Morgunblaðið - 06.11.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.11.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1982 37 Magnús Armann Guðjónsson - Minning Brœðraminning: Frímann Konráðsson Nývarð Konráðsson Bræðurnir Frímann Konráðsson og Nývarð Konráðsson Fæddir 18. ágúst 1966 Dánir 30. október 1982 í dag eru bornir til moldar bræðurnir Frímann og Nývarð Konráðssynir. Eins og kunnugt er fórust þeir er bifreið, sem þeir voru í, valt út af veginum fyrir Ólafsfjarðarmúla. Það má með sanni segja, að stutt sé á milli feigs og ófeigs. Þessir knálegu piltar fullir lífsorku hafa nú fetað þann veg, sem við öll göngum að lokum. Eftir standa minningar þeirra, sem til þekktu og þá sér- staklega vina og vandamanna. Bræðurnir eru synir hjónanna Svövu Friðþjófsdóttur og Konráðs Gottliebssonar, sem eiga einnig þrjú önnur börn, þau Sigrúnu, Gottlieb og Jón. Það var á árinu 1980, sem þeir bræður létu fyrst til sín taka í skíðamótum utan síns héraðs þá á fyrsta ári í sínum flokki, 13—14 ára. Þá þegar voru þeir í fremstu sætum, þótt þeir væru á fyrra ári í flokknum. Eg man það gjörla á Unglingameistaramóti Islands, sem var haldið í heimabyggð þeirra, Ólafsfirði, sama ár, hve mikill keppnisandi var í þessum ungu skíðamönnum. Á þessu móti urðu báðir íslandsmeistarar í boð- göngu og í öðru og þriðja sæti í sínum flokki í 5 km göngu. Þetta ár urðu þeir í fyrstu sætum í öll- um mótum vetrarins og á Vetrar- íþróttahátíð ÍSÍ á Akureyri. Á ár- inu 1981 voru þeir í fremstu röð í sínum flokki og vann Frímann öll nema eitt af PM unglinga það árið og varð Islandsmeistari í 5 km það árið á Unglingameistaramóti Is- lands, og saman urðu þeir bræður Isiandsmeistarar í boðgöngu. Síð- astliðið ár voru þeir ekki mikið með utan héraðs, en Frímann varð í þriðja sinn íslandsmeistari í boð- göngu á Unglingameistaramóti ís- lands á Ísafirði. Það fór ekki á milli mála, að þeir bræður voru meðal okkar efnilegustu skíða- manna og hefði verið gaman að sjá þá ásamt bræðrum sínum og systur, sem öll hafa orðið marg- faldir íslandsmeistarar í skíðag- öngu. Mér er sérstaklega minn- isstætt hve mikill kraftur var í þeim bræðrum og hve þeir voru öflugir göngumenn miðað við ald- ur, svo óvenjulegt var. Fyrir okkur í Skíðasambandi ís- lands er það þungur dagur, þegar slík harmatíðindi berast. Þessir tveir ungu og hraustu skíðamenn hafa verið kallaðir á braut svo skjótt. Við í stjórn Skíðasambands íslands viljum með þessum fá- tæklegu orðum færa foreldrum og systkinum þeirra bræðra okkar dýpstu samúðarkveðjur. Guð veri með ykkur og gefi ykkur frið. F.h. Skíðasambands íslands, Hreggviður Jónsson, formaður. Fæddur 17. janúar 1906 Dáinn 7. júlí 1982 „Löng þá sjúkdóms leidin verdur, lifió hvergi vægir þér. þrautir magnast þrjóta kraftar, þungt og sárt hvert sporió er, honum treystu hjálpin kemur, hann af raunum sigur ber, Drottinn læknar — Drottinn vakir daga og nætur yfir þér.“ Þetta vers eftir afabróður minn Sigurð Kristófer Pétursson, kom oft upp í huga minn, þegar ég sat við rúm Magnúsar, þar sem hann háði sína síðustu lífsbaráttu. Magnús lést í Borgarspítalanum 7. júlí síðastliðinn. Hann var fæddur 17. janúar 1906, sonur hjónanna Guðjóns Jónssonar járnsmiðs og Steinunnar Gamalíusardóttur. Magnús átti eina systur, Guðrúnu, og var hún honum mjög kær. Guðrún lést árið 1960 og veit ég hann harmaði hana mikið. Ung misstu þau systkin foreldra sína og var aldurinn ekki hár, þeg- ar þau kynntust hinni miskunn- arlausu lífsbaráttu. Fjórtán ára gamall fór hann fyrst til sjós og oft sagði hann mér sögur frá lífi togarasjómanna, þegar hann var ungur maður. Þar var háð hörð barátta en sem betur fer hefur allt breyst til batnaðar á þeim sviðum. Til Slippfélagsins í Reykjavík réðst Magnús árið 1934 og vann þar sem vélgæslumaður til dauða- dags. Árið 1931, í desember, kvæntist Magnús eftirlifandi konu sinni Klöru Sigurðardóttur. Eignuðust þau einn son, Steinar, f. 1932, og fósturdóttur, Klöru, f. 1944. Barnabörn þeirra eru sjö. Tæplega fór það framhjá nein- um sem kynntist Klöru og Stein- ari að pabbi þeirra var þeim systkinum ofarlega í huga, og ekki þurfti ég að hafa löng kynni af föður þeirra, til að sannprófa að þar fór hógvær og skilningsríkur maður. Kynslóðabil var ekki til. Afi var félagi og vinur. Sýnir það best þegar sonur okkar Baldur, 16 til 17 ára, tók upp símann og spurt var: „Hvert ert þú að hringja?" „Til afa,“ var svarið og þar var rætt allt milli himins og jarðar. Afi skildi allt, það vissi Baldur. Margs er að minnast og margs að sakna. Aldrei getum við þakkað Magnúsi sem vert er alla hans hjálp, þegar við stóðum í bygg- ingarframkvæmdum, fyrst í Hraunbæ 100 og síðan í Akraseli 28. Minnisstætt er mér vorið í byrjun maí 1976. Steinar var þá erlendis, en þennan tímæ vildi Magnús nota til að láta múra hús- ið í Akraselinu að utan. Það var ekki hikað, talað við múrarann og ákveðið að byrja strax í næstu viku. Á sunnudagsmorgni fórum við upp eftir til að setja plast fyrir gluggana, ég var vön að hjálpa til ef ég gat. En nú var hann hús- bóndinn, það var ekki til að tala um, ég mátti ekkert gera. Hann sagði ég hefði nóg með mína vinnu, börn og bú. Það var helgi og ég átti að hvíla mig. Að kveldi þess dags var komið plast fyrir gluggana. Er Steinar kom heim var komið langt á veg með að múra húsið að utan. Allar minningar mínar um tengdaföður minn eru tengdar góðmennsku og hjálpsemi. Hans fórnfýsi til okkar er ómælanleg. Sérstaklega bar hann mikla um- Hrafnkatla Einars- dóttir — Kveðjuorð Hún fæddist í Reykjavík 8. nóv- ember 1928. Móður sína, Ólafíu Guðmundsdóttur missti hún ung. Hrafnkatla fór þá til Sigríðar Finnbogadóttur, sem var ekkja Jóns Þorkelssonar, lærða, en þeir Einar Þorkelsson, faðir Hrafn- kötlu, voru bræður. Dóttir þeirra, Matthildur, var henni ekki verri en systir, og skildi ekki leiðir þeirra meðan báðar lifðu. Sigríður var skörungur mikill og mann- kostakona. Er Matthildur þar eng- inn eftirbátur. Ólst Hrafnkatla þar upp við mikið ástríki og umhyggju þeirra mæðgna í anda menningar og manngæsku. Mjög ung kom Hrafnkatla í Landsbankann og starfaði þar æ síðan meðal heilsan leyfði, lengst í afurðalánadeild. Ég kynntist Hrafnkötlu fyrst 1976, þegar ég, eftir hlé frá störfum, var send þangað. Ekki var ég hress yfir því og þekkti þar engan. En aldrei gleymast mér viðtökurnar þar. Hrafnkatla var ljúf og elsku- leg í viðmóti. Hún hafði ekki fyrir sið að taka nýliðum með fálæti og varúð eins og algengt er þó í svona stórum stofnunum. Heldur bauð hún þá velkomna með hjartahlýju sinni og glaðværð og vildi engan úti í kuldanum. Við fundum best, þegar Hrafnkatla var fjarverandi, hve góður andi fylgdi henni á vinnustað. Hrafnkötlu var einkar lagið að miðla málum og sætta jafnvel hina verstu ofstopa. Hún beitti ekki þeirra vopnum, heldur lagni og skynsemi. Hrafnkatla var stórgáfuð kona og víðlesin, sjálf- menntuð og fjölfróð. Hún hafði yndi af bókum og naut sín mjög vel, þegar hún starfaði við bóka- safn Landsbankans um margra ára skeið, eða þar til hún veiktist 1978. Hrafnkatla barðist æðrulaus við sjúkdóminn og lét aldrei uppi annað en að bati væri vís. Trúin var hennar mikill styrkur, og bati náðist um stundarsakir. í sept- ember 1981 hvarf hún aftur út í afurðalánadeild og vann þar hluta úr degi fram í mars 1982. Ég sá Hrafnkötlu síðast fyrir réttu ári. Sat hún þá í sætinu sínu úti í afurðalánadeild. Hún var glöð og hress, kvað sér fara dagbatnandi. Ekki hvarflaði að mér þá, að svo stutt yrði þessi stund milli stríða. Matthildi frænku hennar, sem var hin styrka stoð í veikindunum, og öðrum ættingjum votta ég dýpstu samúð. Ég trúi því, að henni Hrafnkötlu verði tekið hinu megin með sömu hlýjunni og hún veitti svo mörgum í þessu lífi. Ilallfríður Kolbeinsdóttir hyggju fyrir dóttur okkar Guð- rúnu, sem ekki er heilbrigð. Á sinn hljóðláta hátt kenndi tengdafaðir minn mér mikið, hann vildi ailt gefa, ekkert þiggja. Ég á nóg af öllu var hans svar. F’rá því að við Steinar giftum okkur hafa tengdaforeldrar mínir alltaf verið hjá okkur á aðfanga- dagskvöld. Síðustu jól voru þau með okkur hér í Hamborg þar sem við erum nú búsett. Það er ekki á neinn deilt, þótt ég segi, að þau komu með jólin. Næstu jól verða trúlega tómleg, en minningin um allt það góða, sem þau færðu með sér, hjálpar okkur vonandi með Guðs hjálp, að halda jól án þeirra. Þann tíma sem þau dvöldu í Ham- borg í desember síðastliðnum var snjór yfir öllu. Á hverjum morgni er ég kom fram var tengdafaðir minn búinn að fara út og gefa fuglunum. Ekkert sýnir betur hans innri mann, því ekkert var honum óviðkomandi ef hann gat hjálpað. Það verður mér og fjölskyldu minni ógleymanleg og kær minn- ing að hafa fengið tengdaforeldr- ana í heimsókn hingað í desember sl., og að við sameiginlega gátum haldið upp á gullbrúðkaupsdag þeirra þann 11. desember og hald- ið svo jólin hátíðleg saman. Svö örslutt er bil milli hlíöu og éls og hrugðist getur lánið frá morgni til kveldn. MJ. Fjölskyldunni sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Elsku Klara mín, breytingin er mest hjá þér og missir þinn er mikill. Megi góður Guð gefa þér styrk til að halda lífinu áfram án hans. Guð blessi minningu þessa mæta manns. Ilamborg í október, 1982, Anna Þóra Baldursdóttir. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að herast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í siðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig gctið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Frost og fönn eru engin fyrirstaða þegar ATLAS er annarsvegar. ATLAS snjóhjólbarðar: Minni bensíneyðsla, meiri ending og síðast en ekki síst, aukið öryggi fyrir þig, þína og þá sem á vegi ykkar verða. Á ATLAS eru þér allir vegir færir. Útsölustaðir: Hjólbarðasalan Höfðabakka 9 Reykjavík og kaupfélögin um allt land. SAMBANDIÐ ^ VÉLADEILD HJÓLBARÐASALA Höfðabakka 9 /-83490-38900 GÆÐAEFTIRLIT MEÐ GÆÐAVÖRUM *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.