Morgunblaðið - 06.11.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.11.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1982 llm þcssar mundir er Barna- skólinn á Eyrarbakka 130 ára. Skólinn var settur í fyrsta skipti 25. október 1852 og hefur starfað óslitió síðan. Hann er því elsti starfandi barnaskóli á landinu. Til þess að minnast þessara tímamóta í söjju skólans verður opið hús í skólanum fyrir gamla nemendur, starfsmcnn og velunnara hans laugardaginn 6. nóv. klukkan 14. Þar verður ýmislegt rifjað upp úr sögu skólans og sýndar myndir eftir Harald Blöndal ljósmyndara, sem hann tók á Eyrarbakka um 1920. Myndir þessar tengjast sögu skólans og sýna einnig baejarbraginn á Eyrarbakka á þessum tíma. Skólastjóri Barnaskólans á Eyrarbakka er Óskar Magnús- son. Hann hefur verið kennari við skólann frá árinu 1957, en tók við skólastjórastarfinu 1968 af Guðmundi Daníelssyni. Ósk- ar er jafnframt fréttaritari Morgunblaðsins á Eyrarbakka, og hann hefur skrifað grein í til- efni afmælisins, þar sem hann rekur í stuttu máli sögu skólans. Upphafið Umsögn þeirra Eggerts Ólafsson- ar og Bjarna Pálssonar varðandi Eyrbekkinga er ófögur. Þeir segja húsakynni Eyrbekkinga þau lök- ustu og sóðalegustu hér á landi og fólkið segja þeir að sé úrkynjaðir sóðar. Þannig kom mesti verslunarstað- ur landsins fyrir sjónir um miðja átjándu öldina. í dag lítur skólinn svona út. Það hefur tvisvar verið byggt við hann: fyrst árið 1952, í tilefni 100 ára afmælis skólans, og nú á sl. ári var síðari viðbyggingin tekin í notkun. Það er hún sem er vinstra megin við innganginn, en lengst til hægri sér í viðbótina frá 1952, og þar á millí er svo gamli stofninn. prestaskólakandídat, Jón Bjarna- son, nú uppgjafaprestur í Reykja- vík. Var kennt kver, skrift, lestur, reikningur, landafræði og danska þeim sem vildu. Eg hafði yndi af náminu og hlakkaði mjog til kennsludaganna, sem mér þóttu of fáir. Það spillti heldur ekki ánægjunni, að við börn- in lékum okkur venjulega góða stund, þá er kennslunni var lokið. Tók ég góðum framförum í skólan- um, þó mestum í reikningi, og varð efstur af öllum börnunum um vorið, þá er próf var haldið á Eyrarbakka, og höfðu þó börnin þar notið helm- ingi lengri kennslu en við Stokks- eyrarbörnin. Næsta vetur, 1853—1854, var kennari Þorvaldur Stephensen, síð- ar verslunarstjóri hjá Smith í Reykjavík (dó í Chicago); tók ég enn Þannig leit Barnaskólinn á Eyrarbakka út 1913. Elzti barnaskólinn 130 ára Barnaskóli Eyrar- bakka skal hann heita Einni öld síðar verða Eyrbekk- ingar þó til þess að stofna einn fyrsta barnaskólann hér á landi og þann elsta þeirra sem frá stofnun til þessa dags eiga óslitinn starfs- tíma. Barnaskólinn á Eyrarbakka er því elsti barnaskóli landsins, settur í fyrsta sinn þann 25. október 1852. Hinar „heiðarlegu undantekningar hafa að sjálfsögðu bæði leynst með- al hins örbirga almúga og höfðingj- anna, þó þeir síðarnefndu hefðu einir afl til að hrinda hugsjónum í framkvæmd. Stofnun skólans varð fyrir einstakan áhuga þeirra er að honum stóðu, en þar er þá fremsta að telja séra Pál Ingimundarson, aðstoðarprests í Gaulverjabæ, Guð- mund Thorgrímsen, verslunar- stjóra á Eyrarbakka, og Þorleif Kolbeinsson ríka, hreppstjóra á HáeyrL Barátta þessara mætu manna hefði þó tæpast náð tiigangi sínum hefðu þeir ekki notið stuðn- ings fjölda margra framfaramanna. Fyrstu undirbúningsfundirnir eru haldnir 17. desember 1850 og 12. janúar 1851, eftir messu á Stokks- eyri. í þá tíð náði Stokkseyrar- hreppur yfir allan Bakkann, það er bæði Stokkseyri og Útbakkann, eins og Eyrarbakki nefndist oft í dag- legu tali heimamanna. Strax frá upphafi er ákveðið að kenna á báðum stöðum. Svo vel vili til að einn af fyrstu nemendum skólans hefur lýst fyrsta árinu í minningum sínum (Óðinn, 5. tbl. ág. 1910, VI. árg.). Úr sjálfsævisögu Þorsteins Jónssonar læknis í Vestmannaeyj- um, samið af honum sjálfum í des- ember 1901: „Árið 1852 var fyrir forgöngu prestsins, séra Páls Ingi- mundarsonar, þá aðstoðarprests hjá séra Jakobi móðurbróður sín- um, og ýmissa merkra manna í Stokkseyrarhreppi hafin barna- skólakennsla í hreppnum. Var af eintómum samskotum reist barna- skólahús á Eyrarbakka, en á Stokkseyri var fengið léð húsnæði í stofu hjá bónda þar; en á Eyrar- bakka var kennt 4 daga í viku, en á Stokkseyri 2; kennari var fenginn hjá honum framförum, einkum í reikningi, landafræði og dönsku, kver og lestur þurfti ekki að kenna mér, en í einu gekk mér illa — að læra að skrifa. Falleg rithönd hefir eigi verið mín sterka hlið, en á end- anum lærði ég þó að skrifa læsilega en ófagra hönd.“ Ekki fer á milli mála, að hér hef- ur verið farið vel af stað. Árið 1859 gefur Thorgrímsen þá skýrslu að alls hafi 130 piltar og 69 stúlkur útskrifast úr skólanum. Hann lætur þess líka getið að börnin séu fús og viljug að ganga í skólann, en for- eldrarnir tregir til að láta að óskum þeirra. Rétt er að geta þess að skólagjöld voru all há, t.d. 4 ríkisdalir fyrir 4 mánuði árið 1853, eða sem næst ær- verð. Þó hefði skólinn ekki komist af án gjafa velunnara sinna, en þeir voru aðal tekjustofninn. Allri um- ræðu um þátttöku sveitarfélagsins var harðlega mótmælt og birtist mótmælaskjal þar að lútandi undir- ritað af 41 bónda. Stundum lá við að allt starf félli niður vegna fjárskorts. Árið 1876 veitir Landssjóður skólanum 200 kr. árlegan styrk. Á þessum fyrsta ald- arfjórðungi skólans berast honum margar og góðar gjafir, en frægast- ur allra gjafara mun vera Jón Sig- urðsson forseti, þó margir gæfu stærri gjafir. Reyndar má geta þess að talið er að kveikjan að stofnun skólans hafi verið ráðning Jens Sigurðssonar frá Rafnseyri sem heimiliskennara í „Húsið“. Skólahúsin Á þessum 130 árum hefur skólinn verið til húsa á fjórum stöðum á Bakkanum. Fyrst var skólahúsið í miðri byggðinni, rétt hjá Háeyri, en síðar fluttist skólinn í hús sem stóð í vesturenda þorpsins. Þar í grennd- inni var svo byggt nýtt skólahús sem tekið var í notkun árið 1880 og stendur það enn. Þá hugsuðu menn enn stærra en áður og hugðust koma á laggirnar gagnfræðaskóla. Kennari að skól- anum var ráðinn enginn annar en sá merki skólamaður Magnús Helgason, sá er síðar varð fyfsti skólastjóri Kennaraskólans. Örlög- in höguðu því samt svo að því skóla- stigi var ekki náð í Barnaskólanum á Eyrarbakka fyrr en einni öld síð- Nokkrir þeirra 120 nemenda sem stunda nám í barnaskólanum í dag. Guðmundur Daníelsson rithöfundur var skólastjóri Barnaskólans á Eyr- arbakka á árunum 1946—1968. Myndin er tekin á afmælishátíð barnaskólans 1952 og sýnir Guð- mund i ræðustól. ar, með tilkomu hins nýja grunn- skólaprófs. Magnús Helgason réðst að árinu á Eyrarbakka liðnu að Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Árið 1913 var tekið í notkun nýtt skólahús, steinsteypt, tvær stofur auk gangs og baðklefa. Þetta skóla- hús er enn í notkun, en árið 1952 var byggt við húsið. Þá bættist við ein kennslustofa, afdrep fyrir kenn- ara og snyrtingar. Eyrbekkingar hefðu gjarnan viljað byggja stærra í tilefni af eitthundrað ára afmæli skólans en ríkisvaldið sagði nei. Afmælisins var þó minnst mynd- arlega og þá gefin út bókin „Saga Barnaskólans á Eyrarbakka 1852—1952“, skráð af séra Árelíusi Níelssyni. Loks ber að geta þess að á síðast- liðnu ári var enn tekin í notkun viðbygging, nokkru stærri en það hús sem fyrir var, og breytti hún öllum aðbúnaði skólastarfsins stór- lega og þykir hafa tekist mjög vel. Skólinn býr því við all gott hús- næði, þó enn sé ekki búið að koma upp íþróttahúsi, en sund og leikfimi sækja nemendur að Selfossi. Kennarar Sem nærri má geta hafa margir kennarar starfað við skólann frá upphafi. Áður er búið að geta fyrstu kennaranna, en lengi framan af voru kennararnir guðfræðingar og stóðu fæstir lengur við en eitt ár. Árið 1893 réðst að skólanum Pétur Guðmundsson, sem Eyrbekkingar nefna enn í dag Pétur kennara. Hann starfaði við skólann í sam- fellt 26 ár og þótti með afbrigðum farsæll kennari, vel menntaður og framúrskarandi ósérhlífinn og fórnfús. í hugum gamalla Eyrbekk- inga stafar sérstakur ljómi af þess- um árum í sögu skólans og svo er einnig um næstu ár á eftir. Pétur varð að láta af störfum ár- ið 1919, sökum heilsubrests og réð- ust þá að skólanum fyrstu kennar- arnir sem menntast höfðu í Kenn- araskólanum. Þeir voru boðberar nýs tíma og fullir af nýjum hugmyndum. Þessir kennarar voru Aðalsteinn Sig- mundsson, Ingimar Jóhannesson og Jakobína Jakobsdóttir. Á þessum árum var Bakkinn stór, með 923 íbúa árið 1920, félagslíf stóð í miklum blóma og skólastarfið tók nýja stefnu. En nú var komið að vendipunkti í sögu Eyrarbakka. Breyttar samgöngur og atvinnu- hættir komu til sögunnar. Reykja- vík tók við versluninni við bænd- urna, höfnin var léleg svo ekki varð fylgst með í þróun útgerðar og því fór sem hlaut að fara. Árið 1930 er íbúatalan komin niður í 636 og ekki þörf fyrir 3 kennara í svo litlu plássi. Þeir Aðalsteinn og Ingimar fóru, en við skólastjórn tók Þor- valdur Sigurðsson. Nú fóru í hönd miklir erfiðleikat- ímar, heimskreppan gerði allt starf erfitt sökum fjárskorts, sem varð svo mikill að árið 1933 liggur við að skólahúsið verði tekið fjárnámi og selt á opinberu uppboði. I tíð Þorvalds var tekin upp skólaskylda 7 ára barna. Er Þor- valdur tók við starfi sem kennari við Miðbæjarbarnaskólann varð Guðmundur Þorláksson skólastjóri og tók Guðmundur Daníelsson rit- höfundur við af honum árið 1946, en hann hafði þá verið þrjú ár kennari við skólann. Guðmundur starfaði við skolann í 25 ár, lét af starfi skólastjóra árið 1968. Fræðslulög 1946 innleiddu eins árs lengingu skólaskyldu og var unglingaskóli strax starfandi frá þeim tímamót- um. Áður hafði Gunnar Benedikts- son rithöfundur starfrækt kvöld- skóla. Það var ekki fyrr en árið 1967, þegar íbúatalan var komin niður í 463 íbúa, að endi var bundinn á fólksflóttann frá Eyrarbakka. Á næstu árum komst tala íbúa í hálft sjötta hundrað og börnum fjölgaði aftur í skóla. Nú eru nemendur skólans um 120, frá forskólaaldri til 9. bekkjar. Kennarar eru alls 12, en flestir eru aðeins í hlutastarfi eða stundakennarar. Enn hefur þetta gamla kauptún ekki fengið bætta þá röskun er það varð fyrir þegar samgöngur og ný tækni nær kipptu grundvellinum undan tilveru þess. Höfnin er enn varla nefnandi því nafni og næsta höfn í 50 km fjarlægð. Þá vegalengd er auðvelt að stytta í 15 km, með brú á ósa Ölfusár, en sú fram- kvæmd á ótrúlega erfitt uppdrátt- ar. Framtíð þorpsins og skólans eru saman tvinnuð og Eyrbekkingum þykir vænt um gamla skólann sinn og vilja umfram allt ekki breyta nafninu. Barnaskólinn á Eyrar- bakka skal hann heita, þó misvitrir breytingarpostular gleymi því æði oft og nefni hann Grunnskóla Eyr- arbakka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.