Morgunblaðið - 06.11.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1982
25
ísland tapaði fyr-
ir Englendingum
Frá Malli Hallss^ni, blaóamanni Mbl. í Luzern í Sviss.
ÍSLENZKA sveitin mætti þeirri ensku í 6. umferð Ólympíuskákmótsins í
Luzern í gær og beið lægri hlut, 1—3. Ensku stórmeistararnir voru íslenzku
strákunum ofviða en það kom nokkuð á óvart hvernig Ingi R. Jóhannsson
stillti upp gegn Englendingum. Guðmundur Sigurjónsson tefldi ekki á 1.
borði og Jón L. Arnason hvíldi annan daginn í röð, en hann hefur átt við
veikindi að stríða.
Helgi Ólafsson tefldi við enska
stórmeistann Tony Miles og fór
skák þeirra í bið. Helgi hafði peð
yfir en það nægði ekki gegn Miles
og þeir sömdu um jafntefli. John
Nunn tefldi við Margeir Pétursson
og átti Margeir undir högg að
sækja og varð að gefa í koltapaðri
stöðu. Jóhann Hjartarson tefldi
við Stean á 3. borði. Skák þeirra
vakti mikla athygli. Jóhann hafði
vinningsmöguleika, hafði drottn-
ingu, hrók og tvo létta menn gegn
drottningu og tveimur hrókum
Stean, sem alltaf fann bestu vörn-
ina og náði að halda jöfnu. Ingi R.
Jóhannsson tefldi á 4. borði við
Mestel og varð að lúta í lægra
haldi.
Skák Jóhanns vakti athygli
meðal annarra skákmanna enda
tefldi Jóhann stíft til vinnings og
komu þeir Mikaail Tal og Anatoly
Karpov oft að borðinu til að fylgj-
ast með framvindu mála. En
Stean slapp fyrir horn og Eng-
lendingar sigruðu 3—1.
Islenzku stúlkurnar stóðu sig
mjög vel og unnu Brasilíu 2—1.
Guðlaug Þorsteinsdóttir og Sigur-
laug Friðþjófsdóttir gerðu jafn-
tefli en Ólöf Þráinsdóttir vann
sína skák.
Staðan á mótinu er óljós vegna
fjölda biðskáka, en nú eru Sovét-
menn efstir með Yl'k vinninga og
Hollendingar hafa 17 vinninga.
Helstu úrslit í 6. umferð:
Holland — Sovétríkin:
Timman — Karpov 'k — '/2
Sosonko — Kasparov 'k — 'A
Ree — Beljavsky 1—0
Van de Wiel — Yusupov 0—1
Tékkóslóvakía — V-Þýskaland:
Hort — Húbner 'k — 'k
Smejkal — Unzicker bið
Ftacnik — Pfleger 0—1
Jansa — Lobron lk — 'k
Bandaríkin — Argentína:
Browne — Quinteros 'k — 'k
Seirawan — Campora bið
Kavalek — Hase 1—0
Tarjan — Rubinetti 1—0
England — ísland:
Miles — Helgi Ólafsson 'k — 'k
Nunn — Margeir Pétursson 1—0
Stean — Jóhann Hjartar. 'k — 'k
Mestel — Ingi R. Jóhannsson 1—0
Sviss — Kúba:
Korchnoi — Nogueiras 'k — 'k
Hug — Rodrigues 'k — 'k
Wirthensohn — Hernandey bið
Zueger — S. Garcia 'k — 'k
Kína — Júgóslavía:
Liu — Ljuboevic bið
Liang — Gligoric 'k — 'k
Li — Ivanovic 'k — 'k
Ye - Hulak 0-1
Indónesía — Svíþjóð:
Ardiansyah — Ulf And.son 'k — 'k
Hanndoko — Lars Karlsson bið
Adianto — Tomas Wedberg 'k — 'k
Miolo — A. Ornstein 'k — 'k
Danmörk — Belgía:
Kristiansen — Weemaes 1—0
Mortensen — Goormachtigh bið
Fedder — Pegericht 1—0
Ost-Hansen — Schumacher 'k — 'k
Síniamvnd Al’
Frá opnun Olympíuskákmótsins í I.uzern í Sviss. Hluti keppnissalarins sést, en keppendur hafa aldrei verið lleiri, eda
94 sveitir karla og 52 kvenna. Ahorfendum er leyfður aðgangur að salnum meðan á keppni stendur.
Campomanes hefur undirtökin
— segir Raymond Keene
AFSTAÐA Sovétmanna er á huldu og einnig arabaríkja. Fastlega er reiknað
með að tvær umferðir þurfi til að skera úr um hver verður næsti forseti FIDE
— og að þeir Friðrik og Campomanes muni heyja úrslitaorustuna. Þar munu
atkvæð: araba og Sovétmanna og fylgiríkja þeirra ráða úrslitum. lleyrst
hefur að Sovétmenn muni styðja Campomanes í því einvigi.
Campomanes er með fjölmennt
fylgdarlið og voru Filippseyingar
mjög áberandi fyrstu daga móts-
ins, og var það fyrst og fremst
klæðnaður þeirra. En svo virðist
sem Campomanes hafi látið af
þessari ætlun sinni — og Filipps-
eyingar hafa horfið í mannhafið
hér í skákstaðnum í Luzern.
Fari svo sem ýmsir spá að Sov-
étmenn styðji Campomanes og að
arabaþjóðir geri slíkt hið sama, þá
eru möguleikar Friðriks hverf-
andi. Friðrik hefur verið önnum
kafinn við störf vegna þingsins og
því lítið sést í skáksalnum — en
Islendingar verða sífellt meira
áberandi. Guðmundur G.
Þórarinsson alþingismaður er
mættur á staðinn til að vinna að
framboði Friðriks, svo og Frið-
þjófur Karlsson og Gunnar Gunn-
arsson forseti Skáksambands ís-
lands og Þorsteinn Þorsteinsson
varaforseti eru væntanlegir.
En íleiri eru hér — Jóhann Þór-
ir Jónsson, sem gefur út myndar-
legt mótsblað er ásamt 15 manna
liði og þó Jóhann Þórir sé önnum
kafinn við útgáfuna, þá leggur
hann sitt af mörkum til kosn-
ingabaráttunnar.
Raymond Keene, fyrirliði enska
liðsins hér í Luzern, þekkir mjög
vel til mála — líklega betur en
flestir aðrir. Blaðamaður spurði
hann, hvern hann veðjaði á í kom-
andi forsetakosningum. „Eins og
sakir standa, þá hefur Campo-
manes mest fylgi og ég held, að
Kazic standi höllum fæti. Friðrik
Ólafsson verður að vinna hörðum
höndum þá viku sem eftir er þar
til kosningarnar fara fram —
hann hefur aðeins viku.
Hann þarf að fara meðal fólks-
ins, meðal keppenda — meðal for-
ustumanna einstakra skáksam-
banda og kynna sig og stefnu sína.
Hann hefur nauman tíma, en þó
Raymond Keene
verði
held ég að kosningarnar
mjög tvísýnar."
Hvaða afstöðu telur þú að Sov-
étmenn taki?
„Það er ómögulegt að spá
nokkru um þeirra afstöðu — hún
er á huldu. Ég hef ekki hugmynd
um þeirra afstöðu. Og ég held, að
arabar muni styðja Campomanes
og því hafi Campomanes undirtök-
in.“
Hverjar telur þú helstu ástæður
þess — hefur Friðrik ekki staðið
sig?
„Friðrik hefur ekki verið gagn-
rýndur fyrir slaka frammistöðu.
Þvert á móti — hann hefur reynst
farsæll. Hins vegar hefur Campo
manes unnið hörðum höndum og
virðist ætla að uppskera í sam-
ræmi við það. Hann hefur ferðast
víða og komið vel fyrir. Það má
benda á, að í vikunni hélt Campo-
manes mikla veislu til handa
stuðningsmönnum sínum — þar
mættu 153 manns frá 23 löndum
og það er fjórðungur atkvæðanna.
Það sem hefur háð Friðriki er,
að hann hefur lítið sést í skáksaln-
um, meðal keppenda og fulltrúa
einstakra landa. Hann hefur vilj-
að grafa sig inni í eigin skrifstofu.
Ég veit að margt brennur á hon-
um, en tel samt að hann verði að
fórna skrifstofuvinnunni fyrir öfl-
un atkvæða," sagði Raymond
Keene.
„Auðvitað er ég bjartsýnn“
Rætt við Campomanes frá Filippseyjum, sem býður sig fram gegn Friðriki Ólafssyni
Krá Halli IUIIw<yni, blaðamanni Mbl. í Luzrrn.
„FLORENZIO Campomanes stefndi
mér til fundar við sig klukkan 14.30
á Hótel National — fimm stjörnu
glæsihótel í hjarta Luzern.
Þegar ég kom upp á 1. hæð,
blöstu við mér kosningaspjöld:
Kjósið Campomanes — fram-
kvæmdamanninn. Ég bankaði upp
á skrifstofu Campomanesar og rit-
ari hans tók á móti mér. Ég kynnti
mig og hún hringdi í Campomanes
— bað mig síðan að bíða, því hann
væri á fundi. Mér var vísað til sæt-
is — starfsfólk var önnum kafið
við að ganga frá umslögum sem
send voru til forráðamanna skák-
sambanda, — tugir umslaga,
sjálfsagt yfir hundrað. Hvarvetna
blöstu við veggspjöld á skrifstof-
unni: Kjósum Campomanes —
framkvæmdamanninn. Einnig:
Campomanes — Averback (hinn
sovéski) — nefnd til styrktar skák
í þróunarlöndum. A borðum voru
veglegir öskubakkar — á þeim
stóð: Kjósum Campomanes.
Hálftími leið og þá loksins birt-
ist Campomanes, brosandi eins og
hann á vanda til og bað mig að
afsaka biðina. Hann væri í mat
með nokkrum mönnum og bauð
mér að setjast til borðs með þeim.
Við gengum niður glæsileg salar-
kynni 'National-hótels og inn í
matsalinn. Þar kynnti Campom-
anes mig fyrir sex manns — full-
trúum frá Nicaragua, Argentínu,
Paraguay, Guatemala og Uruguay.
„Ég verð því miður að fara til
Bern innan skamms svo við verð-
um að ræða saman í leigubílnum á
leiðinni," sagði Campomanes við
mig og með okkur í bílinn settust
fulltrúar Nicaragua og Paraguay.
Ég bar fram mína fyrstu spurn-
ingu: Eru bjartsýnn á að ná kosn-
ingu til forseta FIDE.
„Auðvitað er ég bjartsýn — ég
er alltaf bjartsýnn. Ég hefði ekki
farið út í þessa kosningabaráttu ef
ég teldi mig ekki vera sigur-
stranglegan."
— Hver er ástæða þess að þú
ferð í framboð gegn Friðriki
Ólafssyni. Ertu óánægður með
störf hans?
„Svona áttu ekki að spyrja — í
FIDE eru 119 sérsambönd og
hvert og eitt, hversu smátt eða
stórt sem það er, rétt á að bjóða
fram fulltrúa sína,“ — Heyr, heyr,
sögðu fulltrúarnir frá Nicaragua
og Paraguay. „Nei, ég vil að það
komi skýrt fram, að hvernig sem
kosningarnar fara, þá munum við
Friðrik Ólafsson alltaf verða mikl-
ir mátar og vinir. Það mun ekki
breytast — við höfum átt gott
samstarf, munum eiga saman gott
samstarf. Við bjóðum okkur ekki
fram gegn hvorum öðrum — við
höfum sama markraið og það er að
gera veg skáklistarinnar sem
mestan. Svona áttu ekki að spyrja
— þetta er fráleitt."
— Heyr, heyr, heyrðist frá fé-
laga Nicaragua.
— Þetta ætlar að verða það
furðulegasta viðtal sem ég hef átt
— hér í þessum leigubíl, skaut ég
inní.
„Öll viðtöl við mig eru svona —
ég hef mikið að gera og tíminn er
dýrmætur."
— Segðu mér þá, að hvaða málum
ætlar þú helst að vinna, verðir þú
kosinn forseti FIDE?
„Þetta er mun betra — ég mun
stuðla að þróun skáklistarinnar
hvar sem er í heiminum."
— Heyr, heyr, sagði félagi Nic-
aragua.
— Getur þú kveðið nánar á um
helstu mál?
„Ég kem frá þróunarlandi í
skáklistinni — ég tel mig því
þekkja betur til vandamála þróun-
arlanda en mótframbjóðendur
mínir. Því mun ég leggja mesta
áherzlu á þróun skákarinnar í
þróunarlöndum."
Hátt og snjallt heyrðist nú frá
félaga Nicaragua: Heyr, heyr.
— Flestir sterkustu skákmenn
heims eru frá Evrópu eða Ame-
ríku — þar stendur skákin á föst-
um merg. Munt þú flytja höfuð-
stöðvar FIDE til Filippseyja, náir
þú kosningu?
„Nei, ég mun hafa höfuðstöðv-
arnar áfram í Evrópu, í Amster-
dam. Þar eru höfuðstöðvar FIDE
vel staðsettar — þar eru bestar
samgöngur og þar er gott starfs-
lið.“
— Þegar kosið var til forseta
FIDE 1978 hugleiddu Evrópuþjóð-
ir að stofna sérsamband, næði
Rabell Mandez frá Puerto Rico
kosningu. Óttast þú ekki klofning,
verðir þú kosinn?
„Fráleit spurning — neita að
svara henni."
— Þú hefur ferðast víða að und-
anförnu?
„Ég hef ferðast um allan heim-
inn til að kynna framboð mitt.“
— Ýmsir segja, að þú hafir ver-
ið að kaupa atkvæði?
„Fráleitt að spyrja svona — ég
svara svona blaðri ekki. Þeir sem
breiða svona út eru hræddir —
það skyldi ekki vera að Friðrik og
Kazic óttist framboð mitt — ég
hef grun um áð svo sé. Ég svara
svona spurningum ekki.“
Við vorum komnir að áfanga-
stað — Campomanes var þotinn
enda í mörg horn að líta.