsins. Upplag er takmarkað við 200 tölusett eintök. Myndirnar verða til sölu í Byggðasafninu í Görðum alla virka daga. Vió trompum út! Kynnum athyglisverðustu bíla haustsins: Stationbíll 4x4. 6 gíra — (5 gírar og lággír). Drif á öllum hjólum. 1500 cc. vél. Bíll sem vakið hefur athygli um allan heim fyrir nýstárlega lausn á ferðabíl/ borgarbíl. Cressida GRANP LUX-6__________________ Sannkallaöur glæsibíll. 6 cyl. vél. Bein innspýting. Sjálfskiptur meö yfirgír. Vökvastýri. — Veltistýri. Rafmagnsdrifnar rúöur. BÍLASÝNING I DAG KL. 13-18 OGAMORGUN KL.10-18 \ TOYOTA P. SAMÚELSSON & CO. HF. UMBOÐIÐ NÝBÝLAVEGI 8 KÓPAVOGI SÍMI44144

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.